Morgunblaðið - 11.03.1969, Blaðsíða 1
32 SÍDUR
58. tbl. 56. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1969
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Cífurlegt fjölmenni við útför yfirmanns
egypska herráðsins, Abdel Riad,
sem féll r átökunum —
Kairó, Tel Aviv, Amman, 10. marz — AP —
Allt var með kyrrum kjörum við Súezskurðinn
í dag, en harðir bardagar Egypta og Israela geisuðu þar
klukkustundum saman, bæði á laugardag og sunnudag. Enn
logaði þó víða í olíuhreinsunarstöðvunum við Súez og mökk-
ur lá yfir nærliggjandi borgum. Mikil ólga er með mönnum,
bæði í Egyptalandi og ísrael og AP-fréttastofan sagði í kvöld
að bardagar kynnu að blossa upp hvenær sem væri. í skýrslu
eftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna um átökin, segir að
Egyptar hafi byrjað skothríðina á laugardag, en niðurstöð-
ur um bardagana á sunnudag liggja ekki fyrir.
Yfirmaður herráðs Egyptalands, Abdel Moneim Riad
var meðal þeirra sem létust í bardögunum á sunnudag,
er sprengja féll skammt frá þeim stað, í borginni Ismailia
þar sem hann hafði leitað skjóls. tJtför hans var gerði í Kairó
í dag og segja fréttastofur, að ekki hafi annar eins mann-
fjöldi sézt þar á götum síðan Nasser komst til valda. Utför-
in snerist síðar upp í mótmælagöngu, og menn hrópuðu
vígorð gegn Israel, til dæmis „Tortímum Israel“ og „Við
heimtum vopn, við erum að fara til Súez“.
Nasser Egyptalandsforseti gekk
fremstur í líkfylgdinni og síðan
komu fulltrúar A1 Fata skæru-
liðasamtakanna, og margir hátt-
settir embættismenn Arabaland-
anna. Nasser sagði er honum barst
fréttin um lát Riads, að Sam-
einaða Arabalýðveldið hefði
misst einn af hraustustu sonum
sínum. „Hann var á vígvellinum
í gær og féll sem hetja við
skyldustörf", sagði Nasser. Ri-
ad var fimmtugur að aldri.
Hann hiaut herþjálfun í Banda-
ríkjunum, Bretlandi og Sovét-
ríkjunum, eftir að hann útskrif-
aðist úr egypskum herskóla með
láði. í júní styrjöldinni var Riad
FRIÐRIK IX Danakonungur á
sjötugsafmæli í dag. Er þess
minnzt í forystugrein Morgun-
biaðsins í dag og einnig er birt
grein um konung á bls. 16.
Margt tiginna gesta kemur
til Kaupmannahafnar í tilefni
afmælisins, þeirra á meðal
Ólafur Norejgskonungur og
Konstantín konungur Grikk-
lands, sem er tengdasonur
dönsku konungshjónanna. —
Komu þeir til Kaupmanna-
hafnar i gær, og tók Friðrik
konungur á móti þeim á
Kastrup-flugvelli. Einnig er
Bertil Svíaprins væntanlegur
í dag.
Ljósm.: Ól. K. M.
Frá útför Abdel Mineim Riad, yfirmanns egypska herráðsins. Gí furlegt mannhaf var á götunum
og voru hrópuð vígorð gegn ísra el og krafizt hefnda vegna falls Riads.
yfirhershöfðingi á jórdönsku víg
stöðvunum, en var að stríðinu
loknu skipaður yfirmaður her-
ráðs Egyptalands.
AP fréttastofan segir, að Riad
hafi farið áleiðis til vígstöðvanna
laust eftir íhádegi á sunnudag,
þar sem sýnt hafi verið, að bar-
dagar kynnu að brjótast út á
hverri stundu. Klukkan 15.15
blossuðu bardagarnir upp að nýju
og stóðu í nær þrjár kluikkustund
ir og með öllum Súezskurðinum,
frá E1 Qantara í norðri og til
Port Taufiq í suðri. Báðir aðilar
kenndu hinum um að hafa átt
upptökin á sunnudag og sagði
talsmaður ísraels, að Egyptar
hefðu byrjað skothríð og sprengju
kast yfir skurðinn, skammt fyrir
norðan Port Taufiq og hafi ísra-
elar verið tilneyddir að svara í
Framhald á bls. 15
Nýja Kína:
„Glæpaklíka sovézkra
endurskoðunarsinna
versti fjandmaður mannkynsins"
Tó'kíó, Hong Kong og
Moskvu, 10. marz.
(AP-NTB).
HLÉ hefur nú verið gert á mót-
mælaaðgerðunj í Feking og
Moskvu vegna árekstranna milli
kínverskra og sovézkra landa-
mæravarða á mörkum ríkjanna
skammt frá Vladivostok fyrir
rúmri viku.
Ekki hefur þó dregið úr átök-
unum Kínverja í garð Sovétríkj-
anna, og segir fréttastofan Nýja
Framhald á hls. 51
Nýkjörinn forseti landsins
— ávítaður fyrir ummœli um varnir Vestur-Þýzkalands
Frankfurt, 10. marz (AP)
GIJSTAV Heinemann, nýkjörinn
forseti Vestur-Þýzkalands, hefur
vakið mikla gremju stjórnmála-
leiðtoga og hlaða vegna um-
mæla, sem höfð eru eftir honum
í viðtali við blaðið „Stuttgarter
Zeitung“ nú um helgina. Sagði
Heinemann þar, að Vestur-
Þýzkaland yrði að vera viðbúið
því að afvopna her sinn og ganga
úr Atlantshafsbandalaginu, ef
þær aðgerðir gætu leitt til sam-
einingar Austur- og Vestur-
Þýzkalands.
Heinemann var frambjóðandi
jafnaðarmanna (sósial-demó-
(krata) við forsetakosningarnar í
Berlín á miðvikudag i fyrri viku,
og naut einnig stuðnings fjölda
Frjálsra demókrata. Keppinautur
hans var Gerhard Schröder,
varnarmálaráðherra, og fór
Heinemann með mjög nauman
sigur af hólmi. Tekur Heine-
mann við forsetaembættinu 1.
júlí.
í viðtalinu við Stuttgarter
Zeitung segir Heinemann m.a.,
að þýzki herinn yrði að vera við-
búinn því að hann yrði lagður
niður, ef sú ráðstöfun væri til
hagsbóta fyrir stjórnmálaástand-
ið. Svipað væri að segja um At-
lantshafsbandalagið. „Aðild að
NATO, eins og ég hef svo marg-
sinnis sagt á liðnum árum, getur
ekki verið lokatakmark þýzkra
stjórnvalda, því að útilokað er að
endurvekja samfélag þýzku þjóð
arinnar innan NATO, al'veg eins
og það er útilokað innan Var-
sjárbandalagsins. Við verðum að
vera reiðubúin til að koma okk-
ur út úr þessum banda'lögum“,
sagði Heinemann.
Meðal þeirra, sem gagnrýnt
hafa Heinemann fyrir ummælin,
er Franz Josef Strauss, efnalhags-
málaráðlherra. Sagði hann, að
þessi hugsanagangur Heine-
manns gæti haft alvarlegar af-
leiðingar, og kvaðst vona að
hann hætti að reyna að hafa
áhrif á gang stjórnmála í land-
inu. Heinemann ber að hætta öli-
um stjórnmálaafskiptum er hann
tekur við forsetaembættinu 1.
júlí, en fram að þeim tíma hef-
ur hann frjálsar hendur.
Bruno Heck, aðalritari flokks
kristillegra demókrata, gaf út yf-
irlýsingu í dag vegna ummæia
Heinemanns, og segir þar, að
meðan Sovétríkin haldi fast við
„árásarstefnu“ sína sé aðild að
Framhald á bls. 15
Bardagarl
í írak
LONDON 10. marz — AP. \
ÍHarðvítugir bardagar hafal
tgeisað milli íraka og Kúrda L
/ í fjallahéruðum Norður-íraks /
l síðustu daga, að því er brezka \
\ blaðið Daily Telegraph skýrði i
i frá í dag. Hafði blaðið frétt-1
/ ina eftir fréttaritara sínum /
I í aðalbækistöðvum Kúrda í \
i Kala Diza. Segir þar, að írak- i
iar hafi gert loftárásir á ýmist
/þorp og stöðvar Kúrda og/
J víða hafi brotizt út harðir \
\ bardagar. Margir óbreyttiri
í kúrdanskir borgarar hafa far-1
? izt, og tekið er fram að þar á /
\ meðal sé fjöldi barna. )