Morgunblaðið - 11.02.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.02.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1969. 5 Var alveg laus við ótta — segir Friðrik Óiafsson, stórmeistari, um skák sína við Botvinnik hinn rússneska FIIIÐRIK Ólafsson er koniiny heim eftir frækna för til Hol* lands, þar sem hann varð fimmti á skákmótinu í Bever- wijk, svo sem kunnugt er, en ekki munaði nema einum vinningi á honum og sigur- vegurunum; þeim Botvinnik og Geller. Morgunblaðið hafði samband við Friðrik og kvaðst hann vera nokkuð ánægður með útkomuna. í síðustu umferð mótsins tefldi Friðrik við Botvinnik, fyrrverandi heimsmeistara, og lauk þeirri skák með jafn- tefli eftir 13 leiki. Þetta var fyrsta skák þeirra kappanna og spurðum við Friðrik um hana. „Jú, ég var alveg laus við ótta, þegar við settumst að slcákinni“, sagði Friðrik og hló við. „Ég var hálft í faivoru að vona ,að Botvinnik myndi tefla til vinnings, en svo kom hann mér í faálfgerðan bobba með að bjóða jafntefli eftir 13 leiki. Þar með þurfti ég að taka ákvörðun og mér fund- ust aðstæður ekki þesslegar, að það 'hefði neitt upp á sig að hafna boði hans. Að visu var ég kominn með frjálsari stöðu að mörgu leyti, en staða Botvinniks var föst fyrir o,g enga veikieika í henni að finna. Svo ég ákvað að hætta ekki á neitt“. — Hver var þín skemmti- legasta skák að þínum dómi? — Ja, ég telfdi margar skemmtilegar skákir þarna Skákin við Kavalek í fyrstu umferð var mjög góð; stutt og áhrifamikil og einnig skák in við Portisch í annarri um- ferð. En sumar jafnteflisskák irnar voru líka anzi skemmti légar, t.d. við Ree. — En hvaða skák ertu óánægðastur með? — Ég hlýt að vera óánægð- ur með tapið gegn Doda. í þeirri skák lokaðist ég alveg og lék henni út úr höndunum á mér. — Fékkstu éinhver verð- laun? — Já. Það voru verðlaun alveg ofan í áttunda sæti. Þetta mót er dálítið sérstakt að því leyti, áð það eru mikl- ar stálverksmiðjur þarna, sem halda það, og var teflt í mörgum flokkum, auk meist- araflokksins. — Hvað er svo næst? — Ég reikna með því, að ég taki þátt í næsta svæðis- móti fyrir heimsmeistara- keppnina. Enn er óákveðið, hvenær og hvar það mót verð ur en - sem stendur er helzt talað um Rúmeníu og Austur- ríki í því sambandi. — Hefur þú fengið boð um að taka þátt í eiruhverjum mótum þar fyrir utan? — Ég er alltaf að fá boð en get auðvitað ekki þegið þau öll. Ég hef mína atvinnu utan skákarinnar og verð að sinna henni. — HeÆuir iþér attdrei fk>gið í huig að lifa af skákinni? — Nei. Ég hef ekki taiið hana æskilegan grundvöl'l að liífsaltanfi, sagðli stórmieistar- inn Ólafsson að lokum. Frá borgarstjórnarfundi: Rætt um vandamál heimilis- lausra einstaklinga ítarlegar umræður urðu um hcimilislausa einstaklinga í höf- uðborginni á borgarstjórnar- fundi sl. fimmtudag. Var mál þetta tekið fyrir að beiðni Fram sóknarmanna. 1 lok umræðnanna var samþykkt samhljóða tillaga Kristjáni Benediktssyni( F) og frá Sigurjóni Björnssyni (K), dr. Þóri Kr. Þórðarsyni (S), þar sem félagsmálaráði borgar- innar er falið að kanna aðstæð- ur og aðbúnað heimilislausra manna í Reykjavík, og 1-eita sam komulags við ríkisvaldið um við unandi lausn þessa vanda. Kristján Benediktsson (F) hóf umræður og rakti áll ítarlega í ræðu sinni, þau vandamál, sem eru vegna drykkjusjúkra manna hér í borg, sem hvergi ættu höfði sínu að halla. Þessir menn hefðust víða við, og væri knýj- andi nauðsyn að reyna að ráða bót á því, og koma þessum mönn um fyrir á hæli til lækninga. Vissulega væru margir þessara manna ólæknandi, en aðrir vildu reyna að komast úr óham- ingju sinni. Þeirra böl væri, að hælisvist væri ekki nema tak- mörkuð, og þegar þaðan kæmi, vantaði þá samastað, og þeirra félagsskapur væri hinir gömlu drykkjubræður, og hrapið hæf ist á nýjan leik. Kristján sagði, að nauðsynlegt væri að koma á fót endurhæf- ingarstöðvum fyrir þessa menn, þar sem þeir gætu dvalist með- an þeir sigruðust endanlega á sjúkdómi sínum. Gæzluvist- arsjóður væri ti'I og hefði fram- lag verið allríflegt í upphafi, 7,5 milljónir 1964 en sú upphæð hefði ekki vaxið síðan, þótt sala á áfengum drykkjum færði rík- issjóði auknar tekjur árlega. Taldi Kristján það skyldu ríkis- ins að efla þennan sjóð til að geta rækt hlutverk sitt, svo sem lög mæltu fyrir. Dr. Þórir Kr. Þórðarson (S) þakkaði Kristjáni fróðlega ræðu um mikið vandamál, sem bæri fyrir augu daglega hér í borg. Drykkjusjúkir umkomúleysingj- ar væru að vísu ekki mjög marg ir hér, en þeir væru flestir í tengslum við heimili og sköp- uðu oft erfiðleika þar. Nauðsyn legt væri að líta á áfengissýki sem alhliða félagslegt vandamál, en ekki sem einangrað fyrirbæri. Þórir sagði, að augu manna opnuðust æ meir fyrir þessari staðreynd, sbr. það, að félags- málaráð hefði ýmis af fyrri verk efnum áfengisvarnarráðs. Félags málaráð hefði oft rætt um fyrr- greinda umkomuleysingja og hefði m.a. verið rætt um nátt- stað fyrir þá, sem rekinn yrði á vegum borgarinnar. Þórir varpaði einnig fram, að vel mætti hugsa sér, að einstakling- ar rækju slíkan stað, og væri það jafnvel gæfulegra en að fé- lagssamtök önnuðust slíkt eða lög reglan. Þá gat ræðumaður um hælis- vist fyrir þessa menn, og sagði hann að því miður væru marg- ir þessara manna ólæknandi. Því þyrfti mismunandi hæli fyrir sjúklingana, bæði gæzluhæli og vistheimili fyrir þá sjúklinga, sem koma af s'líkum hælum og vilja berjast gegn sínum sjúk- dómi. Páll Sigurðsson (A) sagði í sinni ræðu, að meginhluti hinna heimilislausu einstaklinga í borginni væru áfengissjúkling ar. Væri deilt um það meðal sérfræðinga, hvað sé til lausnar þeim. Margir teldu að lækning væri ómöguleg, og væri þá eina lausnin dvalarstofnun, eins og rekin væri á Gunnarsholti. Þar væru u.þ.b. 30 manns, og væru þar yfir'leitt sömu mennirnir, sem þar dveldust. Slíka stofnun mætti vel setja á og þá hyrfi þessi hópur, sem sjá mætti dag hvern úr borgarlífinu. Eins mætti koma á fót næturgististað Framhalð & bls. 15 BUNAÐARBANKINN ^ er banki bíllisins BLAÐBURÐARFOLK OSKAST í eStirtolín hverfi: Laugarásveg. TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 10100 íbúð í Vesturborginni Höfum til sölu glæsilega 137 ferm. hæð á góðum stað í Vesturborginni. SKIP & FASTEIGNIR Austurstræti 18. Sími 21735, eftir lokun 36329. Stúlka óskast á heimili í Englandi. Æskilegt væri að hún hefði ein- hverja reynslu eða áhuga til að aðstoða við hjúkrun. Upplýsipgar Skólavörðustíg 2, sími 16128 eftir kl. 6 eftir hádegi. Hestamannafélagið Sörli, Hafnarfirii 25 ára afniælishátíð Hestamannfélagsins Sörla, Hafn- arfirði, verður haldin í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði, laugardaginn 15. febrúar n.k., og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi miðvikudaginn 12. febrúar í Bókabúð Böðvars, sími 50515. NEFNDIN. Einbýlishús í Arnarnesi ekki fullbúið er til sölu. Makaskipti koma til greina. Nánari upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa Einar B. Guðmundsson, Guðlaugur Þorláksson, Guðmundur Pétursson, Axel Einarsson. Sími 12002, 13202, 13602. PLASTRENNUR Nýjasta gerð af PLASTRENNUM. Lím er hvergi notað, einingum aðeins smellt saman. Rennurnar eru mjög ódýrar í upp- setningu, ryðga ekki né tærast og þurfa ekki að málast. Auk þess sem verð er hagstætt, er hér um að ræða beztu og örugg- ustu rennur á markaðinum. KYNNIÐ YÐUR VERÐ OG GÆÐI. — T. HANNESSON & CO. Brautarholti 20 — Sími 15935.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.