Morgunblaðið - 10.01.1969, Side 2

Morgunblaðið - 10.01.1969, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1069. Drukkin undir stýri - drottinn minn dýri! DRUKKIN stúlka stjórnaði benz íngjöfinni — drukkinn maður hélt um stýrið og svo óku þau á þrjá kyrrstæða bíla. Þetta var á nýársnótt. Fólk þetta var að skemmta sér á veitingahúsinu Röðli. Þegar skemmtunin var úti bað maður- inn stúlkuna að aka fyrir sig en hún kvaðst aldrei hafa setzt und ir stýri og kunna þar af leiðandi líltt til verka. En maðurinn lagði þá þeim mun harðar að henni og svo að stúlkan settist undir stýri. Ekki kunni hún til verka á gírstöngina og tók maðurinn þá að sér að sjá um hana. Sam- vinnan tóksit þó ekki betur en svo, að þau óku strax á einn kyrr stæðan bíl fyrir utan veitinga- húsið og sá maðurinn þá, að við svo búið mátti ekki standa. Tók hann þá einnig að sér að halda um stýrið en lét stúlkuna stjórna benznígjöfinni. í Nóatúni óku þau á annan kyrrstæðan bíl og við Háteigs- veg 23 á þann þriðja. Sá þá mað urinn, að seint yrði stúlkunni kennt að aka bíl og settist sjálf- ur í ökumannssætið. Hafði hann þá einn stjórn á öllum taekjum og tókst að aka slysalaust síð- asta spölinn heim til sín. Myndin sýnir rússneska móðurskipið, sem er um 20 þús. lestir að stærð og utan á því er haf- rannsóknarskip. Ljósmynd: Adolf Hansen. Sauðfé drepst úr kop areitrun í Danmörku Koparinnihald í fóðurbœti lífshœttulegt sauðfé segja tveir danskir dýralœknar Geimfararnir Kaupmannahöfn. — SAUÐFÉ í Danmörku er nú talið í lífshættu víða, og er hugsan- legt að sama gildi um sauðfé í öðrum löndum. Tveir dýralækn- ar, Mogens G. Simesen og Tage Möller, hafa uppgötvað, að sjúk- dómur, sem orðið hefur fjölmörg- um kindum að bana, þar á meðal lembdum ám, stafar af miklu koparmagni í lifur og blóði. Hafa skepnurnar drepizt af króniskri lifrareétrun, sem valdið hefur breytingum á lifrinni sjálfri, milti og nýrum. Ennfremur komu fram blæðingar í hálsi. í fóðurbæti, sem sauðfé hér er gefið, finnst kopar, og ennfrem- ur er kopar að finna í fóðurbæti Sjónvnrpið slæmt í Sondgerði Sjónvarpið og Sandgerðingar 4 í GÆR var útvarpsstjóra afhent skjal frá 127 sjónvarpseigendum í Sandgerði, þar sem óskað var lagfæringar á móttökuskilyrð- um sjónvarps í Sandgerði. Sjón- varp mun hafa komið illa fram í tækjum Sandigerðinga frá því að íslenzka sjónvarpið tók til starfa. Menn hafa verið mjög óánægðir með þetta ástand, þar sem eigendur hafa lítil, sem eng- in afnot haft af tækjum sínum. ÞAÐ voru persónuleg strokin, sem Hafliði Hallgrímsson, celló- leikari, aló upp G-dúr svítu Bachs með á tónleikum Tónlist- arfélagsins I Austurbæjarbíói sl. þriðjudagskvöld, og þau lofuðu góðu um framhaldið. Þættir svitunnar voru og skemmtilega mótaðir, svo að sem bezt heyrð- ist það, sem ólíkt var með hverj- um dansi. Hafliði gleymdist ekki, (þótt minnið væri annars ekki alveg óskeikult), að þetta eru stílfærðir dansar og gerði sér því ekki upp neinn gerilsneydd- an hátíðleik, eins og svo oft heyrist. Það þarf ekki annað en að líta á handritið — segja kunnugir — af sónötu Schuberts í a-moll fyrir arpeggione, (sem síðan var umskrifuð af ýmsum fyrir t. d. fiðlu, víólu, klarínett, celló eða gítar og píanó), til að sjá, hve lítið Schubert þótti handa öðrum búfénaði, en nú hef ur komið á daginn, að fóður með koparinnihaldi, sem önnur hús- dýr þola, er sauðfé lífshættulegt. Kopareitrunin er mjög lúmsk, og getur féð litið vel út í lanigan tíma. Smátt og smátt safnast eit- urefnið hinsvegar fyrir í líkama kindarinnar, og einn góðan veð- urdag fær kindin riðu og verður magnvana. Síðan getur það gerzt, að féð hrynur niður. Fóðurbætir og steinefni inni- halda oft kopar, sem t.d. svin þola, en eru sauðfé lífshættulegt. Rytgaard. Morgunblaðið sneri sér til Páls A. Pálssonar ytfirdýralæknis vegna þessarar fréttar, og spurði hann hvort áþekk tilfelli væru þekkt hér. Páll kvað svo ekki vera. Enginn kopar væri í þeim fóðurbæti, sem fluttur væri hing að til lands. Hann sagði ennfrem- ur, að koparsjúkdómar væru ekki óalgengnir erlendis, t.d. í Bretlandi, en hérlendis væru á hinn bóginn til sjúkdómar, sem stöfuðu af koparleysi. Pólverji líflótinn Varsjá, 9. janúar. AP ADAM Maczmarzyk, 28 ára gam all Pólverji, hefur verið tekiirn af Iífi, ákærður fyrir að hafa selt brezku leyniþjónustunni leynileg ar hernaðarupplýsingar, að því er skýrt var frá í Varsjá í dag. Beiðni um náðun var vísað á bug. sjálfum vænt um þann samsetn- ing. Það var eins og þeir Hafliði og Ólafur Vignir Albertsson væru líka höfundi innilega sam- mála, þegar þeir nú spiluðu þetta verk. Hæga þáttinn léku þeir samt af áberandj innlifun. Eftir hlé kvað við nýr tónn, er þeir félagar léku Adagio eftir Kodály og Cellósónötu Debusys. Nú vantaði ekki sannfæringuna í samspilið og óöryggið hvarf með öllu. Hafliði svaraði mörg- um kúnstum tillögum Frakkans með persónulegum athugasemd- um frá eigin brjósti, og voru þau vel til fundin. Bezt hefði verið, ef þeir Ólafur hefðu leikið sónötuna aftur, það var bæði tími til þess og áhugi áheyrenda að heyra meira, þegar tónleikun- um var lokið. Þorkell Sigurbjörnsson. heiðraðir Tunglfararnir þrír í Washington, 9. jan — AP—NTB GEIMFARARNIR þrír, sem fóru til tunglsins um jólin, þeir Frank Bormann, James Lovell og Willi am Anders, heimsóttu í dag Hvíta húsið í Washington, þar sem Johnson forseti hafði búið þeim veizlu. Sæmdi forsetinn geimfaranna þrjá æðsta heiðurs merki geimferðastofnunarinnar, NASA. í forsendum orðuveitingarinn- ar segir að geimfararnir þrír hafi með frábæru afreki sínu gef ið þjóðinni tækifæri til nýrra dáða úti í geimnum, en þeir hafi fyrstir manna lagt upp í ferð til annarra hnatta. Johnson forseti Ponto for til tunglsins New York, 9. jan. (AP). UM 200 manns hafa nú pant- að far hjá Pan American flug- félaginu með fyrstu ferðum þess til tunglsins, sagði tals- maður félagsins í New YorkJ i dag. Bárust fyrstu pantan- \ irnar fyrir tveimur árum, og í hefur biðlistinn sifellt verið / að lengjast síðan. „Við vilj- J um líta á sjálfa okkur sem 1 brautryðjendur", sagði tals- ( maður flugfélagsins þegv l hann var spurður um biðlisl- ) ann. Hann sagði að mörg i vandamál væru óleyst enn varðandi ferðir til tunglsins, meðal annars hvernig unnt væri að tryggja vellíðan far- þeganna við flugtak. Hann bætti því við að þótt tekið væri á móti pöntunum, væru væntanlegir farþegar ekki látnir greiða tryggingarfé til að festa farseðlana. ÍMeðal þeirra, sem pantað hafa far til tunglsins, eru Ric- hard E. Abruscato, kona hans, tveggja ára sonur þeirra | i hjóna og fimm mánaða dótt-1 ir. „Þetta er ekkert grín hjá okkur“, sagði frú Abruscato. „Það má vera að við hjónin komumst ekki, en við vonum að börnin geri það“. Bob Wishnick, nemandi á fyrsta ári við Syracuse-'háskól ann í New York, sagði: „Ég lít þannig á að þetta geti orð- ið skemmtilegt, og ég býst við að það verði einhverntíma úr ferðinni". veizlu hjá Johnson afhenti geimförunum heiðurs- merkin, og sagði við það tæki- færi að þeir væru frakkastir allra könnuða sögunnar, og hefðu rutt manninum nýjar brautir úti í geimnum. Bormann, sem var yfirmaður Apollo-8 ferðarinmar, þakkaði forsetanum ummælin og heið- ursmerkin. Afhentu geimfararn- ir síðan Johnson forseta afrit af geimferðasamningum Sameinuðu þjóðanna, en afritin höfðu þéir haft með sér til tunglsins. „Svo erum við með aðra gjöf handa yður, herra forseti,1 sagði Bor- mann, „mynd af búgarði yðar.“ Afhenti Bormann Johnson síðan litmynd, sem þeir félagar höfðu tekið, og sýnir sjóndeildarhring- inn á timglinu með jörðina í bak sýn í um 400 þúsund kílómetra fjarlægð. Talað hefur verið um að geim fararnir þrír verði á ný ændir til tunglsims í júlí í ár, og verði fyrstir Bandaríkjamenn til að lenda þar. Ekki er víst að úr þessu verði, því Borrnan hefur verið boðin staða hjá geimferða miðstöðinni í HO'USton í Texas. Fylgir þeirri stöðu hershöfðimgja nafnbót, en taki Bormann við henni, getur hann ekki tekið þátt í fleiri geimferðum. íhalds- flokknum spáð sigri EF BREZKA þjóðin gengi til þingkosninga um þessar mundir, ynni Ihaldsflokkurinn yfirburða- sigur samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar. Eru úrslit þessarar nýju könn- unar birt í blaðinu „Evening Standard" í dag, og benda til þess að íhaldsflokkurinn eigi 16% meira fylgi að fagna en Verkamannaflokkurinn. Þótt nokkuð hafi dregið saman með flokknum frá skoðanakönnun í desember, benda þó þessi úrslit til þess að Verkamannaflokkur- inn tapaði helming þingsæta sinna, ef kosið yrði í dag. í skoðanakönnuninní lýsa sjö af hverjum tíu yfir óánægju með ríkisstjórnina, átta af hverjum tíu eru óánægðir með ástandið í landinu yfirleitt, og sjö af hverj- um tíu telja að íhaldsflokkurinn fari með sigur af hólmi í næstu þingkosningum. Rússneskt móðurskip við Glettingomes Á NÝJÁRSDAG kom varðskipið Ægir að rússneskum skipum um 15 mílur út af Glettingarnesi. Eitt af skipunum var stórt móð- urskip, sem lá fyrir ankeri, en skipið mun hafa verið um 20 þús. lestir að stærð. Við skipsihlið stóra skipsins lágu tvö skip, minni skip, og mun annað þeirra hafa verið nýtt hafrannsóknar- skip um 1500 lestir að stærð, an hitt var gamalt fiskiskip. Fleiri skip, rússnesk, voru þarna í nánd. Dregið í happdrœtti Sjálfsbjargar DREGIÐ hefur verið í happ- drætti Sjálfsbjargar og kom vinningurinn, sem er Dodge Dart bifreið á númer 146. Vinnings- hafi setji sig vinsamlega í sam- band við skrifstofu Sjálfsbjarg- ar, Bræðraborgarstíg 9, sími 16538. Enn einn nrekst- urinn þnr MJÖG harður árekstur varð milli tveggja jeppa á mótum Kringlu- mýrarbrautar og Háaleitisbraut- ar í gær, en á þessum gatnamót- um hafa orðið margir harðir árekstrar að undanförmi. Lítill drengur, sem var í öðrum jepp- anum, skarst í andliti og var fluttur í Slysavarðstofuna. Síld til Norðnr- stjörnnnnnr NORÐURSTJARNAN fékk 50 tonn af síld frá Keflavík í fyrra- dag. Að sögn Péturs Péturssonar forstjóra nýtist síldin illa vegna þess hve blönduð hún er og nást líklega ekki nema 8 tonn af flök- um út úr aflanum. Miðað við full afköst vehksmiðjunnar vinn- ur hún 8 tonn af síldarflöbum á dag. Vinnsla hefur legið niðri hjá verksmiðjunni að undanförnu, en svo fremi að síld veiðist verður unnið þar áfram. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA SÍMI 10»1QQ TÓNLEIKAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.