Morgunblaðið - 19.01.1969, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1969
19
Dauði Sikorskis fyrir 25 árum eitt
helzta umrœðuefnið í Bretlandi nú
ÞAÐ var um sumarið árið
1943. Wladyslaw Sikorski
hershöfðingi vonaðist til þess
að geta dvalizt tveimur eða
þremur dögum lengur í
Egyptalandi í því skyni að fá
tækifæri til þess að skoða
merkilegar fornminjar lands-
ins. En þá barst í skyndi áríð
andi símskeyti frá Winston
Churchill forsætisráðherra
Bretlands, þar sem hann fór
þess á leit við Sikorski, sern
var forsætisráðherra póisku
útlagastjórnarinnar, að hann
héldi fast við ferðaáætl.in
sína og kæmi til London 5.
júlí. Þess vegna hélt Sikorski
þegar til London og kom flug
vél hans við á Gibraltar á leið
inni. Kl. 11 það kvöld, 4. júlí,
settist Sikorski aftur upp í
flugvélina ásamt 10 öðrum
farþegum, en þeirra á meðal
voru dóttir hans og tveir
brezkir þingmenn. Flugvélin,
sem var fjögurra hreyfla
Liberator sprengjuflugvéi,
rann af stað, jók hraðann og
hóf sig síðan á loft á leið til
London. En skyndilega í ekki
mílu fjarlægð frá Gibraitar,
hrapaði flugvélin í boga til
jarðar. Allir, sem í henni
voru, fórust nema flugmaður-
inn.
Rannsókn var látin fara
fram á slysinu, en nefndin,
sem hana annaðist, komst að
þeirri niðurstöðu, að dauði
pólska stjórnmálamannsins
hefði verið eitt þeirra hörmu
legu slysa, sem eiga sér stað
í styrjöldum og flestir Bretar
voru þeirrar skoðunar, að mál
ið væri þar með útkljáð. En
reynslan átti eftir að sýna
fram á annað. Nú að undan-
förnu, aldarfjórðungi eftir
dauða Sikorskis, hefir dauði
hans verið eitt helzta umræðu
efni manna á meðal í Bret-
landi, og mjög mikið um hann
skrifað.
genglinum", tókst Hochhut að
vekja reiði rómverk kaþólskra
manna um allan heim fyrir
gagnrýni sína á Píusi páfa
XII, sem, að því er Hochhut
heldur fram, lét undir höfuð
falla að mótmæla og beita sér
gegn morðum nazista á 6 millj
ónum Gyðinga í Evrópu.
Varla hafði öldurnar lægt
vegna ,,Staðgengilsins“, er
Hochhut kom fram með „Her-
mennina“, heimildarleikrit
(?), þar sem hann lýsir Chur-
chill sem raunsæismanni, er
hafi verið þeirrar skoðunar,
að Sikorski hafi verið að spilia
Sviðsmenn úr leikritinu „Hermennirnir"
chill.
Sikorski og Chur-
Rolf Hochhut
Ástæðan er sú, að í leikriti
Vestur-Þjóðverjans Rolfs
Hochhuts, sem nú hefur í
fyrsta sinni verið sviðsett i
Bretlandi, er því haldið fram,
að dauði Sikorskis hafi alls
ekki orðið vegna slyss, heldur
hafi þar verið um pólitískt
morð að ræða að undirlagi
sjálfs Winstons Churehills.
Þetta er ekki í fyrsta sinn,
sem styrr stendur um Hochht.
Með fyrsta leikriti sínu, „Stað
bandalagi Breta og Rússa í
styrjöldinni með ásökunum
um, að Stalin hafi skipulagt
fjöldamorð á 4090 pólskum
liðsforingjum, sem drepnir
hafi verið í Katyan-skógi í
Sovétríkjunum. Til þess að
varðveita einingu Banda-
manna gegn Hitler, heldur
Hochhut ennframur fram í
leikriti sínu, hafi Ohurchill
látið brezku leyniþjónustuna
drepa Sikorski með því að
Sikorski og Churchill
framkvæma skemmdarverk á
flugvél hans.
Þar sem um svo viðkvæmt
efni, sem þetta var að ræða,
neitaði Þjóðleikhúsið í Lon-
don Sir Laurence Olivier
fyrir tveimur árum um að
setja á svið „Hermennina",
þrátt fyrir það að Kenneth
Tynan, sem er bókmennta-
ráðunautur leikhússins og
mjög áhrifamikill, væri ein-
hver ákveðnasti talsmaður
þess, að leikritið yrði fært
upp. Og þegar áformað var að
setja leikritið á svið í öðru
leikhúsi, bannaði siðferðis-
vörðurinn „Lord Chamber-
lain“ það með því að fá slcrif-
lega heimild allra eftirlifandi
ættingja þeirra Breta, sem
látnir eru koma fram í leikrit
inu. Síðan þetta gerðist hefur
leikritið ,,Hermennirnir“ ver
ið sýnt á mörgum stöðum í
heiminum, en það var ekki
fyrr en í síðasta mánuði —
eftir að eftirlit með leikhús-
um hafði verið afnumið í Bret
landi — að það var sett á svið
í London.
UPPNÁM
Eins og búast mátti við, olli
sjónleikurinn miklu uppnámi
þar. Að vanda átti Hodhhut
sér marga talsmenn, en mikill
meiri hluti almennings og
menntamanna, létt hins veg-
ar í ljós samúð sína með Win-
ston Churchill, sonarsyni
Churchills heitins forsætisráð
herra, er hann lýsti því yfir,
að leikritið væri „svívirðilegt
níð“. Til stuðnings þessari
ásökun tókst gagnrýnendum
Hochhuts meira að segja að
hafa upp á Edward Prchal,
tékkneska flugmanninum sem
komst lífs af, er flugvél Sik-
orskis fórst, en hann fullyrti,
að það væri alls enginn fótur
fyrir því ,sem fram kemur í
leikriti Hochhuts um Sir Win-
ston Churchill, og í blaðinu
Daily Mail krafðist blaðamað-
urinn Bernard Levin þess, að
Hochhut taki annað hvort til
baka, það sem hann segir
Churchill hafa gert eða komi
fram með sönnunargögn, sem
sanni staðhæfingar hans. ,
Hochhut svaraði þessu og
sagði ákveðið, að hann hefði
fullkomin sönnunargögn um
sekt Churcills, þar sem væri
skrifleg eiðfest yfirlýsing fyrr
verandi starfsmanns brezku
leyniþjónustunnar, er sýndi
fram á þátt forsætisráðherr-
ans látna í dauða Sikorskis.
En Hochhut neitaði hins veg-
ar að koma fram með þetta
sönnunargagn. Sagði hann að
skjalið væri varðveitt í sviss-
neskum banka, þar sem það
ætti að geymast í 50 ár af til-
liti til þess, sem gefið hafði
yfirlýsingu þá, sem á skjalinu
stæði. Þetta sögðu gagnrýn-
endur Hochhuts, að væri
tröllslegar vifillengjur.
En Winston Churchill yngri
átti og háðslegt svar við þess-
ari staðhæfingu Hochhuts: —
Ef ég ætti skjal i fórum min-
um, svaraði hann, — sem
sýndi, að afi minn hefði myrt
Sikorski, þá hefði ég lagt það
Framhald á bls. 26
5 krifs tofuhúsnœði
Til leigu er 100 ferm. skrifstofuhúsnæði í Miðbænum.
Upplýsingar veittar í síma 21420.
Umsóknareyðublöð
Umsækjendum um störf hjá íslenzka Álfélag
inu h.f. skal bent á að hægt er að fá um-
sóknareyðublöð í Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar, Austurstræti 18, Reykjavík og
í Bókaverzlun Olivers Steins ,Strandgötu 31,
Hafnarfirði.
íslenzka Álfélagið h.f.,
Straumsvík.
Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu
ftFUNA
VARI
ELDVARNAR
MALNING
FUNAVARI er plastbundin eldvarnarmálning,
er blæs upp við hita og myndar frauð. sem
logar ekki en einangrar vel gegn hita.
FUNAVARI tefur því mjög fyrir íkviknun í eld-
fimum vegg- og loftklæðningarefnum og hindr-
ar þannig lengi vel útbreiðslu elds. Á sama hátt
einangrar FUNAVARI stálbita og járnhurðir og
varnar því að málmurinn hitni og leiði hita til
reiðslu elds.
H
MALIMIINIG f
KÓPAVOGI Sími 40460