Morgunblaðið - 19.01.1969, Page 10

Morgunblaðið - 19.01.1969, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1969 FÁIR eru hæfari en júgó- slavneski rithöfundurinn og stjórnmálamaðurinn Milov- an Djilas til að skýra satt og rétt frá þeirri ógn sem stafar af sovézka koinmún- ismanum. Sjálfur var hann byltingasinnaður kommún- isti fyrir síðari heimsstyrj- öldina, meðlimur Folitburo 28 ára gamall, var tíðuin sér- legur sendimaður Jósefs Stalins, herforingi skæru- liðasveita, meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð og loks varaforseti í Júgóslavíu eftir að Tító tók við vöJdum. Hann var viðurkennd hetja í öllum kommúuiskum ríkj- Milovan Djilas: Tékkóslóvakía: Upphafiff, en ekki endirinn. Nýja landvinningakenningin rússneska er hættuleg um sakir afburða gáfna og hugrekkis. En svo fór, að Djilas glat- aði trúnni á kommúnism- ann. Árið 1956 gerði hann grein fyrir afstöðu sinni í bókinni „Nýja stéttin“, sem margir ábyrgir aðilar álíta einhverja merkilegustu bók, sem skrifuð hefur verið um kommúnisma og Sovétríkin. Hún er ofarlega á lista þeirra bóka, sem bannaðar eru í Sovétríkjunum. Og eitt af því, sem rússneskum frí- kyggjumönnum var gefið að sök við réttarhöld í vor síðastliðið, var, að þeir höfðu stuðlað að dreifingu þessar- ar bókar. Djilas skrifaði ekki þessa bók sína úr hægum sessi vestan járntjalds. Hann kaus að vera um kyrrt í Júgóslav- íu og vonaði að hann mætti með rökfærslum sínum og málsnilld stuðla að frelsi meðal þjóðar sinnar. Árang- urinn varð sá, að hann var dæmdur í 9 ára fangelsi. Honum var sleppt úr fang- elsinu 1967. Nýlega fór hann í heimsókn til Bandaríkj- anna. Meðferðis hafði hann Zhivkov: Þjónslundin er hans höfuðkostur. þennan hoðskap til Vestur- landa, en hann heldur því fram, að aldrei hafi ástandið í heimsmálunum verið var- hugaverðara en nú, síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk. Áriö 1951 bauð brezka síjórn in mér til London. Ég átti þá langar samræður við Winst- on Churchill um frelsisþrá þjóð ar minnar í Júgóálavíu. Þegar ég fór, leit Churchill á mig og sagði heldur óþýðum rómi: „Ég held satt að segja að við séum staddir sömu megin við þver- girðinguna". Eftir innrás Rússa í Tékkó- slóvakíu verða þessi orð mér enn augljósari staðreynd. Auð- séð er, hversu uggvænleg þau öfl eru sem ráða í Kreml. Sú „um frelsiselskandi mönnum sömu megin þvergirðingarinn ar, hvort sem menn eru að reyna að koma á fullkomnara Kadar: Sovézki herinn trygg ir honum völdin. lýðræði öðrum megin járn- tjaldsins eða eru að reyna að öðlast frelsi í gmndvallaratrið um hinum megin, standa þeir nú andspænis sam- eiginlegri, nýrri hættu, sem er meiri en orð fá lýst. Sovézkir valdhafar láta sér ekki lengur nægja að stöðva alla eðlilega þróun í frelsis- átt innan Sovétríkjanna. Nú verður að beita hervaldi utan þeirra. Atburðirnir í Tékkósló vakíu eru aðeins upphafið en ekki endirinn. Það, sem þar gerðist, voru ekki aðeins „heim- iliserjur" meðal kommúnista. Það verða menn a Yesturlönd- um að gera sér ljóst. Það var kveðinn upp dauðadómur yfir kommúnisma sem lífgefandi afli. NÝJA STÉTTIN Stalin beitti ómannúðlegri hörku heima fyrir og iðnfræði- Gomulka umkringdur vopn uffu lögregluliffi. legum gripdeildum erlendis til þess að koma á iðnvæðingu í Rússlandi. Við þá framkvæmd varð til hin nýja stétt, skipuð framkvæmdastjórum og for- mönnum anmars vegar og flokks starfsmönnum hins vegar. Úr hópi þessarra ónæmu, nafn- lausu og hugmyndasnauðu manna hafa núverandi valdhaf ar risið. Þeir eru algerlega áhugalausir um hugmyndafræði óhæfir til nokkurra endurbóta og standa skelfingu lostnir gagn vart öl'lu því sem til breytinga horfir. Eina baráttumál þeirra er að hanga í sínu forréttinda- sæti. Þessi nýja stétt hefur dagnað eins og sníkjuplanta og haft viðurværi sitt af þjóð- um Sovétríkjanna og Austur- Evrópu. Fötin sín fá þeir enn frá Ungverjalandi, olíuna frá Ulbricht: Sjúklega hræddur viff frelsi. Rúmeníu og stálið frá Austur- Þýzkalandi. Og þannig ætlar hún að ríghalda um veldissprot ann, sem hún fékk í arf frá Stalin. Árið 1967 varð þessarri for- ráðastétt ljóst (með sína einka- hagsmuni efst í huga) að Sovét- ríkin gátu hvorki haldið velli né unnið nýja sigra með stefnu kommúnismans eins að vopni. Enn voru slagorðin þulin, en trúarstyrkurinn var þorrinn. Valdhafarnir í Kreml vissu íuúl vel, að hugsjónaauðgin var ekki meiri en svo, að kommúnisma var varpað fyrir borð alls stað ar þar sem menn gengu til frjálsra kosninga. Og það sem verra var: þeir urðu í æ rík- ara mæli varir við upplausnar- öfl í Austur-Evrópu. f Tékkóslóvakíu, sem verið hafði löngum eitt þægasta lepp ríkið, voru menn farnir að varpa af sér h'lekkjunum. Þjóð in var orðin þreytt á því að framleiða sjónvarpstæki fyrir Rússa, eigandi engin sjónvarps tæki handa sér, eða þungaiðju- varning fyrir útlendinga í stað neyzluvarnings fyrir heima- markað. Hvatt var til stefnu- breytinga í frelsisátt. Það gerðu ekki andkommúnistar. Tékkar stóðu saman sem einn maður, ekki gegn kommúnisma (hann var úr sögunni og málefninu ó- viðkomandi) heldur gegn sov- ézkum ráðamönnum. TILHNEIGINGAR I FRELSISATT Sovézkir rithöfundar, lista- menn, vísindamenn og annað menntafólk hvatti opinberlega til aukins frelsis í ríkisrekstri Sovétríkjanna. Að vísu hafði boðskapur þessa fámenna hóps ekki náð til alls fjöldans 1 Rússlandi. En fyrsta sumarið mitt eftir fangélsisvistina, árið 1967, varð ég sjálfur var við það, hversu mjög þessi við- leitni til aukins frelsis hafði fest rætur í Sovétríkjunum. Við, konan mín og ég, lágum í sólbaði á ströndinni við Du- brovnik, sem er frægur sumar dvalarstaður á Adríahafs strönd Júgóslavíu. 15 Rússar voru þar í hópi í sumarleyfi sínu. Einn þeirra gekk til mín og hvíslaði: „Ég veit hver þú ert“. Við þetta óx hinum Rúss- un.uim kjarkur. Þeir komu til okkar og við tókum frj álslegt tal saman. Það voru þeir en ekki ég, sem hófu fyrst máls á því, hversu brýn nauðsyn væri á ýmsum stefnubreytingum í Sovétríkjunum og hversu heimskulegt það væri að halda Milovan Djilas uppi fjandskap við Vesturveld in. Okkur, sem vorum alveg ó- kunnug fyrir, tókst þarna á 15 mínútum að stofna til nokk- urs konar friðarsamtaka. Þá bar þar að mann, sem ég er viss um að var í leyniþjón- ustu Sovétríkjanna. Hann hafði myndavél meðferðis og fór að taka af okkur myndir. Um leið stóð einn Rússanna upp, flutti sig eins nálægt mér og hann gat og horfði beint í myndavél- ina. Ég varð furðu lostinin en þó glaður undir niðri. Um leið og ég gerði mér grein fyrir hugrekki þessa so- vézka borgara, sem vildi sýna leyniþjónustunni, hvar hann skipaði sér á bekk, varð mér líka ljóst að nú var sá tími kominn, að sovézkir valdhafar áttu ekki nema um tvennt að velja: Annað hvort urðu þeir að gefa frelsisþrá þjóðar sinn- ar lausan tauminn eða grípa strax til gagnráðstafama. 21. ágúst varð öllum ljóst, hvorn kostinn þeir höfðu valið. Sovézki herinn hélt inn í Prag. STEFNA TIL ÁREKSTRA í september var því lýst yfir í Pravda, að Sovétríkin teldu sig hafa fullan rétt til þess að grípa til hernaðaraðgerða I öll- um kommúniskum ríkjum. . og í V.-Þýzkalandi. í yfirlýsing- unni sagði að lagalegar heim- ildir þyrfti þar ekki til. Þið Vesturlandabúar gætuð spurt: Hvað er nýstárlegt við þetta? Hvaða máli skiptir þetta okk ur? Höfum við ekki löngum var að við því að árásarhætta staf- ar frá Sovétríkjunum? Svarið er á þá leið, að Sovét- ríkin hafa tekið upp nýja árás- arstefnu, sem ekki er eingöngu hættuleg vegna efnahagslegrar og stjórnmálalegrar kúgunar, heldur vegna þess að um er að Framhald af bls. 1<

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.