Morgunblaðið - 11.03.1969, Blaðsíða 20
20
MORGUNRLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1©69.
Júlíus H. Þórðarson
ÚTGERÐARMAÐUR - SEXTUGUR
Getur það verið hann Júlli á
Grund sé orðinn sextugur?
Jú, rétt mun það. Þessi rauð-
haerði hnokki sá fyrst dagsins
ljós 11. marz 1909 á Akranesi.
(á gömiu Grund).
ForeldraT hans voru merkis-
hjónin Þórður Ásmundsson út-
gerðarm. á Akranesi og kona
háns Emilía Þorsteinsdóttir.
Júlíus á 7 systur á lífi, allar
giftar, 6 húa á Akranesi. Sjálf-
ur á Júlíus 5 dætur og 1 son,
myndarbörn. Þrjár dætranna
eru giftar og á Júlíus nú 6
bamabörn.
Júlíus kvæntist Ásdísi Ás-
mundsdóttur 3. ágúst 1933 og eft
ir rétt 5 ár, 3.8.’38, fæddist
fyrsta dóttirin, Edda.
Júlíus er fæddur og uppalinn
á Akranesi og þar hefur hann
fyrst og fremst hrærzt og starf-
að. Hann var á Flensborgar-
skóla tvo vetur 1926—28 og tók
þaðan gagnfræðapróf. Þaðan á
hann góðar endurminningar.
Hjá Óskari Halldórssyni út-
gerðarm. vann Júlli í nokkur ár
við gæzlu frystivéla í íshúsinu
Herðubreið (þar sem nú er
skemmtistaðurinn Glaumbær) og
við síldarsöltun á Siglufirði á
surnrum. Aðalstörf hans hafa þó
verið við fyrirtæki föður hans
fiskverkun, verzlunarstörf o.fl.
Eftir lát Þórðar Ásmundssonar
1943 gerðist hann framkv.stjóri
fyrirtækjanna, en rekstri og eign
um hafði þá nýlega verið skipt
í 3 hlutafélög: Þórður Ásmunds-
son h.t, verzlun, Heimaskagi h.f.
frystihús o.fL og Ásmundur h.f.
útgerð. Þessum fyrirtækjum
stjórnar nú Júlíus ásamt mág-
um sínum, Ölafi Fr. Sigurðssyni
og Jóni Árnasyni, alþingis-
rnahni.
Þess má og geta að Júlíus er
fréttaritari Morgunbl. á Akra-
nesi, skrifar þá undir fanga-
markinu HJÞ, því réttu nafni
heitir hann Hans Júlíus Þórðar-
son.
Við Júlli, ólumst upp samtímr
is á Akranesi. Þótt hann sé lítið
eitt yngri, tæpum tveim árum, þá
áttum við fljótt samleið, þar sem
hann Var fljótþroskaðri. Hófum
við því snemma leiki saman á-
samt íþróttum, hlaupum, sundi,
glímu og alls konar frjálsíþrótt-
um, að ógleymdri knattspym-
unni, sem festi á þeim árum ræt
ur á Akranesí, ef svo mætti
segja. Eru flestir hinna „frægu
knattspyrnumanna Akraness" af
komendur okkar kynslóðar. Við
Júlli vorum sin i í hvoru félag-
inu, hann í K.A. (Knattspymu-
félagi Akraness) ég í Kára.
Nokkrum sinnum var háð keppni
við lið annarra félaga, var þá
jafnan valið lið úr báðum felög-
Húseignin Öldugata 29
er til sölu. f húsinu eru tvær verzlanir og tvær íbúðir. Selst
einu lagi, eða hver hluti fyrir sig.
Nánari upplýsingar gefur
Málflutningsskrifstofa
Guðmundur Péturson, Axel Einarsson,
Einar B. Guðmundsson, Guðlaugur Þorláksson,
Aðalstravti 6. Simar 1-2002, 1-3202 og 1-3602.
☆
ENSKIR
FRAKKAR
-K
NÝJAR
GERÐIR
☆
hafticnÍAJcó
HERRADEILD
Júlíus H. Þórðarson
útgerðarmaður Akranesi
sem oft voru háð, en ætíð varð
sætzt að fullu.
Þá eru minnisstæðar sleða og
skautaferðir á vetrum. Minnist ég
eins kvölds, er við vorum á
skautum á Breiðartjörn. Þá var
starfrækt matreiðslunámskeið í
sumarhúsi Haraldar Böðvarsson
ar, sem stóð við tjörnina (hvor-
ugt fyrirfinnst nú). Þar voru
á þeim tíma 8 námsmeyjar og 1
kennari. Við iitum oft hýru auga
til „Klaustursins“, en svo nefnd
um við húsið, því þar mátti eng-
inn karlmaður stíga fætL Varð
þá til eftirfarandi staka:
Hér.í klaustri eru átta —
og eiii —
afar geðsieg nunna,
mörgum er það manni mein
— mega þeim ei unna.
unum. Man ég m.a. einn sögu-
legan leik frá þeim tíma, hann
var háður við Hafnfirðinga á
þeirra velli. Júlli var þá í marki,
annara gat hann með prýði skip
að hvaða stöðu sem var á vell-
inum. Júlli hafði þá verið á
Flensborgarskóla og þekktu
Hafnfirðingar hann vel og vissu
hve mikið „kvennagull“ hann
var og jafnframt veikur fyrir
fögrum konum, en þær voru þá
margar snotrar í Hafnarfirði
Þetta notuðu Hafnfirðingar sér
og fengu nokkrar þær lagleg-
ustu úr hópi skólasystra Júlla,
ég man eftir Sjöfn og Erlu Egils
son til þess að stilla sér upp hlið
hallt við markið, sem Júlli skyidi
verja. Júlli féll í gildruna. Bolt
inn lá meira á vallarhehníngi
Hafnfirðinga, svo Júlli taldi ó-
hætt að spjaila lítið eitt við
dömurnar. Hafnfirðingur sparn
þá boltanum frá miðju vallar-
ins á mark Akurnesinga, sem þá
stundina var varnarlaust. Sama
hvað við hrópuðum á Júlla,
hann heyrði ekki og bolt-
inn rann rólega rétt innfyrir
marklínuna, og þó svo naumt
að dómarinn varð að miða knött
in við markstangirnar. Þetta var
sigurmark Hafnfirðinga. Seinna
jöfnuðum við á heimavelli á
Akranesi. Átti Júlli sinn góða
þátt í þvL
JúLLi var um tíma þekktur
markvörður í liði Víkings í
Reykjavík.
Margs er að minnast frá upp-
vaxtarárunum á Akranesi,
hlaupum og leikjum á Bræðra-
partstúni, sundi I Víkum og
Langasandi, íþróttum, skemmtun
um, fiskvinnu á reitum og í vask
húsi, sem var erfitt starf, byrj-
að kl. 6 að morgni og oftast
unnið til kl. 8 og 9 að kveldi,
og á eftir voru oftast hafnar i-
þróttaæfingar. Enda voru sumir
oft þungir og syfjaðir að morgni.
Minningarnar eru þó allar hug-
ljúfar — og einnig um áflogin,
1 BIRGifí ÍSL. GUNNARSSOH1
HÆS7ARETTARL ÚCMA ÐUR
LÆKJARGÖTU 6B SIMI22120
Ein þessara nunna varð síðar
eiginkona mín, en Ástu hafði þá
ekki verið skákað út á taflborð
Júlia, enda ekki í klaustrinu.
Júlíus átti ým3a hluti, sem aðr
ir unglingar áttu ekki á Akra-
nesi í þá daga. Meðal þeirra
var mótorhjól, mesti kjörgripur.
Mikið öfunduðum við strákamir
Júlla af þessu sjaldséðna farar-
tæki. Bót var í máli, að Júlli
var greiðvikinn og lofaði okkur
oft að sitja fyrir aftan sig á
bögglaberanum. Fór ég þannig
með honum margar ferðir í nær-
sveitirnar, og voru það miklar
ánægjustundir. En sveitamenn-
irnir sem ferðuðust þá á hest-
um, voru ekki eins hrifnir af
þessu farartæki, sem var há-
vært mjög og vildi fæla hest-
ana.
Júlíusi Þórðarsyni er margt til
lista lagt. Hann er mjög hljóm-
næmur og ,,músíkalskur“, getur
næstum spilað á öll hljóðfæri
eftir eyranu, var lengi aðalmúsi
kantinn á böllum á Akranesi,
spilaði þá á harmoníku og munn
hörpu til skiptis. Hann er og góð
ur hagyrðingur og ritfær vel.
'Hrókur er hann alis fagnað-
ar, ef því er að skipta og ætíð
ungur í anda og útiiti, enda
dansar hann, hjólar og syndir,
þegar við verður komið. Fyrst
og fremst er hann þó sannur
maður og drengar góður.
Sífellt vertu 17 ára
— sagði hin blíða mær
andinn hress tii æviloka
— eins í dag og gær.
Ein gáfa er Júlíusi gefin, sem
er sjaldgæf mjög. Hann er gædd
ur hinum svokallaða sjötta sans
(6. skilningarviti) er ýmist kem-
ur fram í vöku eða í svefni
(draumi). Skal ég nefna þar um
þrjú dæmi, sem ég var persónu-
lega vottur að.
Er Júlli var á Flensborg,
fórum við eitt sinn saman á ball,
mig minnir í Guttó (Góðtemplara
húsið í Hafnarfirði). Fyrst voru
ýmis skemmtiatriði, m.a. söng
Stefán íslandi, sem þá var lítt
þekktur, enda nýkominn suður.
Þegar skemmtiatriðum var lok-
ið, þurfti að rýma salinn fyrir
Jörð til sölu
Góð jörð á Suðurlandi til sölu og ábúðar í naestu fardögum.
Sala er háð þvi að um töluverða útborgun kaupverðs sé að
raeða.
Upplýsingar gefur
RAGNAR ÓLAFSSON hæstaréttariögmaður
Víð Ásvallagötu
Til sölu eru 3ja og 4ra herbergja íbúðir í húsi, sem er verið
að reisa við Ásvailagötu. Seljast tilbúnar undir tréverk, húsið
frágengið að utan, sameign inni fullgerð. Möguleiki að fá
bílskúr. Teikning til sýnis á skrifstofunni.
ARNI STEFANSSON, hrl.
Málflutningur. Fasteignasala.
Suðurgötu 4. Simi 14314.
Kvöldsimi 34231.
dansinn. Við Júlli skruppum
heim til hans á meðan, en hann
bjó rétt upp af Flensborg
(gömlu Flensborg, þar sem nú
er frystihús Ingólfs Flygering).
Rétt eftir að við vorum setztir
niður, verður Júlil sem snöggv-
ast hugsi, segir síðan: „Það er
verið að steia frökkunum okkar
Óli“. „Bölvuð vitleysa" segi ég.
Júlli hugsar andartak, sprettur
upp, og segir: „Jú áreiðanlega,
komdu strax“. Við hlupum yfir
að Gúttó, sem var drjúgur spöl-
ur. Viti menn, minn frakki var
horfinn, en Júila óhreyfður. Mér
þótti leitt að tapa frakkanum,
sem var glænýr, keyptur hjá
Guðsteini Eyjólfssyni fyrir 100
krónur, sem var mikið fé fyrir
námsmann á þeim árum. Auk
þess voru í vösunum nýir hanzk
ar og trefill, að innanverðu var
festur silfurskjöldur, sem vin-
kona mín hafði gefið mér, nafn
mitt var grafið á skjöldinn. Með
dugaaði og snarræði Júlla
(hann lét engum manni hleypa
út fyrr en allir höfðu verið at-
hugaðir og setti lögregluvörð á
veginn til Reykjavíkur) og
vegna skjaldarins fékk ég frakk-
ann aftur. Hann faafði verið
„tekinn í misgripum“ að því er
nýi „eigandinn" sagði Trefill
og hanzkar fyrirfundust ekJri,
og því ekkert annað sönnunar-
gagn en silfurskjöidurinn.
Annað atvlk skeði á Siglu-
firðL Við Júlli vorum þar á dans
leik, ætluðum að skreppa heim
— bjuggum þá saman í „skraut
hýsinu Hólar“ Siglufirði. Er til
átti að taka var hattur minn
horfinn. Júlii varð hugsi.
„Komdu“, segir hann. Ég elti
hann upp á loft, þar inn í her-
bergi, sem nokkrir unglings-
menn sátu að drykkju. Þeir
inntu okkur erinda. Júlli sagði,
„Við erum að leita að hatti, sem
er í þessu herbergi." „Það er
enginn hattur hér og snautið út“.
„Víst er hann“, anzaði Júlli,
„hann er hér uppi í skápnum“,
sexn hann gekk að um leið, opn-
aði efstu hurðina og tók þar
út hatt minn. Mér er nær að
halda, að piltarnir hafi ekki
haft hugmynd um, að hatturinn
var þarna, svo undrandi virt-
ust þeir verða og sá ég ekki
betur en að snarrynni af þeim.
Þess skal getið að á þessa hæð
hússins höfðum við ekki komið
áður.
Þriðja atvikið er annars eðl-
is. Veturinn 1950 var ég við
samninga í Frankfurt a. Main,
bjó þar ásamt öðrum nefndar-
mönnum á hóteli, sem heitir Ho-
tel Metropol-Monopol. Ég veikt
ist þar, og lá á herbergi mínu
í 1—2 vikur. Fékk ég þá bréf
frá Júlla, þar sem hann lýsir
hótelinu, inngangi og afstöðu
herbergis míns við ganginn o.fL,
ennfremur að hann Fmni svo
mikla kamfórulykt. Hann spyr
hvort ég sé eða hafi verið veik-
ur. Allt sem Júlli lýsti stóð
heima. Óþarfi mun að taka það
fram, að hann hafði aldrei þarna
komið.
Ótal fleiri dæmi mætti nefna,
en læt þessi nægja.
Ég rek ekki frekar æviferil
eða störf Júlíusar, vinar míns,
enda eru þetta engin eftirmæli,
því þrótturinn er lítt farinn að
dofna og á hann vonandi mörg
ár ólifuð.
Júlíus er greindur maður vel
og hann hefur verið svo láns-
samur að eiga lífsförunaut, sem
bæði er greindur og gáfaður, en
þau tvö hugtök skilgreinir kona
Júlíusar á sinn skemmtilega og
atihyglisverða máta. Því miður
getur Ásdís ekki „haldið upp á“
sextugsafmæli eiginmannsins,
þar sem hún er á sjúkrahúsi.
Óska ég henni góðs bata.
Hvar sem Júlli kann að
dvelja á afmælisdaginn, óska ég
honum hjartanlega til hamingju
með sextugsafmælið og framtíð
ina og vona, að við eigum eft-
ir að eiga saman margar ánægju
stundir.
Er sjötugt djúpið siglir á,
sæmd þín vaxi, hugsun glæðist
Takmarkinu tigna ná
með trúarskap, er ekkert
hræðist.
Ólafur Jónsson.