Morgunblaðið - 10.01.1969, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1969.
Hljóðfrá farþegaþota
reynd í Sovétríkjunum
Fyrsta hljóðtráa farþegaþotan sem reynd hefur verið
ÞAÐ vakti gífurlega athygli
um heim allan þegar tilkynnt
var í Moskvu á gamlársdag að
ný sovézk farþegaflugvél
hafði farið í reynsluflug fyrr
um daginn, og að reynslu-
flugið hafi í alla staði gengið
mjög vel. Flugvél þessi er
hljóðfrá þota, það er hún á
að fljúga hraðar en hljóðið,
og er fyrsta hljóðfráa farþega
þotan, sem reynd hefur verið.
Fieiri hijóðfráar farþegaþotur
eru í smíðum, og er hrezk-
franska Concordeþotan lengst
komin. Henni verður þó ekki
flogið fyrr en í næsta mánuði,
ef allt gengur að óskum.
Bandaríkjamenn hafa einnig
undirbúið smíði hljóðfrárrar
farþegaþotu — Boeing 2707 —
en hún verður varla reynd
fyrr en eftir sex ár.
Nýja sovézka farþegaþotan
nefnist TU-144, og er smíðiuið
í Tupolev-tflugvélaiscmiðjíunuim
í Zhukovs'ky sikamim.t fyrir
utan Mos'kvu. Flugvélasmiðjur
þessar eru nefndair etftir ein-
um þekktasta flugvélasmið
Sovétríkjanna, Andrei Tupo-
lev, sem nú er á níræðisaldri,
en sonur hans, Alexei Tupo-
lev, hetfur að mestu teiiknað
nýju þotuna. Var hann við-
staddur þegar reynsluflugið
var farið á gamlársdag.
TU-144 er gerð fyrir 120—
130 farþega, og á að geta flutt
þá um 6.500 kílómetra án við
Flugvélasmiðurinn Alexei Tupolev ræðir við reynsluflugmann-
inn Eduard Elyan að reynslufiugi loknu.
komu á 2.500 kílómetra meðal-
hraða. Er búizt við því að
þotan hefji áætlunarflug fyrir
næstu áramót, og verður hún
fyrst motuð á flugleiðinjni
Moskva—Khabarovsk. Síðar
verður þotan tekin til motk-
unar á flugleiðinni yfir At-
lants(hafið.
FlugmaðUr í reymsluflugimu
var Eduard Elyam. Hanm er
42 ára, og þekktur reynslu-
flugmaður í heimalandi sínu.
Flaug Elyan nýju þotunni
í ajils 38 mínútur, og sagðd
að fluginu loknu að öld tæki
þotuinniar hafi reynzt afbragðs
vel. „Það er mun auðveldara
að fljúga nýju vélinmi en
görmlu þotunum, sem eru hæg-
fleygiari," sagði flugmaðurinm.
„Lét nýja þotan mum betur
að stjórn em gert haifði verið
ráð fyrir.“ Eimmig skýrði fkng-
maðurinn frá því að Tupolev-
þotan væri búin tölvum, sem
gætu stjórnað henmi alÍLt til
lendingar.
Að reynislutfluginu loknu
ræddi Alexei Tupölev við
fréttamienin og var hinm kát-
asti. „Við erum að mimms'a
kosti ári á undam startfisbrœðr-
um okkar í Bniglandi og
Frakklandi, eem eru að vinna
að smíði Concorde-þotunmar“,
sa'gði hann. Tupolev skýrði
einmig frá því að sovézkir
flugvélasmiðdr gætu hæglega
smáðað farþegaþatu, sem gerð
væri fyrir 600—700 farþega,
„em það væri ekfci hagkvæmt
fyrir o'kfcur. Heppilegasta
stærðim virðist vera þoa, sem
tekuir 150—200 farþega," sagði
hamm.
Talsmaður útfilutningisideild-
ar sovézfca flugvélaiðm'aðairins,
Boris Kharehenko, forstjóri
Tupolev þotan nýja, TU-144 í reynsluflugi á gamlársdag.
Aviaexport, sagðist væmta
þess að nýja þotam ættd eifitir
að verða vinsæl víðar em í
Sovétríkjuinum. Sagði hamm að
Aviaexport hetfði til þessa
seiit úr lanai rúmlega tvö þús-
umd flugvélar, og fcvaðst vona
að TU-144 ætti eftir að auka
útflutninginm.
Kharchenlfco tjáði blaða-
möninum eimmig að á árimu
1968 'hefði sovézka flugfélagið
AerofHot Jflutt 62 mdllljónir
farþaga, og væri það um 14%
aukmimg frá árinu gður. Til
saimanburðar má geta þess að
ölil 103 aði'ldartfélög alþjóða-
samtafca flugtfélaiga, IATA,
fluttu á árinu 1968 um 200
miljóndr farþega. Þaikkaði
Kharchenlfco þessia fanþega-
aufcndinigu Aeoroílot tveimur
staðreynd’um. í fyrsta lagi
nýjum þotum, sem tefcnar
voru í miotkun á árimu, og í
öðru lagi láguim flugfairgjöld-
um. En fargjölid hjá Aeroflot
eru að jatfnaði aðeins 33%—
50% aif fargjöldum IATA á
svipuðum vegalengdum, sagði
Kharcheniko.
Jón Sigfússon
Fæddur 21. apríl 1890
Dáinn 1. janúar 1969.
Á nýársdag er mér tilkynnt
um andlát eins bezta vinar míns
og eins þess traustasta og niæt-
asta manns, sem ég hefi kynnzt,
Jóns Sigfússonar, á Borg í Gler
árhverfi á Akureyri.
Jón var fæddur á Krakavöll-
um í Flókadal., 21. apríl 1890,
sonur hjónanna Margrétar Jóns
dóttur og Sigfúsar Bergmanns
Jónssonar, bónda þar en ætt
Iþeirna var frá Svarfaðardal.
Hann var næst elztur fjögurra
systkina, elzt þeirra var Hólm-
fríður, nú búsett á Sauðárkróki,
þá Ingibjörg, síðast búsett á
Siglufirði, dáin fyrir nokkrum
árum og Þorsteinn, sem dó barn
að aldri. Auk þeirra átti Jón
tvo hálfbræður, Sæmund og Sig
trygg, sem báðir eru dánir.
Allar
gerdir
Myndamóta
Fyrir auglýsingar
Bœkur og timarit
Litprentun
Minnkum og Stœkkum
OPÍÐ frá ki. 8-22
MYJVÐAMÓT hf.
simi 17152
MORGUNBLAOSHIÍSINU
Jón fluttist með foreldrum sín
um um 5 ára gamall að Höfn á
Siglufirði, og nokkrum árum síð
ar fluttist fjölskyldan á Siglu-
nes. Innan tvíutgs aldurs fór
Jón til Páls Kröyers á Siglu-
firði og lærði hjá honum skipa-
smíði í um 3 ár. Að loknu námi
stundaði hann sjóróðra á smærri
og stærri skipum, frá Bolungar-
vík, Skagaströnd og fleiri stöð-
um. Um 1916 fluttist Jón til Við
víkursveitar í Skagafirði, og
stundaði þar búskap um mörg
ár, fyrst ^ með Hólmfríði systur
sinni í Ásgeirsbrekku og síðar
í Ásgarði (Langhúsum) og þar
hóf hann búsbap með eiginkonu
sinni, sem síðar verður nánar
sagt frá. Jafnframt búskapnum
stundaði hann um mörg ár fisk
veiðar á árabátum og var ætíð
formaður, síðar jafnframt eig-
andi þess báts, sem hann lengst
og síðast réri á.
Jón var flestum þeim kostum
búinn, sem prýða mega einn
mann, fríður og glæsilegur að
vallarsýn, karlmenni mikið, mjög
vel gáfaður og svo hagur að allt
virtist leika í hendi hans. Hann
var skapfestu maður mikill, ljúf-
menní og snyrtimenni svo af bar.
Móðir mín, sem þekkti hann vel
og var talin mannþekkjari,
sagði oftlega að aldrei hefði hún
kynnst jafnmiklu prúðmenni,
sem Jóni og að allt sameinaði
hann er prýða mætti einn mann.
Jón vakti fyrst verulega eftir
tekt mína þegar ég var um 13
ára, en þá vann hann að
smíði árabáts hjá föður mínum í
Kolkuósi, þetta var 6-æringur
og þótti hið glæsilegasta og
traustasta far, en á þeim báti,
sem hét Svanur og faðir minn
og Jón áttu saman, réri Jón á í
allmörg ár að hausti og vori frá
Kolkuósi, og þótti flestum stjórn
endum fremri og hvað traustast-
ur er mest á reyndi. Og við-
frægt varð um Skagafjörð þegar
Jón bjargaði árabáit og áhöfn,
sem hann var formaður á og
haldið var út frá Brimnesi í
Viðvíkursveit. Var það í aftaka
sunnan eða suðveistan roki að
Jón var að veiðum á fyrrnefndum
bát ásamt 6 manna áhöfn
innarlega á Skagafirði, að hleypa
varð undan sjó og vindi út
allan fjörðinn og allt út fyrir
Þórðarhöfða. Var það álit allra
þeirra, er með honum voru á
bátnum, en það voru allt hinir
hraustustu menn, að einungis
stjómsnilli Jóns, æðruleysi og
frábær karlmennska hefði bjarg
að þeim.
Árið 1946, fluttist Jón til Ak-
ureyrar en þar vann hann lengst
af við skipasmíðar. Er mér minn
isstæð fyrsta heimsókn mín til
hans í gamla slippinn, en þar
vann hann þá að smíðum. Hann
spurði mig frétta og ræddi við
mig um marga hluti, en aldnei á
meðan féll honum verk úr
hendi. Sannari og trúverðugri
mann í starfi hefi ég aldrei
kynnst.
f félagsmálum þótti Jón, flest-
um samvinnuþýðari og tillögu-
betri, þó stefnufastur og liðtæk-
ur vel, en sennilega hefur þó
hans mesti og bezti eiginleiki
verið dulinn flestum, en það var
hjálpsemi hans við þá, er erfið-
aist áttu uppdráttár. F.kki sótti
Jón mikið skemmtanir, en var
skemmtilegur heim að sækja og
gat verið kátur í vinahóp. Hann
var hlédrægur og sóttist ekki
eftir metorðum. Hófsamur var
hann á allt, frjálslyndur í skoð-
unum og bókhneigður og fróður
og minnugur svo af bar.
Á meðan Jón bjó í Viðvíkur-
sveit, var hann mörg ár í hrepps
nefnd, í skattanefnd og í fleiri
trúniaðarstöðum.
Eitt mesta gæfuspor ætla ég að
Jón hafi stigið 12. desember 1924,
er hann gekk að eiga eftirlif-
andi konu sína Sigríði Magnús-
dóttur, glæsilega konu og ein-
hverja þá dugmestu, högustu og
ágætustu í alla staði, sem ég
þekki. Þeirra sambúð hefur alla
tíð verið með ágætum. Þau voru
samhennt um flest og dugnaður
þeirra, ráðdeild og skörungs-
skapur var sérstæður. Nær sam
tímis og þau giftust hófu þau
búskap í Ásgarði, en árið 1927,
fluttust þau að Ytri-Hofdölum
og bjuggu þar til ársins 1946, er
þau fluttust til Akureyrar, sem
áður segir. Þau eignuðust fjög-
ur myndarleg og mjög vel gefin
böm, sem öll eru á lífi. Þau
eru: Þorsteinn Bjöm, verkstjóri
og meðeigandi að bifreiðaverk-
stæðinu Baugur h.f. Abureyri,
hann kvæn'tist Valdínu Stef-
ánsdóttur en hún dó fyrir
rúmu ári. Magnús kvæntur
Gunnlaugu Björk Þorláksdóttur
hann er sjómaður og búsettur á
Akureyri. Margrét gift Trausta
Helga Árnasyni, menntaskóla-
kennara á Akureyri. Sigurlína
,gift Þórarni Heiðar Þorvalds-
syni, bifreiðarstjóra í Reykja-
vík.
Ástríki milli foreldra og barna
hefur ætíð verið mikið og þung-
ur mun nú harmur konu Jóns
og barna og barnabarna, en
huggun ætla ég þeim það vera
að eiga minningu jafn göfugs
manns.
Jón var heilsuhraustur lengst
af ævi og jafnvel þótt hann
kenndi einkum hin síðari ár,
nokkurs krankleika fáraðist
ihann lítt um féll sjaldan verk
úr hendi, en fyrir um tveim ár-
um tók Jón veiki þá, er síðar
leiddi hann til dauða og mun
honum hafa verið löngu ljóst að
hverju stefndi, en veikindi sín
bar hann af slíku æðruleysi og
karlmennsku að fátítt mun og
við hlið hans stóð kona hans, svo
sterk og fórnfús að undrun
sætti.
En hvað ég man vel okkar
síðustu samfundi Jón, í haust
þegar ég og konan mín heim-
sóttum ykkur hjónin, þá varst
þú helsjúkur, en það var eins
og við hjónin gleymdum því, svo
varst þú æðrulaus og geislandi
af góðvild, gestrisni og hlýju.
Guð blessi þig og minningu
þína.
Þér Sigríður færum við hjón-
in innilegustu samúðarkveðjur,
svo og börnum ykkar og eftir-
lifandi systur Jóns Hólmfríði og
syni hennar og öðrum þeim
mörgu er syrgja nú afa sinn, vel
unnara og vin.
Ásgrímur Hartmannsson