Morgunblaðið - 19.01.1969, Qupperneq 28
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA
SÍMI IQ.IOQ
SUNNUDAGUR 19. JANUAR 1969
1 77 00 011 Og Wr
I # f KJKJ eru4 tryggftur
ALMENNAR
TRYGGINGAR P
Reytingsafli hjá
Eyjabátum —
MBL. hafði samband við nokkr-
ar verstöðvar í gær og innti
frétta frá sjávarsíðunni. í Vest-
mannaeyjum voru um 40 bátar
á sjó með línu, net og troll. Afli
var mjög misjafn, en t.d. landaði
línubátur 8 tonnum í gær og troll
bátur 18 tonnum. Annars var
bræla á miðunum hjá Eyjabátum
og lítið við að vera. Við töluð-
um við Sigurgeir Ólafsson skip-
stjóra á Lunda VE þar sem þeir
voru staddir inn af Þrídröngum,
Sigurgeir sagði að það væri
straumur og bræla og enginn
fiskur á meðan þetta veður héld
ist, en á var norðaustan streng-
ur. „Nú er verkfallið að skella
á hjá okkur“, sagði Sigurgeir, „en
vonandi komumst við aftur út
fyrir páska.“ Hann hló við í lok-
in, en það merkilega er að hvort
sem það er bræla eða ekki
bræla, fiskur eða fiskleysi, þá eru
skipstjóramir yfirleitt alltaf bjart
sýnir.
í Keflavík voru 11 bátar á sjó
í gær. Allt línubátar. Landlega
hafði staðið yfir í eina viku í
Keflavík áður en gaf á sjó í gær.
Verkfallsverðir vélstjóra úr
Reykjavík stöðvuðu 4 báta, sem
ætluðjiá sjó frá Keflavík í fyrra-
dag, en vélstjórar á þessum skip
um voru úr Reykjavík.
f Sandgerði voru nokkrar trill
ur á sjó og einn dekkbátur. Einn-
Framhald á hls. 27
Skul dareign
verði hlutafé
Tillaga skiptaráðanda um Sana hf.
Akiureyri, 18. janúar.
öllum aðgerðum af hálfu bæj-
arfógetaembættisins á Akureyrj
í gjaldþrotaskiptamáli Sana hf.
hefur nú verið frestað fram í
næsta mánuð, meðan unnið er að
athugun á framkvæmd miðlun-
artillögu skiptaráðanda. Tillagan
er á þá leið, að stofnað verði nýtt
hlutafélag um rekstur verksmiðj
unnar og kröfuhafar leggi fram
skuldakröfur sínar sem hlutafé
í hinu nýja félagi.
Bæjarsjóður Akureyrar mun
eiga um 400 þúsund krónur hjá
fyrirtækinu í óinnheimtum gjöld
um og bæjarstjórn Akureyrar
hefur samþykkt að leggja þá
skuldareign fram sem hlutafé í
nýju félagi, ef aðrir kröfuhafar
gera hið $ama. Undirtektir þeirra
Halldór Laxness.
eru mjög jákvæðar. Stærsti
kröfuhafinn er ríkissjóður og
stendur nú yfir könnun á því, á
hvern hátt stuðningi ríkisins við
þessa hugmynd verður bezt hag-
að.
Rekstur Sana hefur ekki stöðv
azt, en hefur verið haldið áfram
samkvæmt kröfuhafa undir eft-
irliti skiptaráðanda.
Sv. P.
Þannig munu nýju Fossarnir líta út.
Eimskip semur um smíði
tveggja Fossa -
íslenzkir aðilar athuga möguleika á
smíði skips fyrir félagið — Dettifoss
settur á söluskrá
Á FÖSTUDAGINN er liðin
voru 55 ár frá stofnun Eimskipa-
félags íslands, voru undirritaðir
í skrifstofu þess smíðasamningar
á tveim næstu Fossum félagsins
við hina víðkunnu dönsku skipa-
smiðastöð, Aalborg Værft í Ála-
borg. Hefur áður verið skýrt frá
því að samningaumleitanir við
skipasmíðastöðina stæðu yfir.
Undirrituðu smíðasamninginn
þeir Einar B. Guðmundsson
stjórnarformaður Eimskipafélags
ins og framkvæmdastjóri þess,
Óttarr Möller og fyrir skipasmíða
stöðina, S. M. Krag, forstjóri.
f gær sendi Eimskip fréttatil-
kynningu af þessu tilefni, svo-
'nljóðandi :
Eimskipafélag íslands hefir nú
um 8 mánaða skeið leitað tilboða
um smíði tveggja til þriggja
skipa að stærð 3600/3800 Dw-
tonn. Fóru útboð um hendur
norska miðlarafyrirtækisins R.S.
Platou A/S í Osló. Var Eimskipa
félaginu nauðsynlegt að fá þessi
skip byggð sem allra fyrst og eigi
síðar en á árinu 1970. Eftir að fram
komin tilboð höfðu verið gaum-
gæfilega metin, kom í ljós að
bagkvæmustu tilboðin bárust frá
Aalborg Værft A/S í Álaborg
um verð, afhendingartíma og
greiðluskilmála. Engrar ábyrgð-
ar, hvorki íslenzkra banka eða
ríkissjóðs var krafizt. Var því
samþykkt að áskildu leyfi ís-
lenzkra stjórnvalda, að taka til-
boði frá þessari skipasmíðastöð
um smíði tveggja skipa. Þess má
geta, að Aalborg Værft hefir
Vísindamenn kanna hafís frá
ýmsum hliöum —
— á fyrstu hafísráðstefnunni á íslandi
Flytja 30 erindi 27. janúar — 7. febrúar
FYRSTA vísindalega ráðstefnan
um hafís, sem haldin er á fs-
landi, hefst mánudaginn 27. jan-
úar. Þar munu 23 vísindamenn
fiytja 30 erindi, þar sem fjallað
rerður um hafís á breiðum grund
velli, haffræðiiega, veðurfræði-
Iega, sögulega, jarðfræðilega
o.s.frv. Hafa um 70 manns til-
kynnt þátttöku. Er ráðstefnan
helguð minningu Jóns Eyþórs-
sonar veðurfræðings, sem var
manna fróðastur um hafís við ís-
land.
Halldór Laxness
fékk silfurhestinn
BÓKMENNTAVERÐLAUN dag-
blaðanna, silfurhesturinn, voru
í gær veitt Halldóri Laxness fyr-
ir skáldsögu hans: Kristnihald
undir Jökli. Bókmenntagagnrýn-
endur blaðanna hafa því kjörið
Kristnihald undir Jökli beztu
bók ársins 1968.
1 dómnefnd áttu sæti eftirtald
ir menn af hálfu blaðanna: And-
rés Kristjánsson frá Tímanum,
Árnj Bergmann frá Þjóðviijan-
um, Eiríkur Hreinn Finnhogason
frá Vísi, Jóhann Hjálmarsson frá
Morgunblaðinu og Óiafur Jóns-
son frá Alþýðublaðinu.
Nánar verður sagt frá veitingu
verðlaunanna í blaðinu á þriðju-
daginn.
Að hafísráðstefnunni standa
Jarðfræðafélag íslands, Jökla-
rannsóknarfélag íslands, Sjó-
rannsóknardeild Hafrannsóknar-
stofnunarinnar og Veðurstofa ís
iands, og hefur hún verið í und-
irbúningi síðan snemma á árinu
1968. f framkvæmdanefnd eru
einn frá hverju þessara félaga,
próf. Trausti Einarsson, próf. Sig
urður Þórarinsson, dr. Unnsteinn
Stefánsson og Hlynur Sigtryggs-
son veðurstofustjórL Og fram-
kvæmdastjóri er Markús Á. Ein-
arsson veðurfræðingur.
Markú® tjáði Mbl., að fyrir-
lestrar yrðu haldnir annan
hvern dag í tvær vikur. Fyrstu
dagana mundu veðurfræðingar
og haffræðingar aðallega fjalla
um málið út frá sínum sérgrein-
um, yrði þá aðallega rætt um
þessa öld og það tímabil, sem
mælingar ná til. Fyrri hluta
Nýtt blað
í VIKUNNI hótf göngu sína nýtt
blað, „Nýtt laind — Frjáls Þjóð“
og er ritstjóri þess Ólatfur Hanni
balsson. Blaðstjórn skipa Hanni-
bal Valdimarsson, Haraldur
Henrysson og Maignrús Torfi Ólaís
soin.
seinni vikunnar væri fjallað um
sögulegar heimildir um hafís og
veðurfarssveiflur, og á seinuistu
fundunum um hin raunhæfu
vandamál nú, áhrif hafíssins á
atvinnuvegina, landbúnað, fiski-
veiðar og ísingu skipa.
Sést á þessu, að ráðstefnunni
er ætiað að fjalla um hafís á
breiðum grundvelli og frá mis-
munandi sjónartiornum. Kemur
þar til kasta ýmissa fræðigreina,
eins og jarðfræðinga þegar fjall-
að er um sveiflur aftur í tím-
ann, sagnfræðinga, þegar kann-
aðar eru langtímaupplýsingar
um hafís, fiskifræðinga, er rætt
er um áhrif sjávarkulda á fiski-
gegnd og skipaverkfræðings,
vegna ísingar skipa. Er ætlunin
að gefa út erindin að ráðstefn-
unni lokinni og fæst þá undir-
stöðurit um hafísinn. Einnig
verða vísindalegir fyrirlestrar
birtir á ensku í Jökli, tímariti
Jöklafélagsins.
Hafísráðstefnan verður sett í
Framhald á bls. 27
byggt 10 skip fyrir íslendinga, 4
fyrir Eimskipafélagið, 3 fyrir
Landhelgisgæzluna, 2 fyrir
Skipaútgerð ríkisins og eitt fyrir
H/F Skallagrím í Borgarnesi.
Eftir að sannreynt var, að eng-
in íslenzk skipasmíðastöð gæti
byggt þessi skip á framangreind-
um tíma, veitti íslenzjca ríkis-
stjórnin samþykki sitt til samn-
inga við skipasmíðastöðina í Ála-
borg og var það staðfest með
bréfi Viðskiptamálaráðuneytis-
ins, dags. 14. janúar 1969.
Afhendingartími fyrra skipsins
sem er frystiskip, er í maímán-
uði 1970, en hins síðara, sem
verður venjulegt flutningaskip
með nokkru frystirými, í sept-
ember s.á. Þá mun Eimskipafé-
lagið geta fengið þriðja skipið
byggt hjá skipasmíðastöðinni í
Álaborg á föstu verði.
Svo sem kunnugt er, leggur ís-
lenzka ríkisstjórnin mikla
áherzlu á, að þau verkefni á sviði
iðnaðar, sem framkvæmanleg eru.
innanlands verði fengin íslenzk-
um aðiljum til úrlausnar. Vill
Eimskipafélagið að sjálfsögðu
stuðla að því að svo megi verða,
eftir því sem hagkvæmt og fært
reynist. Hefir Eimskipafélagið til
kynnt Slippstöðinni h.f. Akur-
eyri, að félagið myndi ekki taka
ákvörðun um byggingu þriðja
skipsins fyrr en 1. maí 1969. Er
þetta gert til þess, að þessu fyr-
irtæki gefist kostur á að athuga
hvort það treysti sér til þess aS
gera viðunandi tilboð í . skipið
á föstu verði. Smíði þessa skips
er að sjálfsögðu háð því, að fjár-
hagur Eimskipafélagsins og aðr-
ar ástæður leyfi.
Framangreindar skipasmíðar
og bygging vörugeymsluhúsa
voru ákveðnar á aðalfundi félags
ins 1966 og á síðari fundum.
Skipasmíðarnar eru endurnýjun
á skipastól félagsins. Var m/s
Goðafoss seldur á sl. ári og hefir
nú verið tekin ákvörðun um, að
setja m/s Dettifoss á söluskrá.
Enginn
sóttalundur
NÝR sáttafundur hetfur ekiki ver
ið boðaður í deilu úitgerðainmamma
og sjómanma skiv. upplýsingum
Torfa Hjartarsonar, sáttasemjaira
ríkisins í gær. Verkfall sjómamma
hefst 20. janúar nlk. hatfi samn-
inigar dkki tekizt fyrir þanin timia.
Skipstjórinn á
Brandi náðaður
BREZKA blaðið Fishing News
skýr’ði frá því nýlega, að íslenzk
stjórnvöld hafi náðað Bemaird
Newton, skipstjóra á Brandi, sem
eins og menn minnast var tekinm
að ólöglegum veiðum í maí sl. og
strauk úr höfn með tvo lögreglu-
þjóna imnamborðs. Var Newton
dæmdur í sex mánaða fangeM
auk 400.000 króna sektar.
Baldur Möller, ráðumeytisstjóiri
í dómsmálaráðuneytimu staðfesti
í saimtali við Mbl. í gær, að rétfct
væri, að Newtom hefði verið náð-
aður atf fangelsistrefsingunni.