Morgunblaðið - 03.01.1969, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1969.
17
Kristín Gísladóttir
Minning
ÚTFÖR Krisimar Gísladótbur frá
Saiurbæ var gerð frá Fœsvogs-
kapellu, fimmtudaginin 2. janúar,
en hún lézt 23. desember.
Kristín var fædd 25. marz 1910
í Þórormistuinigu í Vatmsdial. For-
eldrar hennar eru bæði látin, en
þau voru Katrín Grímsdóttir frá
Syðri Reyikjum og Gísli Jónsson
frá Stóradal. Þau bjuggu fyrst í
Þórormistiumgu, en flutttu síðar að
Saurbæ í sömu sveit.
Æskuheimili Kristónar stóð í
fögru umhverfi og góðu nágrenm
við gott fólk. Inni fyrir var ríkj-
andi frábær heimilisbragur og
næstum sérstakur á margan hátt.
Foreldrar hemnair voru rnjög sam
hent að gera heimilið friðsælt og
hlýtt bæði börmum sínum og öll-
um, er að garði bar. Kristím var
umg að á:rum, er hún kvadd:
æskustöðvamar og fiiuitti til
Reykj avíkur. Stundaði hún verzl-
unarstörf meðan heilsa entisit og
átti hún þá heimili hjá Öninic
systur sinni og manni hennar, Jó-
hannesi Þorsteinssyni. Hugur
Kristímar var þó oÆt heima í Vatns
dal, því þar átti hún dóttur hjá
afa og ömmu. Ég efa ekki að
Kristín þráði nærveru hennar
mjög og hafði hug á að hafa
hana hjá sér, þegar hún sæi sér
fært að annast hana. En vegir
guðs eru órannsakamlegir.
Kristín tók alvarlegan sjúkdóm
aðeins tvítug að aldri, sem lagði
ail'l'ar hennar fyrirætlanir í rúst.
„En þegar mér Ijómandi
lífsnnorgun hló,
hve lamgt sýndist sfceiðið
þá vera.
Hví hvarfistu mín æsfca
svo óðfuga þó,
það áttirðu aldrei að gera.“
Kristín igat gert þessar ljóðlínur
að símum. Með árunum leiddi
þessi sjúkdómur til al'gerrar löm-
unar lífcamlega.
En hún bar ekki þjiánimigar sín-
ar á torg. Nær fjóra áratuigi var
hún sjúklimgur og sáðusitu 20 ár-
in alveg ósjálfbjarga og rúmföst,
lengst af á Heilsuivermdarstöðimni.
Hún leið oft miklar þjáningar;
við sem til þetoktum, undmiðuimst,
hvernig hún gat borið þetta átak-
amlega hlutskipti. En hún bogn-
aði aldrei, en brotmaði að lokum
í bylnum etóra.
Mér eru enn í ferstou minni
fyrstu kyrani mín af Kristínu.
Ég mætti henni á vordegi á götu.
Við höfðum sézt áður, en firá
þessum degi hófust kymini okkar
og órjúfanleg vimátta. Hún var
á leið í vinmuna létt í spori og
brosandi, gei'lsandi af þöfcka og
lffslþrótti. Emgan gat grunað, að
eimmitt þetta vor væri hún að
bjóða sjúkdómimum byrginn, láta
sem ekkert væri —
„Damsa meðan unnt þér er,
inman sikamms ert þú
úr leifcnum.“
Já þaranig tók Kristín s'ínum
örlögum, reyndi að njóta þess
fegursta og bezta, er lífið hafði
að bjóða, og gleðjast með öðrum.
Við tókum tal saman þarna á göt
unni forðum. Hún sagði mér m.a.,
að hún væri í kvemnakór og
hvatti mig til að vera með í
þessum kór. Og auðvitað stóðzt
ég ekki félagssfcapimm, þót litlir
væru hæfileikarnir. En æsfcan er
söm við sig. Við Kristín vorum
alitaf samtferða á S'öragæfingarnar
suður í Hljómskála.
Við eignuðuirmst ógleymanlegar
minnimgar frá þessum tíma, sem
við töluðum oft um sdðax. Mér
finnst alltaf, þegar ég rifja upp
í huganum þessiar samiverusitund-
ir okkar, að úti sé sólskin, tjörnin
spegilslétt og fuglamergð og
blómskrúð við bafckann og
bjarfcarilmur í lofti.
Það tefcur enginn frá OfckuT
æskuminnimgamar. Þær mumum
við legst og bezt. Kristín var svo
lífsglöð og skemmtileg, að hún
var eftirsótt í alilan félagsskap
meðan hún maut heilsu. Hún
unni góðri tómlist og var mjög
fljót að læra lög og eftir að hún
varð að liggja rúmföst árum sam-
an, veit ég að útvarpið srtytti
henni oft stundir og færði henni
mikla þetokimgu á hemnar hugð-
arefmum. Hún var svo gáfuð og
minnið frábært, að furðu sætti.
Þegar ég ritfja upp þessar mimn-
imgar um Kristímu og finn, hve
fljótft sikyggði á lítfshraut hernnar,
þá held ég að þó þrátt fyrir allt
hafi hún verið gæfumanmesikja.
Hún var af góðu fólki komin,
sem reyndi að léta hemni lífið á
a'llan hátt.
Hún ávaran sér vináttu allra,
sem kynmtuist hernni. Hún fagn-
aði svo imnilega öllum, sem
heimsóttu hana. En sj'áltf var hún
sérstök. Það var eins og hún
veitti öðrum uppörvum og styrk
með hógværð sinni og hugarró.
Þamnig var hún veitandi í ríik-
um mæli.
Kristín var ógitft, en eins og
fyrr getur, eignaðist hún dóttur,
er bar nafn ömmu simmar, Kat-
rínar, Hún er gitft Sveini Guð-
laugssymi, kaupmanni, og eiga
þau þrjár dæur. Katrím reyndist
móður sinni frábærlega val, og
voru þau hjónin mjög samhent
í að hlú að hemni og létti henni
lífið. Læknar og hjúkrumarlið,
hvar sem hún dvaldi á spítala
og mú mörg síðustu árin á Heilsu-
verndarstöðinni sýndu henni
alltaf frábæran skilnimg og hjúfcr
um, sem hún minmtist oft með
þaikkl'átum huga.
Kristín hafði yndi af góðum
bókuim og Ijóðum og voru það
kærkomnir vimir hernnar, sem
lásu fyrir hana. Hún var sjálf
híigimælf þótt hún flílkaði því
ékki. Hún áitti efcki lamg að sæfcja
það, því faðir hennar var góðúr
hagtyrðingur og urðu margar
vísur harns landsfcu'nn'ar.
Eit sinn bað hún miig fyrir
kveðju, er hún væri horfin úr
þessuim hekni:
Gobt er að eiga glerin dökk,
grátin augu hylja.
Hafi allir hjartans þökk,
er hugairamgrið skilja.“
Er jólaljósin voru tendruð í
ljósaisti'kuimni, tovaddi hún lífið.
„Ljúfiur ómur loftið klýfur,
lyiftilst sál um himirageim,
þýtt á væmgjum sömgsims srvíffur,
sálin glöð í friðarheim.“
Guðs blessum fylgi hirnni látnu.
Lára Böðvarsdóttir.
Skrifstofur vorar
verða lokaðar föstudaginn 3. jamúaT vegna jarðarfarar.
VERKSMIÐJAN VÍFILFELL,
ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO.
— Áslaug Jónsdóttir
Framhald af bls. 11.
vináttuböndum. Hún var nám-
fús og prýðilega greind. Eftir að-
eins tveggja vetra nám útskrif-
aðist hún með ágætiseinkunn
frá Kvennaskóla Reykjavíkur,
seinna fór hún svo til Danmerk-
ur, þar sem hún dvaldi á annað
ár og var þá einnig við mám á
matreiðslusikóla í Sorö.
Áslaug giftist 8. júní 1835 Ing-
vari Vilhjálmssyni, lamdskunn-
um mikilhæfum athafnamanni,
fyrrum sjómanni og togaraskip-
stjóra, seinna útgerðarmanni og
atvinnurekamda. Um hann var
sagt að hann hefði verið sann-
gjarnastur og tillögubeztur allra
í samningum sáttanefnda í verk-
fallsdeilum, en hann hefur lemgi
átt sæti í sáttanefnd og gegnt
mörgum öðrum trúnaðarstörfum.
Þau hjónin eignuðust fjögur
börn, en misstu elzta barnið, fall-
egan, ymdislegan dreng á fjórða
ári, sem hét Jón, var það þeim
óbætanlegur harmur. Hin þrjú
sem lifa eru: Vilhjálmur, Verzl-
unarskólastúdent, sem rekur út-
gerð á Seyðisfirði, kvæntur Önnu
Fríðu Ottósdóttur, Jón, lögfræð-
ingur, er kona hans Anna Sig-
tryggsdóttir Klemenzsonar,
bankastjóra, eiga þau eina litla
dóttur sem heitir Áslaug. Þriðja
og yngsta barnið er Sigríður,
sem enn er í föðurhúsum.
Við Áslaug vorum báðar úr
sömu sveit, Stafiholtstungum í,
Mýrasýslu. Mæður okkar voru
fermingarsystur og góðar vin-
konur, sýndi Sigríður móðir henn
ar mér mikla hlýju í æsku minni.
og alltaf var dásamlegt að koma
að Hjarðarholti, þar sem allt var
jafn fágað utan húss sem innan,
en gestrisnin og alúðin í bezta
lagi. Vináttuböndin milli heim-
ila okkar rofnuðu ekk, því að
allar systurnar urðu mínar góðu
vinkonur. Áslaugu hitti ég svo
úti í Kaupmannahöfn árið 1926,
en hún var þá á Sorö í húsmæðra
skólanum. Þá sá ég aftur litlu
fallegu stúlkuna frá Hjarðarholti,
rúmlega tvítuga fullvaxta stúlku,
þeim fundum gleymidum við
aldrei, og síðan hetf ég átt marg-
ar yndislegar stundir á fallegu
heimili hennar og manns hennar
á Hagamel 4 og notið gestrisni
þeirra ágætu hjóna þar eiras og
hvar annarsstaðar sem var og á
ég þeim mikið að þakka fyrir
alla þá góðvild er þau voru sam-
taka um að sýna mér, og sem
aldrei getur gleymzt.
Á heimili þeirra var Elísabet,
systir Áslaugar oft og langdvöl-
um, var alla tíð mjög kært milli
þeirra 9ystra, áttu börnin líka
hauk í horni þar sem Elísabet
var, svo óvenjulega barngóð og
umhyggjusöm sem hún er. Áet-
úðar móður sinnar fengu þau líka
að njóta öll æskuárin meðan
þörfin var mest og hennar ham-
ingja var að sjá þau þroskast og
þau eru öll.
Áslaug veiktist alvarlega á síð-
astliðnu sumri og lá þá um lang-
an tíma 1 sjúkra'húsi. Á önd-
verðum vetri fór hún til Dan-
merkur og dvaldi þar um nokk-
urn tíma, sér til hressingar, þang
að fór 9vo maður hennar að
sækja hana heim fyrir jólin, sem
hún óskaði að mega njóta á heim
ili símu hér, en 9Ú ósk fékk ekki
að rætast. Eftir aðeins stutta
dvöl heima hneig hún niður á
heimili sínu á aðfangadag jóla,
hún sofnaði þar sem hún lengst
hatfði átt heima hjá ásbvinum sín-
um. Kærleiksríkt hjarta hinnar
ljúfu, góðu og trygglyndu konu
er hætt að slá. Við, sem áttum
hana að vini þökkum henni alla
ástúðina, sem hún atf örlæti sínu
gaf okkur og fyrir allt seim hún
var, ágæta 'húsmóðirin, eiginkon-
an, móðirin og systirin á Haga-
mel 4, og elskuliega unga stúlkan
í Hj arðarholti, 9em gott var og
gaman að heimsækja þar í gamla
dag. Og ég vil taka undir það
sem Ragnhildur syistir hennar
sagði: Eigi nokkur góða heimvon
þá hún Áslaug það.
Eiginmanni hennar, börnum,
verða góð og elskuleg, eins og
sonardóttur og aystrum votta ég
mína innilegustu samiúð.
Sigríður Einars
frá Munaðamesi.
HINN 24. desember sl. lézt að
heimili einu hér í bong frú Ás-
laug Jónsdóttir kona Ingvars Vil-
hjálmissonar útgerðarmanns. And
lát hennar bar mjög sviplega að.
Þó hafði hún átt við mjöig alvar-
leg veikindi að stríða að umdan-
förnu.
Ég mun ekki rekja hér ætt og
uppruna hennar, því það mun
verða gert af öðrum, en ég vil
aðeins segja það hér, að hún var
af framúrskandi merku fóiki
komin, enda var hún sjálf ein-
hver sú mesta ágætiskona er ég
hefi kynnzt.
Kostir þessarar konu voru svo
margir og góðir að sjaldgæfft er.
Tel ég mig geta dæmt hér um,
þar eð ég hefi átt því láni að
fagna að vera heimilsvinur hjá
þeim hjónum nú í rúm 25 ár.
Áslaug var fríð kona sýnum,
höfðingleg í framkomu, én þó
látlaus og eðlileg. Vakti hún því
athyigli strax við fyrstu sýn. En
þegar menn kynntust henni
nánar þá komu kostimir fljót-
lega fram. Fyrst skal þess getið,
sem einkenndi hana hvað mest,
að hún mátti ekkert aumt sjá eða
vita, án þess að reyna að bæta
úr. Um þetta mumu allir þeir
geta borið sem á einn eða annan
hátt nutu góðvildar henraar og
hjálpsemi, en þeir eru margir.
Þetta kom fram í mörgu, t.d.
ríkulegum gjöfum til þeirra sem
þurftu þess með, en ekki síður
reyndi hún að styrkja þá sem
bágt áttu á annan hátt eða af
einhverjum ástæðuim höfðu orðið
undir í lífsbaráttunni.
Alltaf lagði hún gott til manna
og reyndi að draga úr etf um
ávirðingar annarra var að ræða.
Góð húsmóðir var hún svo af
bar. Sýndi heimilið heranar
þetta, því þar ríkti bæði rausm og
höfðingskapur.
Þá var hún mjög góðum gáf-
um gædd og hafði sérstakt yndi
af góðri hljómlist,
Nú þegar vegir skiljast vil ég
þakka hinni látnu fyrir trausta og
trygga vináttu við mig og fjöl-
skyldu mína frá fyrstu tíð.
Ég bið þann sem öllu ræður að
senda ástvinum hennar styrk og
huggun.
Jónas Jónsson.
íbúð til leigu
nú þegar
Tilboð óskast í leigu á þriggja herbergja íbúð með
baði og öllum þægindum í Hlíðunum. íbúðin er um
110 ferm., að vísu í kjaltfara, en þó eins vönduð og
með sömu lofthæð og hæðir hússins.
Fyrirframgreiðsla fyrir einn mánuð í senn.
Því miður kemur íbúðin ekki til greina fyrir fólk með
lítil börn. Öldruð hjón eða ráðsett fólk með eitt eða
tvö stálpuð börn (yfir 10 ára) myndu ganga fyrir.
Tilboð merkt: „8173“ óskaist lagt inn á afgreiðslu
Morgunblaðsins fyrir föstudaginn 10. janúar.
HÖFUÐ- OG HEYRNARHLÍFAR
Viðurkenndar af Öryggiseftirliti ríkisins
Hjálmur
með heyrnarhlífum
Verð mjög hagstœtt — Heildsala — smásala
Heyrnarhlífar Hlífðarhjálmur
Ullarhúfur undir hjálma.
DYNJANDI S.F.
SKEIFAN, Reykjavík
Sími 82670.