Morgunblaðið - 27.11.1968, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.11.1968, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓV. 196S ttalska verkalýðssambandið hefur beitt sér fyrir því, að félagar þess gerðu verkföll sólarhring I einu öðru hverju til að leggja áherzlu um kröfur sínar um bættar almannatryggingar. Mikil og almenn þátttaka hefur verið í þessum verkföllum. Myndin er tekin í Róm í síðustu viku. - ALLT I GRÆNUM Framhald af hls. 16 síðastliðin tvö haust, og dvelja hér eina viku eða svo, og var henni pá fengið það verkefni, að mata ísienzka barr.akennara á þeim fróðleik, sem þeim átti að nægja vetrarla.ngt, ef spar- lega væri á haldið, til að leggja nýjan grurdvöll að reiknings- og stærðfræðinámi í íslenzkum barnaskólum. Forráðamenn íslenzkra fræðslu og skólamá'a eru ósparir á að auglýsa brennandi áhuga sinn, og góðan vilja fyrir uimíbótuim á skólaimáLum. En situnidium fer það svo, ef umbætumar kosta auk- in útgjöld, að þá er hugsjóna- elduirnn fljótur að dvína hjá þeim. Og það er oft hlægilegt, um leið og það er ömurlegt, hvem ig smávegis, en nauðsynlegur kostnaðarauki, getur vaxið þess um mönnum í augum, því þá láta þeir eins og slíta eigi allar neglur af fingrum þeirra, og hika ekki við að fóma hagsmun- um barnanna fyrir nokkrar krón ur. Og það er einmitt þessi nagla- háttur, sem er kominn vel á veg með að gera mengja-tilraunina, þetta dansk-íslenzka viðrini, að mislukkuðum skrípaleik Þeir barnaskólanemendur, sem á síðustu 5 til 10 árum, hafa verið sviknir um bá stærðfræði- kennslu, sem sjálfsegt og auð- velt var að veita, þeim verður tæplega bættur skaðinn. En nú reynir á kennarastéttina því það er undir kennurunum komið, og „þó einkum og sér í lagi“ skóla- stjórunum, hvort þeir halda á- fram, með roluhætti sínum, að aðstoða fræðsluyfírvöldin í því, að koma í veg fyrir. að hér verði t Fósturfaðir minn Sigurður Ólafsson, Suðurgötu 64, Akranesi, andaðist 25. þ.m. Guðmundur Þór Sigurbjörnsson. t Hjartkæir maðurinn minn og faðir okkar Þórir Jóhannsson, húsvörður, Austurvegi 65, Selfossi, andaðist 24. nóvember. Margrét Magnúsdóttir og synir. t Útför Þorkels Guðmundssonar frá Álftá, sem lézt 22. nóv. sl., fer fram frá Álftártungukirkju laug- ardaginn 30. nóv. kl. 13.00. Bílferð verður frá Fríkirkj- unni í Rvík kl. 8.00. Mmningarathöfn verðuir í Keflavíkurkirkju kl. 13.30 n.k. föstudag Þeim, sem vildu minnast hins látna sérstaklega, skal bent á sjóð, sem stofnáður hefur verið til ræktunar og fegrun- ar á landi Lyngbrekku, félags heimilis Álftanes- og Hraun- hrepps, í minninju ÞorkeL; og konu hans, Ragnheiðair Þor- srteinsdóttur. Aðstandendur. tekin upp heiðarlegri vinnu- brögð, en hingað til, gagnvart íslenzkum skólabörr.um og for- eldrum þeirra. Það eru liðin mörg ár siðan það var tímabært að við tækj- um okkur til fyrirmyndar þær þjóðir, sem byrjuðu á, og eru löngu búnar að koma í fram- kvæmd, þelm breytingum, sem hér hefur verið rætt um, og ná þeim árangri, sem vonir stóðu til. Það er hætt við að foreldrar barnaskólabarnanna hér á fs- landi vrðu lítið hrifnir, ef þeir áttuðu sig á þeim látalátum hjá áðamönnum fræðslumálanna, þeg ar þeir þykjast, með sínu kukli, vera að gera tilraunir hér, með hýja tilhögun stærðfræðinámsins, þegar þjóðir eins og Bretar og Bandaríkjamenn eru búnir að gera alvöru-tilraunir og rann- sóknir á sama efni, og þraut- reyna þær og fá þann árangur sem þeir gerðu sér beztar von- ir um. Það skiptir ekki máli hvort mennirnir sem ráða stefnunni í lslenzkum skólamálum heita þetta eða hitt, en ef þeir með aðgerð- arleysi eða afglöpum, fara að valda stórtióni á námsbraut þús unda barna þá hlýtur það að vera eina von foreldra barn- anna, sem fiestir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir, hvað er að gerast í skólunum, fyrr en skaðinn er skeðuir, að kenn- arastéttin hafi manndóm, til að vara við hættunni og taka upp hanzkann fyrir börnin, sem þeim er trúað fyriir. Með því eiinu, að nefna starf Steingríms Arasonar og ísaks Jónssonar, við að búa nemendur Kennaraskóla fslands undir að kenna lestur með hljóðaðferð, þá má heita svo, að saga Kenn- araskólans, sem skóla er sér- hæfi nemer.dur til kennslustarfa, sé öll sögð. Enda hefur verið varað við, að gera of miklar kröfur til Kennaraskólans, með- an ekki er lokið byggingu til- t Eiginimaður minn Eiríkur Loftsson, Steinsholti, Gnúpverjahreppi, andaðisrt 23. nóv. sl Jarðar- förin fer fram frá Stóranúps- kirkju lauigardaginn 30. nóv. kl. 2 e.h. Húskveðja verður í Steinsholti kl. 1 sama dag. Sigþrúður Sveinsdóttir. t Eiginmaður minn Carl Hemming Sveins verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 29. nóvember kl. 2. Vilborg Sveins. t Maðurinn minn Ámi Helgason, skipasmiður, Laugabraut 7, Akranesi verður jarðsunginn frá Akra- neskirkju fimmtudaginn 28. nóvember M. 2 síðdegis. Þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á Sjúkra- hús Akraness, eða aðrar líkn- arstofnanir. Jóhanna Tómasdóttir, böm, tengdaböm og barnaböm. raunasKÓla við þá stofnun. Dómur, borgarstjóra Reykja- víkur, Geirs Hallgrímssonar, um hæfni beirra nemenda, sem eru útskrifaðir úr Kennaraskólanum með fullum réttindum ti. kennslu starfa, er einnig dæmi um það álit, sem Kennaraskólinn nýtur sem stofnun, sem ætlað er það verkefni, að búa nemendur sina undir kenr.arastarfið. Borgar- stjóri segir, 1. nóvember 1968; „Það er samhljóða álit dómbærra manna, að nauðsynlegt sé að byrja tungumálakenrslu mun fyrr en gert er, jafnvel mjög snemma á barmskólastigi, en það stend- nr aðeins á hæfum kennslukröft m, til að útfæra tungumálak.enns una í barnaskólunum." Hvernig Kennaraskólinn hef- ur undirbúið nemendur sína, til þess að fást við reiknings- og stærðfræðikennslu, má marka á því, að þó nemendurnir séu út- skrifaðir frá Kennaraskóla fs- lands og geti veifað prófskírt- eininu, þá er þeim ekki trúað til að kenna 7 og 8 ára börnum reikning með mengja-aðferð. Á- stæðan fyrir því er sú, að ráða- menn Kennaraskólans hafa ekki talið ástæðu, að búa nemendur þeirrar srtofnunar undir, að kenna byrjendum reikning og stærðfræði með mengja-aðferð. Því er það svo, að áður en prófskírtenii þeirra öðlast gildi, er þeim komið fyrir á svo nefnd um, „tíudaga-mengja-námskeið- um“, þá fyrst, þagar því lýkur geta ungu kennararnir byrjað kennslustarfið. Bn toummáititan, sem aflað er á þessium náimiskeið- uim nær Elkaimmt, og því byrjar fljótlega heldur brosleg keppní, miMi keninaira og nemenda. Til að reyna að fieyta kennsl- unni vetrarlangt er kennurun- um ætlað að koma saman tvis-v- ar í hverjum mánuði, þar sem þeir skástu gefa hinum, sem geta minna, góð ráð og bendingar. En forfallist einhver kennarinn á þeim samkomum, bá fer gaman- ið að grána. Kennariinn hefur eklki tengur neinu cð miðla nemendum sín- um. Hann stendur eins og geld belja fyrir framan börnin, sem verða að sætta sig við að bíða, þangað til kennaranum hefur lukkast að læra pínulítið í við- bót. Það gefur auga leið hver verð ur árangur svona vinnubragða. Og það má teljast alveg furðu- legt að ekki verr gerðar mann- kindur en kennarastéttin er, skuli sætta sig við, að vera settir í t Inniilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okk- ur samúð og vinarhug vJð andlát og jarðarför Þorvarðar Guðmundssonar fyrrverandi gasvirkja, Nökkvavogi 15. Friðsemd Magnúsdóttir, börn, tengdaböm og bamaböm. svona gapastokk, án þess að mögla. Hvað sem byggingu tilrauna- skóla við Kennaraskólann líður, þá er víst lítil von til þess, að þau ke.inaraeíni, sem þaðan út- skrifast næstu árin verði fær um, að kenna reikning og stærðfræði í barnaskóla, með þeim árangri sem hægt er að una við ef ekki verður breytt um starfshætti á þeim bæ. Það voru fyrst og fremst úr- vals keanslubækur og handbæk- ur, og aðrar bækur um stærð- fræði og tölur, sem gerðu brezku kennarana færa um, að vinna skipulega að ákveðnu marki, sem þeir vissu í upphafi hvert var. Og svo lengi, sem ísler.zk skóla yfirvöld þrjóskast við að láta þýða eða stæla góðar kennslu- bækur og handbækur í reikn- ingi og stærðfræði, bækur þjóða eins og Breta og Bandaríkja- manna, þá er lítil von til þess að árangurinn af fálmkenndu starfi íslenzkra barnakennara í því faginu verði annar en hingað til. Það er að vera fáum að miklu gagni, of mörgum að litlu. Nefnd sú er skipuð var sl.. vetur, til að anna.st undirbúning samræmds gagnfræðaprófs, komst að eftirfarandi niðurstöðu um á- standið hjá nemendum, sem luku prófi úr gagnfræðaskólum í vor: Stærðfræði; Frammistaða nem- enda þolanleg, meðaleir.kunn 4,6 (10 er hámarks einkunn, svo að ekki er ástæða til að ásaka nefnd ina fyrir dómhörku ) Ennfremur segir nafndin: í hinum almenna hluta Drófsins, sem allir nemend ur spreyttu sig á, virðist nem- endur eiga erfitt m.a. með dæmi, er höfða til stærðfræðiskilnings og ályktunargáfu, og einnig er athyglisvert, hve nemendur flaska mjög á breytingu eininga í metrakerfi. Þó fengu nemend- ur að velja um verkefni, og völdiu, fliatainmiál, rúmmál og jöfn ur, en forðuðust algebru og mengi. Samtímis og bessi niðurstaða er opinberuð öllum lýð. eru gef- in út Drög að námsskrá til landsprófs miðskóla, og þar sjá- um við hvað koma skal, en þar segir: „Með stærðfræðikennslu í landsprófsdeild skal stefnt að því að nemendur öðlist aukið öryggi í almennum talnareikn- ingi, skilning á talnaritun vorri og eðli reikningslegra aðgerða, traustar hugmyndir um grund- völl algebru, skilning á tákn- máli og leikreglum, leikni í um- skriftum á fullyrðingum, sem að skráðar eru á táknmáli algebr- unnar, leikni í að leysa fyrsta stigs jöfnur með einni, tveimur eða þremur óþekktum stærðum, leikni í að umrita setningar úr venjulegu máli á táknmál algebr unnar.“ Og með prófinu verður reynt að kanna, hve vel nem- andinn hafi tileinkað sér náms- efnið og skilið það, hve leikinn hann er í almennum talnareikn- ingi, og hvert vald hann hefur á að kryfja stærðfræðilegt við fangsefni við sitt hæfi.“ Það er sem sagt verið að leggja síðustu nönd á námsáætlun ungl ingaskólanna, og ákveða hvers verði krafist af nemendum við prófborðin, og vafalaust verður námsáætlun fyrir seinni hluta skýldustigsins beint á svipaða braut. Allt þette umrót, með reikn- ings og stærðfræf/ikennslu og próf, er upphaf byltingar, en til þess að sú bylting nái tilgangi sínum, þarf traust starfslið og fyrst og fremst hæfa stjórnend- ur. En því miður er ástandið þannig hjá okkur í dag, að við höfum hvorugt, og þess vegna mun íslenzk æska verða neydd til óæskilegrar krossgöngu, gegn m margar þrengingar. næstu miss erin, ef ekki verður komið í veg fyrir afglöpin og þessvegna semdi ég þessa hugvekju frá mér til þín. Kristján Halldórsson. —UNGA KYNSLÖÐIN Framhald af bls. 14 fjandsamleg Ca-etano, er einn- ig skipuð hægrisinnum og aft- urhaldsmönnum. Forseti herráðsins, Venancio Deslandes, hershöfðingi, er einnig talinn öfgasinni, og sömu sögu er að segja um borgarstjóra Lissabon, Franca Borges, hershöfðingja. En þar með er ekki sagt, að allur portúgalski herinn sé andsnú- inn Caetano og stjórninni. Hann getur treyst ýmsum yfirmönnum heraflans, þeirra á meðal hermálaráðherranum, Brilhante da Paiva, hershöfð- ingja. Andi Salazars En meðan Salazar lifir, og síðustu fréttir herma að hann sé enn á batavegi, er ólíklegt að hægri armurinn aðhafist nokkuð, sem komið gæti Caet- ano í vanda. Margir eiga for- réttindj sín Salazar einum að þakka, svo að það minnsta sem þeir geta gert er að leyfa honum að deyja í friði. Þeir vilja, að hann fái hetjuútför án nokkurra pólitískra mót- mælaaðgerða, en því lengur sem þeir bíða, því minni verða sálfræðileg áhrif enda- loka Salazars-tímans á Portú- gal. Segja má, a ðmesta þarfa- verkið sem dr. Anatonio Sal- azar hafi unnið landi sínu sé, að hann hefur dregið dauða sinn svo mikið á langinn, að hann hefur gert nýrri og ger- ólíkri stjórn kleift að treysta sig í sessi. (OFNS-grein eftir E. S. Corbett. — öll réttindi áskilin). Hjartans þakklæti færi ég ykkur öllum, sem sýnduð mér hlýjan vinarhug á 70 ára afmælisdegi mínum með peningagjöfum, blómum oig skeytum. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Betúelsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.