Morgunblaðið - 11.03.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1969.
r
Þegar þið Lesið jpetta
bréf, verð ég dáinn...
Hinn 20. febrúar sl. bar tékkneski stúdentinn Jan
Zajic eld að sjálfum sér og brenndi sig til bana í Prag
til þess að mótmæla hernámi Sovétríkjanna í Tékkó-
slóvakíu. Hann var 18 ára gamall. Áður hafði Zajic
skrifað fjölskyldu sinni bréf, þar sem hann kveður
foreldra sína og systkin og gefur þeim skýringu á verkn
aði sínum. Hér á eftir fer þetta bréf í heild.
„Elsku móðir mín, faðir, bróðir og systir:
Þegar þið lesið þetta bréf, verð ég dáinn eða að
dauða kominn. Ég geri mér grein fyrir, hvílíkum
sársauka ég veld ykkur með verknaði mínum, en
ég bið ykkur um að vera ekki reið. Því miður, ég
veit, að ég er ekki einn í heiminum. — Ég geri
þetta ekki, sökum þess að líf mitt sé óhamingju-
samt heldur einmitt sökum þess að ég elska lífið
of mikið. Ef til vill geri ég lífið betra fyrir ykkur
með verknaði mínum. Ég veit, hvers virði lífið er
og ég veit, hvers það cr mest virði. En ég vil of
mikið fyrir ykkur, fyrir alla, og það er þess vegna,
sem ég verð að gjalda svona mikið. Missið ekki
kjarkinn eftir verknað minn. Látið Jacek( bróðir
hans) nema meira svo að hann geti hefnt sín og
sama máli gegnir um Marticka (systir hans). Það
er aldrei unnt að vera samþykkur óréttlætinu og
skiptir ekki ináli, hvað það er. Dauði minn bindur
ykkur því. Mér þykir iniður, að ég gat ekki séð
ykkur aftur né alla þá, sem ég unni svo mikið.
Fyrirgefið mér fyrir að gera svo mjög ykkur á
móti skapi. Ég sendi Jacek ljósmyndina af honum
aftur. Ég unni honum mjög og virti en það var
ekki aðeins hann heldur þið öll. Leyfið þeim ekki
að gera vitfirring úr mér. Berið kveðjur mínar til
piltanna, fljótsins og skóganna. Verið sæl og fyrir-
gefið mér.
Honza (gælunafn hans)“.
1 eftirskrift bað hann um að verða jarðsettur í Pra«»
svo að verknaður lians gæti verið skráður ,,í augum
heiinsins“.
F
E
R
M
I
N
G
A
R
M
y
N
D
A
T
Myndatökur um helgar
og á kvöldin ytir ^
fermingartímann K
Þantið tímanlega (j
LJÓSMYNDASTOFA ÞÓRIS R
Laugavegi 20 B — Sími 15602 — Heimasími 13451.
ILIL4III\í
KARLMANNASKÓR
8P1LAKVÖLD
Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði
verður fimmtud. 13. marz kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu.
Góð verðlaun. — Kaffi veitingar.
N E F N D I N .
STAÐLAÐI
sehsmíðiI I hverjgm
Y VASKI
SKOLVASKAR
ELDHÚSVASKAR
* ORAS» /lHURÐASTAL
blondunarI I ,
TÆKI \/ STALVÖRUR
SMIÐJUBÚÐIN
VIÐ HÁTEIGSVEG -- 21222,
Philip Morris vekur athygli
á mest seldu
amerísku filtersigarettunni
í Evrópu.
Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er
raunverulegur tóbakskeimur.
Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro
þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni?
„FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI.