Morgunblaðið - 18.02.1969, Page 2
2
MOKGUN’BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1969.
Mokafli smá-
báta við Eyjar
UNDANFARNA daga hafa verið
góðar gæftir hjá Eyjabátum, sem
hafa getað róið vegna verkfalls.
Þar er mest um að ræða trillur
og smærri báta. Afli hefur verið
mjög góður hjá þessum bátium
á handfæri, línu og troll. Mestur
var aflinn sl. laugardag, en þá
komust handfæratrillurnar upp í
4 tonn hjá tveim mönnum. Til
dæmis var trillan Hlýri með 4
tonn, trillan Sleipnir með 3 tonn
og Rán með tæp tvö tonn, einn
maður.
Mestur hluti aflans síðustu
daga hefur verið ufsi, en þó hef-
ur einnig verið dágóður þorsk-
afli. Línubátar hafa verið með
ágætan afla og trollbátar hafa
komist upp í 10 tonn á sólarhring
með þriggja manna áhöfn.
í gær var að lifna yfir athafna-
lífinu við höfnina í Eyjum og
sjómenn að búa bátanna til róðra
af fullum krafti, en þá hafði
Trillan Sleipnir hefur aflað vel
við Eyjar að undanförnu eins og
aðrar trillur Þ»r. Á myndinni eru
tveir handfærasjómenn, þeir Sig-
urjón Gottskálksson og Unnar
Guðmundsson, báðir að innbyrða
fisk. Ljósm. Mbl. Si|gurg. Jónass.
fréttzt að róðrar gætu hafist hið
bráðasta.
Fréttir hafa borist af mikilli
loðnu nærri Eyjum. Eindæma
blíða var í Eyjum í gær og hefur
verið undanfarna daga, enda
hafa trillubátar getað róið upp á
hvern dag í nokkurn tíma. Logn
var á Stórhöfða í gær.
KEFLAVÍK
Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn
heldur aðalfund sinn fimmtudag
inn 20. febrúar kl. 9 í Æskulýðs-
húsinu. Að loknum aðalfundar-
störfum verður kaffidrykkja og
spilað verður bingó. Góðir vinn-
ingar. Félagskonur beðnar að
fjölmenna.
Frá fundi menntaskólaæskunnar í gærkvöldi. — Ljósm. Kr. Ben.
Fjölmennur fundur mennta
skólaæskunnar
— með ráðherrunum í gœrkvöldi
Nemendur Menntaskólans í
Reykjavík, Menntaskólans við
Hamrahlíð og Kennaraskóla ts-
lands, efndu í gær til almenns
fundar um fræðslukerfið að
Hótel Sögu og var þangað boðið
menntamálaráðherra, fjármála-
ráðherra, rektorum, skólastjór-
um og öðrum forustumönnum
menntamála í landinu.
Framsögumenn voru fjórir,
einn frá hverjum áðumefnöra
skóla og að aiuki frá Mennta-
skólamum að Laugarvatni. Því-
næst taiaði Gylfi Þ. Gíslason,
menntamálaráðherra. Nefndi
hann nokkur mikilvæg nýmæli,
sem fyrirhugúð eru á næstunni,
svo sem t.d. áætlun að framtíðar
uppbyggingu Háskóla íslands, en
nefnd, sem til þess verkefnis var
skipuð, mun slti'la áliti nœsta
sumar. Nefndi hann atriði, sem
þar eru til atíhugunar, svo sem að
lögfesta kennsluskyldu prófess-
ora svo sem annarra kennara í
skólakerfinu.
Síðan ræddi ráðherra um
menntaskólastigið og húsnæðis-
sikort menntaiskólanna. Það sem
í rauninni hefði verið til vansa
á liðnum áratugum, væri að upp-
bygging menntaskólahúsnæðis
hefði algjörlega veri'ð vanrækt.
Árið 1966 hefði mikil sókn verið
hatfin í þessum efnum með 6,6
milljón króna fjárveitingu, heiÚi
hún aukizt ár frá ári og í ár
væri fjárframlag til bygginga-
mála menntaskóla 38,9 mililjónir
króna. Ráðherrann sagði, að til
mála kæmi að taka einhvem
skóla í Reykjavík undir mennta-
skólakennslu og væri það mál í
athuigun. Beindist athugun þessi
einkum að Gagnfræðaskóla Aust-
urbæjar eða Gagnfræðaskólan-
um við Vonarstræti. Hann gat
þess, a’ð framkvæmdum við 4.
áfanga Hamraihlíðarskólans hefði
verið frestað á sl. ári, vegna
þess að nauðsynlegt hafi verið
að flýta framkvæmdium við
stækkun Menntaskólanis á Akur-
eyri. Hafizt yrði handa við
fjórða áfanga Hamrahlíðarskól-
ans aftur í surnar.
Ráðherrann ræddi um aukið
lýðræði í skólum, þ.e. aukin
áhrif nemenda á stjórn skóJanna.
Hann hvaðst reiðubúinn að veita
há.sikóla&fcúdentum fleiri fulltrúa
í húskólaráði, en andetaða gegn
þessu innan þess væri mikil.
Hann kvaðst þó ekki vilja taka
ákvörðun þar um nema að
fengnu leyfi háskólaráðs. Að-
spurður um það, hvort nemendur
fengju að ráða skipun rektora,
kvað hamn það koma tiil álita í
Háskólanum, þar sem Háskóla-
rektor væri þegar kjörinn af
meðprófessorum sínum, en urn
áhrif nemenda á veitingu rekt-
orsembætta á menntaskólaistig-
inu kvað hann ekki mundu koma
tiil greina þar sem þeir væru
skipaðir af veitingavaldi rikisins.
Það yrði ekki skert. Hins vegar
kvaðst hann hlynntur auknum
áhrifum nemenda á stjórn sfcól-
anna í formi samstarfsnefnda
kennara og nemenda. Hann
minnti nemendur á að auknu lýð
ræði fyigdu auknar skyldur: „Eg
vil,“ sagði ráðherra, „að þeir fái
hvorttveggja, réttinn og skyld-
umar.“
Fundurinn stóð enn er Morgun
blaðið fór í prentun.
Eldur ■ Kelluvíkurbúti
— Tveir skipverjar hœtt komnir
SÍÐASTLIÐINN laugardag kom
upp allmikill eldur í vélbátnum
Helga Flóventssyni SÞ-77, sem
staddur var í Njarðvíkurhöfn.
Eldurinn var í lúkar bátsins og
orðinn talsvert magnaður, þegar
slökkvilið Keflavíkur kom á vett
vang. Nokkurn tíma tók að ráða
niðurlögum eldsins. Tveir 9kip-
verjar voru í vistarverunum og
voru þeir komnir nærri köfnun,
en slökkviliðsmönnum tókst að ná
þeim upp og voru viðhafðar við
þá lífgunaraðferðir og voru þeir
farnir að anda, þegar sjúkrabíll
inn kom með súnefnistæki og var
mönnunum síðan ekið í sjúkra-
hús Keflavíkur til frekari með-
ferðar.
Allt tóbst þetta vel — bæði að
lífga mennina við og ráða niður-
lögum eldsins.
Slökkvilið Keflavíkur er bú-
ið góðum tækjum til atlögu við
slíkar aðstæður, enda tókst það
allt mjög vel.
Talsverðar skemmdir urðu á
bátnum. — hsj.
15 ára drengur strauk norð
ur yfir Þorskafjarðarheiði
Á lauga rd ag-smorgun var
fimmtán ára drengs saknað
frá Djúpadal í Gufudalssveit
í Barðastrandasýslu. Var þeg-
ar hafin leit að honum og
kornu leitarmenn brátt á spor
hans í snjónum. Er þau höfðu
verið rakin alla lefð norður á
Þorskafjarðarheiði, var bænd-
um norðan heiðarinnar gert
viðvart og fór bóndinn á
Kirkjubóli tviisvar um kvöild-
ið að Bafckaseli, sem er eyði-
býli skammt norðan Þorska-
fjarðarheiðar. Um ellefuleytið
á laugardagskvöldið fann hann
mannisspor hjó veiðimanna-
koma þar skammt frá. Safn-
aði hann þá fleiri mönnum
til leitar og kl. hálf tvö á
sunnudagsnóttina fannst pilt-
urinn vfð áðurnefndan veiði-
mannakofa. Hafði hann hvarfl
að þaragað aftur eftir að hafa
hugleitt að legigja á Þorska-
fjarðarheiði öðru sinni.
Þagar drenguxinn fannst
hafði hann verið á ferð í yfir
tuttugu klukkustundir og
gengið að líkindum meira en
fimmtíu kílómetra. Hann var
þó furðu vel haldinn og virt-
ist ekki hafa orðið meint af
þessari ferð.
Bóndinn í Djúpadal, Samúel
Sakaríasson, fór við annan
mann á slóð piltsins norður
Þorskafjarðarheiði. Lentu
þeir þar í þoku og smávillu og
gistu aðfararnótt sunnudags-
ins í sæluhúsi þar á heiðinni.
Komu þeir til byggða um -d.
11 á sunnudagsmorgun.
Mbl. hafði í gær samband
við Samúel og spurði hann
um drenginn og strok hans og
leit þeirra félaga. Sagði Sam-
úel, að dxengurinn hefði verið
í Djúpadal bálft þriðja ár, en
hann væri annars úr Reykja-
vík. Sl. haust hefði hann gert
stroktilraun, og þá verið gef-
inn kostur á að flytjast suður
til Reykjavíkur, en þá hefði
hann beðið um að vera áfram
í Djúpadal. Hann hefði áður
verið í sveit annars staðar, en
lítið tollað þar.
Samúel lét lítið af þeim
hrakningum, sem hann og fé-
lagi hans hefðu lent í, en
sagði þó, að betra hefði verið
að víkja að í sæluhúsinu, ef
þar hefði verið eitthvað þeirra
nauðsynja, sem í slíkum hús-
um á að vera. Þarna væri
ekki sími eða talstöð og jafn-
vel ekki teppi, dýnur eða eld-
færi. Og einu skóflunni, sem
þarna hefði verið, hefði verið
stolið nýlega.
Drengurinn var í gær stadd
ur á Laugabóli í Nauteyrar-
hreppi, en þar bíður hann eft-
ir ferð til Reykjavíkur. Jón
Guðjónsson bóndi á Lauga-
bóli sagði í símtali við Mbl. í
gær, að sýnilegt væri, að ekki
hefði mátt múna nema um
tveimur klukkustundum á
ferð drengsins norður yfir heið
ina til þess að dagar hans
hefðu verið taldir. Drengur-
inn kom við í sæluhúsinu á
leið sinni yfir Þorskafjarðar-
heiði og er hann var komirun
niður að veiðimannakofanum
hafði að sögn hvarflað að hon
um að halda aftur á beiðina,
og þá hefði hann tæplega
bjargazt. Annars sagði Jón, að
drengurinn hefði sýnt furðu
mikið þrek í þessari ferð, ekki
sízt með tilliti til þess, að
hann hefði ekkert sofið
nóttina áður en harm lagði
upp og hefði ekki haft
mikinn mat með sér, að-
eins nokkrar brauðsneiðar.
Hann var sæmilega búinn, en
var þó ekki í prjónanærföt-
um.
Gina skrómnðist
Rómaborg 17. febr. AP.
ÍTALSKA kvikmyndaleiikkon
an Gina Lollobrigida lenti í
bifreiðaárefcsitri skammt fyrir
utan Rómabong á siunnudag.
Meiðsl leikfconunnar voru
ekki alvarleg, en hún hnéskelj
arbrotnaði og hlaut nokkrar
minniháttar skrámur.
Bíll stórskemmdist
í FYRRAKVÖLD valt bíll með
fjórum ungum mönnum skammt
frá Geldingaá í Melasveit í Borg
arfirði. Fór bíllinn fyrtst á hlið-
ina, en síðan á toppinn og er
stórskemmdur en piltana sakaði
ekki.