Morgunblaðið - 27.11.1968, Page 14

Morgunblaðið - 27.11.1968, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓV. 1968 JltofgtiJtirlatoffr Útgefiandi I'ramkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgrei'ðsla Auglýsingar Askriftargjald kr. 130.00 í lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjiamason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. ATVINNUMÁLIN ¥Tm rúmlega eins árs skeið ^ hefur atvinnuástand ver- ið erfiðara hérlendis en ver- ið hafði áður um langt ára- bil. Aðgerðir ríkisstjómar- innar í efnahagsmálum hafa því að verulegu leyti miðast við að tryggja næga atvinnu, enda allir sammála um, að fyrst og fremst verði að koma í veg fyrir atvinnu- leysi. í ræðu þeirri, sem Bjarni Benediktsson, forsæt- isráðherra, flutti við útvarps umræðurnar í síðustu viku gerði hann atvinnumálin m.a. að umtalsefni og rakti aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu ári til þess að halda uppi atvinnu. Forsætisráð- herra sagði m.a.: „Ríkisstjórnin er raunar sökuð um aðgerðarleysi í at- vinnumálum. Við, sem stjóm- málaþjarki emm vanir, kipp- um okkur ekki upp við ásak- anir, þótt ósanngjamar séu, en af öllu því, sem ég hef heyrt um mína daga, hygg ég þessa ásökun ósanngjam- asta og sízt á rökum reista. Hún er algjört öfugmæli. Það var einungis fyrir harðfylgi ríkisstjómarinnar gegn heift- úðugri mótstöðu flestra stjómarandstæðinga, að sam- þykkt var bygging álbræðsl- unnar og þar með tryggð Búrfellsvirkjun. Framtíðar- gildi þessara mannvirkja er vissulega mikið, en alveg ó- háð því, þá hafa þau undan- farin misseri fært ómetan- lega björg í bú hjá þeim, sem ella hefðu átt erfitt með að afla sér vinnu. Aðgerðir rík- isstjómarinnar til að hlaupa undir bagga með fiskveiðum, fiskverkun, og þá ekki sízt hraðfrystihúsunum, hafa gert þennan rekstur mögulegan nú í ár. Eins er fullvíst, að úr síldveiðum hefði lítið orð- ið og hvalveiðum ekkert, ef atbeini ríkisstjómarinnar hefði ekki komið til. Aflinn brást að vísu, en harður hefði dómurinn orðið, ef ekki hefði verið ýtt úr vör til þessara veiða nú í sumar, eins og við blasti. Þá aflaði ríkisstjórnin og framkvæmdaláns í Bret- landi, sem nam hátt á þriðja hundrað milljón króna og greiddi fyrir margháttaðri atvinnuaukningu." Þessi ummæli Bjarna Bene diktssonar, forsætisráðherra, sýna glögglega, að ríkisstjóm in hefur tekið öflugt fmm- kvæði um að halda uppi nægri atvinnu í landinu á þessu ári. Jafnframt hefur nú með gengisbreytingunni ver- ið lagður nýr rekstrargrund- völlur að starfi atvinnufyrir- tækjanna. Ljóst er að vísu, að ýmislegt fleira þarf til að koma, og hefur ríkisstjómin í undirbúningi margvíslegar ráðstafanir í þeim efnum. Það skiptir megin máli nú, að nýtt fjör færist í atvinnu- vegi landsmanna og að at- vinna verði næg. Væntanlega er það nú mnnið upp fyrir fleimm en áður, að hagur launþeganna er nátengdur afkomu atvinnufyrirtækj- anna. Þess vegna er þess að vænta, að launþegar almennt geri sér grein fyrir nauðsyn þess, að atvinnufyrirtækin fái svigrúm til þess að rétta úr kútnum. Fyrr er ekki von til þess, að á ný verði hægt að bæta lífskjör landsmanna. Við skulum læra af reynslu síðustu ára og gera ekki á ný þá skyssu að ganga of nærri atvinnufyrirtækjunum með óraunhæfum kröfugerðum. Það hefnir sín fyrr en varir. DE GAULLE KEMUR ENN Á ÓVART r|e Gaulle, Frakklandsfor- seti, hefur einstakt lag á því að koma mönnum á óvart. Sl. laugardag var gengið út frá því sem vísu, að gengi franska frankans yrði lækk- að. Fjármálaráðherra Vestur- Þýzkalands hafði raunar full yrt það að loknum fundi tí- veldanna í Bonn. Það kom því sem þmma úr heiðskím lofti á laugardagskvöld, er franski forsetinn tilkynnti, að gengi frankans yrði ekki breytt, en í þess stað gripið til róttækra ráðstafana í efnahagsmálum. Fyrstu viðbrögð fjármála- manna og stofnana á Vestur- Iöndum voru neikvæð, en nú er hins vegar komið í ljós, að ákvörðun Frakklandsforseta hefur orðið til þess að styrkja frankann og á stuðningur Bandaríkjastjórnar við frönsku stjómina áreiðan- lega verulegan þátt í því. Allt bendir því til þess, að hinn aldni forseti muni enn einu sinni komast upp með að ganga gegn því, sem allir aðrir töldu óhjákvæmilegt. Að sjálfsögðu mun nokkur tími líða, þar til í ljós kem- ur, hvort um varanlega breytingu til batnaðar er að ræða á gengi frankans, en vissulega hljóta menn að vona, að svo verði, enda hljóta tíðar breytingar á gengi þýðingarmestu gjald- miðlana að hafa óhagstæð áhrif á alþjóðaviðskipti. Frjálslyndir vonbetri síðan Salazar fór frá eru Caetano erfiðir en,,grœnstakkarnir'4 DR. MARCELLO CAETANO, hinn nýi forsætisráðherra í Portúgal, hefur staðið við gefið loforð og sleppt stjórn- arandstöðuleiðtoganum Mario Soares úr útlegð. Þar með hafa vaknað vonir um, að hundruð pólitískra fanga verði látnir lausir. Síðan Ca- etano kom til valda hafa hon- um borizt um 3.000 náðunar- beiðnir frá pólitískum föngum og alþjóðasamtökum, sem berjast fyrir mannréttindum. Of snemmt er að spá nokkr-u um það, hvort Caet- ano leyfi stjórnarandstæðing- um að starfa fyrir opnum tjöldum, en enn sem komið er 'hefur hann aðeins sagt, að starfsemi kommúnista verði bönnuð. Á hinn bóginn geng- ur nær því allt, sem Mario Soares og stuðningsmenn hans berjas't fyrir, í berhögg við stefnu þá, sem Marcello Caet- ano gerði grein fyrir í fyrstu ræðunni, sem hann hélt þegar hann tók við forsætisráð- herraembættinu í september- lok. Aðalbaráttumál stjórnarand stæðinga eru frjálsar kosning- ar og breytingar í nýlendum Portúgala í Afríku. Enn hef- ur Caetano ekki gefið til kynna, að hann verði við þessum kröfum, en með því að sleppa Soares úr haldi hef-, ur hann sýnt hvað sem öðru liður, að hann vill stjórna í anda stjórnarskrárinnar. samkvæmt lögum frá 1947, sem kveða á um brottflutn- ing fólks, sem sé hættulegt öryggi ríkisins. Soares hefur verið handtekinn 11 sinnum, en aðeins einu sinni ákærður og aldrei dæmdur. Gagnstætt dr. Soares var dr. Arlindo Vicente, sem var for- setaefni stjórnarandstæðinga í kosningunum 1958, handtek- inn tveimur árum síðar og ákærður fyrir kommúnis'tíska starfsemi. Hann sat í fang- elsi í marga mánuði, en var síðan látinn laus og leyift að taka að nýju upp lögifræði- störf. Dr. Marcello Caetano hefur einnig verið starfandi lög- fræðingur, og þess vegna er líklegt að hann hafi talið brottflutning dr. Soares án réttarhalda hæpinn í lögfræði legu tilliti. Sú staðreynd, að hann lét Soares lausan einum mánuði fyrr en hann hafði lofað, bendir til þess, að eng- ar sannanir hafi legið fyrir um það að Soares hafi framið landráð. En það felur ekki í sér, að dr. Caetano hafi sam- úð með stefnu hans. Dr. Soares var lögtfræðileg- ur ráðunautur fjölskyldu Humberto Delgado, hershöfð- ingja, stjórnarands'töðuleiðtog ans sem ráðinn var af dög- um, hefur tekið virkan þátt í stjórnmálastarfsemi vinstri sinna og var vafalaust einhver skeleggasti andstæðingur dr. Salazars í Portúgal. Þar sem hann er enn tiltölulega ungur að árum, er hann talinn hættu legri andstæðingur stjórnar- innar en virðulegir öldungar, sem voru ráðherrar í hinum lýðræðislegu ríkisstjórnum fyrir daga Salazar-stjórnar- innai og mynda nú kjarn- ann í hreyfingu frjálslyndra Dr. Soares: sleppt úr útlegff. manna, sem hefur fremur Iítil áhrif. Aldrei dæmdur Dr. Soares, sem hefur verið starfandi lögfræðingur í Liss'a bon og er aðeins 43 ára að aldri, var fluttur í útlegt til eyjarinnar Sao Tomé í marz án þess að hann væri form- lega ákærður. Skipunin um brottflutning hans var gefin Dr. Caetano: ný stefna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.