Morgunblaðið - 11.02.1969, Blaðsíða 28
INNIHURÐIR
ilandsins
mesta úrvali
SIGURÐUR ELÍASSON HF.
AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI.
ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRUAR 1969
17700
Eitt simtal og þér
enið trgggður
ALMENNAR
TRYGGiNGARg
Aðild að EFTA auðveld-
ar þróun nýs iðnaðar
Grundvallaratriði að hœkkun framleiðslu-
kostnaðar verði haldið í algjöru lágmarki
segir í OECD-skýrslu um ísland
MORGUNBLAÐINU, barst í gær
frá viðskiptamálaráðuneytinu
ársskýrsla OECD um ástand og
horfur í efnahagsmálum íslands.
Er hún birt í heild á bls. 10.
í skýrslunni segir m.a. að að-
ild íslands að Fríverzlunarsam-
tökunum mundi veita greiðari að
gang að stórum markaði og auð
velda þróun nýrra greina út-
flutningsiðnaðar. Stærri markað
ur fyrir íslenzka framleiðslu á-
samt frekari niðurfærslu inn-
flutningstolla mundi stuðla að
þróun samkeppnishæfari at-
vinnuvega.
Skýrslunni lýkur með þessum
orðum:
„f þessu efni er það aug-
Ijóslega grundvallaratriði, að
hækkun framleiðslukostnaðar
eftir gengisbreytinguna verði
haldið í algjöru lágmarki.
Reynsla fyrstu 12 mánaðanna
eftir gengisbreytingar á sam-
keppnisaðstöðu atvinnuveganna
og kaupgetu neytenda geta rýrn
að ört af víxlhækkunum verð-
lags og kaupgjalds er fylgja
sjálfkrafa verðlagsuppbótum á
kaupgjaldi og búvöruverð. Að-
lögun raunverulegra tekna að
hinni óhagstæðu aðstöðu út á
við er vissulega sársaukafull.
Það er því mikilvægt, að fullur
og almennur skilningur á allra
hlutaðeigandi aðila sé vakinn á
Drengir íyrir bíl
TVEIR sex ára drengir, Sveinn
Grímsson, Skeiðarvogi 31, og
Stefán Þormar, Skeiðarvogi 45,
urðn fyrir bíl í gær. Hlaut
Stefán litli áverka á hnakka og
lærbrot og var hann fluttur í
Landspítalann, en Sveinn mun
hafa hlotið minni meiðsl og var
gert að þeim í Slysavarðstofunni.
Óhapp þetta varð á móts við
verzlunarhúsin í Álfheimum.
>ar á móts við er gangbraut yf-
ir Álfiheimana og fóru litlu
drengirnir yfir götuna við gang-
brautina. í því kom fólksbíll
norður götuna og skipti það eng-
um togum, að drengirnir urðu
báðir fyrir bílnum og köstuðust
til um 3—4 metra við höggið.
Gatan, sem er malbikuð, var
blaut þegar óhappið varð, en
rigningarlaust var. Hemlaför
bílsins mældust 27 metrar.
nauðsyn slíkrar aðlögunar og á
þeirri staðreynd, að gengisfell-
ing krónunnar er grundvallarað
gerð til þess að ná því marki.“
Verður sáttatillaga lögð fram ?
— Samningafundur hófst í gœrkvöldi
SATTAFUNDUR hófst í sjó-
mannadeilunni á ný kl. 20.30
í gærkvöldi og stóð hann enn
þegar Mbl. fór í prentun. í
gærkvöldi var talið hugsan-
legt að Torfi Hjartarson sátta
Atvinnuleysistryggingasjóður:
H0FUÐST0LL
1300 MILLJ. KR.
Atvinnuleysisbœtur í Reykjavík
4,4 milljónir króna í janúarmánuði
ATVINNULEYSISBÆTUR í jan
úarmánuði síðastliðnum eru lík
lega um það bil 18 milljónir
króna á öllu landinu, sé gert
ráð fyrir að meðalfjölskyldu-
stærð atvinnulausra úti á landi
sé hin sama og í Reykjavík og
að hlutfall kvenna meðal at-
vinnulausra sé einnig hið sama
í Reykjavík og úti á Iandi. Hér
er miðað við tölur er Félags-
málaráðuneytið gaf út eftir mán
aðamótin, en þá var tala at-
vinnulausra á landinu 5368, en
í Reykjavik 1295. í Reykjavík
voru greiddar í atvinnuleysis-
bætur í janúar 4,4 millj. króna.
Um síðastliðin áramót var höf-
uðstóll Atvinnuleysistrygginiga
sjóðs um 1300 milljónir króna.
Á árinu 1968 hafði til 1. desem
ber verið greitt í bætur úr sjóðn
um 21.4 milljónir, en þeir einir,
sem hafa ákveðnar lágmarkstekj
ur og hafa haft 6 mánaða vinnu
á síðustu 12 mánuðum eiga rétt
ti'l bóta.
Samkvæmt upplýsingum Eyj-
ólfs Jóns/sonar, skrifstofustjóra
Tryggingarstofnunar ríkisins
mun erfitt að gera sér grein
fyrir meðalgreiðslu hvers mán-
aðar úr sjóðnum, þar sem greiðsl
Framhald á bls. 27
Vestfjarðabátar:
Fá um 20 tonn í róðri
AFLI Vestfjarðabáta hefur verið
góður undanfarið eins og þegar
hefur komið fram í Mbl.
Þrir Bolungarvíkurbátar, sem
/6 ára veskjabjófur
— hefur blaðasölu að yfirskini
RANNSÓKNARLÖGREGLAN í
Reykjavik hafði um helgina upp
á 16 ára dreng, sem hefur lagt
það fyrir sig að stela veskjum
og hirða úr þeim peninga. Hef-
ur drengurinn viðurkennt 21
veskisþjófnað frá því í sumar,
en þá komst hann í hendur rann
sóknarlögreglunnar fyrir sama af
brot; viðurkenndi þá um 20 vesk
isþjófnaði.
Drengurinn kveðst hafa þann
háttinn á, að hann kemur á vinnu
staði undir því yfirskini, að
hann sé að selja blöð, og þefar
þá uppi jakka og kvenveski, sem
eigendurnir hafa lagt frá sér, og
tekur úr þeim peningaveski. í>eg
ar hann hefur hirt peningana
úr veskjunum, eyðileggur hann
þau svo og öll skjöl og skírteini,
sem í þeim eru.
f þeim 21 veskisþjófnaði, sem
drengurinn hefur nú viðurkennt,
segist hann hafa haft um 22 þús
und krónur og kveðst hann hafa
eytt þvi fé öllu.
komu að aðfaranótt sunnudags
voru með 18—20 tonn hver og
í gær voru þeir komnir út aftur
og voru á svipuðum slóðum og
Patreksfjarðarbátar, sem hafa
aflað mjög vel að undanförnu.
Þrír Flateyrarbátar voru á sjó
í gær, en fjórði báturinn, sem
þaðan hefur róið komst ekki
vegna bilunar. í síðasta róðri
fékk einn bátanna 16 tonn, en
hinir minna, 5—6 tonn.
Pétur Thorsteinsson frá Bíldu-
dal hefur fengið mjög góðan afla
undanfarið þegar gefið hefur
og fékk hann 20 tonn í siðasta
róðri. Er hann með troll, en vél-
báturinn Andri mun hefja línu-
veiðar einhvern næstu fiaga.
Þeir 9 Bíldudalsbátar, sem
stunda rækjuveiðar hafa fengið
sérlega góðan afia undanfarið og
um hádegið hafa þeir yfirleitt
verið búnir að fá 600 kiló, en
það er það magn sem þeir mega
koma með úr ferð.
semjari mundi leggja fram
sáttatillögu, ef samkomulag
næðist ekki á fundinum, en
slík tillaga var ekki komin
fram nokkru eftir miðnætti,
er blaðið fór í prentun.
Leggi sáttasemjari fram
sáttatillögu er skylt að leggja
hana fyrir fundi í félögum
allra deiluaðila og fer þá
fram atkvæðagreiðsla um
hana í félögum yfirmanna,
undirmanna og útvegsmanna
um land allt. Aðilar verða þá
að koma sér saman um fram-
kvæmd þeirrar atkvæða-
greiðslu og þann tíma sem
hún tekur.
m m %
Margt var um manninn á ísn-1
um á Rauðavatni um helgina |
er Sveinn Þormóðsson tók <
þessa mynd. En skjótt skipast
veður í lofti — í gærmorgun I
var komin úrhellis rigning og (
vatnselgur mikill á vegum en(
í gærkvöldi var komin norð- .
anátt, sem fór vaxandi, svo að'
Þess verður líklega skammt (
að bíða að menn, hestar og(
bílar geti á ný leikið listir sin (
ar á hálum ís Rauðavatns.
Togoiinn fnrinn
ÞÝZKI togarinn Glúcksburg frá
Kiel lét úr höfn í Reykjavík síð-
degis á laugardag, en hann kom
hingað á fimmtudagsmorgun eft-
ir að fjórir skipverjar hötfðu í öl-
æði hótað að drepa skipstjóra og
stýrimann. Sitja fjórmenningarn
ir enn í Hegningarhúsinu í
Reykjavík, en í stað þeirra sendi
útgerð togarans tvo menn hing-
að og fóru þeir út með togaran-
um á laugardag.
Vinna við hitaveitu í Ar-
bæjarhverfi aö hefjast
Framkvæmdir við að leggja
hitaveitu í nær allt Árbæjar-
hverfið eru nú að hefjast. Er
verið að ganga frá samningum
við verktakana Hlaðprýði h.f. og
Ólaf Guðbjörnsson, sem hafa tek
ið að sér lagnir í götur og heim
að húsunum í hverfinu fyrir 14
milljónir 42 þúsund krónur. Er
þetta mikla verkefni um það bil
að hefjast og er ætlunin að sam-
býlishúsin í hverfinu verði bú-
in að fá hitaveitu fyrir næsta
vetur.
Munu 35—45 menn að jafnaði
fá vinnu við þessa hitaveitu-
lagningu, og hefur þessvegna
verið fengið lán hjá Atvinrxu-
trygginigarsjóði til að flýta verk
inu, sem hefst strax eins og áður
er sagt.
Mbl. spurði Jóhannes Zoega,
hitaveitustjóra, nánar um þess-
ar framkvæmdir hjá Hitaveit-
unni. Hann sagði, að ætlunin
unin væri að leggja hitaveitu í Ár
bæjarhverfi, Breiðholtshverfi og
hluta af Fossvogshverfi á þessu
ári og næsta, en til þess þyrfti
mieiri boranir í sumar og einnig
fullnaðarfrágang á holunum við
Elliðaárnar. Yrði byrjað að bora
í vor og haldið áfram fram eftir
sumri.
Fyrsta verkefnið af þessum,
sem að ofan eru nefnd, er lagn-
ing í Árbæjarhverfið, sem nú er
að hefjast. Hefur fengizt lán hjá
Atvinnuleysistryggingarsjóði till
þess og fleiri verka, siem verður
til þess að hægt er að auka
hitaveituframkvæmdir, að því er
hitaveitustjóri sagði. Er ætlunin
að heitt vatn verði komið í öll
sambýlishúsin í Árbæjarhverfi í
haust, og í húsin neðan við
Hraunbæ á næsta ári, eða jafn-
vel næsta haust, ef aðstæður
leyfa en hitaveitustjóri kvað
ekki séð fyrir hvort það reynd-
ist mögulegt.
JÓLAPAKKAR
ÓKOMNIR
ÝMSIR erfiðleikar hafa ver-
ið á sambandi fslands við um-
heiminn undanfiarið. Sæsímakap-
allinn Scotice er enn slitinn og
fer því ta'Jsamband við Evrópu
gegnum Kanada. Símritarar 1
Bretlandi gerðu mörgum grikk
með verkfalli sínu og verkfall
hafnarverkamanna á austur-
strönd Bandaríkjanna sem stað-
ið hefur frá því fyrir jól hefur
valdið því að ýmsir, sem
áttu von á jólagjöfum í sjópósti
frá Bandaríkjunum eru enn ekki
búnir að fá þær.
Matthías Guðmundsson póst-
meistari sagði Morgunblaðinu 1
gær, að póstinum bærust öðru
hverju kvartanir frá fólki, sem
ekki væri enn farið að fá pakka,
sem það hefði átt von á að fá í
skipspósti fyrir jól. Væri ástæð-
unnar sennilega að leita í hafnar
verkfallinu í USA og því þýddi
lítið að reyna að grennslast fjrr
ir um þessar sendingar fyrr en
því væri 'lokið.