Morgunblaðið - 18.02.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.02.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1969. 3 Tveir menn fórust í bílslysi austur í Biskupstungum — eftir mjög harðan áreksfur en eigin- konur þeirra voru fluttar í sjúkrahús TVEIR menn biðu bana í hörð- um bifreiðaárekstri skammt austan Vatnsleysu í Biskups- tungum sl. laugardag, þeir Einar G. E. Sæmundsen, skógarvörð- ur, og Tryggvi Guðmundsson, verzlunarmaður. Voru þeir á austurleið í fólksbíl, er leigubíll úr Reykjavík kom á móti. Varð áreksturinn á hæð, sem þó er ekki blind. Ökumenn höfðu of seint orðið hvors annars varir á veginum. Skullu bílamir sam- an með framendana, á mikilli ferð. Bílstjóri leigubílsins var rólfær eftir slysið og hljóp heim að bænum Heiði, sem er þarna rétt hjá og hringdi á sjúkrabíl. Konur þeirra Einars og Tryggva, Sigríður Vilhjálmsdóttir og Ragna Jónsdóttir, voru með þeim í bílnum. Slösuðust þær báðar talsvert, en leið eftir von- um, er Mbl. spurðist fyrir um líðan þeirra í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum Jóns Guðmundssonar, yfirlögreglu- þjóns á Selfossi, varð slysið á laugardag og barst Selfosslög- reglunni tilkynning um það ki 14.55. Sendu þeir strax tvo sjúkrabíla á vettvang, ea- voru komnir á slysstað 40 mínútum síðar, en um 60 km. leið var að fara. Einar Sæmundsen skógarvörð- ur ók bíl sínum og var á austur leið er slysið vildi til. Var ferð- inni heitið að Bergsstöðum í Biskupstuhgum, sem þeir Einar og Tryggvi áttu í félagi við þrjá ménn aðra. Var upplhaflega ætl- unin að fara þangað á sunnudag, en vegna þess hve veðrið var gott á laugardag, var förinni flýtt um einn dag. Á hæðinni þar sem árekstur- inn varð, var allmikil hálka og munu ökumenn bílanna, sem báðir voru á nokkurri ferð, of seint hafa orðið hvor annars varir. Hafði Einar heml- að, er hann sá bílinn koma á móti, en vegna hálkunnar hafði bíll hans runnið á fullri ferð á föstum hjólum. Ökumaður leigu bílsims kvaðst hafa sveigt aðeins til vinstri á síðustu stund. Kvað hann sér hafa verið ljóst, að það var ekki rétt, en hann hafi tal- ið það einu leið til að forðgst árekstur. Tryggvi og Einar voru báðir í framsæti fólksbílsins. Voru þeir báðir látnir er lögregla og sjúkra bílar komu á vettvang. Konur þeirra sátu í aftursæti bílsins, báðar allmikið slasaðar, m.a. handleggsbrotnaði Ragna, en Sig ríður lærbrotnaði illa. Voru þær fyrst fluttar í Sjúkrahúsið á Sel fossi, þar sem þær voru rann- sakaðar og gert að sárum þeirra til bráðabirgða, en síðan voru Tryggvi Guðmundsson verzlunarmaður. þær fluttar á Landa'kotsspítalann í Reykjavík. Var líðan þeirra eft- ir vonum í gærkvöldi, var Ragna Einar G. E. Sæmundsen skógarvörður. þá að ná sér, en Sigríður beið þess, að lærbrot hennar yrði siett saman, en það er allmikil að- gerð. Bílstjóri leigubílsins slasaðist meira en í fyrstu var talið. Var hann handleggsbrotinn, síðubrot- inn og með brotna hnéskel. Einar Sæmundsen var 51 árs gamall. Lætur hann eftir sig 4 uppkominn börn, öldruð móðir hans er á lífi. Tryggvi Guðmundsson, sem var starfsmaður O. Eli'lngsen verzlunar var 55 ára. Hann var barnlaus. Leigubifreiðin eftir áreksturinn. Banaslys við Búrfell Skurðgrafan dregin upp úr Ióninu. (Ljósm. Mbl. Þ. P.) Búrfelli 17. febrúar. Banaslys varð hér við Búr- fell sl. föstudag, er 26 ára gamall maðirr, Árni Tómas- son, Skólavöllum 11, Selfossi, drukknaði, er hann var að vinna með skurðgröfu að brjóta ís hér á Lóninu. Árni lætur eftir sig konu og þrjú börn, það yngsta fimm mán- aða. Kl. sex á föstudaig fór Arni á skurðgröfunni að brjóta ís á lón- inu, en stáfla var í síum, sem dæla vatni upp í siteypustöðina. Vitað er, að hann var að vinna þar fimm mínútum fyrir kl. 7. Kl. 13 mínútum yfir sjö verður Högglund, forstjóra steypustöðv arinnar, litið út um glugga í búsi sínu, en hann býr þarna rétt hjá, og sér að efcki er allt með felldu, kraninn var fcominn otfan í lónið. Hann fór þá út í mötuneytið og sótti hjálp þang- að, og 16 miínútum yfir sjö voru menn komnir á siysstaðinn. Haíði kraninn stungizt á end- ann ni'ður í lónið og sneri hurð- in niður. Var húsið að mestu í katfi, en mennirnir brugðu sfcjótt við otg brutu rúðuna í þeirri h!V5 hússdns, sem upp sneri og náðu Áma þar út. Svo vildi tii, að þarna var fflokkur manna, sem daginn áður hatfði lokið nám- skeiði í hjálp í viðilögum, og hótfu þeir þegar Mtfgunarti'lraunir, und ir stjórn Ástu Aðalsteinsdóttur, hjúkrunarkonu, sem þarna er startfandi. Héldu þeir lífgunartil- raunum áfram í klukfc'ustund unz læfcnir fcom, en þá var sýnt að þær báru ekfci árangur. Fréttaritari. VIÐ BJÓÐUM YÐUR k Hagkvœmusfu greiðsluskil- mála sem þekkjast — ■jc Lágt verð -jc Vandaðar vörur -jc Cóða þjónustu r~ta í-»ö!íirp -Wh » I Simi-22900 Laugaveg 26 STAKSTEINAR Efling atvinnulífs Erfiðleikamir í íslenzkum at- vinnumálum að undanfömu hafa áorkað þvi, að fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því, hver lífs- v nauðsyn það er, að atvinnuveg- irnir séu öflugir og reknir halla laust Þannig og aðeins þannig er unnt að tryggja örugga at- vinnu og góð lífskjör. Jafnvel stjórnarandstæðingar hafa á undanförnum mánuðum haft um það mörg orð, að íslenzkir atvinnuvegir væru nú illa sett- ir og þeim þyrfti að bjarga. Að visu vilja kommúnistar — og raunar ýmsir Framsóknarmenn líka —þjóðnýta sem flesta hluti eða þá að koma á allsherjar sam vinnurekstri. Þessir aðilar hafa aldrei haft trú á einkarekstrin- um og allt viljað gera til að koma honum á kné. Þess vegna brosa einkaframtaksmenn, þegar sósíalistar þykjast allt í einu vera orðnir aðal baráttumenn s fyrir heilbrigðu framtaki. En gott er þó að fá viðurkenningu fyrir því, að atvinnureksturinn þurfi að vera öflugur. Áhiif gengis- breytingarinnar Eins og ölium er ljóst, eru megináhrif gengisbreytingarinn ar þau, að unnt á að vera að tryggja sæmilega afkomu út- flutningsatvinnuveganna, enda sjást þess nú merki um land allt, að ný gróska sé að færast í sjávarútveg og iðnað og mik- ill framfarahugur er í mönn- um. Þegar efnahagsaðgerðirnar voru gerðar 1960, var lagður grundvöllur að öflugri fram- leiðslustarfsemi. I kjölfar þeirra ^ ráðstafana voru stöðugar fram- farir og batnandi lífskjör í hálf- an áratug, svo að aldrei í sög- unni hefur íslenzka þjóðin sótt jafn hratt fram og einmitt á þeim árum. Nú er nauðsynlegt að tryggja, að aðgerðirnar, sem gerðar voru fyrir áramót, beri sama árangur og náðist í upp- hafi þessa áratugs. En til þess að svo megi verða, er nauðsyn- legt að koma í veg fyrir víxl- hækkanir kaupgjalds og verð- lags, þess vegna verður undir engum kringumstæðum unnt að bæta mönnum að fullu þær verðhækkanir, sem orðið hafa, með vísitölugreiðslum, slikt væri óðs manns æði. Verum vel á verði Á því leikur enginn vafi, að óheillaöfl í þjóðfélaginu munu reyna að vinna að því að áhrif gengisbreytingarinnar verði að engu gerð, þannig að áfram verði hér atvinnuleysi og vandræði á sviði atvinnulífsins. Þetta eru þau öfl, sem helzt vilja sjá allt einkaframtak iiggja í valnum, þótt þau stundum þykist vera málsvarar atvinnulífsins. Það hlýtur að vera sameiginlegt áhugamál vinnuveitenda og laun- þega að tryggja nú í eitt skipti t fyrir öll, að sá árangur náist af gengisbreytingunni, sem að er stefnt, þ.e.a.s. að öll atvinnu- tæki verði fullnýtt, framleiðsla mikil, úttflutningstekjur stórauk- ist, svo að unnt verði áður en langt um líður að bæta kjörin á ný, en hver maður hlýtur að skilja, að þegar slík áföll verða, sem við íslendingar höfum orðið fyrir, þá verða allir að taka á sig byrðarnar um sinn til þess að búa í haginn fyrir framtiðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.