Morgunblaðið - 19.01.1969, Side 15
MOBGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1969
15
Afbragð
1 útvarpinu sl. sunnudag voru
tveir þættir, sem hiklaust má
telja meðal þess merkasta, er
þar hefur verið flutt. I sjálfu út-
varpinu, eða hljóðvarpinu, sem
stundum er kallað , var síðari
hluta dags endurtekinn nokkur
hluti dagskrár frá 1. des. sl. Þar
voru viðtöl við þá Þorstein M.
Jónsson, Pétur Ottesen, Jörund
Brynjólfsson og Sigurð Nordal.
ÖU voru viðtölin athyglisverð,
en þó skar sig úr samtalið við
Pétur Ottesen, einkum sfðari
hluti þess, sem fjallaði um sjálfan
hann og hans eigin viðhorf.
Kom þar allt til: Iðandi líf og
f jör, sem lýsti sér í orðum Péturs,
stórmannlegt mat hans á eigin
ferli og þroska og karlmainnleg
eggj unarorð hans til hinnar ís-
lenzku þjóðar, sem nú hafa þeim
mun meira gildi sem þau reynd-
ust vera hans kveðjuorð. Him
samtölin voru sem sagt góð, þar
á meðal samtalið við Sigurð
Nordal, en þó var þa'ð ekki nema
svipur hjá sjón miðað við samtal
þeirra séra Emils Björnssonar og
Sigurðar í sjónvarpinu á sunnu-
dagskvöldi. Það er sammæli
manna að betra íslenzkt sjón-
varpsefni hafi þeir ekki séð.
Ómetanlegt er, að ókommar
kynslóðir geti ætíð heyrt rödd
slíks skörungs sem Péturs Otte-
sens, einmitt þegar honum tokst
svo vel sem að þessu sinni og séð
Fjaran inn við Sund — á fögrum vetrardegi. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M.
REYKJAVÍKURBRÉF
——^Laugardagur 18. jan.
og heyrt Sigurð Nordal, mesta
andans mann okkar kynslóðar,
þegar hann af mikilli hreinskilni
rifjar upp helztu lærdóma langr-
ar ævi.
Óvíst fyrirfram
Menn þurfa ekki að vera sam-
mála öllu því, sem þesisir snill-
ingar sög*ðu til þess að þykja
mikið til orða þeirra koma. í
hljóðvarpsviðtali Sigurðar Nor-
dals gætti t.d. um of þeirrar
hugsunar, að veg.na þess að raunin
varð sú, að slitið var sameigin-
legu konungdæmi við Danmörku,
hafi frá upphafi samþykktar sam
bandslaganna verið einsýnt, að
svo hlyti að fara. Skýrt skal
fram tekið, að Sigurður odðaði
þetta ekki svo, en rökstuðningur
hans virtist mjög stefha í þessa
átt. Slíkt öruggt orsakasamband
var hinsvegar alls ekki fyrirfram
sjáanlegt, og eftir á er einnig
hægt að færa rök að því, að önn-
ur harla óviss atvik hefðu getað
leitt til allt annarrar niðuirstötðu.
Yfirlýsingar Dana fyrr og síðar
um, að þeir kærðu sig ekki um
sameiginlegt konungdæmi, ef
utanríkismál og hernaðarmál
héldust ekki sameiginleg, voru
vitanlega tímabundnar eins og
aðrar slíkar yfirlýsingar, og
engan veginn ólíklegt, áð viðhorf
þeirra hefðu breytzt með breytt-
um aðstæðum. Sbr. breytingu á
aðstöðu brezku krúnunnar frá
yfirráðatíma Bretlands eins til
alríkisins brezka og síðan tiil sam-
veldisins nú á dögum. Þess vegna
má færa að því gild rök, að ef
íslendingar hefðu ekki slitið sam
bandinu til fulls á árinu 1944,
heldur beðið eftir því, að „við-
ræ'ður gætu átt sér stað“, eins og
á sínum tíma var deilt um, þá
mundi konungdæmi vera hér
enn, hvað sem um sambandið
hefði orðið að öðru leyti. Auðvit-
að er þýðingarlitið að tala um
það, sem orðið hefði, ef atvik
hefðu reynzt öll önnur en raun
varð á.
Öðruvísi gat farið
En getur nokkrum kunnugum
komið annað til hugar, ef lýð-
veldi hefði ekki verið á komið
fyrir stríðslok, en gerð hefði
verið rækileg tilraun til þess að
viðhalda konungdæminu og
bregðast ekki hinum gamla,
mikilsvirta þjððhöfðingja á hans
efstu dögum, eftir að hann hafði
gengið í gegnum eldraum stríðs-
áranna? Og hver er kominn til
þess að segja, að þvílíkar rök-
ræður hefði ekki átt töluverðan
hljómgrunn hér á landi? Við
skulum ekki gleyma vanköntim-
um á því, að hafa eigin innlend-
an þjóðhöfðingja í jafn fámennu
landi og okkar. Og heldur ekki
hinu, að hvað sem um Kristján
X. annars verður sagt, þá fóir
hann óáðfinnanlega með sitt ís-
lenzka þjóðhöfðingjavald frá
setningu sambandslaganna 1918
fram til þess að flytja varð þjóð-
höfðingjavaldið inn í landið 10.
april 1940, eftir hernám Dan-
merkur. Slíkar bollaleggingar
eftir á eru sem sagt harla þýð-
ingarlitlar. Þó má nokkuð af
þeim læra, og menn skyldu var-
ast að halda að vegna þess, að
atburðarás hefur orðið með viss-
um hætti, hafi hún verið með
öllu óhjákvæmileg. Með setningu
sambandslaganna var Islending-
um opnuð leið til fulls frelsis.
Það er óumdeilanleg staðreynd,
og þess vegna var þá um mjög
mikil og merk tímamót að ræða.
En þar með var ekki sagt, að ís-
lendingar notuðu sér þá mögu-
leika, sem þarna opnuðust, enda
sagði Sigurður Nordal sjálfur, að
Islendingar hefðu getað skilið
við Dani strax 1918, einungis ef
þeir hefðu sjálfir viljað. Það er
einnig hæpið að halda því fram
nú eftir á, að á íslandi hafi
einungis verið deilt um leiðir til
fulls frelsis. Ætíð voru uppi þær
skoðanir, að íslendingar væru
enn of fámennir og veikburða,
til þess áð geta haldið uppi fullu
sjálfstæði. Þeir menn, sem þessa
skoðun höfðu, þurftu ekki að
vera minni þjóðvinir eða íslend-
ingar en aðrir. Þeirra mat á að-
stæðum var einungis þetta, enda
skulum við ekki gleyma því, að
enn eigurn við eftir að sjá okkur
farborða til frambúðar í við-
sjálum heimi.
Treystu a^skuimi
Þessar bollaleggingar varða
einungis liðinn tíma. Hið eftir-
tektarverðasta í ummælum
beggja, Péturs Ottesens og Sigurð
ar Nordals, var hinsvegar traust-
ið, sem báðir lýstu á íslenzkum
æskulýð nú á dögum. Hvorugur
fór þó dult með, að eitthvað
mætti að honum finna. Báðir
vöruðu við hinu sama, of miklum
drykkjuskap.
En misbrestirnir uxu hinum
glöggskyggnu öldungum ekki svo
í augum, að þeir þar fyrir misstu
traust sitt á hinum glæsilega ís-
lenzka æskulýð. Það er og vafa-
laust rétt, að ungu fólki á ís-
landi er nú meira af Guði gefið
heldur en nokkurri annarri kyn-
slóð, sem á undan því hefur lifað
í landinu. Þáð hefur til að bera
meiri Mkamsburði, glæsileik og
menntun og býr við auðveldari
ytri aðstæður, en ménn hafa
áður þekkt hérlendis. Hættumar
eru að vísu margar, en þær eru
til þess að forðast þær og yfir-
vinna. en ekki láta þær buga sig
eða gera að minni mönnum.
Óttast ekki
Ekki fer á milli mála, að
Sigurður Nordal er allra manna
er uppi hafa verið, kunn-
ugastur íslenzkri menningu fyrr
og síðar, veikleika hennar og
styrkleika, kostum og göllum.
Þáð var þess vegna mjög lær-
dómsríkt, þegar hann sagðist ekki
óttast erlend áhrif. Að hans skoð
un eru íslendingar menn til þess
að standa þau af sér, velja þar
og hafna, eftir því sem hyggi-
legast er. Skoðun Péturs Otte-
sens, hinnar margreyndu sjálf-
stæðiskempu, var hin sama.
Enginn hefur reynst honum
skeleggari í því að brýna fyrir
mönnum nauðsyn stóriðju á ís-
landi og samvinnu við erlenda
aðila, til þess að skjóta fleiri
stoðum undir atvinnuöryggi
landsmanna, Pétur þekkti af
eigin raun þörfina á að forðast
hinar stöðugu sveiflur, sem
reynst hafa samfelldum fram-
förum hættulegri hér en flest
annáð. Ráð þessara tveggja
manna eru byggð á mikilM
reynslu, raunsæi og sönnu yfir-
liti um þjóðarþörf. Það er og
mikiLl munur á málflutningi
þeirra og ályktunum eða öðrum
eins fjarstæðum og þegar því er
haldið fram, að atviinnuleysi á
íslandi um þessar mundir stafi
af því, að ekki hafi verið nægi-
lega hlynnt að hinum „þjóðlegu
atvinnuvegum", eins og eitt nöld-
urmennið orðar þáð. Óhagiganleg
staðreynd er, að aUsstáðar í
heiminum eiga fiskveiðar nú við
mikla örðugleika að etja. Forsæt
isráðherra Noregs lét í haust svo
ummælt, að í víðlendum héruð-
um í Norður-Noregi hefði legið
við landauðn, ef ríkisvaldið heföi
ekki hlaupið undir bagga með
miklum styrkveitimgum. Norð-
menn geta veitt slika styrki af
því að fiskveiðar eru þar ein-
ungia aukaatvinnuvegur, gagn-
stætt því, að þær eru aðalundir-
staðan hjá okkur. Sömu sögu er
að segja hvarvetna annars staðar
að. Bæði í Bretlandi og Kanada
er fiskveiðum haldi’ð uppi með
stórkostlegum styrkjum af hálfu
ríkisvaldsins og hefur þó ekki
hrokkið til, svo að öflug útgerð-
arfyrirtæki hafa Uðast i sundur
eða orðið algerlega að gefast upp.
Fálki eða
íriðardúfa?
Hlálegt er og að heyra tal
sumra manna um voðann af er-
lendum áhrifum og sainwinnu við
útlendinga, manna, sem eru hund
flatir fyrir erlendum golþyt, ef
hann blæs úr austri. Minnast má
smáskáldsins, sem eftir var haft
í Þjóðviljanum í fyrra, áð hann
væri á móti samvinnu íslands
við önnur lönd eða bandalög, en
þó horfði hann með hrifningu
fram til þess, ef slík samvinna
kæmist á, eftir að kommúnismi
væri orðinn allsráðandi í þesisum
heimshluta! Þá var ekki Mtil
hrifning í Þjóðviljanum út af
frásögnum af Bamdaríkjamannin
um, sem frá var skýrt í siðasta
Reykjavíkurbréfi og bersýnilega
hafði ferðast um sem atvinnu-
upphlaupsmaður. Þar var á ferð-
um maður, sem íslendingar gátu
mikið af lært, áð dómi Þjóðvilj-
ans. Dómgreimd þesea landsihoma
manns má hins vegar marka af
orðunum, er eftir honum voru
höfð:
„Ég var á rölti um bæinn á
föstudaginn, (20. des. 1968) í
leit að safni tij að skoða. I Aust-
urstræti mætti ég göngu, sem
hafði friðardúfu í fararbroddi,
og þótt ég viti ekki enn í dag,
hverjir stóðu fyrir göngunni, tók
ég þátt í henni. Friðardúfunni
fylgi ég hvert á land sem er..
Göngunni lauk við Dómkirkjuna,
og þar fór fólkið inn.“
Menn hafa furðað sig á, hvaða
ganga það hafi verið, sem upp-
hlaupsmaðurinn þarna slóst í för
með. Eftir því sem næst verður
komizt, getur ekki verið um
annað að ræða en kirkjuför
menntaskólanema frá skóla
þeirra við Lækjargötuna niður i
Dómkirkju. Þeir fóm að vísu
aldrei um Austurstræti, en höfðu
fugl í fararbroddi. Það vair raun-
ar ekki friðardúfa, heldur fálk-
inn, sem er gamalt tákn memenda
í menntaskólanum í Reykjavík.
Blessaður Bandaríkjamaðurinn
hefur þarna villst á friðardúfu
og fálka, og mætti raunar fyrir-
gefa honum, ef honum hefði
aldrei orðið meiri skyssa á, þótt
hingað til hafi verið talinn tölu-
verður munur þessara tveggja
fugla
wÉg er á móti USA64!
Um þennan mótmælanda virð-
ist svipað og suma aðra, að ákefð
in til mótmæla er svo mikil, að
þeir hafa ekki hugmynd hvað
það er, sem þeir í raun og vem
taka sér fyrir hendur Sú var
eimnig frásögn fullorðins manns,
sem slóst í hóp Æskulýðsfylking-
arinnair eitt sinn í haust, þegar
hún hafði safnast saman fyrir
utan hús eitt, og stóð þar með
ópum og grjótkasti Sá fullorðni
hlustaði á tal unglinganna og
heyrði sér til undrunar, að þeir
höfðu ekki hugmynd um hverju
þeir voru að mótmæla. Við öðru
er svo naumast að búast, þegar
óþroskuð börn eru leidd í slíkar
fylkingar, svo sem blessað bam-
ið, er virtist vera nær 5 árum en
10 og í einhverri göngun/ni á
dögunum var látið halda á spjaldi
er á stóð:
„Ég er á móti USA!“
Slíkt er að vísu skoplegt, en
öllu gamni fylgir nokkur alvara,
og spyrja mætti hvor\ þvílík
læti e.t.v. drægju úr þeirri bjart-
sýni, sem gó'ðir menn bera í
brjósti um íslenzka æsku. Því
fer fjarri. Undantekning ein
sannar einungis regluna.
Langt leitað
einn helzti sjávarútvegsspeking-
ur kommúnista hefur fyrr og
síðar talið það höfuðhneyksli, áð
Sjálfstæðismenn á Alþingi bám
fyrir nokkrum árum fram tiil-
lögu um að kannaðir yrðu mögu-
leikar á fiskveiðum við Afríku-
strendur. Þetta átti á sínum tíma
að vera ámóta tilræði við „þjóð-
legar“ íslenzkar fiskveiðar, eins
og bygging álbræðslunnar núna
á að vera uppspretta atvinnu-
leysis!
Það er því fróðlegt að lesa
grein í Tromsöblaðinu, „Nordlys“
frá 4. jan. sl„ sem norskur kunn-
ingi þess, er þetta ritar, sendi
honum nú á dögunum. Þar er á
fremstu síðu fjögra délka fyrir-
sögn, sem hljóðar svo:
„Stórkostleg veiði síldveiðileið-
angra við Afríkustrendur. Furðu
legt er, að Noregur skuli ekki
taka þátt í þeim.“ Fyrsta máls-
greinin hljóðar svo:
„Það er furðulegt og leitt, áð
Noregur skuli ekki hafa komið
auga á hina stórkostlegu mögu-
leika fyrir sildveiðum í hafinu
fyrir utan suð-vestur Afríku. Þar
er síld allt frá Góðrarvonar-
höfða til strandar Kongó og
mikill fjöldi þjóða fær þar geypi-
veiði, — sérstaklega Suður-
Afríka, Sovétsamveldið, Japan —
en einnig Austur Þýzkaland,
Búlgaría, Ghana og fleiri. Sem
dæmi um möguleikana, get ég
nefnt, að „Suiderkreus" leiðang-
urinn, sem ég tek þátt í, hefur
á 914 mánuði framleitt 103 þús.
tonn af fiskimjöli og 180 þúsund
„fat“ af oMu. Fiskimjölsmagni'ð
nemur 1/4 af allri fiskimjöls-
framleiðslu Noregs."
Þetta er haft eftir Tromsöbúa,
Kristian Jensen, sem er yfir-
stýrimaður á Suiderkreus, og
gerir hann síðan nánari grein
fyrir veiðunum í alllöngu máli.
Hann getur þess, að þarna séu
veiddar fleiri fiskitegundir en
síld, og séu ísraelsmenn á meðal
þeirra, sem stundi aðrar veiðar
á þessum slóðum en síldveiðar.
Frá sjónarmiði Islendinga er
þess að gæta um þessar veiðar,
hversu fjárfestingin er gífurleg.
Suiderkreus er sjálft 15000 tonna
síldarverksmfðjuskip, og er kjarn
inn í leiðamgri, þar sem 20 síld-
veiðiskip með kraftblökk annast
veiðarnar og þeim fylgja svo
birgða- og flutningaskip.