Morgunblaðið - 11.02.1969, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1969.
Úitgiefandi H.f. Árváfcuir, Reykjaivák.
Framfcvæm.d;astj óri Haraldur Sveinsaon.
Œtitstjórar Sigurður Bjarnaaon frá Viguir.
Malibhías Joharmessfen.
Eyjólfur Konráð Jónsaon.
Eitgtjómarfullteúi Þorbjöm Guðmundason.
Fréttastjóri Björn JðhannsKom
Auglýsingaatjóri Árni Garðar Krisitinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti 6. Sími 10-109.
Auglýsingar Aðaisteæti 6. Síml 22-4-00.
Áskiiftargjald kr. 100.00 á miánuði innaniands.
í lausasölu fcr. 10.00 eintakið.
MINNKANDI
MANNFJÖL GUN
rT'ölur, sem birtar hafa verið
um mannfjölgun á ís-
landi síðustu 4 árin eru harla
eftirtektarverðar. Þar kemur í
ljós, að verulega hefur dregið
úr fjölgun þjóðarinnar á
síðustu árum. Á árinu 1965
fjölgaði íslendingum um rúm
* lega 3500 manns, en á síðasta
ári, þ.e. 1968 var hún um 2500
manns og hefur stöðugt farið
minnkandi frá 1965.
Þá er einnig eftirtektarvert
hve fjölgunin er mismunandi
í t.d. borgum og bæjum á
samá svæði. Á síðasta ári var
fjölgunin í Heykjavík ekki
nema rúmlega 1% en á sama
tíma fjölgaði Hafnfirðingum
um 4%, en í þeirri tölu eru að
sjálfsögðu aðflutningar.
Engum getum skal að því
leitt, hvort erfiðari tímar í
efnahags- og atvinnumálum
valda því, að dregið hefur úr
fjölguninni, þótt freistandi sé
að draga þá ályktun. Hitt er
ljóst, að mannfjölgunin í land
inu hlýtur að hafa veruleg
áhrif á ýmsar framkvæmdir
- og áaétlanir og þá er spurn-
ingin sú, hvort minnkandi
mannfjölgun nú sé stundar-
fyrirbrigði eða vísbending
um frambúðarþróun.
Sjálfsagt er næsta erfitt að
spá nokkru um það, en
minnkandi mannfjölgun er
íhugunarefni fyrir svo fá-
menna þjóð og jafnframt
staðreynd, sem þeir sérfræð-
ingar er vinna að ýmis konar
áætlunargerð langt fram í tím
ann hljóta að gera ráð fyrir
að einhverju leyti.
* LEIFUR HEPPNI
■jVFokkra athygli vakti
’ hér á landi, þegar Morg-
unblaðið skýrði frá því í
síðustu viku, að ein stærsta
fréttastofa heims hefði sagt
í tilefni af frétt sem hún
sendi út, að Leifur heppni
hefði verið Norðmaður.
Vegna þessarar fullyrðingar
þótti Mbl. rétt að hafa tal af
nokkrum mönnum, sem fylgzt
hafa á vegum utanríkisþjón-
ustunnar rækilega með því,
- hvað sagt er og ritað um Leif
í blöðum vestra.
Auðvitað gefur það auga
leið að íslendingar eiga að
fylgjast með slíku, því að
Leifur heppni er einn frægasti
íslendingur sem uppi hefur
verið, fæddur í Dölum vestur,
sægarpur hinn mesti og eínn
djarfasti landkönnuður allra
tíma. Það er því ekki að
furða, þó að lítil þjóð eins og
íslendingar hafi áhuga á því,
að nafn hans sé í heiðri haft
og enginn ruglingur á þjóð-
erni hans.
Að vísu er rétt, að
skammt er í norskt blóð í
æðum Leifs heppna, eins og
annarra þeirra Islendinga,
sem uppi voru á hans tímum.
En hann er fæddur íslending-
ur, þótt hann hafi verið á
snærum Noregskonungs og
síðar gerzt Grænlendingur,
eins og faðir hans. Að vísu
má gera ráð fyrir að íslend-
ingar á þessum árum hafi
ekki haft eins djúpa þjóðernis
kennd og nú tíðkast, fremur
litið á sig sem norræna
menn, eins og þeir að
réttu lagi voru oft kallaðir.
En hvað sem því líður, voru
þeir upphaf nýrrar þjóðar,
leituðu hingað til lands að
nýjum tækifærum, frelsi og
olnbogarými, og festu hér
rætur. Það er því að vonum,
að við, afkomendur þeirra,
sækjum til þeirra styrk, fyrir-
myndir og andlegt þor og leit-
umst við að vernda minningu
þeirra eftir föngum. Það
gladdi því íslendinga, þegar
Bandaríkjaþing kallaði Leif
réttilega son íslands.
Það gladdi einnig íslendinga
meir en orð fá lýst, þegar
sendiherra íslands í Washing-
ton skýrði frá því í
fyrrnefndu samtali, að norska
sendiráðið í Washingtontalaði
alltaf um, að Leifur heppni
hafi verið íslendingur, þegar
sendiráðið þyrfti að fjalla um
hans mál. Slíkur drengskap-
ur er merki um þroska og
hlýjan hug, sem íslendingar
taka rækilega eftir og kunna
vel að meta. Slík 'af-
staða er norræn samvinna í
verki.
Norðmenn eiga svo marga
ágæta syni og dætur, að þeir
þurfa ekki á þeim að halda,
sem hér eru fæddir til að
auka við frægð og ágæti lands
síns. Aftur á móti mega þeir
ef þeir vilja, vera stoltir af
frændseminni við íslendinga
almennt. íslenzkir menn gáfu
þeim sögu, enda stóð það
þeim kannski næst: Það var
norskt fólk sem hafði frum-
kvæðið að landnámi íslands.
Rætur okkar eru að finna í
norskri mold.
FRUMKVÆÐI S.H.
að vakti mikla athygli á
sínum tíma, þegar einn
af framkvæmdastjórum Sölu-
mm
uz /Msm
Þeir trúa ekki á fljúgandi diska
Bandarísk rannsóknarnefnd skilar áliti
A UNDANFÖRNUM árum
hafa oft borizt fregnir af
ókennilegum hlutum á flugi,
sem venjulega hafa verið
nefndir fljúgandi diskar. Hafa
þessir diskar sézt víða um
heim, jafnvel hér á Islandi, otg
oft verið erfitt að útskýra þá.
Eru lýsingar sjónarvotta oft
ýtarlegar, og sumir hafa jafn-
vel þótzt sjá einhverjar ein-
kennilegar verur koma út úr
þessum fljúgandi diskum.
Fyrir rúmum tveimur ár-
um var skipuð rannsóknar-
nefnd í Bandaríkjunum til að
kanna sögurnar um diskana
fljúgandi. Var það flugherinn
sem átti frumkvæði að rann-
sókninni, en nefndin skipuð
vísindamönnum, aðallega frá
Colorado háskóla. Nefnd
þessi skilaði áliti í janúar og
segir þar að ekkert bendi til
þess að hér sé um að ræða
farartæki frá öðrum hnöftum,
eins og margir hafa viljað
halda fram. Þá telur nefndin
ástæðulaust að handa rann-
sóknum áfram fyrst um sinn.
Áhugamenn um rannsóknir
á fljúgandi diskum sættu sig
illa við niðurstöður rannsókn-
arnefndarinnar. í Bandaríkj-
unum hafa þessir áhugamenn
með sér samtök, sem í deg-
legu tali nefnast NIGAP, og
boðuðu þessi samtök frétta-
menn á sinn fund eftir að nið-
urstöður rannsókarnefndarinn
ar voru birtar. Sakaði tals-
maður samtakanna nefndina
þar um að hafa aðeins kannað
lítinn hluta þeirra frásagna,
er til væru af fljúgandi disk-
um og Játið ábyrgar, óskýran-
legar frásagnir afskiptalausar.
Þá sagði einn af félögum í
samtökunum, eðlisfræðingur-
inn James McDonald, að rann
sóknarnefndin hafi misnotað
sér gullið tækifæri tii að
kanna til hlítar tilveru fljúg-
andj diska, eða UFO, eins og
þeir eru venjulega nefndir á
enskri tungu (Unidentified
Flying Objects).
Um svipað leyti og rann-
sóknarnefndin skilaði áliti
kom einnig út bók í Banda-
ríkjunum, sem nefnis't „UF-
Os? Yes!“ eða „Fljúgandi disk
ar? Já“. Er hún eftir sálfræð-
ing, sem sæti átti í rannsókn-
arnefndinni ,en var rekinn úr
henni vegna ágreinings. —
Ræðst sálfræðingurinn þar
harðlega á nefndina og starfs-
aðferðir hennar.
NOKKRAR STAÐHÆF-
INGAR
Segja má að áhugamenn
hafi ástæðu til að láta sér nið-
urstöður rannsóknarnefndar-
innar illa lynda, því þrátt fyr
ir allar ásakanir afsannar
nefndin ýmsar kenningar
Eðlisfræðingurinn Edward
Condon, formaður ranusóknar
nefndar Colorado-háskóla,
með skýrslu nefndarinnar fyr
ir framan sig. Var skýrslan
upp á 1.465 blaðsiður.
þeirra. Sumir áhugamann-
anna hafa til dæmis verið
sannfærðir um að diskarnir
fljúgandi komi frá reikistjörn
unni Clarion, sem þeir segja
að aldrei sjáist frá jörðu
vegna þess að hún sé alltaf
á bak við sólina. Rannsóknar-
nefndin afsannar tilveru þess
arar stjörnu með útreikning-
um vísindamanna, er sýna að
stjarnan ætti að sjást frá
jörðu.
Árið 1957 splundraðist fljúig
andi diskur, sem var á ferð
yfir Sao Paulo héraði í Brasi-
líu og féll brot úr honum til
jarðar. Var brot þetta sent
til Washington til rannsókn-
ar, því áhugamenn töldu að í
því væri tærara magnesíum
en unnt væri að vinna hér á
jörð. Við rannsókn kom í ljós
að svo var ekki, og sögðu
vísindamenn að allt bentj til
að hér væri um „jarðneskt“
magnesíum að ræða. Annað
fyrirbrigði, sem áhugamenn
töldu sanna tilveru fljúgandi
diska, var spor, sem fannst í
þurrum sandi nálægt sjó, og
var spor þetta eins og kló í
laginu. Rannsóknarnefndin
segir að sandurinn hafi reynzt
þvag-blautur, og farið hafi
myndazt þegar einhver maður
eða dýr hafi kastað af sér
vatni.
Þriðja atriðið í rannsókn
nefndarinnar var fullyrðing
um að segulsvið myndaðist
umhverfis fljúgandi diska, og
gæti það stöðvað bílhreyfla
vegna áhrifa á rafkerfi þeirra.
Voru sérfræðingar frá Ford-
bílasmiðjunum kvaddir til að
kanna þetta atriði, og komust
að þeirri niðurstöðu að ef bif-
rejð lenti í þes.s konar segul-
sviði, hefði það ekki einungis
áhrif á rafkerfið, heldur einn-
ig á yfirbyggingu bifreiðar-
innar. Tóku þeir bifreið, sem
sagt var að hafi lent í segul-
sviði fljúgandi disks, og báru
saman við sam,s konar bifreið,
sem aldrei hafði komið nálægt
segulsviði fljúgandi diska. —
Var engan mun að finna í bif-
reiðunum tveimur.
Framhald á bls. 19
Fljúgandi diskar í Brazilíu.
miðstöðvar hraðfrystihús-
anna skrifaði merka grein hér
í blaðið, þar sem fjallað var
um nýja möguleika í fram-
leiðslu á frystum fiski. Upp-
lýsingar framkvæmdastjór-
ans snertu einn af höfuðat-
vinnuvegum okkar og þær já-
kvæðu ábendingar, sem þar
komu fram, eiga áreiðanlega
eftir að hvetja ökkur til dáða,
svo við framléiðum betri fryst
an fisk til útflutnings og auk-
um þar með verðmæti hans.
Grein framkvæmdastjórans
kom á réttum tíma, því að
undanfarið hafa menn ein-
beitt sér að því að finna leiðir
til að efla útflutningsfram-
leiðslu okkar, gera hana fjöl-
breyttari og hagnýta alla
möguleika á sem beztan hátt.
Hér er ekki um tugi milljóna
að tefla heldur hundruð millj-
ónir eins og framkvæmda-
stjórinn benti á, og sér hver
maður í hendi sér að hér er
á ferðinni stórmál, sem gefa
þarf mikinn gaum.
Ánægjulegt er að ábending
ar, eins og þær, sem komu
fram í grein framkvæmda-
stjórans, skuli koma frá þeim
sem ábyrgðina bera. Forystu-
menn Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna eru, ef dæma
má af greininni, vel á verði og
nota hvert tækifæri sem gefst
til að auka gjaldeyristekjur
okkar. Ábendingarnar um
betri nýtingu þessara útflutn-
ingsafurða eiga að koma frá
framleiðendum og útflytjend-
um sjálfum. Það er ekki síð-
ur þeirra hagsmunir en þjóð-
arheildarinnar að vel takist
til um meðferð þeirra hrá-
efna, sem við vinnum og flytj
um út. Er því enn einu sinni
ástæða til að fagna þeim
áhuga sem ríkir í röðum for-
ystumanna frystihúsanna á
bættri nýtingu útflutnings-
framleiðslunnar og þar með
stórauknum möguleikum á
hærra verði fyrir afurðirnar.
Þennan áhuga ber að virkja.