Morgunblaðið - 11.02.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.1969, Blaðsíða 1
28 síður 34. tbl. 56. árg. ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRUAR 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Vesturveldin mótmœla ferðatakmörkunum A-Þjóðverja: Sovétríkin bera alla ábyrgð í því máli Yfirmaður Varsjárbandalagsins í skyndiheimsókn í A-Berlín Bonn 10. febr. NTB. AP. BANDARÍKIN , Bretland og Frakkland birtu í dag orðsend ingu, þar sem segir, að ráðstaf- anirnar, sem Austur Þjóðverjar hafa gripið til um ferðalög Vest ur Þjóðverja til V-estur Berlín- ar, eigi sér enga stoð í neinum samningum um Berlín. Vert sé og að gefa því gaum, að það séu Sovétríkin en ekki Austur Þjóðverjar, sem beri ábyrgð á því, hvort umferð haldist óhindr- uð og opin til Vestur Berlínar. f orðsendingunni segir jafnframt að samráð hafi verið haft við hemámsveldin þrjú í Vestur Berlín, áður en var ákveðið, að kjörmannaráðið kæmi saman þar í borginni til að kjósa forseta Vestur Þýzkalands. Það voru ambassadorar ríkj- anna þriggja í Bonn, sem gáfu út nefnda yfirlýsingu og kváð- ust þeir og vilja vekja athygli á því að kjörmannaþing hefði þrisvar áður komið saman í Vestur Berlín án þess að til vandræða drægi. Þær fréttir bárust frá Austur Berlín í dag, að yfirmaður her- afla Varsjárbandalagsins, Ivan Jakobosky, hershöfðingi og að- stoðamtanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, væri kominn í óvænta heimsókn til Austur Berlínar. Talsmaður sovézka sendiráðs- ins þar sagði, að heimsóknin stæði í sambandi við þau vanda mál, sem hefðu komið upp, en annað hefur ekki verið sagt um komu hershöfðingjans. Talsmaður vestur þýzku stjóm arinnar Gunther Di-ehl lýsti í kvöld ánægju með orðsendingu Vesturveldanna þriggja, og sagði að hún væri skýr og skorinorð og það hefði úiikla þýðingu, hversu fljótt hún hefði verið birt. Blaðafulltrúi Nixons Banda- ríkjaforseta, Ziegler sagði í dag, að Nixon væri staðráðinn í að breyta í engu áformum sínum um að koma til Vestur Berlínar á Evrópuferð sinni, Ziegler sagði að forsetinn styddi heilshugar yfirlýsinguna sem ambassadorar Vesturveldanna gáfu í Bonn í dag. Það var á sunnudag, sem aust ur þýzka stjórnin tilkynnti, að frá og með næsta laugardegi fengju vestur þýzkir hermenn, svo og meðlimir kjörmannaráðs- ins ekki að fara landleiðina tid V.-Berlína né þaðan. Var þetta talinn mótleikur við ákvörðun vestur þýzku stjórnarinnar að láta kjósa forseta Vestur Þýzka lands í borginni þann 5. marz n.k. Því verða kjörmennirnir, sem eru 1.036 að tölu að fara flugleiðis til borgarinnar, en fréttaritarar benda á, að flestir hefðu sjálfsagt gert það hvort eð var. Hins vegar munu Aust- ur Þjóðverjar með þessum ráð- stöfunum geta tafið um- ferð til Vestur Berlínar, eins og þeim þóknast. Moskvublaðið Pravda segir í dag að hinar nýju reglur um ferðir til Vestur Berlínar, hafi verið óhjákvæmilegt svar við sí felldum hefndarráðstöfunum Vestur Þjóðveirja. Fréttaritari Pravda í Austur Berlín segir, að ákvörðunin sé í samræmi við þá Framhald á bls. 10 Stjórnarfrumvarp á Alþingi: UM YFIRRÁÐARÉTT YFIR LAND- GRUNNINU 0G AUÐÆFUM ÞESS — Vaxandi tœkni gerir kleift að vinna auðlindir landgrunnsins — Landgrunnssvœðið nemur 115 þúsund ferkílómetrum miðað við 200 metra dýpi í GÆR lagði ríkisstjórnin fram á Alþingi frv. um yfir- ráðarétt íslenzka ríkisins yfir landgrunninu umhverfis ís- land og eru helztu atriði frv. þessi: -A íslenzka ríkið á fullan og óskoraðan yfirráðarétt yf ir landgrunni íslands að því er tekur til rannsókna á auðæfum landgrunnsins og vinnslu og nýtingu þeirra. Öll slík auðæfi eru eign íslenzka ríkisins. 'A' Akvæði þessi ná til allra þeirra jarðefna, fastra, fljótandi og loftkenndra, sem finnast kunna í ís- lenzka landgrunninu og allra annarra auðæfa þess, lífrænna og ólíf- rænna. í greinargerð frv. segir að æskilegt sé að lögfesta þetta frv. vegna þess, að með vax- andi tækni er nú hægt að vinna þær auðlindir, sem í landgrunninu kunna að felast allt út á 200 metra dýpi og innan fárra ára væntanlega á enn meira dýpi. í frv. er gert ráð fyrir, að yfirráð ríkisins nái bæði til ólífrænna og lífrænna auðæfa landgrunnsins. Botnföst sjáv- ardýr og þau, sem aðeins hreyfast í föstu sambandi við botninn, mundu heyra undir ákvæði þessa frv. í greinargerð frv. segir, að ef miðað er við 200 metra dýptarlínu mundi landgrunns svæðið umhverfis ísland, allt frá ströndum, nema samtals 115 þúsund ferkílómctrum, eða nokkru stærra svæði en landið sjálft. Hér fer á eftir kafli úr greinargerð frv.: „Ástæða þess, að æskilegt er að samþykkt sé frumvarp um lögsögu íslenzka ríkisins yfir Framhald á bls. 10 KOMMÚNISTAR ÆTLUDU AÐ FLÆÐA YFIR ASfU 1965 ,,Sagan hagaði því svo, að ég stóð andspœnis þeirri ógnþrungnu ákvörðun um hvort gripið skyldi í taumana" — segir Johnson í endurminningum forsetinn m.a. að Bandaríkja- menn óski eftir samstarfsríkj um en ekki leppríkjum. Vegna þessarar meginstefnu hafi Bandaríkin tengzt vin- áttuböndum við þau öfl, sem leitaet hafi við að sameina Vestur Evrópu í sterka heild, sem gæti orðið heimsveiLdi. Forsetinn segir, að þetta hafi verið sú stefna, sem Framhald á hls. 13. AÐ undanförnu hafa ýmis erlend stórblöð birt kafla úr endurminningum Lynd- ons B. Johnsons, fyrrum Bandaríkjaforseta, um ár hans í Hvíta húsinu. Kafl- ar þessir eru úr viðamik- illi endurminningagrein, sem Johnson hefur ritað fyrir „The Britannica Book of the Year“, eða ár- bók Encyclopacdia Brit- annica. Hér fara á eftir nokkrar tilvitnanir í það, sem hinn fyrrverandi for- seti hefur um sambúðina við Sovétríkin, Victnam- málið og innrásina í Tékkó- slóvakíu að segja. Um Vestur-Evrópu segir Samtal við' Eshkol vekur úlfaþyt í Israel New York 10. febrúar, AP, NTB. LEVI Eshkol, forsætisráðherra fsraels, segir í viðtali við banda- ríska tímaritið Newsweek í dag, að ekki sé með öllu óhugsandi að fsraelar fengjust tii að láta af hendi allstóran hluta her- numdu svæðanna, ef það gæti leitt til endanlegrar lausnar á vandamálum Miðausturlanda. — ^ Eshkol sagði, að ísraelar teldu sig lipra í samningum en þeir myndu aldrei fást til að láta Jerúsalem af hendi. Þá sagði forsætisráðherrann, að fsraelar væru ófáanlegir til að afsala sér Golanhæðunum. Eshkol sagði, að fsraelum væri það ekkert kappsmál að halda byggðum svæðum á vesturbakka árinnar Jórdan, en áin yrði að verða öruggt og traust svæði, og því yrði að ihafa ísraelska her- flokka meðfram ánni. Aðspurður um vandamál Pal- estinuflóttaimanna sagði hann, að endurkoma þeirra gæti orðið tímasprengja gegn fsrael. Eshkol kvaðst ekki nógsamlega geta lagt á það áherzlu, að hann væri reiðubúinn til að hafa frum- kvæði að hverju því, sem gæti stuðlað að friði og ísraelar væru fúsir til að veita Jórdaníu efna- 'hagsaðstoð. Þegar hann var spurður hvort hann teldi nokkr- ar líkur á því, að ísraelar og Palestínu Arabar gætu búið * Framhald á bls. 10 Stærsti fjnr- skiptnhnöttur heimsins Kennedyhöfða 9. febrúar, AP. BANDARÍKIN skutu á loft stærsta fjarskiptahnetti heimsins á sunnudag, og verður hlutverk hans að hjálpa til við fjarskipti milli herstyrks landsins víðsveg- ar i heiminum. Hnöttur þessi er mjög „fjölhæfur“ og getur bæði gagnað litlum herdeildum, sem þurfa að hafa saimiband sín á 1 milli á orrustuvellinum, og her- stjórnarmiðstöðvum sem þús- undir milna aðskilja. Erlendor fréttir í stuttu móli Moskva 10. febrúar, AP, NTB. FORINGI ungverskra kommún- ista Janos Kadar hélt í dag heim leiðis frá Moskvu eftir fjögurra daga heimsókn þar, sem öll var umvafin hinni mestu leynd. Ekk- ert hefur verið látið uppi opin- berlega um hvert erindi Kadars * hafi verið, en talið er að hann hafi átf fundi með þeim báðuma Brezhnev og Kosygin. Aþena 10. febrúar, NTB. ÍSRABIjSK farþegaþota lenti á sunnudag i Aþenu eftir að borizt höfðu fregnir af því að sprengju hefði verið komið fyrir í vélinni, en hún var á leið frá Rómarborg til Tel Aviv. Vélin var rannsök- uð hátt og lágt og fannst ekkert þar athugavert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.