Morgunblaðið - 19.01.1969, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.01.1969, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIB, SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1969 17 Erich Ludendorff manna færðist í aukana, og um miðjan september voru þeir komnir að Hindenburglínunni. Fyrri heimsstyrjöldin náði há- marki. Hindenburg-línan, sem Þjóð- verjar kölluðu Siegfried-línuna og var rammgerðasta og öflug- asta vamarvirki fyrri heimsstyrj aldarinnar, var á sinn hátt minn- isvarði um Somme-orrustuna 1916, eirihverja blóðugustu og ógnþrungnustu orrustu styrjald Varnarstöðvar hinnar nýju Hindenburg-línu voru reistar all langt á bak við víglínuna í vestri og engin ákvörðun var tekin um það hvenær eSa hvernig ætti að nota þær. Talið var mestu má'li skipta að koma þessari nýju varnarlínu upp til öryggis, og á meðan hélt Somme-orrustan á- fram. Bandamenn veittu Þjóð verjum engin grið eins og Lud- endorff hafði óttazt, jafnvel ekki eftir að orrustunni lauk. Svo mjög var þrengt að Þjóð- verjum að þegar hinn 4. febrú- ar 1917 fyrirskipaði Ludendorff brottflutning til hinnar nýju varnahl'ínu. Og í september 1918, rúmu einu og hálfu ári síðar, voru Bandamenn aftur komnir að þessari varnarlínu. Hin mikla sókn Ludendorffs um vorið hafði algerlega farið út um þúfur og Kanadískir hermenn hvílast við vegarbrún í síðustu stórsókn styrjaldarinnar. hjá Renault-skriðdrekum eftir árás sem þeir gerðu línu voru rammefldar gaddavírs flækjur og á sumum stöðum voru állt að átta eða níu gaddavírs- belti framan við skotgrafirnar. mtmm Douglas Haig kannar kanadíska liðssveit, sem barðist við Amicns. trúað því, að sigurinn, sem svo oft hafði gengið herforingjun- um úr greipum væri nú loks- ins á næstu grösum. ★ 1. september barst Sir Doug- las Haig marskálki, yfirmanni brezka hersins í Frakklandi, skeyti frá Sir Henry Wilson hershöfðingja forseta brezka herráðsins. Skeytið var merkt „einkamá'l“ og þar sagði: „Ég vil aðeins vara þig við að fórna of mörgum mannslífum í árásum á Hindenburg-línuna, enda gegnir slíkt mannfall öðru máli en þeg- ar fjandmennirnir eru hraktir að línunni sjáQtfri. Ég á ekki við að þér hafið valdið slíku manntjóni, en ég veit að stjórnin verður á- hyggjufull ef okkur verður hegnt of grimmilega fyrir árang- urslausar árásir á Hindenburg- línuna.“ í svari sínu átti Haig ekki nógu sterk orð til að lýsa fyrir- litningu sinni á þessari afstöðu stjórnmá'lamannanna, sem honum fannst bera vott um vantraust á sig og deigan stuðning í þeim á- tökum, sem voru í vændum. Hann skrifaði í dagbók sína: „Forseti herráðsins getur ómögu lega sent slíkt skeyti til yfirhers- höfðingja á vígvellinum og merkt það „einkamál" ... Tilgangurinn með þessu skeyti er vafalaust sá að bjarga forsætisráðherranum, ef ilila tækist til. Svo að ég dró af því þá ályktun að ég mætti ráðast á Hindenburg-línuna ef ég teldi að rétt væri að reyna það ... Ef árás mín ber árang- ur gegni ég áfram embætti yfir- legt get ég ekki vænzt neinnar miskunnar! ... “ En allt gekk að óskum. 26. sept- ember réðust Bandaríkjamenn og Frakkar til atlögu í Argonne- skógi, langt í burtu. 27. septem- ber hófu 1. og 3. her Breta ár- ás sína á Hindenburglínuna. Að kvöldi hins 28. höfðu þeir rofið 9 km djúpt sltarð í varnarlín- una. Þegar 4. herinn kom til hjálpar hinn 29. var verkið full- komnað. Hindenburglína hafði verið rofin. Mesta afrekið þennan dag unnu menn úr 46. herfylkinu er þeir sóttu yfir St. Quentin- skurð. Foringjar syntu fyrst yf- ir skurðinn og komu fyrir reip- um. Óbreyttir liðsmenn fylgdu á eftir og notuðu björgunarbelti, fleka og kænur og ekki leið á löngu þar til bráðabirgðabrú hafði verið komið fyrir og vara- 'lið verið kvatt á vettvang. ,Sá hluti Hindenburglínunnar, sem að sumu leyti hafði verið talinn rammgerðastur, hafði verið tek- inn með litlu manntjóni," skrif- aði Maurice hershöfðingi „Fleygur hafði verið rekinn í varnir óvinanna og náði allt að 6.000 metra . . . Rúmlega 5.100 stríðsfangar voru teknir og þar að auki 90 fallbyssur og mörg hundruð vélbyssur, en þar af tók 46. herfylkið eitt 4.200 stríðs- fanga og 70 fallbyssur.“ Mann- fall 46. herfylkisins í þessari glæsilegu atlögu var aðeins 800 menn. ★ Þó höfðu úrslitin verið ráðin Framhald a bls 21 Eitt hundruð dugur Árásin á fiindenburgiínuna 1918 EFTIRFARANDI grein skrifaði brezki sagnfræð- ingurinn John Terraine fyrir brezka blaðið Ob- server í tilefni 50 ára af- mælis vopnahlésins 1918. Greinin er stytt. FJÓRÐA ágúst 1918 voru ná- kvæmlega fjögur ár liðin frá því Bretar sögðu Þjóðverjum stríð á hendur og aðeins 100 dagar til loka fyrri heimsstyrjaldarinn ar. Fjórum dögum síðar biðu Þjóðverjar einn mesta ósigur sinn í styrjöldinni, og yfirhers- böfðingi þeirra, Erich Luden- dorff, kallaði þennan dag, 8. ág- úst, „hinn myrka dag þýzka hers ins.“ Hin mikla gagnsókn Banda arinnar. Þegar Paul von Hind- enburg og Erich Ludendorff tóku við yfirstjórn þýzka hers- ins í ágústmánuði það ár og ferð uðust til Somme-vígstöðvanna komust þeir að raun um, að varn ir þýzku herjanna voru í molum eftir gífurlegar stórskotaárásir Bandamanna og mikið hergagna- tjón Þjóðverja. Þýzka yfiriherstjórnin ákvað að vinda bráðan bug að því að reisa öflugar víggirðingar þegar í sept ember 1917, þar sem fyrirsjáan- legt var talið að dómi Luden- dorffs, að þýzku hersveitirnar gætu ekki hrundið nýjum „Somme-árásum“ ef marg- ar slíkar árásir yrðu gerð- ar samtímis meðfram allri víglínunni, ekki sízt með til- liti til þess að áhrifa yf- irburða þeirra sem Bandamenn höfðu bæði í mönnum og her- gögnum hlaut að gæta í ennþá ríkari mæli á næstu mánuðum. „Ósigur okkar virtist óumflýjan- úlegur ef stríðið drægist á lang- inn,“ sagði Ludendorff. Þessa skoðun byggði hann á ugg um að fjandmennirnir veittu þýzku hermönnunum enga hvíld frá bardögum og ekkent ráðrúm til þess að koma sér upp nægum he ' gagnabirgðum. vígstaða Þójðverja var ennþá verri en áður en Hindenburg- línan kom til sögunnar. Þjóð- verjar höfðu í raun og veru tap að stríðinu. Brezki hershöfðinginn Sir. Frederick Maurice hefur lýst þeim 'hluta Hindenburg-línunnar, sem Bretar réðust á: „Siegfried-varnarlínan var allt að 16 kílómetra breið á svæðinu milli Cambrai og St. Quentin . . . Framan við hverja skotgrafa- Þegar hinni miklu orrustu lauk og Siegfriedlínan hafði verið rof- in mátti sjá þykkar gaddavírs- flækjur svo langt sem augað eygði og í állar áttir ef staðið var á hæðunum austan við St. Quentin-skurðinn, í miðju varn- arkefinu. Maður fylltist undrun yfir því að menn af holdi og blóði gátu ruðzf í gegnum slík- ar tálmanir." En dauðlegir menn höfðu drýgt ofurmannlegar dáðir. Frá 8. ágúst tij 26. september höfðu 189.976 brezkir hermenn fallið og særzt. Heima fyrir í Bretlandi gat vantrúuð ríkisstjórn undir forsæti Lloyd-George naumast Paul von Hindenburg hershöfðingja. Ef mér mistekst eða ef manntjón verður gífur-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.