Morgunblaðið - 19.01.1969, Síða 11

Morgunblaðið - 19.01.1969, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1969 11 Haukur Ingibergsson skrifar um: HUÓMPLÖTUR Plata ársms 1968 HLJÓMAR — þetr gerðu beztu plötu ársins 1968. VIÐ ÁRAMÓT er það venja margra að líta yfir farinn veg liðins árs og gera sér grein fyr- ir gangi mála þessa tímabils. Mun 'h 1 j ómpl öt ugagm.rýinainid i Mbl. haga sér skv. þessari venju og reyna að gefa lesendum sín- um yfirlit yfir plötuútgáfu ís- lenzkra aðila á nýliðnu ári. Fyrst ber að skýra frá þeirri nýjunig, að við Beniedifct Viggós- son, sem fjallar um hljómplöt- ur í Tímanum, höfum komið sam- an og valið þær 7 plötur, út- komnar á síðasta ári, sem að okkar áliti eru beztar úr garði gerðar, og gefið plötu nr. 1 tit- ilinn Plata ársins 1968. Einnig höfum við valið lagahöfund árs- ins 1968, textahöfund ársins 1968 svo og það plötuhulstur, sem bezt er útlits. Fyrir valinu sem plata ársins 1968 varð LP plata Hljóma, sem gefin var út sl. haust af SG hljómplötum en miklu var til kostað að gera hana sem bezta, og það gleðilega var, að sá kostnaður bar ávöxt. En listi yf- ir 7 bezt unnu plöturnar er þannig: 1. Hljómar LP SG 2. Sextett Ólafs Gauks, Svan- hildur og Rúnar LP SG 3. Savanna tríóið LP SG 4. Flówers EP Tónaútg. 5. Sextett Ólafs Gauks, Svan- hildur og Rúnar EP SG 6. Kristín Ólafsdóttir EP Tónaútg. 7. Með beztu kveðju (Haukur Morthens) LP Faxafón Það skal tekið fram, að ým- issa hluta vegna nær þetta val aðeins til dægurlagaplatna að þessu sinni, hvð sem síðar kann að verða. Gunnar Þórðarson var valinn lagahöfundur ársins 19687 Þorsteinn Eggertsson, textahöf- undur ársins og hulstrið um LP plötu Hljóma var valið plötu- hulstur ársins. Má með sanni segja, að það sé LP plata Hljóma og aðstandendur henn- ar, sem standi með pálmann í höndunum, því að Gunnar og Þorsteinn koma meir en lítið við sögu hennar, þar sem Gunn- ar samdi lögin á aðra plötu- síðuna, og Þorsteinn alla text- ana. Óskum við Hljómum, Gunn- ari Þórðarsyni, Þorsteini Egg- ertssyni og SG hljómplötum til hamingju. Á áriruu 1968 kom út á ís- landi 31 hljómplata. Af þeim flokkast 18 undir dægurlagaplöt ur, og verður gefið yfirlit yfir þær í dag, en um 13 plötur til- heyrandi öðrum flokkum verð- ur rætt í næsta þætti. Þessar 18 skiftast niður á 5 útgáfufyrir- tæki, en 2 þeirra gáfu út að- eins eina plötu hvort um sig. SG hljómplötur gáfu út 8 dægurlagaplötur: Halena og Þorvaldur ásaimt hljómsveit Ingimars Eydal EP Hljómar EP Hljómar LP Hljómsveit Magnúsar Ingimars- sonar Þuríður og Vilhjálmur EP Ragnar Bjarnason EP Savanna tríóið LP Savanna tríóið LP Sextett Ólafs Gauks, Svan- hildur og Rúnar EP Sextett Ólafs Gauks, Svan- hildur og Rúnar LP Tónaútgáfan á Akureyri sendi 6 plötur frá sér: Flowers EP Kristín Ólafsdóttir EP Pónik og Einar EP Póló og Bjarki Sextett Jóns Sig og Stefán EP Söngtríóið 3 háir tónar EP Hljómplötuútgáfan gaf út 2 plötur tilheyrandi þessum flokki: Ríó tríó EP Sigrún Harðardóttir EP Ólafur Gaukur — Sextett hans á tvö af fimm beztu plötum ársins 1968. Frá Faxafón kom ein plata: Með beztu kveðju (Haukur Morthens) LP Ebba Guðmundsdóttir gaf einnig út eina plötu: Sverrir Guðjónsson og hljóm- sveit Guðjóns Matthíassonar BP Þegar litið er á þetta yfirlit, kemur í ljós, að SG hljómplöt- Þorsteinn Eggertsson — texta- höfundur ársins 1968. ur og Tónaútgáfan eru afkasta- mestar, en þau afköst virðast ekki vera á kostnað gæða, því að til samans eiga þessar útgáf- ur 6 af 7 plötum á gæðamats- listanum. í EP plötum hefur Tónaútgáfan heldur vinninginn, með 6 á móti 5 plötum SG hljóm- platanna. Einnig á Tónaútgáfan efstu EP plötuna. Dæmið snýst hins vegar við, þegar litið er á LP plötur. Þar gaf Tónaútgáf- an enga út, en SG þrjár. Raða þær sér í efstu sæti listans, og sýnir það, að ekki hefur verið kastað til höndunum við gerð þeirra. Þótt þessar plötur hafi hér að framan verið kallaðar dægur- lagaplötur, skiftast þær í ýmsa undirflokka. Þarna getur að heyra pop af nýjustu gerð, gömlu dansana, þjóðlög, gaman- vísúr og sitthvað fleira. Ef við lítum á listamennina, sem spila inn á þessar 18 plöt- ur kemur í ljós, að þar er um 16 aðila að ræða því að bæði Hljómar og Sextett Ólafs Gauks eiga 2 plötur, LP og EP. 6 að- ilar koma fram með sína fyrstu plötu, 4 hjá Tónaútgáfunni og 2 hjá Hljómplötuútgáfunni, og að öðrum ólöstuðum vöktu Flow ers mesta eftirtekt, enda fátítt, að fyrsta plata sé eins góð og raun varð á hjá þeim félögum. Haukur Morthens gaf út LP plötu eftir 4urra ára hlé, og á hann vissulega erindi á hljóm- plötumarkað, þótt liðin séu 16 ár síðan hann kvaddi sér fyrst hljóðs á þeim vettvangi. Á þessum 18 plötum eru 109 lög. 46 þeirra eru af erlendri rót en 63 íslenzk, sem skiftast niður á 26 höfunda. Ekki eru öll þessi ísl. lög þó ný af nál- inni, og munar þar mest um Odd- geir Kristjánsson, en öll þau lög, 14 að tölu, sem eru á LP plötu Ólafs Gauks, sem hafnaði í 2. sæti, eru eftir hann. Næstur í röðinni kemur Gunnar Þórðar- son, lagahöfundur ársins, en eft- ir hann liggja 9 lög á 3 plötum. Síðan koma Magnús Eiríksson með 6 lög á 3 plötum, Guðjón Matthíasson með 5 lög á 1 plötu og Þórir Baldursson með 4 lög á 1 plötu. Ekki er þessu yfirliti þó gerð góð skil, svo að ekki sé minnst á Rúnar Gunnarsson, en hann gerði 2 lög sem bæði urðu vinsæl og það af verðleikum. 39 skáld sömdu texta við 108 lög, en eitt lag var aðeins spil- að ekki sungið. Þar var afkasta- mestur með 17 texta Þorsteinn Eggertsson, sem kosinn var texta höfundur ársins, að vísu ekki fyrir þessi afköst, heldur vegna þess, að hann er um margt sér- stæður í sínum skáldskap og yrk ir gjarna um hluti, sem önnur skáld láta afskiftalausa. Þ.e.a.s. Þorsteinn er maður nýs tíma og nýrra sjónarmiða. ^ Næstflestir textar eru eftir Ása í Bæ við lög Oddgeirs Krist- jánssonar 8 talsins. Ómar Ragn- arsson samdi 6 texta, en hlutur hans er þó ekki upptalinn, því hann gerði einnig alla þá texta, sem finna má á jólasveinaplötu nokkurri, sem hann sendi frá sér nú fyrir jólin, en um hana verð- ur rætt síðar. 5 textar eru eftir Loft Guðmundsson, Jóhönnu Erlingsson, Magnús Eiríksson, Birgi Marinósson og síðast en efciki sázt Davíð SteÆánssion, og sýnir það, að þótt ljóð hans séu ekki ný af nálinni ná þau samt til ungmenna bítilaldar, og tel ég það vera meðmæli. Ljóð margra skálda hafa misst sam- band við umheiminn á styttri tíma. Er þá að víkja að ytra um- búnaði. Flestar eru þessar plöt- ur hljóðritaðar hér á landi, ann- aðhvort í hljóðvarpinu eða sjón varpinu, en það eru einu stað- irnir með tæki og aðstöðu til þeirra hluta. Sennilega verð- ur þó einhver breyting hér á, jafnvel á yfirstandandi ári. Hafa Pétur Steiogirímssan (Wjóðvarp) og Jón Þór Hannesson (sjónvarþ) annast flestar upptökurnar. 5 plötur voru þó hljóðritaðar erlendis 4 í Englandi og 1 í Dan mörku. Eru 3 þeirra í stereo, en slíkar upptökur hafa af tækni- legum ástæðum ekki verið fram- kvæmanlegar hér til skamms tíma. Á því er þó að verða breyt iintg, og fyrsta ísl. stereo platan kom á markaðinn um mitt sum- ar. Upptöku framkvæmdi Pértur Steingrímsson. Plötuhulstur eru flest framleidd hérlendis og geta a.m.k. 4 fyrirtæki séð um þá hliðina. Ekki liggur enn Ijóst fyrir, hvernig plötusala hefur gengið á liðnu ári, en vonandi getur þátturinn skýrt frá því síðar. Það liggur þó ljóst fyrir, að með minnkandi kaupgetu minnkar sala á plötum. Tvennt einkenn- ir markaðinn sl. ár öðru frem- ur: Harðnandi samkeppni, sem stafar af fjölgun útgefenda,og því, að nú var hægt að tala um plötuflóð fyrir jólin sbr. bóka- flóð, enda er plata ekkert verri gjöf en hvað annað, svo fremi sem viðtakaradi hafi tæki til að hagnýta sér gjöfina. Hefur þá verið getið um flesta drætti dægurlagaplötum viðkom andi, og svo sem áður sagði, verð ur fjallað um aðra plötuflokka í næsta þætti. Haukur Ingibergsson. 22-24 SiMAiid 02 80-322 GZ LITAVER Pilkingtons keramikveggflísar komnar aftur, mikið úrval. Kjörverð. DRENGJA- OG KARLMANNA KULDASKÓR SKOSALAN LAUGAVEGI I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.