Morgunblaðið - 11.03.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.03.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1909. 17 FRIÐRIK DANAKONUNGUR ganga í sjóherinn. Eftir fjög- urra ára nám í foringjaskóla danska sjóhersins, var hann foringi á mörgum skipum flot- ans. Árið 1935 var Friðrik orð inn sjóliðsforingi á tundur- skeytabát „Hvalrossen" og hafði í þjónustu sinni 34 sjó- liða. Um þetta leyti kvæntist Frið rik. Gekk hann að eiga Ingi- ríði Svíaprinsessu, sem fædd er 29. marz 1910. Brúðkaupið fór fram í Storkyrkan í Stokk- hó'lmi og að loknu brúðkaup- inu sigldu ungu hjónin með konungsskipinu Dannebrog til Kaupmannahafnar, þar sem þau fengu konunglegar móttök ur svo sem vera bar. Hveiti- brauðsdögunum eyddu þau í Rómaborg, og síðan hafa þau farið þangað árlega í sumar- leyfi. Eftir brúðkaupið hófu þau hjón búsetu í Amalíenborg arhöll. Friðrik konungur hefur á- vallit verið mikill íþróttaunn- andi, hefur gaman af því að fara á veiðar ög fær sér sund- sprett annað slagið. Hann vill helzt aka bifreið sinni sjálfur Og þegar Margrét dóttir hans tilkynnti trúlofún sína, ók hann sjálfur hjónaefnunum um götur Kaupmannahafnar. Margrét prinsessa — elzta dóttirin er fædd 16 apríl 1940. Hún giftist Henri greifa de La- borde de Monpezat, nú Henrik prins af Danmörku, 10. júní 1967. Hin næste'lzta, Bene- dikta prinsessa fæddist 29. apríl 1944. Hinn 3. febrúar gift ist hún Ricihard prins af Sayn-Wittgenstein-Berlen- burg. Yngsta dóttirin Anna María fæddist 30. ágúst 1946 og giftist Konstantín Grikkja- konungi 18. september 1963. Eftir er þá að nefna eitt mesta áhugamál Friðriks kon- ungs, en það er tónlistin. Ung- ur lærði hann að leika á slag- hörpu og síðar, er hann kynnt- ist danska hljómsveitarstjóran- um Georg Höeberg, fékk hann mikinn áhuga á hljómsveitar- stjórn. Friðrik konungur hef- ur þó ekki fengizt til að halda tónleika opinberlega, en tóniist í flutningi hans, þar sem éiann stjórnaði hljómsveit Konung- lega leikhússins í Kaupmanna- höfn, hefur verið gefin út á plötu, sem seld var til ágóða fyrir Flóttamannahjálp Samein uðu þjóðanna. Friðrik konungur hefur á- vallt verið mikið fyrir sína þjóð. Hann er mjög lýðræðis- legur í hugsun og á hernáms- árumum 1940 til ’45 hélt hann uppi ásamt föður sínum virð- ingu þjóðarinnar. Þá gekk hann oft og tíðum ásamt konu sinni og dóttur um götur Kaup mannahafnar. Fyrir nokkrum árum tók Frið — sjötugur í dag FRIÐRIK IX Danakonungur — síðasti krónprins íslendinga er sjötugur í dag. Hann komst til valda í Danmörku hinn 21. april 1947, þegar þáverandi for sætisráðherra Dana, Knud Kristensen tilkynnti það að gömlum sið af svölum þinghall arinnar í Kaupmannahöfn — Kristjánsborgarsloti. Hinn nýi konungur, sem þá var 48 ára gamall, ávarpaði mannfjöldann sem safnazt hafði saman við höilina og lofaði að feta í fót- spor föður síns, Kristjáns X sem andazt hafði daginn áður. Þegar sem ríkisarfi hafði Friðrik og Ingiríður kona hans, sem er sænsk að uppruna skip að sér sess á meðal Dana sem æðsta fjölskyldan og litið var á hana sem fyrirmynd að heil- steyptri og hamingjusamri fjöl skyldu. Friðrik og Ingiríður höfðu nú þegar brotið á bak afbur ýmsar hindranir sem áð- ur höfðu verið í millum þjóðar- innar og hinnar tignu fjöl- skyldu. Vinarlegt og frjálslegt viðmót kom í stað strangra hirð siða við opinberar athafnir og vinahópur fjölskyldunnar víkk- aði stórum, og þó sérstaklega, þegar dæturnar, Margrét, Bene dikta og Anna María hófu skólagöngu í almennum skólum. Friðrik konungur naut sjálfur einkakennslu, en gekk ekki í almenna skóla. Friðrik IX fæddist í stjórn- artíð langafa síns, Kristjáns IX, sem lézt 1906. Langafi hans var þá almennt kallaður tengdafaðir Evrópu og sonar- sonur hans vandist því, að kon ungafólk Evrópu safnaðist sam an í Fredenborgarhöll. Hann ólst upp í Sognefrihöll í út- jaðri Kaupmannahafnar ásamt bróður sínum Knúti prins, sem býr þar enn. Knútur hefur ný- lega lýst því, hve skemmtilega bernsku þeir bræður hefðu átt og um nætur skemmtu þeir sér á stundum við það að aka á miklum hraða umhverfis höll- ina án 'ijósá. Við skyndilegt fráfall afa síns, Friðriks VIII, varð hinn ungi prins krónprins. Fimm ár- um síðar 1917 var hann skrá- settur í herinn og ákvað að Frá heimsókninni 1956. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirs- son og Friðrik IX heilsa fagnandi íslendingum, Ólafur K. Magnússon tók myndina. Þessi mynd var birt á síðastliðnu ári og var fyrsta myndin, sem tekin var af Friðriki konungi með dóttursyni sinum Frið riki prins og Margréti ríkisarfa til birtingar. Ef Friðriki litla endist líf og lieilsa, verður hann næsti konungur Danmerk- ur. rik að búa dóttur sína undir skyldur þjóðhöfðingjans. Hún situr nú alla ríkisráðsfundi. Til vonandi drottning verður að vera viðbúin, hvenær sem kall- ið kemur. Friðrik IX og kona hans Ingiríður drottning komu í opinbera heimsókn til íslands í apríi 1956. Ölafur K. Magnússon tók þessa mynd er konungshjónin fóru í Þjóðleikhúsið ásamt gestgjöfum sínum forsetafrú Dóru Þórhallsdóttur og herra Ásgeiri Ásgeirs- syni, forseta Islands. Laxveiöin við V-Grænland Eftir Jón Jónsson, fiskifrœðing Það hefur gætt talsverðs mis- ákilnings ýmissa hér á landi að undanförnu um afstöðu íslands til þeirrar tillögu Kanadamanna á fundi Norðvesturatlantshafs- nefndarinnar í London í fyrra að banna alveg, eða þá að stemma stigu við frekari aukningu lax veiðanna við Vestur-Grænland. Ég hefi jafnvel heyrt því haldið fram að afstaða okkar hafi ráð- ið úrslitum í þessu máli og að það hafi fallið á okkar atkvæði. Sannleikurinn er hins vegar sá, að ekki fór fram nein atkvæða- greiðsla á fundinum um málið. Það var strax í upphafi vitað, að Danir og Norðmenn myndu mótfallnir tillögunni, enda kom það fram í umræðunum, að Dan- ir sérstaklega, lögðust eindregið gegn henni. Hér er að nokkru leyti um að ræða danskt innan- ríkismál, þar sem verulegur hluti veiðanna fer fram í grænlenzkri landhelgi. Það olli einnig erfiðleikum, að tillagan var lögð það seint fram, að margir fulltrúanna, þar á með al undirritaður, höfðu ekki getað rætt hana við rétta aðila í heima landi sírau, en víða heyrir lax- veiðin undir landbúnaðarráðu- neytið, en ekki sjávarútvegsmál. Okkar þáttur í þessum umræð- um var sá, að þegar auðséð var að engin von var til þess að hægt væri að komast að sam- komulagi, lýsti ég því yfir, að ég gæti ekki tekið ákveðna af- stöðu í málinu, að þessu sinni, en lagði áherzlu á, að 'hraðað yrði eftir föngum rannsóknum, svo að auðveldaia væri að mynda sér skoðun um áhrif veiðanna á hina ýmsu laxastofna, sem ;hér er um að ræða, en það er reynsla í sambandi við alþjóðlegar frið- unaraðgerðir á fiskstofnum að nauðsynlegar ráðstafanir eru oft dregnar á langinn vegna þess, að vísindalegar rannsóknir eru ófullkomnar eða taldar ófull- nægjandi af einhverjum aðila. Þetta virðist hafa komið illa við ákveðið brezkt tímarit, sem hefur lagt þetta út á þann veg, að ísland hafi í raun og veru ráðið mestu um úrslit málsins. Hér er um að ræða fráleita rang túlkun á því, sem gerðist á fund inum, enda fleiri en ég, seim á þessum fundi, voru, sem eru undrandi á slíkri blaðamennsku. Á undanförnum árum hefur ís lenzka Veiðimálaskrifstofan m.a gert víðtækar merkingar á laxa- seiðum. Af þeim 30 þúsund seið- um, sem merkt hafa verið, hafa 2 fengizt í hinum nýbyrjuðu út hafsveiðum, annað við Vestur- Grænland og hitt við Færeyjar. Hér er að vísu ekki um háa end urheimtuprósentu að ræða, en þetta sýnir okkur í fyrsta skipti að íslenzki laxinn virðist rása víða. Á þessu stigi er þó mjög erfitt ef ekki ómögulegt að meta áhrif úthafsveiðanna á íslenzka laxstofninn, en það er skoðun þeirra, sem með þessi mál fara hér á landi, bæði Lanbúnaðar- ráðuneytisins og Veiðimálastjóra, að leggja beri áherzlu á að banna allar úthafsveiðar á laxi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.