Morgunblaðið - 01.11.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.11.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1966 MINNING: Dagbjört Guðmunds- dóttir bankafulltrúi — í DAG er gerð bálför Dagbjart- ar Guðmundsdóttur, bankafull- trúa, en hún lézt í Borgarspítal- anum aðfararnótt hins 26. þ.m., 43 ára að aldri. Hún var fædd í Reykjavík hinn 4. sept. 1925 og voru foreldrar hennar Guðmund ur H. Guðmundsson, húsgagna- smíðameistari, og Magdalena Runólfsdóttir, sem nú er látin. Guðmundur hefur rekið Hús- gagnaverzlun Reykjavíkur um áratugaskeið og starfað mikið að félagsmálum iðnaðarmanna. Að loknu námi í Kvennaskól- anum í Reykjavík hóf Dagbjört störf hjá Ríkisútvarpinu og gegndi þeim í nokkur ár, lengst í auglýsingadeild útvarpsins. f ágústlok 1963 réðst hún í þjón- ustu Iðnaðarbanka íslands h.f. og vann þar síðan óslitið, unz hún varð að leggjast í sjúkrahús um miðjan ágúst sl., en þaðan átti hún ekki afturkvæmt í lif- endatölu. Dagbjört var meðal elztu starfsmanna Iðnaðarbankans. Hún kom til starfa í bankann rösklega tveimur mánuðum eft- ir að hann hóf starfsemi sína, en þá voru þar aðeins þrír starfs- menn fyrir auk bankastjóra. Hún átti því sinn þátt í að byggja upp og móta störf og starfshætti í bankanum á fyrstu árum hans. í>á vann hún flest öll störf er til féllu í stofn- uninni, eins og jafnan á sér stað, þar sem fámennt starfslið verð- ur að sinna hinum ólíkuistu verk efnum. Síðustu árin gegni Dag- björt starfi fulltrúa í sparisjóðs- og hlaupareikningsdeild bank- ans. Dagbjört Guðmundsdóttir var gagnhollur starfsmaður, sam- vizkusöm og skyldurækin svo að af bar og kom það bezt í ljós síð- ustu vikumar, sem hún vann í bankanum. Þá mætti hún til starfa á hverjum einasta morgni og ætíð stundvislega, enda þótt hún gæti ekki gengið óstudd inn eða út úr vinnusal. Hún lét sér t Móðir min, Camilla Th. Hallgrímsson Miðtúni 7, andaðist á Landspítalanum í gær, 30. október. Fyrir hönd ættingja. Thor G. Hallgrímsson. t Eiginmaður minn Páll Nikulásson Kirkjulæk lézt hinn 30. okt. í Lands- spítalanum. Jarðarförin ákveð in síðar. Fyrir mína hönd, bama, tengdasona og bamabarna. Helga Metúsalemsdóttir. annt um að leysa af hendi hvert verk, sem henni var falið, af stakri vandvirkni, með hag beggja í huga, bankans og við- skiptamanna hans. Mér verður jafnan minnisstætt, hve næm hún var og viðkvæm, ef hún taldi sér hafa orðið á mistök eða yfirsjón í starfi. Dagbjört var góður starfs- félagi, enda naut hún vinsælda og vináttu samstarfsfólks síns. Hún var kosin margsinnis í stjóm Starfsmannafélags Iðnað- arbankans og lagði þar jafnan gott til mála. AU mörg fyrstu starfsár sín í bankanum vann Dagbjört hálf- an daginn en hjúkraði móður sinni sjúkri hinn hluta dagsins. Móðir hennar var rúmliggjandi sjúklingur um árabil og stund- um mjög illa haldin, einkum síðustu árin. Það var aðdáunar- vert, hve mikla umhyggju og ástúð Dagbjört sýndi henni í langvarandi og þungbærum veik indum. Sívökulum huga dvaldi hún við sjúkrabeð móður sinn- ar og var jafnvel kölluð fyrir- varalaust heim til hennar, ef eitt hvað bar út af. Ég ætla, að okk- ur hafi öllum sézt yfir áhyggj- ur og andlegt álag, sem Dag- björt bar í hljóði þessi ár, því að þess varð sjaldan vart í fram- komu hennar eða störfum. Dagbjört Guðmundsdóttir átti við mikla vanheilsu að stríða síðustu mánuðina, en mér segir svo hugur, að hana hafi grunað fyrir tveimur til þremur árum, að hverju fara myndi um ævilok sín. Ég veit með vissu, að hún heyrði skapadóm sinn uppkveð- inn fyrir hálfu öðru ári og frá þeirri stundu var spurningin að- eins ein: Hvað verður frestur- inn langur? Mánuðina, sem síð- an hafa liðið, mætti Dagbjört örlögum sinum með dæmafáu, andlegu þreki. Styrkur hennar óx og andleg reisn því meir sem líkamskraftar þurru. Sá eða sú er ekki gerð úr brotasilfri einu saman, sem mætir dauða sínum eins og hún hefur gert. Við dá- um hetjuna, sem stendur við stjórnvölinn í vetrarbyljum og skammdegismyrkri og finnur fley sitt berast að brimsollinni strönd. En er hitt ekki einnig hetjulund, að bíða dauðans vik- t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar Páls Kristjánssonar frá Húsavík. Kristbjörg Pálsdóttir Guðný Pálsdóttir. t Alúðarþekkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu Kristbjargar Jóhannesdóttur. Ami Kristjánsson Sigrún GnSmundsdóttir Ingimar Jónasson Eysteinn Arnason Friðbjörg Ingibergsdóttir Kristján Árnason Dagbjört Ámadóttir og baraaböm. um og mánuðum saman með gamanyrði á vör og rækja skyld ur sínar við samfélag sitt og um- hverfi, eins og ekkért hafi að höndum borið? Margir hefðu óskað þess að geta rétt Dagbjörtu hjálparhönd, þegar séð varð að hverju fór um heilsu hennar og líðan. Ættingj - ar hennar og vinir hefðu svo gjarnan viljað taka á sínar herð ar eitthvað af hennar byrði. Enda er manneðlið þannig, sem betur og stóra, að flestir eru galla og stóra, að flestir eru ætíð reiðubúnir að hjálpa þeim, sem í nauðir rekur. En — þegar mest á reynir, verðum við að standa ein og óstudd og þá hjálp- ar heldur ekki griða að biðja. Dauðanum mætum við öll — fyrr eða síðar — alein og óstudd. Þá er dýrmætt að eiga þrek til að taka því með brosi á vör, sem eigi verður undan skotið. Flestra bíða harmar og allra bíð ur hel. En slíku hlutskipti fylg- ir nokkur kostur. Hann er sá, að berjast af karlmennsku og hug- prýði við ósigramdi féndur. Sá er mikill sigurvegari, mikil hetja, er sigrast á stórum hörm- um, starfar sem áður og þjónar landi sínu og lífinu sem áður. Það er sanni nær, að göfugast- ur og víðfemastur þroski gefizt þeim, er sigrað hafa í baráttu við mótlæti, sorgir og harma. En slíkan andlegan þroska verða flestir að greiða gildum sjóði. Það þarf engan að undra, þótt margir glati gleði sinni, svigni eða brotni í vetrarhríðum hverf- ullar mannsævL Dagar líða. Ár og aldir renna í tímanis djúp. Hver stund æv- innar fellur eftir aðra, eins og sandkornin I stundaglasinu. Fyrr en varir er mælirinn fullur, æv- in liðin og dauðans lúður hljóm- ar. Eftir því sem árin færast yf- ir, finnst okkur tíminn líða hrað ar. En þegar hinzta tímamerkið kveður við, erum við öll varbú- in. Árin og eilífðin breiða hulu gleymskunnar yfir lífsferil okk- ar. Ævi okkar allra rennur í því efni að einum ósL En Öll lifum við í verkum okkar og störfum. Og lengst varir minningin um þá, sem gegnt hafa skyldum sín- trm við lífið og tilveruna af trú- t Jarðarför eiginmanns míns Júlíusar Gísla Magnússonar endurskoðanda, V estmannaey jum, fer fram frá Landakirkju laugard. 2. nóv. kl. 2 eii. Þórunn Gunnarsdóttir. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför Jóns S. Péturssonar. Katrín Guðmundsdóttir böm, tengdaböra og barnabörn. mennsku, þegnskap og dreng- skap. Iðnaðarbankinn þakkar Dag- björtu Guðmundsdórttur langa og dygga þjónustu og biður henni allrar blessunar, þégar hún hverfur nú á brauL Samstarfsfólk Dagbjartar kveð ur hana að leiðarlokum og þakk ar fjölmargar ánægjulegar sam- verustundir. Með einlægum hug biður það Guð þann, er sólina hefur skapað, að greiða för henn ar yfir dauðans djúp og veita henni blessun sína í landi eilífð- arinnar. Við vitum ekki hvað við tekur handan móðunnar miklu. En við trúum því, að ef við hefjum nýfct þroskaskeið að loknu lífi hér, bíði Dagbjartar mikið hlutskipti og fagurt. Við sendum föður hennar, systkinum og öðrum ástvinum innilégar samúðarkveðjur. Jón Sigtryggsson. KVEÐJA FRÁ SKÓLASYSTRUM. VORIÐ 1945 brautskráðuist 27 stúlkur úr Kvennaskólanum í Reykjavík. Þeirra á meðal var Dagbjört Guðmundsdóttir, banka fulltrúi, sem kvödd er í dag. Dagbjört fæddist í Reykjavík 4. sptember 1925, dóttir Guð- mundar H. Guðmundssonar, húsasmíðameistara, og konu hans, Magdalenu Helgu Runólfs- dóttur, sem lézt fyrir rúmum þremur árum. Eins og algengt er meðal skóla systkina, tvístraðist hópurinn nokkuð eftir að skólagöngu lauk, og áframhaldandi kynni urðu misjafnlega mikil. En Dagbjört hafði þá hæfileika að geta seinna á lífsleiðinni treyst kunn- ingsskap, sem hófst á skólaár- uiram, og eignaðist hún marga varanlega vini meðal fyrrver- andi skólasystra sinna. Auk þess hélt hún vildarvináttu þeirra, sem hún hazt vináttuböndum við þegar í skóla. Dagbjört var farsæl í þeim störfum, sem hún stundaði og vel metin af yfirmönnum sínum og starfsfélögum. Fyrst vann hún hjá Ríkisútvarpinu, en síð- ustu 15 árin vann hún í Iðnaðar- banka íslands h.f. Á vinnustöð- um sem annars staðar laðaði Dagbjört að sér vini, sem héldu tryggð við hana. Á foreldraheim ili sínu vann hún afrek, sem gerði hana sérstæða. Börn systkina hennar hænd- ust að hennL og hún lét sér mjög annt um þau og hafði af þeim mikla ánægju. Eitt þeirra var búið að stofna heimili og var unun að sjá, hve gagnkvæm ást og virðing ríkti milli Dagbjartar og þessarar ungu fjölskyldu. Við skóiasystur hennar erum hreyknar af að hafa átt samleið með henni, og við kveðjum hana með söknuði. Eftirlifandi föður og öðrum ástvinum vottum við samúð okk- ar. Blessuð sé minning hennar. V.G. HÚN Dagbjört er dáin. Þetta hljómaði svo einkenni- lega. Þó var langt frá því, að það kæmi mér á óvart Það fór ekki fram hjá okkur, sem með henni unnum, að hún hafði ekki gengið heil til skógar í lengri tíma. Hún gerði sér fyllilega grein fyrir að hverju stefndi og tók örlögum sínum með ein- stakri hugprýði. Þessi fáu orð eiga að vera þakk lætisvottur okkar, sem yngri vor um og höfðum minni lífs- og starfsreynzlu en hún. Það var alltaf hægt að koma til Dag- bjartar, tala við hana og treysta henni fyrir vandamálum sínum, en úr þeim greiddi hún á sinn sérstæða hátt. Hún var að mín- um dómi óvenjulega heilsteypt manngerð. Nú er lokið lífsferli góðrar konu, sem dó langt fyrir aldur fram. Eftir er aðeins að fylgja henni á hljóðlátri göngu til hinztu hvíldar. Far þú í friði, friður Guðs þig þlessi. SJ». Innilegar þakkir færi ég öll- um þeim, sem heiðruðu mig á 80 ára afmæli mínu 26. okt. sl. með heimsókn, gjöfum og heillaskeytum. Hamingjan íyl&i ykkur öllum. Hallgrimur Ólafsson frá Dagverðará. Lokað í dag vegna jarðarfarar. RAFLAMPAGERÐIN. Afgreiðsla aðalbankans í Lækjargötu 12 verðnr lokuð i dag kl. 13.30 til 15.00 vegna jarðarfarar. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H.F. Skrifstofur STEFs — Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar — verða lokaðar í dag föstudaginn 1. nóvember vegna jarðarfarar Sigurðar Þórðarsonar, tónskálds. S T E F Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar. Innilegustu þakkir til allra minna vina og ættingja er minntust mín og glöddu á margan hátt á níutíu ára af- mæli mínu þann 10. okt. sl. Guð blessi ykkur öll. Stefanía Austfjörð Goðabyggð 2,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.