Morgunblaðið - 18.02.1969, Blaðsíða 11
MORGUlNfBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1960.
11
Alþjóðabankinn hefur sýnt
Islandi traust og velvilja
— segir Vilhjálmur Þór, sem hefur átt
sœti í stjórn bankans sl. 4 ár
VILHJÁLMUR Þór, sem heí-
ur verið einn af bankastjór-
um Alþjóðabankans í Wash-
ington sl. 4 ár, kom heim að-
faranótt sl. sunnudags.
Morgunblaðið ræddi í gær
við Vilhjálm og spurði hann
um starf hans hjá bankanum.
Vilhjálmur sagði:
— Ég hóf starf hjá Alþjóða
bankanum 1. nóvember 1964
og lét af því 31. október 1968.
Kjörtímabilið er tvö ár í senn
og hefst 1. nóvember. Frá því
ég hætti hjá Alþjóðabankan-
um hef ég dvalizt vestanh-afs
í einkaerindum, m.a. dvald-
ist ég um tíma hjá dóttur
minni, sem er gift í Bandaríkj-
unum.
— Það er mjög lærdóms-
ríkt og fróðlegt að vera í
stjórn Alþjóðabankans. Hann
veltir geysimiklum fjárhæð-
um. f þau 22 ár, sem bankinn
hefur starfað, hefur hann lán
að yfir 11 milljarða dollara.
Á síðasta 9tarfsári lánaði bank
inn 847 milljónir doUara.
— Það er mjög merkilegt
við starfsemi Alþjóðabankans,
að hann hefur aldrei tapað fé
á útlánum. Hann hefur ætíð
fengið öll lán og vexti endur-
greidda með skilum. Við síð-
ustu reikningsskil voru vara-
sjóðir bankans orðnir 1.160
milljónir dollara.
— Tvö önnur fyrirtæki
heyra undir stjórn Alþjóða-
bankans, annað þeirra er IDA
(International Development
Association). Það er eins kon
ar systurfyrirtæki, sem rekið
er fyrir gjafafé 18 auðugra
þjóða. Alls eru 98 þjóðir að-
ilar að IDA, en af þeim eru
aðeins 18, sem hafa séð sér
fært að leggjá fram árlegt
framlag. Stofnunin lánar fá-
tækum þjóðum, sem ekki geta
tekið lán í Alþjóðabankanum.
Lán IDA endurgreiðast á 50
árum og eru engir vextir af
þeim greiddir. Auðvitað er ís-
land alltof ríkt til að fá lán
hjá IDA.
— Hitt systurfyrirtæki Al-
þjóðabankans er IFC (Intema
tionál Finance Corporation),
sem starfar með fé frá bank-
anum, en lánar aðeins til einka
framtaksfyrirtækjá.
— Ég vil gjarnan geta þess,
að í yfirstjórn bankans eru
fulltrúar 20 ríkja, menn frá
ýmsum stöðum á hnettinum
og af ýmsum litarhætti. Þessi
hópur vinnur saman á mjög
ánægjulegan hátt og þar rík-
ir samhugur um að reyna að
lyfta heiminum til meiri fram
fara. Það er mjög ánægjulegt,
að hafa haft tækifæri til að
taka þátt í þessu starfi og
Vilhjálmur Þór.
vera með í því að stuðla að
vali framkvæmda í hinum
ýmsu löndum, ekki sízt þró-
unarlöndunum.
— Aðalbankastjóri Alþjóða
bankans nú er Robert McNam
ara, fyrrum varnarmálaráð-
herra Bandarikjanna. Hann
tók við starfinu á sl. ári. Ég
ttel það mikið happ fyrir Al-
þjóðabankann að geta hagnýtt
þann mikla starfskrait sem
McNamara býr yfir. Þeir
bankastjórar, sem gegndu em
bætti á undan honum, voru
einnig afbragðsmenn. Má þar
ekki sízt nefna George D.
Woods, sem var aðalbanka-
stjóri í 5 ár og lagði inn á
margar nýjar brautir. Mc-
Namara hefur þegar sýnt, að
val hans var skynsamlegt,
gott og æskilegt.
— Alþjóðabankinn hefur
sýnt íslandi traust og velvilja
og Veitt mörg lán til lands-
ins. Ekki sízt sýndi bankinn
fslandi velvilja með því að
lána 18 milljónir dollara til
Búrfellsvirkjunar. 'Það er
stærsta lán, sem bankinn hef-
ur veitt einni þjóð, miðað við
íbúafjölda að sjálfsögðu. Það
var sérstaklega ánægjulegt,
hve afgreiðsla þess láns fór
fram á vinsamlegan og
skemmtilegan hátt á sínum
tíma.
— Norðurlöndin skipta með
sér fulltrúa í stjórn Alþjóða-
bankans. Það var Svíi, sem
tók við 1. nóvember sl.
— Dvölin vestra var mjög
ánægjuleg fyrir mig og Rann
veigu konu mína. Við kynnt-
umst fjölda af ágætu fóUd.
Þótt það hafi verið ágætt að
vera erlendis þessi 4 ár og
við unað vel okkar hag, þá er
þó alltaf heima bezt.
— Ég er nú kominn á sjöt
ugasta aldursárið og það þýð-
ir, að ég hef ekki að neinu
sérstöku að snúa hér heima.
FÉLAG ÁHUGAMANNA UM
SJÁVARÚTVEGSMÁL STOFNAÐ
MORGUNBLABINU hefur borizt
fréttatilkynning, þar sem segir
frá stofnun „Félags áhugamanna
um sjávarútvegsmál." Formaður
þess er Gunnar Friðriksson, fram
kvæmdastjóri, Reykjavík. Til-
kynningin er svohljóðandi:
„Sl. laugardag, 15. febrúar, var
stofnað hér í Reykjavík Félag
áhugamanna um sjávarútvegsmál.
Formaður^ undirbúningsnefndar,
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, fram-
kvæmdastjóri, gat þess í upp-
hafi fundarins um aðdraganda
félagsins, að 15. desember 1968
hafi verið efnt til fundar um
sjávarútvegsmál í Sigtúni í
Reykjavík. Þar kom fram till.
um að efna til stofnunar félags
áhugamanna um sjávarútvegsmál
og var síðan efnt til slíks fundar
á sama stað 8. janúar sl.
Þá kom fram, að málið hafði
ekki verið nægilega undirbúið,
m.a. höfðu ekki verið samin drög
að lögum fyrir félagið. Varð þá
að ráði að kjósa undirbúnings-
nefnd í þessu skyni og skyldi
hún efna til framhaldsstofnfund
ar, þess er í upphafi getur. Nefnd
in hafði haldið nokkra fundi og
haft samráð við nokkra aðila ut-
an hennar.
Starfssvæði félagsins er allt
landið og er félagið opið öllum
einstaklingum, sem áhuga hafa
á sjávarútvegsmálum. Tilgangur
Nýtt lyf viö Parkinsons-
sjúkddmi vekur athygli
Heitir L-dopa — Sjúklingar í Bandaríkj-
unum hafa fengið „gífurlegan" bata
í tilraunum
NÝTT lyf, sem hefur orðið
„til gífurlegs bata“ þeirra,
sem þjást af Parkinssons-sjúk
dómnum svonefnda, hefur
verið rómað sem „mikilvæg-
asta framlag til læknismeð-
ferðar á sjúkdómum í tauga-
kerfi í 30 ár“. Þessi ummæli
komu fram í ritstjórnargrein
í bandaríska læknatímaritinu
New England Journal of Med-
icine, sem venjulega er íhalds
samt í orðfari. Fylgdi ritstjórn
argreininni frétt þess efnis að
20 af 28 sjúklingum, höldnum
Parkinsons-sjúkdómi, og
fengið hefðu meðferð með
hinu nýja lyfi, sem heitir L-
dopa, hafi fengið „greinileg-
an eða jafnvel gífurlegan
bata.“
Hið nýja lyf, sem hefur
einnig skilað svipuðum
árangri við tilraunir víðar í
Bandaríkjunum, er enn aðeins
fáanlegt til rannsóknarstarfa,
en talsmaður Taugakerfissjúk
dóma- og heilablæðingastofn-
unarinnar bandarísku hefur
látið þau orð falla, að Park-
inssons-sjúklingar muni
Lþrýsta svo mjög á, að lyfið
muni verða sett á almennan
markað á sumrj komanda.
40.000 Á ÁRI
Ekki er lengra síðan en 1966
að læknar töldu að ekki væru
á næsta leiti neinar þær að-
ferðir, sem dugað gætu við
Parkinsons-sjúkdómnum, en
um 40.000 Bandaríkjamenn
bætast árlega í þann hóp
manna, sem haldinn er þess-
um sjúkdómi.
Parkinssons-sjúkdómurinn
er heilasjúkdómur, og eru
fyrstu merki has titringur og
skjálfti, sem eykst þar til
sjúklingurinn missir stjórn á
vöðvum sínum, og vöðvarnir
verða stífir. í mörgum tilvik-
.um er sjúkdómurinn ban-
vænn.
í fyrrnefndri ritstjórnar-
grein í New England Journal
of Medicine, segir ritstjórinn,
taugasérfræðingurinn dr. Dav
id C. Poskanzer frá Boston, að
L-dopa sé upphafið að „nýju
timabili meðferðar" á Park-
insonssjúklingum.
Skýrslan um sjúklingana,
sem birt var í blaðinu, var
eftir þrjá lækna, þá George
C. Cotzias, Paul S. Papavasil-
iou og Rosemary Gellene, en
læknar þessir starfa allir við
The Medical Research Center
of Brookhaven (NY) National
Laboratory.
TVEIR HÓFU STÖRF Á NÝ
Læknarnir greina frá því,
að tveir sjúklingar, trésmiður
og lögfræðingur, hafi aftur
getað hafið vinnu eftir að
hafa fengið meðferð með L-
dopa.
Læknarnir segja, að til þess
að L-dopa nái tilgangi sínum,
verði skammtarnir, sem sjúkl-
ingnunum eru gefnir, að auk-
ast smátt og smátt þar til svo
sé komið að sjúklingurinn
taki mikið magn af L-dopa.
Sjúkdómseinkennin tóku að
hverfa í öfugri röð við það,
er þau komu fram. Fyrst
hvarf lömunin, síðan vöðva-
stífnin og loks skjálftinn og
titringurinn.
Af þeim 28 sjúklingum, sem
tilraun þessi náði til, sögðu
læknarnir að tíu hefðu fengið
„gífurlegan" bata, fjórir
„töluverðan“ bata og fjórir
„nokkurn1 bata.
Dr. Poskanzer segir i tíma-
ritggrein sinni að þessi tilraun
„sýni ljóslega að L-dopa get-
ur unnið á flestum þeim sjúk-
dómseinkenn.um Parkinsons-
sjúkdómsinis, sem valda því að
menn verða óverkfærir, og
hægt er að gefa lyfið í mjög
ríkum mæli í langan tíma, ef
skammtarnir eru auknir
hægt.“
þess er að vinna að hvers konar
framförum á sviði sjávarútvegs,
sem stuðlað geti að hagstæðri
þróun hans og kynna þýðingu
hans fyrir þjóðinni. Skal að því
unnið með alhliða upplýsinga-
starfsemi.
Félagið stefnir að góðri sam-
vinnu við öll félagssamtök, sem
vinna að hagsmunamálum sjáv-
arútvegsins svo og við sjávarút-
vegsmálaráðuneytið og stofnanir
sem ajávarútvegurinn á sam-
skipti við.
Samkvæmt félagslögunum á að
halda fundi eigi sjaldnar en einu
sinni í mánuði, vetrarmánuðina,
um ákveðin efni. — Má ætla að
félagsstjórnin leitist við að fá
ákveðinn framsögumann hverju
sinni til að reifa fundarefnið.
Auk framanritaðs íjalla félags
lögin um ýmis önnur efni svo
sem stjórnarkjör, fyrirkomulag
atkvæðagreiðslna, félagsgjöld,
sem eru 200.00 kr. á ári, o.fl. svo
sem venja er.
Frumvarp undirbúningsnefnd-
ar var samþykkt einróma með
einum viðauka.
Sjávarútvegsmálaráðherra,
Eggert G. Þorsteinsson, sat fund-
inn og ávarpaði hann. Fagnaði
hann félagsstofnun þessari og
árnaði félaginu heilla í störfum.
Kvað hann mikils vert, að menn
af áhuga efndu til slíkra frjálsra
samtaka, mikilvægi sjávarútvegs
ins og eining um hagsæld hans
væri þjóðamauðsyn og í þeim
efnum væri margt að vinna til
eflingar honum. — Ráðherrann
gerðist einn af stofnendum fé-
lagsins, en þeir voru alls 86. Ljóst
var af ræðum fundarmanna, að
þeir töldu að mikið ætti eftir
að fjölga í félaginu.
í fyrstu stjórn félagsins vonj
kosnir eftirtaldir menn: Gunnar
Friðriksson, framkv.stj., Reykja-
vík, formaður, Eyjólfur Isfeld
Eyjólfsson, framkv.stj. Garða-
hreppi, varaformaður og með-
stjórnendur Jóhann J. E. Kúld,
fiskmatsmaður, Reykjavík, Loft-
ur Júlíusson, skipstjóri, Reykja-
vík, Jón Þ. Ámason, framkv.stj.
Reykjavík, Guðlaugur Tr. Karls-
son, hagfræðingur, Reykjavik og
Ingimar Einarsson, lögfr. Reykja
vík. — í varastjórn voru kosnir:
Árni Benediktsson, Reykjavík,
Sveinn Benediktsson, Reykjavík,
Einar Sigurðsson, Reykjavík, Pét
ur Sigurðsson, alþ.m., Reykja-
vík, Guðmundur H. Garðarsson,
Reykjavík, Grettir Jósepsson,
Hafnarfirði og Jón Sveinsson,
Garðahreppi.
Á stjómarfundi, sem haldinn
var þegar eftir stofnfundinn var
Jóhann J. E. Kúld kosinn gjald-
keri og Ingimar Einarsson, rit-
ari.
Fundarstjóri á stofnfundinum
var Jón Þ. Árnason.
Til leigu eða sölu
er 4ra herb. íbúð í tvíbýlishúsi í Hafnarfirði.
Nánari upplýsingar á skrifstofunni.
Hrafnkell Ásgeirsson, hdl.,
Strandgötu 45, Hafnarfirði,
simi 50318.
SÝNINGIN
„Öst-Grönland og dets kunst“
verður opin daglega frá og með fimmtudeginum
20. febrúar kl. 10—20 í Norræna Húsinu.
Á sýningunni er m.a.: Kvenbátur, tmmbur, hunda-
sleðar, húðkeipur, leikföng, hvaljárn, fuglaspjót,
skartgripir, dansgrímur, eldfæri, hnífar og heimilis-
áhöld. — Allir velkomnir.
Norræna félagið,
Dansk- ísl. félagið,
Norræna Húsið.