Morgunblaðið - 03.01.1969, Síða 2

Morgunblaðið - 03.01.1969, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1969. ANDRÉS - FRÆGASTI TRILLUKARL LANDS- INS HÉLT JÓL í REYKJAVÍK - Nýr yfirlögregluþjónn rannsóknarlögreglu ÍSLENZKA sjónvarpsmyndin um Andrés trillukarl var sýnd í síðara skiptið nú um hátíðamar. Myndin hefur fall ið í góðan jarðveg sjá sjón- varpsáhorfendum, enda er hún óvenjuvel gerð af ís- lenzkri kvikmynd að vera. Þar er sögð mikil saga, að mestu leyti með kvikmynd- inni einni saman. Eins og kunnugt er, eiga góðar sjón- varpsmyndir ekki að þurfa mikinn texta. Hinn litli texti, sem var með sjónvarpsmynd- inni um Andrés var óvenjuvel gerður og mætti verða ýmsum öðrum til fyrirmyndar, sem fást við textagerð við sjón- varpsmyndir. Myndina tók Þórarinn Guðnason, Hinrik Bjarnason samdi textann, en Sigfús Guðmundsson sá um hljóðupptöku. Hinrik samdi textann eftir viðtölum, er hann átti við Andrés sjálfan. Andrés Karlsson e5a kanmski Teitur Hinrikason eins og síðar mun verða kom- ið að heitir triHukarlinn frá Patreksfirði. Hann dvaldist hjá dóttur sinni hér syðra nú um jólin og I leiðinni leit hann inn á ritstjórn Morgunblaðs- ins og við ræddum sem sönggv ast við hann. Fyrst spurðum við Andrés, hvemig hann hafi orðið stjónvarpsstjama 67 ára garnall, og hann svaraði: — Ég get nú varla talizt sjónvarpsstjama, en þannig varð þetta að ég þekkti Hin- rik frá gömlum dögum, er hann var í skiprúmi hjá Há- koni Magnússyni, sem nú er kennari hér í Reykjavík. Einn ig var Hinrik kennari við Breiðavíkurheimilið um hríð og við hittumst oft í gamia daga. Með Hákoni reri Hin- rik á Klukkutindi og við hitt umst oft á sjó og urðum góðir kunningjar. Eitt sinn alllangt undan Kópnum hittumst við og þeir á Klukkutindi buðu mér í mat — upp á rjúkandi kjötsúpu. — Hafðirðu ekki gaman af þessu? — Jú. Ég hafði verulega gaman af kvikmynduninni og mér þótti myndin góð og gefa skemmtilega mynd af trillu- sjósókn fyrir vestan. Ég hefi róið einn á trillu síðan 1930 og jafnan smíðað bát minn sjálf ur. — Hvað heitir trillan þín? — Hún heitir Farsæll BA 200. Ég byrjaði snemrna að smíða bátana sjálfur og þrátt fyrir að ég lemdi á finguma á mér og meiddi mig, fjarlægði það mig ekki frá bátasmíðinni. Fyrsta bátinn smíðaði ég 1930 og hef líklegast smíðað eina 20 til þessa dags, stóra og litla. — Jú, það er gaman að geta bjargað sér sjálfur — segir Andrés og heldur áfram. Til Patreksfjarðar fluttist ég skömmu áður en ég smíðaði Farsæl. Ég smíðaði raunar 2 báta þá um sama leyti. Ég held að bátamir minir hafi reynzt vel. Ég hef alltaf þann sig að láta nokkur falleg vamarorð undir hnífilkrappann bæði að aftan og framan og því þakka ég að þeir hafa flutzt áfram slysalaust. — Hvernig eru gæftir og aflabrögð fyrir vestan nú? — Þau em lakari nú en áð- ur. Áður var fiskurinn uppi í landssteinunum, en nú sést slíkt ekki. Áður fyliti maður bátinn, en nú þykist maður góður ef aflinn er þetta 200 til 300 kg. Kannski þorskur- inn sé farinn að þekkja mig og forðast. Það er nú í fyrsta sinn, sem ekki þýðir að kasta snurvoð í Patreksfjarðarfló- ann. — Hve lengi voruð þið að taka upp þáttinn um Andrés? — Þeir voru fsrrir vestan í um það bil viku tíma. Þeir vom með mér aðallega í 2 daga — fóm í róður með mér fyrri daginn. og höfðu ann- an bát með. Ég man að fyrri dagurinn var einstaklega góð ur. — Hvemig finnst þér að þátturinn um þig skuli vera kominn út um öll Norður- lönd? — Mér finnst það ágætt og gott er ef þeir fá nothæfa og góða þætti í skiptum fyrir hann. Mér skilst að þeir séu hrifnir af svona þáttum þama úti. Myndin var ágæt, frekar skýr. * í samtalinu ekki ávarpið An- \ drés með öðm en því nafni. Það var þvi svo sannaríega timi til kominn að spyrjast fyrir um föðumafn hans. Hann svanaði: — Karlsson er ég, en get alveg eins heitir Teitur Hin- riksson. — Hvemig það? — Það ðkal ég segja þér með eftirfanandi sögu: Eitt sinn ætlaði maður að slá mig niður. Ráðskonan hafði nýráð ið sig hjá mér og einhverju sinni, er ég var heima hjá móð ur hennar kom maður í heim sókn. Hann sá frakkann minn á snaganum frammi og er hann sér hann segir hann: „Er ekki helvítið hann Andrés Karlsson staddur hér“, og að svo mæltu ryðst hann inn í eldhúsið, þar sem ég sat, reið ir hnefann til höggs og segir: „Þú ert Andrés Karlsson, sem stalst frá mér ráðskonunni". Ég sagði þá með mestu róleg- heitum og stillingu og reyndi að brosa, að ég héti Teitur Hinrifcsson. Manninum féll allur ketill og sagði: „Nú ég hélt að þetta væri hann Andrés frá Patreksfirði". Síðar, er maðurinn var far- inn, spurði húsmóðirin, hví ég hefði skrökvað að manninum og sagt rangt nafn. Ég sagðist ekki hafa skrökvað, faðir minn hefði heitið Karl Hinrik og ég Héti Andrés Teitur. Hefði ég ekki notað sparinafn ið í þessu tilfelli hefði ég sjálfsagt fengið vænan löðr- ung, og Andrés Teitur hlær við. BORGARRÁÐ féllst á fundi 31. desember á tillögu yfirsakadóm- ara þess efnis að Ingólfur Þor- steinsson yrði skipaður yfirlög- regluþjónn rannsóknarlögregl- unnar frá 1. janúar 1969 að telja. Ingólfur Þorsteinsson er 67 ára, fæddur 10. janúar 1901 að Eyvindartungu í Laugardal. Ingólfur á að baki langan og Afnot of Norræna húsinu 1969 IYAR Eskeland forstjóri Nor- ræna hússins beinir þeim tilmæl- um til allra félaga og félaga- samtaka, sem áhuga hafa á að fá afnot af Norræna húsinu fyrri hluta ársins 1969, að snúa sér til hans með óskir sínar, sem allra fyrst. Á þetta einnig við um námskeiðahald. Norræna húsið getur í vissum tilfellum aðstoðað við undirbún- ing, t. d. með því að útvega fyrirlesara, kennara og aðra að- ila. Hofsjökull var dreginn á land i Dráttarbraut Akureyrar í morg un og er það stærsta og þyngsta skip, sem tekið hefur verið á land hér á íslandi, sam- kvæmt upplýsingum forráða- manna Dráttarbrautarinnar. Hofs jökull er 2361 rúmlest brúttó og var rúmlega 1900 þungalestir með olíu og kjölfestu. Til samanburðar má geta þess að Helgafell, sem dregið var upp í haust er 2194 rúmlestir, brúttó og var þá 1600 þungalestir. Seinlegt var að sigla skipinu farsælan lögreglumannsfetil. — Hann gekk fyrst í þjónustu lög- reglunnar í Reykjavík 1. janúar Ingólfur Þorsteinsson. 1930. Varavarðstjóri varð Ing- ólfur 1935 en 1’937 var hann skipaður starfsmaður rannsókn- arlögreglimnar. Þremur árum síðar varð hann varðstjóri og yfirvarðstjóri rannsóknarlögregl- unnar varð hann 1947. Frá 1963 hefur Ingólfur gegnt stöðu að- stoðaryfirlögregluþjóns rannsókn arlögreglunnar. inn hina þröngu innsiglingu í gær, en í nótt lá það fyrst haf- skipa við hið nýja stálþil norð- an rennunar. Sjálf setningin í morgun gekk ágætlega. Dráttar- braut Akureyrar er hin eina hér- lendis, sem getur tekið Hofsjökul vegna breiddar skipsins, en það er einum metra breiðara en Helgafell. Skipið var tekið á land til botnhreinsunar og minni háttar viðgerðar og annast starfsmenn Slippstöðvarinnar hf. það verk. Áætlað er að það taki tvo daga. — Sv. P. Fnam til þessa hófðum við — mf. Hofsjökull í Drátt- arbraut Akureyrar Stœrsta skip sem komið hefur í s/ipp hér AKUREYRI 2. janúar. — M.s. Afnotagjald heimilis- síma hækkar um 115 kr Ný gjaldskrá pósfs og sima tekur gildi Bráðabirgðarlög um atvinnuleysistryggingar: Bætur atvinnuleysistrygginga hækkkaðar mjög verulega — fellt niður ákvœði um hámark tekna bótaþegar elli- og örorkulauna geta framvegis notið atvinnuleysisbóta NÝ gjaldskrá fyrir póst og síma tók gildi hinn 1. janúar sl. Felur hún í sér nokkrar hækkanir frá síðustu gjaldskrá, sem var orðin þriggja ára gömul. Áætlað er að hækkunin á inn- lendum póst- og símagjöldum auki tekjurnar um 19% eða svo. Afnotagjald fyrir almennan heim ilissíma hækkar um 15%, eða úr 750 krónum I 865 krónur á ársfjórðung. Innanlandssímtöl hækka um 23%, símskeyti innan- lands um 25%, burðargjald fyrir innanbæjarbréf hækka úr 4 í 5 krónur, burðargjald utanbæjar bréfa hækkar úr 5 í kr. 6,50 og fyrir flugbréf til Norðurlanda úr 7 kr. í 9,50. Á GAMLÁRSDAG voru gefin út bráðabirgðalög um breytingu á lögum um atvinnuleysistrygg- ingar. Voru bætur trygginganna hækkaðar mjög verulega og verða nú til kvæntra manna og giftra kvenna sem eru aðalfyrir- vinna heimilis kr. 266,00 á dag í stað kr. 165,00 áður og auk þess verður bótagreiðsla fyrir hvert barn yngra en 16 ára sem er á framfæri bótaþega kr. 25,00 á dag, en voru kr. 19,00. Bætur til einhleypinga verða kr. 230,00 á dag, en voru kr. 146,00. Með bráðabirgðalögunum voru einnig afnumin aldurshámarks- ákvæði laganna, þannig að nú geta menn sem eru 67 ára eða eldri notið atvinnuleysisbóta, ef þeir að öðru leyti uppfylla skil- yrði laganna. Sama á við þá sem njóta örorkubóta, en áður komu atvinnuleysisbætur efcki til greina til þeirra. INFLÚENSAN breiðist enn ört út, og eru til nokkur dæmi um það, að heilu fjölskyldumar hafi lagzt svo að segja samtímis. Þá er einnig farið að bera á veru- Atvinnuleysisbætur til örorku- bótaþega greiðast þó aðeins að því marki, sem þær eru hærri en örorkubæturnar. Með bráðabirgðalögunum eru einnig afnumin ákvæði um að þeir, sem hefðu haft visst há- mark tekna, fái ekki bætur. Nú er gert ráð fyrir að atvinnuleys- isbætur verði greiddar án tillits tU þess, hve háar tekjur um- sækjandi hefur baft að undan- förnu. legu „mannfalli“ hjá nokkrum stofnunum og fyrirtækjum af hennar völdum. Þó er varla við því að búast, að flensan hafi enn náð hámarki. Hugheilar þakkir færum við hinum fjölmörgu félög- um og einstaklingum, er sýndu okkur samúð og vinar- hug við fráfall og útför PÉTUBS OTTESENS, fyrrv. alþingismanns á Ytra-Hólmi. Við þökkum forseta íslands, ríkisstjórn og alþingis- mönnum fyrir þá virðingu, er þeir sýndu hinum látna, og sérstaklega þökkum við Alþingi fyrir þann höfð- ingsskap að sjá um útförina. Gæfa fylgi ykkur öllum á hinu nýbyrjaða ári. PETRÍNA OTTESEN og aðrir aðstandendur. Inflúensan breiðist ört út

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.