Morgunblaðið - 27.11.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.11.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGU'R 27. NÓV. 1968 Þurfa íslenzkir unglin gabókahöf undar að sækja viöurkenningu til útlanda? Rœtt við Ármann Kr. Einarsson um barna- og unglingabœkur Nýkomin er á markaðinn enn éin Óla og Magga bókin eftir Ármann Kr. Einarsson og heitir hún „Óli og Maggi finna gull- skipið". í tilefni þessarar nýju bókar rabbaði blaðið við höfund inn um eitt og annað í sambandi við barna og unglingabækur. — Um hvaða efni fjallar nýja bókin? — Sagan styðst við sannsögu- legan atburð, strand Indíafars fyrir 300 árum við sandana í Skaftafellssýslum. Til eru skjal- legar heimildir um þetta strand í skjalasöfnum í HoOlandi. Enskip ið sem hér ræðir um, var hol- lenzkt, og var að koma frá Bata- víu á Jövu, og herma sagnir, að það hafi verið hlaðið gulli og gimsteinum. — Teljið þér þetta hyggilegt efni í barna og unglingabók? — Já, ég tel þetta mjög for- vitnilegt efni, en börn eru yfir- leitt fróðleiksfús og langar til að fræðast um al'la skapaða hluti milli himins og jarðar. Þau vilja líka, að sögur sem þau lesa séu skemmtilegar og uppörvandi og auk þess tekur heilbrigt æsku- fólk það iesefni fram yfir ann-8 að, sem er jákvætt og bjarsýni gætir í, eins og það er sjálft gert í innsta eðli sínu. Ungling- ar vilja líka gjarnan geita dregið lærdóm af því, sem þeir lesa, og geta tekið söguhetjurnar sér til fyrirmyndar. — Þér hafið skrifað mikið. — Ég hef skrifað 23 barna og unglingabækur, en fjórar fyrir ftfllorðna, og auk þess hefi ég gert nokkur útvarp-sleikrit eftir svokölluðum Árnabókum. — Hvemig hafa bækumar selzt? — Ég kvarta ekki undan því. Tlókunum hefur verið vel tekið, og börnin hafa verið þakklátir lesendur. — En foreldrarnir? — Það get ég ekki dæmt um sjálfur, en margir foreldrar hafa látið í ljósi ánægju yfir bókun- um. Ég álít, að það sé mjög mik- ilsvert að vanda vel til þess les- efnis, sem mótar lestrarvenjur barna. Foreldrum brygði, ef börnunum væri gefið ómeti til að seðja hungur sitt. Það er 1 rauninni ekki minna vert að þau fái holla andlega fæðu. Margir foreldrar skilja þetta, en þá skortir tilfinnanlega leiðbeining- ar um val lesefnis handa börn- um sínum. Sama vanda standa skólabókasöfnin andspænis. Blöð i2i hafa, að undanskyldu Morg- unblaðinu, sem hefur haft for- ystu með bókmenntagagnrýni barna og unglingabóka, brugðizt með leiðbeiningu þessara bók- mennta. Útvarpið hefur flutt töluvert af efni við hæfi bama, en gert lítið af því að kynna ís- lenzkar barnabækur. Á vegum útvarps eru ýmsir þættir um bæk ur, sem eru góðra gjailda verð- ir, en aldrei kemur samt fyrir að minnzt sé þar á barna og ung- lingabækur. — En í bókakynningum fyrir jólamarkað? — f þættinum lestur úr nýjum bókum, hefur mér vitandi aldrei verið lesið úr barna og unglinga -fcókum. En í þess stað skotið inn nokkrum lestrum í bamatímunum rétt fyrir jólin. Minni skil eru milli bafna og unglingabóka og fullorðinsbóka, en margir vilja vera láta. Margar fullorðinsbóka geta einnig verið fyrir börn, og unglingabækur fyrir fullorðna. Sama er ekki hægt að segja um sjónvarpið, það hefur þegar kynnt unglingabókahöfund, með lesfri framhaldssögu. Bæði ung- ir og aldnir vilja gjaman sjá höfunda, sem þeir hafa lesið bækur eftir. Til gamans má geta þess að í Noregi var skoðanakönnun fyrir nokkrum árum meðal unga fólks- ins á því, hvaða manni það hefði mestan áhuga fyrir. Thorbjöm Egner, sem gerði Kardemommu- bæinn, og fleiri góðar barnabæk ur og leikrit var langhæstur á vinsældalistanum. Hærri en sjálf ur Noregskonungur. — Hvað vilja börn og ungling ar helzt lesa? — Ég get bezt svarað því með því að vitna til greinar í Les- bók Morgunblaðsins, um rann sóknir sem hafa farið fram í Þýzkalandi um val bama á les- efni, og útkoman var sú að þau vildu helzt hafa eitthvað skemmti efni, fullt af lífsgleði, og uppá- halds rithöfundur þeirra var Mark Twain. Prófessor Símon Jóh. Ágústsson hefur í nokkur ár unnið að slíkum rannsóknum hér á landi og hefur nú hlotið styrk til þessara rannsókna úr hugvísindasjóði. Sum dagblöðinhafa tekið upp þá skemmtilegu nýbreytni að hafa koðanakannanir um ýmis má'lefni sem ofarlega eru á baugi hverju sinni. Fróðlegt væri ef kannað- ar væru skoðanir fólks um gildi barna- og unglingabóka fyrir æskuna. Einnig mætti kanna hér hvaða bækur unga kynslóðin hefði mestan áhuga fyrir að lesa? — Hvað með þýðingar á barna- Bókum? — Sem betur fer höfum við átt okkra ágæta þýðendur, sem þýtt afa úrvals barna og unglinga- ækur, en þær bækur eru þó Ut of fáar, og miklu meira af því sem teíjast má rusl. En rétt er að taka fram að margir út- gefendur hafa á síðari árum vandað meira val sitt á barna- og unglingabókum. — Eru íslenzkir bamabóka- höfundar háir á metaskálunum? — Þeir eru heldur lítils metn- ir. ýmsir ágætir höfundar hafa hætt að skrifa fyrir börn og unglinga vegna þess tómlætis, sem þeir hafa mætt. Ég veit ekki nema rétt sé að leggja árar í bát. — Nei, því trúi ég ekki, þér hafið þó fengið viðurkenningu erlendis. — Já, margar bóka minna hafa verið gefnar út í Noregi og nokkrar í Danmörku og hafa þær fengið ágætar viðtökur hjá þess um nágrannaþjóðum okkar. — En fékk ekki bók eftir yður verðlaun í Noregi? — Jú, fyrir nokkrum árum efndi Noregs Boklag til Verð- launasamkeppni meðal norrænna bama og unglingabókahöfunda. Sendi ég handrit að „Víkinga- ferð tiíl Surtseyjar“ og hlaut sagan verðlaun. Hart er það að þurfa til Skandinavíu til að hljóta viðurkenningu. — Nonni er lang þekktastur ísl. unglingabókahöfunda erlend is! — Jú, það má með sanni segja að hann sé okkar annað Nobels- skáld. En örlögin höguðu því þannig til að hann skrifaði á er- lenda tungu. í þessu sambandi dettur mér í hug annar góður bama og unglingabóka höfund- ur, Sigurbjörn Sveinsson. Hann skrifaði á íslenzku og hlaut aldrei neina viðurkenningu hvorki fjárstyrk né annað, utan þesis að hann var gerður skömmu fyrir andlát sitt að heið- ursborgara lítils kaupstaðar úti á landi. — Er erfitt að fá ísl. bækur þýddar á erlend máil? — Já, og þar standa unglinga- bókahöfundar enn verr að vígi en þeir sem skrifa fyrir full- orðna. Þýddar eru þær bækur höfundunum að bostnaðarlausu, sem lagðar eru fram í hina ár- legu samkeppni bókmenntasjóðs Norðurlandaráðs. ísl. unglinga- bókahöfundar njóta ekki hlið- Iptæðra hlunninda og fá ekki bæk- ur sínar þýddar til að leggja Ármann Kr. Einarsson, rithöfimdur. þær fram í samkeppni um H.C. Andersens verðlaunin, en þau eru veitt annað hvert ár og þyk- ir mesta viðurkenning sem ungi- ingabókahöfundur getur hlotið. — En hvað um bókasöfnin? — Þótt merkilegt megi virðast eru engin lög til enn um skóla- bókasöfn og bókakostur í skól- unum verður að teljast mjög af skornum skammtL Mikill kost- ur væri, ef börnin ættu völ á fjölbreyttara lesefni. Við flesta skóla vantar gott safn barna og unglingabóka. Víða erlendis hefur verið kom ið á stofn sérstökum bókasöfn- um með barna og unglingabók- um, t.d. hefur slíkt safn verið sett á stofn í Kaupmannahöfn, þar sem bækur frá hinum Norð- urlöndunum og víðar • eru til í fjölbreyttu úrvali. Það værimik ilsvert að slíkt safn væri til hérna og gætu þá ísl. höfund- ar fýlgzt betur með því, sem er að gerast annars staðar meðal nágrannaþjóðanna. Einangrun er hættuleg. Á Norðurlöndum eru árlega haldnar sérstakar vikur til kynningar á barnabókum, þar sem þekktir höfundar lesa upp úr bókum sínum, og eru þær bæði kynntar í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Væri mjög æskilegt að koma slíku á hér. Eitthvað hefur verið hér á undanförnum árum um bókmenntakynningar í gagn- fræða og menntaskólum. En hví á ekki hefja bókmenntakynningu strax í barnaskólum? Mér dett- ur t.d. í hug að skólarnir gætu fengið barna og unglingabókahöf unda til þess að lesa úr verkum sínum. Fyrir nokkrum árum hélt Kennaraskóli fslands sýningu á barna og unglingabókum, en hún var því miður ekki nógu vel auglýst, og vakti ekki verðskuld- aða athygli, en hún var samt merkileg tilraun. i— Hvað er fleira til úrbóta á þessum sviðum? — Mér kemur það til hugar að það mætti koma því á hér eins og á Norðurlöndum að fræðsluyfirvöld mæla með og AUGLYSINGAR 5ÍMI 22*4*50 láta stimpla góðar barna og unglingabækur. Fyrsti vísirinn í þá átt er kannski, að bókaútgáf- an Örn og Örlygur hafa sent Stjórn kennarasamtakanna fjár- upphæð til að stofna sjóð er hafi það hlutverk að flokka barna og unglingabækur og verðlauna þær beztu. Kennarasamtökin þurfa að láta meina til sín taka á þessu sviði en þau hafa gert að undanförnu. Á Norðurlöndum tíðkast það, að árlega efna forlög til verð- launasamkeppni um barna- og unglingabækur. Þetta örvar mjög höfunda til að leggja sig fram um, að skrifa athyglisverð- ar og listrænar bækur handa ungu kynslóðinni. Engar slíkar verðlaunaveitingu eða viður kenningu er um að ræða hér hjá okkur, enn sem komið er. Þá vil ég geta þess að tvö athyglisverð frumvörp liggja nú fyrir Alþingi, annað um að styrkja ísl. höfunda tii að láta þýða verk sín á erlendar tung- ur. En hitt um að styrkja leik- ritaskáld, sem skrifa fyrir Þjóð- leikhúsið. Okkur vantar alltaf góð frumsamin leikrit, og á það ekki síður við um leikrit fyrir börn en fullorðna. — Fáið þið ekki liistamanna- laun eða styrki? — Eins og kunnugt er, er hin um svokölluðu listamanna'laun um úthlutað hér árlega, en held ur lítið farið fyrir því, að barna og unglingabókahöfundar hafi notið þar góðs af. Rithöfundar bundu miklar vonir við ný lög um listamannalaun sem sett voru fyrir tveimur árum. Heitið var starfsstyrkjum og var stuðning- ur rithöfunda við þessi lög bund inn því skilyrði. Það heit hefur ekki enn verið efnt, og er for- sendan fyrir stuðningi rithöfund anna við nefnd lög því brott fall in. Sannast sagna hefur hlutur barna og unglingabóka aldrei verið verri en síðan nýju lögin komu til framkvæmda. Hinum vísu mönnum er sitja í úthlut- unarnefnd listamannalauna hefur af einhverjum óskiljanlegum á- stæðum sést yfir þessa mikil- vægu grein bókmenntanna. Slíkt er reginhneyksli, og vissulega gengið í berhögg við vilja ungu kynslóðarinnar, foreildra og hins almenna, fordómalausa lesanda. Það er ekki prívateign, heldur fé fó'lksins í þessu landi, sem ver ið er að úthluta. Hefi til sölu m.a. Einstaklingsíbúðir í Kópa- vogi, í Árbæj arhverfi og í Vesturbænum. Útb. 200-300 þúsund kr. 3ja herb. íbúð við Lyng- brekku í Kópavogi. íbúðin er á neðri hæð í tvíbýlis- húsi. 3ja herb. íbúð við Ásvalla- götu. íbúðin er teppalögð og lítur mjög vel út. 4ra herb. íbúð við Leifsgötu. Tvö herbergi í risi fylgja. í smíðum 4ra herb. íbúð við Hraunbæ. íbúðin selst tilbúin undir tréverk. Raðhús í Árbæjarhverfi. Hús- ið er 147 ferm., 4 svefnher- bergi, stofur, eldhús og bað. Kaupendur Hefi kaupanda að góðri 3ja * herb. íbúð. Útborgun kr. 600 þúsund kr. Hefi einnig kaupanða að 4ra—5 herb. íbúð í tví- eða þríbýlishúsi. Góð útlborgun. Baldvin Jónsson hrl. Kirkjutorgi 6, símar 15545 og 14965. — Hvað má gera til þess að bæta úr þessu? — Fulltrúar kjósendanna, al- þingismennirnir verða að taka hér í taumana. Þegar reynslam af þessum nýju lögum er svo slæm, sem raun ber vitni, verð- ur að endurskoða þau frá rótum. Eðlilegast væri að þessi endur- Framhald á bls. 20 FASTEIGNAVAL Skólavörðustíg 3A. 2. hæð. Símar 22911 og 19255. Til sölu m.a. Góð 2ja herb. íbúð í Vestur- bænum á 1. hæð. 3ja herb. kjallaraíbúð um 70 ferm. í Vesturbænum. 3ja herb. íbúð í gamla bæn- um, laus strax. 4ra herb. risíbúð við Efsta- sund. Laus strax. 4ra herb. íbúðarhæð í Hlíð- unum. 5 herb. íbúðarhæð um 117 fm. við Es'kihlíð. Sérkælikerfi. í íbúðinni, laus fljótlega. 6 herb. íbúð á efri hæð í Vest- urbænum ásamt einu herb. í kjallara. Bílskúrsréttur. íbúð óskast Hef kaupanda að nýlegri 4ra heib. íbúð, þarf ekki að vera fullkláruð. íbúðin má vera í Árbæjarhverfi. Út- borgun allt að kr. 700 þús. Jón Arason hdl. Sölumaður fasteigna Torfi Ásgeirsson. 16870 3ja herb. 100 ferm. íbúð á 2. hæð við Eskihlíð. Herb. í risi og annað í kjallara fylgja. 3ja herb. 85 ferm. íbúð á jarðhæð við Glað- heima. Sérhiti. Snotur íbúð. 3ja herb. 95 ferm. íbúð á 3. hæð við Holtsgötu. í ágætu ástandi. 3ja herb. 90 ferm. íbúð á jarðhæð við Hvassa- leiti. Allt sér. 3ja herb. um 70 ferm. efri hæð við Skeggja- götu. Ný eldhúsinnrétt- ing. 3ja herb. 90 ferm. íbúð á 6. hæð í háhýsi við Sólheima. Suður- og vesturíbúð. 3ja herb. 100 ferm. sem ný íbúð á jarðhæð við Fögrubrekku, Kópavogi. Útb. 250 þúsund. 3ja herb. 83 ferm. sér- hæð við Kópavogsbraut. Stór timburbíls'kúr. 3ja herb. 86 ferm. íbúð á jarðhæð við Lyng- brekku Kópavogi, sér- hitL FASTEIGNA- PJÓNUSTAN Austurstræti 17 (SiHi& Va!di) fíagnar Tómasson hdl. síml 24645 sölumadur fasteigna: Stefán J. fíichler sími 16870 kvöldsfml 30587

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.