Morgunblaðið - 27.11.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.11.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBL<AÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR XI. NÓV. 1968 7 Jón Eyjólfsson hjá líkani sínu af Gullfossi. (Myndina tók ljósm. Mbl. Ól. K. M.9 Vestur á Sólvallagötu býr ’Jón Eyjólfsson, sem smíðar skips- líkön í tómstundum sínum. Við hittum hann á dögunum á förnum vegi, þegar hann var að leggja síðustu hönd á líkan af flaggskipi íslenzka flotans, Guilfossi. „Er hann búinn að vera lengi í smíðum, Jón“? ,Ég hef verið að dunda við þetta sJ. 3 ár. Ég hef aðeins gripið í þetta í tómstundum mín um og stundum hafa liðið langir tímar sem ég hef ekki snert á smíðinni. Þetta Hkan er einn og hálfur metri á Iengd og 30 cm. á breidd. Ég held það haldi réttum hiutföllum sæmiiega miðað við skipið sjálft. Ég fékk lánaSa útlitsteikningu af Gullfossi hjá Eimskip, og svo hef ég stundum farið niðureftir til þeirra og skoðað „modelin" frá skipasmíðastöðinni. Og auð vitað hef ég svo gengið niður að höfn, þegar Gullfoss hefur legið við „kajann‘“ og gefið honum auga“. „Hvaða efni hefur þú nú not- að í þetta líkan?" ,Það er nú mest fura, en margt smávegis t.d. á þilfar- inu varð ég að smíða úr áli eða kopar, en sumt fékk ég tilbúið frá Danmörku". „Er þetta fyrsta skipið sem þú smíðar, Jón?“ ,Nei nei langt þvl frá. Ég hef eiginlega alltaf verið að smíða skip frá því ég man fyrst eftir mér austur á Seyðis- firði, sem smápatti, var ég að tálga til báta með sjálfskeið- ungium. Þessari iðju minni hef ég eiginlega alltaf haldið áfram" „Og hvaða skip er þér svo minnisstæðast?" „Ætli það sé ekki smíðin á fimmmastraða barkskipinu með rá og reiða og seglum. Það var mikið verk á því skipi, líklega meira verk en á Gull- fossi. Þessi barkur fór síðan upp á Akranes". „Og hvað á næst að smíða, Jón?“ .Eiginlega er mér það efst I huga núna að smíða líkan af gamla Gullfossi, en mig vantar teikningar eða góðar myndir af honum, og væri ég þakklátur þeim, sem gæti léð mér þær. Og þá verð ég víst að gefa upp heimilisfangið, en ég á heima á Sólvallagötu 33.“ Og með það kvöddum við þennan „skipasmið" og óskuð- um honum góðs gengis við smíð arnar. FORNUM VECI Smíðar skiplíkön í frístundum sínum FRÉTTIR Systrafélag, Ytri- Njarðvík Saumafundur í barnaskólanum i kvöld kl. 8.30 Aðeins tveir sauma- fundir fyrir basar. Kvöldvaka ungs fólks Ungt fólk, 18 ára og eldra, held- ur kvöldvöku í Safnaðarheimili Hall grímskirkju (nyrðri turnálmu) laug ard. 30 des kL 20.30. Þar verður upp lestur og söngur. Próf. Jóhann Hann esson rabbar um byltingar unga fólksins og skeggrætt verður yfir kaffi og kökum. Kvenfélag Óháða safnaðarins Basarinn verður sunnudaginn 1. des kl. 3 í Kirkjubæ. Félagskonur og aðrir velunnarar safnaðarins, sem ætla að gefa á basarinn, góð- fúslega komið munum í Kirkjubæ laugardag 4-7 og sunnudag 10—1 IOGT, stúkan Framtiðin heldiu- fund í kvöld kl. 8.30. Myndasýning frá Galtalækjarskógi, vinnu og móti og fl. Allir Reglu- félagar velkomnir í Templarahöll- ina. Æ.T. Háteigskirkja Jólakortin hafa runnið út, síð- ustu forvöð fyrir safnaðarfólk að ná í þau. Seld milli 3 og 5 daglega og við allar helgiathafnir. Kvenfélagið Fjóla, Vatnsleysuströnd Basar félasgins verður laugar- daginn 30. nóv. kl. 2.30 í Glað- heimum Vogum. Margt góðra muna Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn, Keflavík heldur basar flmmtudaginn 38. nóv. kl. 9 I Sjálfstæðishúsinu. Allur ágóði rennur til góðgerðarstarfsemi fyrir jólín. KFUK I Reykjavík minnir félagskonur og velunn- ara félagsins á basarinn, sem verð ur haldinn laugardaginn 7. des. Kvenfélag Hallgrímskirkjn Hinn árlegi basar verður haldinn 1 félagsheimiU kirkjunnar 7. des. Fé- lagskonur og aðrir, er vilja styrkja gott málefni sendi gjafir sinar til formanns basarnefndar Huldu Norð- dahl, DrápuhKð 10 og Þóru Einars dóttur, Engihlíð 9, ennfremur í Fé- lagsheimilið fimmtudaginn 5. des. og föstud. 6. des kl. 3-6. Flugbjörgunarsveitin Dregið hefur verið í merkjasölu happdrættinu. Upp komu þessi númer: 10737 (ferð til New York) og 19579 (ferð til Kaupmannahafn- ar). Cinninganna sé vitjað tii Sig- urðar M. Þorsteinssonar, Goðheim um 22, sími 32060. Frá félagi skrúðgarðyrkjumeistara Þeir sem óska að ganga í félagið sendi inntökubeiðni og upplýsingar um störf til formanns félagsins Björns Kristóferssonar, Blönduhlíð 11, Reykjavík. Prentarakonur Basarinn verður 2. des. Gjörið svo vel að skila munum sunnu- dag 1. des. miili kl. 3—6 í Félags- heimili HÍP. Konur í Styrktarfélagi vangefinna. Basar og kafflsala verður 8. des. í Tjamarbúð. Vinsamlegast skilið basarmunum sem fyrst á skrifstofu félagsins, Laugavegi 11 Sjálfstæðiskvennafélagið EDDA, Kópavogi, heldur námskeið í tau- prenti. Félagskonur athugið. Ekk- ert kennslugjald. Mörg önnur nám skeið verða síðar I vetur. Sími: 41286 og 40159. Basar Sjálfsbjargar verður í Lindarbæ sunnud. 8. des. 1. 2. Velunnarar félagsins eru beðn- ir að koma basarmunum á skrifstof una eða hringja I síma 33768 (Guð rún). Kvenfélag Hallgrímskirkju hefur hafið fótaaðgerðir fyrir aldr- að fólk I Félagsheimili kirkjunn- ar alla miðvikudaga kl. 9-12. Síma- pantanir í síma 12924. Kvenfélag Kópavogs heldur basar í Félagsheimilinu laugardaginn 30. nóv. kL 3. Félags- konur og aðrlr velunnarar félags- ins geri svo vel að koma munum til Rannveigar, Holtagerði 4, Helgu Kastalagerði 5, Guðrúnar, Þinghóls braut 30, Arndísar Nýbýlavegi 18, Hönnu Mörtu, Lindarhvammi 5 eða Lineyjar Digranesvegi 78, eða hringi í sima 40085 og verða þá munirnir sóttir. I Kvenfélag Grensássóknar heldur basar sunnudaginn 8. des j I Hvassaleitisskóla kl. 3. Tekið á móti munum hjá Gunnþóru, ! Hvammsgerði 2. s. 33958, Dagnýju, Stóragerði 4, 38213 og Guðrúnu Hvassaleiti 61, sími 31455 og I Hvassaleitisskóla laugardaginn 7. des. eftir kL 3. Kvenfélag Nessóknar Aldrað fólk í sókninnl getur fengið fótaaðgerð í félagsheimilinu á miðvikudögum frá kL 9-12 Pant- anir í slma 14755 LÆKNAR FJARVERANDI Eyþór Gunnarsson fjv. óákveð- ið. Stefán Bogason fjv. frá 25.11— 8.12 Stg. Halldór Arinbjarnar við- talstlmi 1—3, laugardaga 11—12, Klapparstíg 25—27 Gengið Nr. 126 — 12. nóvember 1968. 1 Bandar.dollar 87.90 88,10 1 Sterlingspund 210,00 210,50 1 Kanadadollar 81,94 82,14 100 Danskar kr. 1.169,30 1.171,96 100 Norskar kr. 1.230,66 1.233,46 100 Sænskar kr. 1.698,64 1.702,50 100 Finnsk mörk 2.101,87 2.106.65 100 Franskir fr. 1.772,65 1.776,67 100 Belg. frankar 174,72 175,12 100 Svissn. fr. 2.046,09 2.050,75 100 Gyllini 2.432,00 2.437,50 100 Tékkn. kr. 1.220,70 1.223,70 100 V-þýzk m. 2.210,48 2.215,52 100 Lírur 14,08 14,12 100 Austurr. sch. 339,78 340,56 100 Pesetar 126,27 126,55 100 Reikningskrónur- Vöruskiptalönd 99,86 100,10 1 Reikningsdollar Vöruskiptalönd 87,90 88,10 1 Reikningspund VöruskiptaL 210,95 211,45 Keflavík Til sölu góð 2ja herto. íbúð við Faxabraut, Keflavík. Laus strax. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík, sími 1420. Prestolite rafgeymar Sala, hleðsla og viðgerðir. Tveggja ára ábyrgð. Kaup- um alla ónýta rafgeyma hæsta verði. Nóatún 27. — Sími 35891. Tökum að okkur alls konar trésmíði úti sem inni. Fagmenn að verki. Uppl. í síma 30886 milli kl. 7—9 á kv. Brotamálmar Kaupi alla brotamálma langhæsta verði, staðgr. Nóatún 27, sími 3-58-91. Til sölu Alfræðiorðabókasafnið „The American Peoples Encyclopedia" til sölu. — Hagstætt verð. UppL í síma 8-30-19. V erzlunarpláss til leigu. Á 1. hæð neðar- lega við Skólavörðustíg. Laust. Uppl. á skrifstof- unni. Hús og eignir Bankastr. 6. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Til sölu nýlegur mjög fallegur barnavagn, einnig barna- vagga á hjólum og tourðar- rúm. Uppl. í síma 20029. Konur óskast til sölu happdrættismiða. Styrktarfélag vangefinna, Laugavegi 11. Hringstigi Notaður hringstigi óskast. Lofthæð 2,7 m. Vélaverkstæði Jóhanns Ólafs h.f. Sími 50140. Rronco ska eftir að kaupa Bronco. Aðeins góður bíll kemur til greina. Tiltooð sendist Mbl. fyrir 1. des. merkt: „Bronco — 6698“. Lagerhúsnæði Óskum eftir að taka á leigu 300—400 ferm. lagerhús- næði í Reykjavík með góðri aðkeyrslu. Þarf að vera laust fyrir áramót. Upplýsingar í síma 1 73 73. BYGGINGAREFNI HF., Laiugavegi 103, Reykjavík. HÖFUM TIL LEIGU gott skrifstohihúsnæði AÐ LAUGAVEGI 172. Upplýsingar gefur Sverrir Sigfússon. S'imi 21240 HEKLA hf Laugavegi 170-172 Nauðungaruppboð Eftir kröfu Sigurðar Helgasonar hdl. verður haldið opinbert nauðungaruppboð að Auðbrekku 36, jarðh£ð i Kópavogi í daig, miðvikudaginn 27. nóv. 1968 kL 15. Selt verður: Hulsuborg af gerðinni Tegle & Sönner, slípivél af gerðinni Ellma VEB, loftpressa af gerð- inni Boge. Tæki þessi eru talin eign Sigurðar J. Áma- sonar. — Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.