Morgunblaðið - 27.11.1968, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.11.1968, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓV. 1968 og þér sáuð hann. Hann er frek- ar myrkur í skapi. Ég sagði yð- ur, að hann er raunverulega af- skaplega tilfinninganaemur mað ur, sem óverulegustu atvik geta haft áhrif á. Vissi hann, að konan hans mundi ekki koma aftur? — Hann grunaði -það. — Hafði hún sagt honum það? — Ekki berum orðum. Bara gaf það í skyn. Hún talaði. um nauðsynilega hugarfarsbreytingu og þrána eftir að sjá 'landið sitt aftur. En úr því að hún er kom- in þangað, skiljið þér. . . — Hvað gerðuð þér næst? — Ég lagaði á mér hárið fyr- ir nóttina. — Var sonur yðar í herberg- inu yðar? — Já. —Og fór ekkert út? — Nei, Hversvegna spyrjið þér? — Hvar geymir hann bílinn sinn? — f svo sem hundrað skrefa fjarlægð, þar sem gömlum hest- húsum hefur verið breytt í bíl- skúra. Guillaume hefur einn þeirra á leigu. — Svo að hann getur þá sett bílinn sinn inn eða tekið hann út, án þess að til hans sjáist? — Hvensvegna ætti hann að vera að fara í felur? — Fór hann niður aftur? — Það hef ég enga hugmynd um, en ég býst við því. Ég fer snemma í háttinn, en hann sit- ur oft uppi og les til klukkan ellefu eða miðnættis. — í lesstofunni? — Já, eða í herberginu sínu. — Er það nærri yðar her- bergi? — Næstu dyr. Bara baðher- bergið á mil'ii. Heyrðuð þér hann fara í rúmið? — Já, vissulega. — Klukkan hvað? — Ég kveikti ekki. — Og þér heyrðuð engan há- vaða senina? — Nei, engan. Ég býst við, að þér farið fyrst á fætur á morgnana? — Á sujnrin fer ég alltaf á fætur klukkan hálfsjö. — Fóruð þér inn í öll her- bergin? — Ég fór fyrst inn í eldhús- ið og setti vatn á eldinn, svo opnaði ég gluggana, því að það er helzt á þessum tíma, að loftið er sæmilega svalt. — Og svo fóruð þér inn í les- stofuna? — >að er trúlegt. —Þér munið samt ekki fyrir víst, að hafa gert það? — Ég er hér um bfl viss um, að ég fór þangað. — Var þá búið að gera við brotnu rúðuna? — Já. . .ég býst við því. — Sáuð þér nokkuð aflaga í stofunni? 17 — Ekkert annað en vindla- stubbana, í öskubökkunum, eins og venjulega og kannski eina eða tvær bækur liggjandi á stangli. Annars veit ég ekki, hvað þessar spurningar eiga að þýða hr. Maigret. Eins og þér sjálfur sjáið,, svaraði ég öllum spurningum yðar hreinskilnislega Enda kom ég beinlínis til þess. — Af því að þér höfðuð áhyggjur? — Nei, bara af því að ég skammaðist mín fyrir það, hvern ig hann Guillaume tók yður. Og svo líka vegna þess, að mér finnst eitthvað dularfúllt liggja að baki þessari heimsókn yðar. Konur eru nú ekki eins og karl- menn. Til dæmis að taka var það svo, að meðan maðurinn minn lifði og einhver hávaði heyrðist í húsinu að nætunlagi, þá hreyfði hann sig áldrei úr rúminu, heldur var það ég, sem fór að aðgæta það nánar. Þér skiljið? Líklega er konunni yð- ar eins farið! Sannast að segja er það bara vegna þess arna, að hvenær sem er 27. NÓVEMBER. Hrúturinn ?!. marz — 19. apríl í dag skipast veður og allir eru iðrandi. Enginn er skaði að smáskemmtun. Nautið 20. marz — 0. apríl Njóttu verðskuldaðrar hvildar. Rómantíkin lofar óvenjulega góðu. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Ef þú getur látið gleymt vera gleymt, munu aðrir og gera það sama. Góðum árangri verður náð. Krabbinn 21. júni — 22. júlí Ef aðrir eru að svíkjast um skaltu bara gera það líka. Ef þú átt erfitt með það, skaltu bara ganga hreint til verks, vinna vinnu þína og þeirra lika, ef þú getur. Ljónið 23. JULÍ — 22. ágúst Velferð þín er það sem mestu máli skiptir, fyrst líkamleg, síðan andleg. Meyjan 23. ágúst — 2 . sept. Vertu lipur, en settu þín skilyrði. Nú er rétt að gera upp fyrir unnin störf. Vel gengur í einkamálum. Vogin 23. september — 22. október Farðu nú í gang, byrjaðu snemma og reyndu að koma ein- hverju í verk. Þér er óhætt að eltast við rómantikina í kvöld Sporðdrekinn 23 október — 21. nóvember Fallega hliðin snýr út — hvernig sem ástatt er. Rómantíkin er í hápunkti. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember Nú er að endurnýja. Samskiptin ganga vel og viðhald á heimili, vélum og öðru er tímabært. Þú eignast eitthvað nýtt. Steingeitin 2 . desember — 19. janúar f dag blómstrar samvinnan, þótt svo hafl ekki verið áður Dagleg störf ganga afburða vel. í kvöld getur verið að þú kynnist nýju fólki. . . með framtíðarvonir" þér til handa og fleirum. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Ef þú eyðir öllum kröftum upp til agna, verður þér e.t.v. hagur í þvi. . . Aðrir hinsvegar slá dálítið slöku við. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Þig langar svo mikið til að sleppa vinnunni og gefa þig algerlega að skemmtistörfum. En þú skuldar eiginlega sjálfum þér það, að gera tilraun til þess að finna starfsgleðina, svo að þú komir einhverju í verk. Árangurinn verður góður. ég er hingað komin. Þér voruð að minnast á innbrot. Og þér virtust hafa einhverjar áhyggjur í sambandi við hana Maríu. — Þér hafið ekkert frétt af henni? — Nei, og býst ekki við að gera það. Þér eruð að leyna einhverju, sem gerir mig for- vitna. Þetta er eins og með há- vaða að næturlagi. Ég held því fram, að ekkert sé dularfullt sé til, því að ef horfzt er beint í augu við það verður það ekki lengur dularful'lt. Hún horfði beint á hann, sjálfsörugg á svipinn og Mai- gret fannst hálft í hvoru hún líta á hann sem einhvern krakka — líkast þvi sem hún leit á son sinn. Það var eins og hún væri að segja: — Segðu mér allt, sem þú hefur áhyggjur af. Vertu ekki hræddur. Þú skalt sjá, að þetta fer allt vel. En hann leit líka beint fram- an í hana. — Það var brotizt inn hjá ykkur þessa nótt. Augnaráð konunnar var tor- tryggið, og brá um leið fyrir meðaumkun, rétt eins og hún tryði enn á varúlfa. — Til hvers var brotizt inn? — Til þess að komast í pen- ingaskápinn. — Og tókst það? — Maðurinn komst inn í hús ið með því að skera rúðu og opna þannig gluggann. — Rúðan var þegar brotin, eftir þrumuveðrið. Það var mik- ið, að hann skyldi ekki setja hana í aftur! Hún vildi ekki taka hann al- varlega. — Hverju stal hann? — Hann stal engu, af því að — Hann sonnr ykkar litli bauó mér í matinn. 'S 5 herb. íbúð Til sölu er 5 herbergja íbúð á 2. hæð í sambýlishúsi við Álfheima. Skemmtileg og vönduð íbúð. Suðursvalir. Ágætt útsýni. Sérhitastilling. Laus strax. Teikning til sýnis á skrifstofunni. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími 14314. Kvöldsími 34231. HCIMAVINNA Stúlka verzlunarskól'agengin óskar eftir heimavinnu. Hefur gott vaid á ensku og NorðurlandamáLum. Reynsla í skrifstofuvinnu. Tilboð sendist Morgunbl. merkt: „Tungumál — 6515“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.