Morgunblaðið - 27.11.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.11.1968, Blaðsíða 17
MORiGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓV. 1968 17 Að fljúga þotu um loftin blú BOEING-ÞOTA Flugfélags Islands markaði vissulega þáttaskil í flugsögu Islands, er hún kom til landsins fyrir rúmu ári. Þotuöldin hélt þá innreið sína inn í þjóðlíf okk- ar og nýtt spor var stigið í samgöngumálum landsins. Nú geta menn brugðið sér til nágrannalandanna á örfáum klukkustundum, og notið þæginda þeirra, sem þessi vél hefur upp á að bjóða. Og víst er að íslendingar hafa kunnað að meta þotuna. Nýting hennar hefur yfirleitt verið með ágætum það sem af er, og margir hafa lýst yfir ánægju sinni með farkostinn og þægindin, sem boðið er upp á. Boeing 727 er líka talin í hópi fullkomnustu véla, sem fljúga í heiminu um þessar mundir. Verksmiðjur hennar hafa varla geta annað eftir- spuminni eftir þotunum, og talsmenn verksmiðjanna full- yrða, að tólftu hverju sek- úndu sé Boeing-þota að lenda eða hefja sig til flugs ein- hversstaðar í heiminum. En hvemig finnst svo flug- mönnunum sjálfum að fljúga Boeing-þotunni? Morgunblað ið sneri sér til tveggja reyndra flugmanna hjá Flug- félagi íslands og ræddi við þá um Boeing-þotuna, flug- hæfni hennar og einnig ýmis önnur mál, sem ofarlega hafa verið á baugi varðandi hana. Þoton getur furið 12 þúsund fet niður ú við ú mínútu Við ræddum við Jóhannes Snorrason, yfirflugstjóra hjá Flugfélagi íslands, en hann er í hópi reyndustu flugmanna hér- lendis og flaug Boeing þotunni heim frá Bandaríkjunum, þegar stöku eiginleika, að henni má fljúga mjög hægt. Sérstakur út- búnaður framaná vængjunum gerir það mögulegt. En það er með Boeing-þotuna eins og all- ar aðrar flugvélar — hún hefur um. Rannsókn vegna þeirra hófst strax, og leiddi brátt í ljós, að flugmenn viðkomandi véla höfðu ekki verið búnir að átta sig fylli- lega á einstökum atriðum í með- ferð vélanna. Strax var ráðin bót á þessu, og menn eru nú þjálfaðir með sérstöku tilliti til þess, að slíkt endurtaki sig ekki. En það má geta þess, að þegar þessari flugvél er beitt niður með lofthemlum og á hámarkshraða, getur hún farið allt að því 12 þúsund fet niður á mínútu. Ligg ur því í augum uppi, að flug- mennirnir verða að vera vel á verði, þegar lækkunin er svo geysilega ör. Ég vil taka það fram að ég hef aldrei fund ið til eins mikils öryggis í nokk- urri flugvél sem ég hef flogið áður, og er ég þó búinn að fljúga hjá Flugfélagi fslands sem flugstjóri í 25 ár nú í haust. Mér líður mjög vel um borð og finn til mikillar öryggiskenndar, og allir þeir flugmenn, sem ég hef talað við, eru á sama máli. Það er mín skoðun, að við höf- um verið ákaflega heppnir, þeg- ar við völdum þessa vél. — En hver var aðalástæðan fyrir því að einmitt þessi vél varð fyrir valinu? — Ein af höfuðástæðunum var þessi sérstaki hemlaútbúnaður bæði í lotf't'i og ó jö.rðu, en hann gerir það kleift að auðveldlega má lenda vélinni á Reykjavíkur- flugvelli. En eins og allir vita, höfum við ekki fengið leyfi til að nota flugvöllinn hér í Reykja vík, nema að mjög takmörkuðu leyti, sem kemur sér afar illa fyrir Flugfélag fslands og er á- stæðulaus ráðstöfun frá flug- tæknilegu sjónarmiði, að minum dómi. — Er því ekki haldið fram, að Reykjavíkurflugvöllur þoli ekki þyngd Boeing-þotunnar? — Enn hefur það ekki verið gefið upp opinberlega, að völlur- inn hafi ekki nægt burðarþol til að þotan geti notað hann, þó ýmsir hafi látið orð falla í þá átt. En í þessu sambandi má ekki gleyma því, þegar talað er um LCN eða burðarþol flugvalla, þá miðast það að mestu leyti við viðhaldskostnað flugbrautanna, ef notaðar eru flugvélar, sem gefnar eru upp fyrir hærra LCN en sjálfur flugvöllurinn. Má t.d. geta þess, að í Bretlandi er leyfð ótakmörkuð flugumferð á braut- uan, sem hafa 10% ibægra LCA en flugvélarnar eru gefnar upp fyrir. En fari burðarþolið síðan niður fyrir það mark, verður að fara að talkimarka fluguimferðina á völlunum með tilliti til við- haldskostnaðarins. En að hætta sé á að flugvélar fari með hjól- in í gegnum flugbrautir og tak- marka beri lendingar af þeim Framhald á bls. 20 ■ Bjöm Guðmundsson Flugeiginleikarnir eru ótrúlegir Jóhannes Snorrason stígur út ur Boeing-þotunni. hún kom fyrst til landsins. Johannes segir okkur, að fimm flugáhafnir séu á Boeing-þot- unni, og hafi allir mennirnir verið þjálfaðir í Seattle hjá Bo- eing-verksmiðjunum þar. .— Við vorum fyrst í bóklegu námi, lærðum á öll kerfi flug- vélarinnar og kynntum okkur hina ýmsu eiginleika hennar, en að loknu prófi í þessu tókum við til við flugþjálfunina. Fór hún að miklu leyti fram á flugvelli er nefnist Moses Lake og er á sléttlendinu austan Cascade-fj all anna, en þar hafa mörg flugfé- lög þjálfunarmiðstöð. — Er mikill munur á að fljúga venjulegri skrúfuflugvél og þotu? — Nei, það er .ekki svo ýkja mikill munur, nema hvað margt bætist við, sem við höfum ekki þekkt áður. Munurinn er fyrst og fremst fólginn í því, að hæð in og hraðinn er miklu meiri en við höfum átt að venjast, en einnig hefur þessi þota þá sér- sín séreinkenni, sem flugmaður- inn þarf að læra á. Enginn flug- maður er fær um að fljúga neinni vél nema hann hafi lært allt sem viðkemur stjórnunar- tækjunum um borð. — Einhvern tíma sagðir þú í viðtali Jóhannes, að þér þætti svipað að fljúga þotunni og svif flugu. — Já, það er rétt — það er að mörgu leyti ekki ósvipað. f fyrsta lagi er þotan ákaflega lipur í allri stjórn, óvenjulega lipur af svo stórri flugvél að vera. Einnig er þotan svo að segja hljóðlaus fram í stjórn- klefanum og þegar hún hef- ur sig til flugs, minnir það menn oft á að vera dreginn með spili á loft í svifflugu, þ.e.a.s. hún stígur svo hratt. — Nokkru eftir að 'þessi þota kom á markaðinn fórust tvær á skömmum tíma. Hvert er á- lit þitt á þessum slysum? — Þessi slys, sem hafa orðið á 727 valda mér, engum áhyggj- BJORN GUðMUNBSSON hef ur verið starfandi hjá Flugfé- lagi íslands allt frá 1949, og hef ur hann flogið öllum vélum fé- lagsins á þessu tímabili að und- anskilinni Viscount-véMinni, sem hann kveðst aldrei hafa reynt. Björn fór með fyrsta hópnum héðan vestur um haf til að gang- ast undir bóklega prófið hjá Bo eing-verksmiðjunum, en kom að því loknu heim aftur. En um mán aðamótin júní-júlí í fyrra fór hann aftur út og tók þá til við flugþjálfunina. Segist hann hafa flogið Boeing-þotunni í fyrsta skipti þar fyrstu dagana í júlí. — Já, að mörgu leyti er það frábrugðið að filjúga þoitiunni eða skrúfuvél, sagði Björn, þegar við ræddum við hann á dögun- um. — Til dæmis eru það æði mikil viðbrigði fyrir mann, sem vanur er flugvélum með hreyfla á vængjunum, að hafa þá nú aft- an á og engar síkrúfur. Ýmiss viðbrögð þo'tunnar eru líka frá- brugðin viðbrögðum eldri vél- anna. I flugtaki t.d. eykur þot- an hraðamm hægt í byrjum og verður hraðaaukningin mest síð asta spölinn áður en hún lyftir sér — öfugt við skrúfuvélarnar. — Þarf ekki mikla nákvæmni við stjórn þotunnar? — Jú, að sumu leyti meiri en á skrúfuvélunum, eða öllu held- ur — það er meira áríðandi við stjórn þotunnar en eldri véla, að samvinna milli mannanna í stjórn klefanum sé algerlega snurðu- laus. — Hvað um flugeiiginleika þessarar vélar? — Boeing-þotan hefur til að bera betri flugeiginleika en nokkur önnur vél, sem ég hef haft kynni af. Svifeiginleikar hennar eru miklir, eða 1 á móti 16 og 16y2 sem mér er tjáð að þyki gott hjá svifflugu. má og geta þess sem dæmi um ágæti hennar, að hún er fyrsta vélin sem Framhalil á bls, 20 Gullfaxi — Boeingþota Flugfélags íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.