Morgunblaðið - 01.11.1968, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 19-68
Papandreou
skorinn upp
Aþenu, 31. október, AP.
GEORGE Papandreou, fyrrver-
andi forsætisráðherra Grikk-
lands, var skorinn upp við maga
sári í dag og virðist aðgerðin
hafa heppnazt vel. Læknar segj-
ast vera vongóðir um að hinn átt
Úr iönn
eftir mnnuð
Bæ, í Skagafirði, 31. október.
LAUGARDAGINN 28. september
gerði stórhríð um allt Norður-
land og setti þá niður töluverða
fönn. Mikið af fénaði var þá
óvíst og ennþá vantar margt fé.
Nú fyrir nokkrum dögum
komu úr fönn á Litlu-Brekku í
Skagafirði fjórar kindur, þrjár
dauðar ær og eitt lifandi lamb.
Lambi’ð var furðu hresst eftir
allan þennan tíma í fönninni, en
var magurt og eitthvað kalið.
—Björn.
ræði stjórnmálamaður nái sér aft
ur. Papandreou var fluttur í
sjúkrahús á föstudaginn í síð-
ustu viku, eftir að hann hafði
fengið miklar innvortis blæðing
ar.
Tengdadóttir hans, Margrét,
kom ásamt tveim börnum sínum
frá Stokkhólmi og beið á sjúkra
húsinu með mörgum vinum gamla
mannsins meðan á aðgerðinni
stóð. Maður hennar, Andreas
Papandreou, getur ekki komið til
Aþenu því hann á það á hættu
að vera handtekinn vegna ásak-
ana um að hafa tekið þátt í að
undirbúa banatilræði yið George
í’pandopoulos forsætisráðherra.
Hann er einnig leiðtogi Grísku i
frelsishreyfingarinnar, sem berst
gegn herforingjastjórninni.
Margrét Papandreou sagði
fréttamönnum við komuna að
hún hefði fengið loforð gríska
utanríkisráðuneytisins fyrir því,
að hún og börn hennar yrðu lát- I
in í friði. f opinberri fréttatil- j
kynningu var sagt að Papado- |
poulos, forsætisráðherra, fylgd- J
ist náið með líðan Papandreous. |
Karl Kvaran við eina af myndum sinum.
Strandamenn kveðfa
sýslumann sinn
Mary og Ernest Hemingway í Feneyjum.
Hólmavík 31. október.
í GÆRKVÖLDI var á Hólma-
vak haldið kveðjusamsæti fyr
ir sýslumannshjónin Björgvin
Bjarnason og Sigurbjörgu Guð-
mundsdóttur, sem í dag flytjast
búferlum til ísafjarðar þar sem
Björgvin tekur nú við sýslu-
mannsembætti og bæjarfógeta-
embætti á ísafirði. Fjölmenni
var í samsæti þessu, en þó voru
færri en ætlað var vegna sam-
gönguerfiðleika, en vegur hef-
ur teppzt í bili í Árneshrepp og
Kaldrananeshrepp vegna snjó-
komu. Kveðjuskeyti bárust úr
þeim hreppum.
Veizlustjóri í samsætinu var
Benedikt Grímsson hreppsstjóri,
Kirkjubóli. Fjölmargar ræður
voru fluttar og þeim sýslumanns
hjónum færðar margvíslegar
þakkir í bundnu og óbundnu
máli, en Björgvin hefur verið
sýslumaður Strandamanna í rúm
10 ár.
Þeim hjónum var fært að gjöf
vandað sjónvarpstæki frá sýslu
búum. Að lokum talaði Björg-
vin Bjarnason, þakkaði auð-
sýnda vináttu, góða gjöf og árn
aðaróskir og óskaði sýslubúum
allra heilla í framtíðinni. í dag
kemur hér varðskip til þess að
flytja þau hjón til ísafjarðar.
Einnig mun það koma með hinn
nýja sýslumann, Andrés Valdi-
marsson og fjölskyldu hans og
bjóða sýslubúar þau velkomin.
A.Ó.
Karl Kvaran opnar
málverkasýningu
\á morgun
KARL Kvaran opnar mál-
1 verkasýningu í Bogasal á
I morgnn. Sýnir hann þar milli
I 30 og 40 „gouace“-myndir, og
| eru þær flestar frá þremur
; síðustu árum. Þó eru nokkrar
eldri myndir eða aUt frá síð-
| ustu sýningu hans árið 1959.
I Flestar eru myndirnar til sölu,
en nokkrar eru í einkaeign.
Sýningin verður opin dag-
' lega frá kl. 2—10 næstu tíu
I daga, a.m.k., en ekki hefur
\ verið fullákveðið, hversu lengi (
. sýningin mun standa. Karl
’ hefur haldið 6—7 einkasýn-
1 ingar áður, og einnig tekið |
) þátt í samsýningum.
Thule-ölið lækkar
FRÁ og með deginum í gær
lækkar útsöluverð á Thule öli
úr 18 kr. í 14 kr. að því er Ey-
steinn Árnason framkvæmda-
stjóri Sana-verksmiðjunnar á Ak
ureyri tjáði Mbl. í gær. Sagði
Eysteinn að sama útsöluverð
yrði á Akureyri og í Reykjavík.
Ölið verður áfram selt í 35
sentilítra flöskum, en ekki í 25
sentilítra flöskunum, glæru, sem
hafa verið á markaðnum að
undanförnu.
RANGFÆRSLUR TÍMANS
UM STYKKISHÓLM
Handrit Hemingways í
Manhattanbanka
í grein í New York Times
Book Review, segir Philip
Young, meðal annars, að Hem
ingway hafi lítt hirt um verk
sín, önnur en þau, sem hann
vann að í svipinn. Hafi frú
Hemingway síðan haft mikið
erfiði af að safna þeim saman,
víðs vegar að, og koma þeim
fyrir í bankahólfi „einhvers-
staðar á Manhattan."
Hann hafi svo boðið sér að
líta á þau, og seinna þegið, að
hún tæki að sér að fara í
gegnum þau og raða þeim
niður.
Hafi hann þá fengið sér til
aðstoðar formann rannsóknar
deildar Ríkisháskóla Penn-
sylvaníu, og hafi þeir síðan
unnið vel saman að verkinu.
Segir hann: Verkin voru
merkilega vel á sig komin, ef
með er tekið, a'ð þau voru
bæði veðruð, músbitin og orm
étin. En meðal þeirra sextán
þúsund síðna af handritum,
bæði eiginhandar og annars
konar, voru áreiðanlega þrjú
þúsund síður, sem aldrei hafa
komið út, eða yfirleitt fyrir
manna sjónir. Þar á meðal má
telja: „Skáldsögu um hafið“,
„Afríkubók", „Aldingarðinn
Eden“, sögu sem eingöngu
gerist á Rívíerunni. Ófull-
gerða sögu, sem aðeins virð-
ist hafa verið að komast í
hápunkt, um það bil tuttugu
kaflar, margar sögur, í stíl
mitt á milli skáldsagna og
sjálfsævisagna.
Ennfremur mörg ljóð, rituð
frá 1919 og allt fram yfir
seinni heimsstyrjöld.
Óákveðið er ennþá, hversu
mikið af þessu verður gefið
út, því mun Mary Hemingway
ráða með ráðgjöf Scribner for
lagsins. En eitt hefur þó verið
ákveðfð, og það er það, að
ekkert það mun út koma á
prenti, sem hætta er á að
minnki hróður rithöfundarins,
— og einnig, að brot verka
hans megi prenta í frumriti,
eða óendurbætt, en enginn
þar neinu við bæta“.
Persónulega segist Young
hafa haft mest gaman af sögu
persónu, sem Nick Adams
nefnist, og hann vill meina,
að Hemingway hafi fengið
mest af skáldsagnaefni sínu
frá. Segist hann og að af ýms
um ástæðum hafi hann haft
ánægju af að sinna verkum
Hemingways. Fyrst til að
hnekkja þeim Gróusögum, að
frú Mary Hemingway væri
að koma fyrir kattarnef miklu
magni verka hans. í öðru lagi
vegna þess, a'ð þetta hafi ver-
ið hrein gullnáma, sagnfræði
lega og bókmenntalega, og í
þriðja lagi vegna þess, að þar
hafi hann fengið staðfesta þá
skoðun sína, sem Hemingway
hafi lengst af sjálfur borið á
móti, nefnilega, að söguper-
sónur hans væru raunveruleg-
ar!
(Lausl. þýtt).
Stykkishólmi 31. október.
Á forsíðu Tímans s.l. þriðju-
dag er stór frétt um „hrun og
| flótta“ úr Hólminum. Okkur
hér er þessi frétt algjörlega ó-
skiljanleg og væri fróðlegt að
vita eftir hverjum hún er höfð.
Rangfærslurnar eru svo marg-
ar að þær verða ekki raktar
hér. Hins vegar skal þess getið
að atvinnuástandið hefur verið
gott í Hólminum fram að þessu.
Hér hafa m.a. verið í byggingu
viðbætur við sjúkrahúsið, sjón-
varpshús og ýmsar aðrar fram-
kvæmdir. Það er ekki nema rúm
vika síðan rafveiturnar voru
í vandræðum með að fá menn til
hjálpar við að leggja rafstreng
upp í sjónvarp3hús, sem er stað-
sett 4 km. fyrir ofan bæinn og
í ágúst sl. stöðvaðist t.d. einn
báturinn, sem hér var á hand-
færaveiðum vegna þess að menn
irnir fóru í vinnu í landi.
Hvað flóttanr, snertir getum
við ekki fundið út að nema 30
Sótt um lóðir
Á FUNDI borgarráðs sl. þriðju-
dag var fjallað um nokkrar lóða
umsóknir fyrir fjölbýlishús, dag
heimili og kvikmyndahús.
Lögð var fram umsókn Fram-
kvæmdanefndar byggingaráætl-
unar um lóðir fyrir þrjú fjöl-
býlishús og var þeirri umsókn
vísað til lóðanefndar.
Þá var lögð fram umsókn Hafn
arbiós h.f. um lóð undir kvik-
myndahús í hinum fyrirhugaða
nýja miðbæ austan Kringlumýr-
arbrautar og var þeirri umsókn
vísað til skipulagsnefndar.
Einnig var vísað til skipulags-
og lóðanefndar umsókn frá
Styrktarfélagi vangefinna um
lóð undir dagheimili fyrir van-
gefna.
manns hafi flutt búferlum héðan
í ár og er það minna, en undan-
farin ár.
Hins vegar hafa 6 fjölskyld-
ur og nokkrir einstaklingar flutzt
hingað og munu það vera 28
manns. Hvað framtíðin ber í
skauti sínu er ekki á margra
færi að segja til um, en svona
fréttir þjóna engu, nema illu
einu og eru til leiðinda þeim sem
fyrir þeim standa.
Fréttaritari.
RAPACKI
í ÓNÁÐ?
Varsjá, 31. október. NTB.
NAFN Adam Rapacki utanrikis-
ráðherra er ekki á lista yfir full
trúa, sem valdir hafa verið til að
sitja 5. þing pólska kommúnista-
flokksins, sem hefst um miðjan
næsta mánuð. Rapacki, sem kunn
ur er fyrir tillögur sínar um
kjarnorkuvopnalaus svæði í
Evrópu, hefur haft leyfi frá
störfum vegna veikinda síðan í
apríl, en talið er að veikinda-
leyfi hans eigi sér pólitískar or-
sakir.
Á það er bent að fullvíst megi
telja að Rapacki hafi verið and-
snúinn herferð þeirri, sem hald-
ið hefur verið uppi í Póllandi
gegn Gyðingum, og þátttöku Pól
verja í innrás Varsjárbandalags-
ríkjanna i Tékkóslóvakíu. Auk
þess hefur Rapacki skrifað mið-
stjórninni bréf, þar sem hann
lýsir sig ósammála afstöðu ann-
arra, sanntrúaðri kommúnista-
leiðtoga. Gamlir kommúnistale i'ð
togar hafa nú treyst valdaað-
stöðu sína í Póllandi, en hófsam-
ari leiðtogar eiga í vök að verj-
ast.