Morgunblaðið - 19.01.1969, Síða 5

Morgunblaðið - 19.01.1969, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1969 5 Harðnandi átökum austurs og vestuurs og vaxandi ólgu innan Bandaríkjanna JEANE Dixon hefur látið spá sína um árið 1969 frá sér fara. Meðal þess, sem í henni má finna, eru eftirfarandi at- riði: Verðandi Bandaríkjaforseti, Richard Nixon, fær að glíma við erfiðari vandamál en nokkur fyrirrennari hans í embættinu. Nixon hefur til að bera marga góða kosti, sem forseta Bandaríkjanna mega prýða: hann er reyndur mað- ur og hefur til að bera stjórn vizku og framsýni. Hann mun reynast sjálfstæður og sjálfum sér samkvæmur en ekki reyna að líkja eftir neinum fyrrifor seta til að afla sér lýðhylli. Smám saman mun Nixon endurnýja stjórnkerfi Banda ríkjanna og skipuleggja það á nýjan máta, sem hefur heilla vænleg áhrif í för með sér. Nixon mun sýna skynsamleg- an samvinnuvilja en samt ekki fá minnihlutaöflin, andstöðu- flokkinn eða þá verr mennt- uðu í lið með sér. Nixon mun reynast réttindabaráttu svert ingja meiri haukur í horni en nokkur annar forseti síðustu hundrað árin. En vegna harðr ar mótstöðu og eyðandi þjóð félagsafla mun hann ekki njóta ávaxtarins af því starfi sínu sem skyldi. Útsendarar Rússa munu not færa sér óeiningu bandarísku þjóðarinnar til aukinna at- hafna: þeir munu nota „nyt- sama sakleysingja“ og að auki mun koma til virk niður rifsstarfsemi, sem borin verð- ur uppi af f jölskyldu, sem hef ur yfir að ráða sterku póli- tísku apparati. Þessi niður- rifsstarfsemi mun skaða Banda ríkin bæði á innlendum og er lendum vettvangi, og valda meiri vandræðum en nokkur getur nú látið sér í hug falíla! Nixon mun í innsetningar- ræðu sinni boða viðleitni til að láta alls kyns mótmmlaat- höfnum linna. En hann verð- ur að fá mestu mögulegu vernd og scrstakar varnar- ráðstafanir verður að gera honum til handa næstu mán- uðina. Reyndar verður öll þjóðin að vera vel á verði, því bylting er undirbúin! Nokkur hluti fjölmiðlanna mun reynast stjórn Nixons fjandsamlegur og finna henni allt til foráttu. Og áhrifa- miklir menn í valdastöðum munu sýna mikla ósáttfýsi og frekar segja af sér embætt- um heldur en hlíta pólitísk- um friði. Manni einum — ég get ekki greint nafn hans en stjarna hans mun hækka ört á hin- um pólitíska himni — mun takast að auka mjög hróður Bandaríkjanna með forgöngu um áhrifamikinn alþjóðasamn ing. Þessi samningur mun Jean Dixon breyta afstöðunni til Rúss lands en samt eiga örðugt uppdráttar fyrst í stað vegna misskilnings. Nýrrar ákvörðunar í Viet- nammálinu virðist skammt að vænta, en forsetinn nýi og varnarmálaráðherra hans mega einmitt eiga von á al- varlegu áfálli þar austur frá. Sem stendur virðiat almennt álitið, að Bandaríkin séu á góðri leið með að sigra komm- únistaöflin í Vietnam en ég sé fyrir mér mikinn liðssafn- að þeirra við landamæri Suð- ur-Vietnam. Þetta lið mun ráð ast yfir landamærin skömmu eftir að Nixon tekur við völd um. Þessi innrás verður þung og henni mun því aðeins verða hrundið, að til varnar sé ekki minni herafli en innrás arliðið er. Friðarviðræðurnar í París verða til einskis gagns því endir verður aðeins bund inn á þetta stríð í Moskvu og Vietnam. Nixon mun ekki falla frá því að vilja semja við and- stæðinginn í Vietnam en hann mun ekki á neinn hátt skilja Suðaustur-Asíu eftir í hönd- um kommúnista. Nixon mun í fyrstu eiga ánægjulegt samstarf við fúll- trúadeildina en þar mun koma, að ýmsir löggjafar gagn rýni hann harðlega, þegar þeir verða að horfa upp á hann skera niður fjárveitingar til ýmissa sérhagsmunamála þeirra. Aðrir munu aftur á móti lofa Nixon fyrir hug- rekki hans. Nixon mun standa við kosn ingaloforð sín um strangari lagaframkvæmd og aukið ör- yggi á götum úti. Framhald á hls. 26 Einangrun Góð plasteinangrun hefur hita leiðnistaðal 0,028 til 0,030 K.cal/mh. °C, sem er verulega minni hitaleiðni, en flest önn- ur einangrunarefni hafa, þar á meðal glerull, auk þess sem plasteinangrun tekur nálega engan raka eða vatn j sig. — Vatnsdrægni margra annarra einangrunarefna gerir þau, ef svo ber undir, að mjög lélegri einangrun. Vé. hófum fyrstir allra, hér á landi, framleiðslu á einangrun úr plasti (Polystyrene) og framleiðum góða vöru með hagstæðu verði. REYPLAST H.F. Ármúla 26 - Sími 30978 \mm\ ierðasknfstoia bankastræti 7 símar 16400 12070 travel Enn sem fyrr ódýrustu og beztu utanlandsferðirnar: PÁSKAFERÐIR 1969 Mallorcka og London 17 dagar. — Verð frá kr. 14.800,00. Brottför miðviikudag fyrir skírdag, 2. apríl.. Flogið beint til Palrna. Þér veljið uim dvöl á sömu ágætu hótelunum, sem þúsundir ísiletndimga þekkj a atf eigin raun úr SUNNUFERÐUM. Páskaíerðin er í ár fyrsta ferðin aif hálfsmánaðar og síðan vikulegu reglubundnu leigufl'Ugi SUNNU beint til Spánar, eins og undainfarin ár. Okkur hefir tekizt að halda verðunum ndðri, svo þessar vinsælu utanOands- ferðir get.i eninþá orðið almenningseign. íslenzk skrifstofa SUNNU í Palma með eigin síma er farþeguim mikilsiverð og einstök þjówusta. í þessum mánuði, janúar feliuir ný appelsínuupp -ikera af trjánum á Mallorka. í aprílbyrjun má reikna með um 28 sitiga hita og sól frá morgni til kvölds. Malliorca er fjölsóttasti og vinsælasti ferða mannastaður í Evrópu. Kanaríeyjar og London, 18 dagar, verð frá kr. 22.800,00 Brottför 2. apríl. Dvalið á Tenerife í 15 daga og 2 í London. Kanaríeyjar eru enn sem fyrr vinsœll dvaLarsitaður, eins og SUNNA hefir sagt í 10 ár. Dvalið á góðum hótelum, sem margir SUNNU- farþegar þekkja úr hinuim fjöimörgu ferðum SUNNU til Kanaríeyja. Lærið tnngumál fyrir sumarið. Munið hin stuttu tungumálaniámskeið SUNNU, sem sérstaklega er ætluð þeim, s>em læra vilja það nauðsywlegasta tiL að geta betuir notið ferðalaigsin s. ferðirnar sem folkið velur KAFFI + KÖKUR HEITT SÚKKULAÐI HEITAR VÖFFLUR HEITAR PYLSUR GRILL-INN AUSTURVERI Háaleitisbraut 68 SMURT BRAUÐ HEITAR SAMLOKUR ÍS-RÉTTIR MILK SHAKE. Ódýr réttur dagsins allan daginn. Höfum einnig hinn ljuffengu griff-rétti. NÆG BÍLASTÆÐf Sendum heim ef óskað er — Sími 82455

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.