Morgunblaðið - 25.03.1969, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.03.1969, Qupperneq 10
* 10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1969 Leiksmiðjan: Frísir kalla SÝNING UNNIN í LEIKSMIÐJUNNI LEIKSTJÓRI: EYVINDUR ERLENDSSON TÓNSKÁLD: JÓN ÁSGEIRSSON Signrjón Sigurðarson (Karl Guðmundsson) og Sigurjón Sig- riðarson (Sigmundur Örn Arngrímsson) sitja undir hamrinum. Fyrir aftan standa(talið frá vinstri): Edda Þórarinsdóttir, Ketill Larsen, Margrét Jóhannsdóttir, Níels Óskarsson, Þórhild- ur Þorleifsdóttir og Arnar Jónsson. Leiksmiðjan hefur að þessu sinni gert óvenjulega tilraun. Meistari hennar, Eyvindur Er- lendsson, hefur lýst því yfir að Frísir kalla, sé „sveinsstykkið". Þá má væntanlega fara að búast við haglega gerðum gripum úr smiðjunni. í þetta skipti er lát- ið nægja að sýna áhorfendum inn í heim leikhússins sjálfs, starfið leiðir af sér ýmiskonar tilbrigði við gamalt stef, kvæðið Skipa- fregn, eftir Árna Böðvarsson á Ökrum. Leiksmiðjan vill vera þjóðleg, þess vegna er ekkert eðli legra en hún reyni að finna eitt- hvað varanlegt í því liðna, um- skapi það að sjálfsögðu, því hér er ungt fólk á ferð me'ð nýjar hugmyndir. Eða er ekki svo? Varla er smiðjan í vandræðum með efni. Frísir kalla er skemmtileg leik sýning og forvitnileg að mörgu leyti. En í heild sinni er verkið ekki nógu traust, einkum er það textinn, samræðurnar, sem draga úr því að þessi góða viðleitni sannfæri áhorfandann. Aftur á móti er flutningur kvæðisins með því besta, en það sem mesta at- hygli vekur er hin nýstárlega sviðsetning, þau brög'ð, sem leik- ararnir beita til að ná settu marki, hreyfingarnar, „dansinn". Auðsýnilega hefur verkið verið æft af samviskusemi. Leikstjór- anum tekst að fá leikarana til að vinna, þeir leggja allir sitt til málanna, hver með sínum hætti. Þannig á leiksmiðja að vera. í Frísir kalla er fjallað um margt: vandamál leikhúSsins, Ástralíuferðir, kaupstaðarlíf, sveitamennsku, drykkjuskap, skipakomu o. s. frv. Tveir Sigur- jónar fara í kaupstað, eru fylltir af búðarlokum og sjódónum, koma allslausir heim aftur. Á leiðinni hitta þeir álfa, fá mikil- mennskubrjálæ’ði, en eru að von- um sneyptir þegar ævintýrinu er lokið og konumar krefja þá um kaupstaðarvarninginn. Karl Guðmundsson leikur Sigurjón Sigurðsson, en Sigurjón Sigríðarson leikur Sigmundur Örn Arngrímsson. Smiðjunni er styrkur að Karli Guðmundssyni, enda er leikur hans það eftir- minnilegasta í þessari sýningu, hæfilega skopleg persónugerð Sigurjóns eldra vekur kátínu áhorfenda. Sigmundur Örn Arn- grímsson er að sama skapi vel til þsss fallinn að túlka hrekk- lausan og feiminn sveitaungling og er samleikur hans og Karls framúrskarandi á köflum. Þótt ekki væri um aðra persónusköp- un að ræða en þá Sigurjóna nægði þáð sýningunni til braut- argengis. Arnar Jónsson er líka í essinu sínu í eftirfarandi hlutverkum: Tumi, forsöngvari, Finnur undir Felli, Jófríður Sigurjónsson, búð- arloki og fífl. Leikaramir fara allir með fleiri en eitt hlutverk, en mest reynir á karlmennina í leiknum Níels Óákarsson og Kétill Larssen fara laglega með hlutverk sín, Níels einkum sem Herkúles og Ketill í gervi niður- setnings. Sá síðarnefndi á auðvelt með að leika skopfígúrar, en mál ið vandast þegar alvara er á ferðum. Edda Þórarinsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Þórhild- ur Þorleifsdóttir gera eins mikið út litlum hlutverkum og auðið er, sérstaklega Þórhildur, sem ber af í „dönsum“, eðlilegum og lifandi leik. Eins og fyrr segir er þa’ð upp- setningin, sem gerir Frisir kalla að sýningu, sem ánægja er að kynnast. Efnið, boðskapurinn, er hins vegar svo vanalegt, allt að því þurrausið, að jafnvel „meist- arahendur" geta ekki breytt því í annað en þjóðemislega upp- rifjun, svolítið barnalega afstöðu á okkar tímum. Leiksmiðjunni ber að þakka fyrir þessa sýningu. Aðstandend- um hennar hefur skilist, að það er gæfulegra fyrir þá áð líta í eiginn barm en eltast við ímynd- aðan frumleik. Háttur þeirra er síður en svo ómerkilegur. Hann vekur tiltrú. Nú er spurningin: Hvað verður smíðað næst? End- ist Leiksmiðjunni líf, hefur hún yfir smiðum að ráða, sem lagt geta í viðameiri verkefni? Jóhann Hjálmarsson. SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM: Háskólabíó Salka Valka Hátíðarsýning „Edda-film“ Kvikmyndahandrit: Rune Lund ström Leikstjóri: Ame Mattsson Fyrir tæpum þremur árum kom undirritaður þeirri frómu ósk á framfæri hér í blaðinu, að kvik myndin „Salka Valka“, sem hér var fyrst sýnd veturinn 1954— 1955, þá nýgerð, yrði sýnd hér aftur við heppilegt tækifæri. Nú hefi ég — og aðrir þeir, sem ég kom beiðninni á framfæri fyr- ir — verið bænheyrður, í sam- bandi við tuttugu ára afmæli Edda-film. Það byrjaði afmælis- hátíðina með sýningu þessarar fyrstu kvikmyndar sinnar. Skáldsagan Salka Valka, sem myndin er gerð eftir, er sem kunnugt er eitt, af öndvegisverk um Halldórs Laxness og tíma- mótabók á rithöfundaferli hans. Þar kemur hann fyrst fram sem fullmótaður rithöfundur, eftir að hafa um meira en áratugsskeið verið að þjálfa sig ti'l mikilla listrænna afreka. Er „Vefarinn mikli frá Kasmír“ frægast og átakamest þeirra „undirbúnings- verka“ er hann reit þá. — Sum- ir telja Sölku Völku jafnvel bera af öðrum skáldverkum Lax ness, og er þá mikið sagt. Mér finnst ekki hægt að gera upp á milli fremstu verka hans, til dæmis væri hæpið að telja næstu skáldsögu hans „Sjálfstætt fólk“ minna listaverk. Þar er sögu ís- lenzka einyrkjans gerð skil af jafnmiki'lli smekkvísi og jafnri samúð og föðurlausu fiskiþorps stúlkunni, Sölku Völku. — Og hver vill dæma nýjasta verk Laxness, söguna af Jóni Prímusi og Hnallþóru, — skattgreiðend unum örlátu — minna listaverk en aðrar kunnugstu skáldsögur Laxness. Það hlýtur að vera mikill vandi, þegar gerðar eru kvik- myndir eftir stórbrotnum skáld verkum eins og Sölku Völku, að skera úr um það, hvaða efn- isatriðum sögunnar skuli sleppa og hverjum halda. Ekki er óeðli legt að skoðanir skiptist um það, hvort rétt hafi verið að farið í hverju tilviki. Mér finnst höf- undur kvikmyndahandritsins hafa sloppið allvel frá því vanda- sama verki að sýna meginefni sögunnar í hnotskurn. — Að vísu sakna ég ýmissa at- riða. Til dæmis hefði verið gam an að sjá á kvikmynd píslar- göngu Sigurlínu, er hún gekk fyrir heldri menn á Óseyri í sögubyrjun og bað um vinnu og gistingu. Kvíajukki hefði held- ur ekki verið óvelkominn á lér- eftið, þótt óþrifalegur væri á stundum. — Þá hefði verið for- vitnilegt að sjá og heyra kon- una óþekktu, sem réri sönglandi fram í gráðið með hvíta reifa- strangann sinn. Konuna, sem Salka sá bara einu sinni á æf- inni. Ýmislegt fleira mætti nefna, sem hefur mikið gildi í skáld- sögunni, en kemur ekki fram í kvikmyndinni. En hjá slíku verð ur ekki komizt við gerð kvik- myndar. Ekki get ég samsinnt því, sem sumir halda fram, að stéttaátök vanti að mestu eða öllu leyti í myndina. Þau eru þar kannski tiltölulega öllu fyrirferðarminni en í sögunni. Og ekki sérstak- lega áhrifamikil né dramatízk. Tengsl þeirra átaka og tilfinn- inga Sölku gagnvart Arnaldi og Steinþóri eru ekki jafnfínofin og í skáldsögunni. En verkföli eru þó sviðsett, og Beinteinn í Króknum (Lárus Pálsson) þrum ar á ógleymanlegan hátt gegn auðvaldinu og missir við það annan fótinn, í bili. Þann þýzka — Kannski hefði mátt leggja enn meiri áherzlu á stéttaátök í myndinni. En því má ekki gleyma að stéttaátök eru ekki nema einn þáttur þeirrar breiðu þjóð lífsmyndar, sem sagan bregður upp. Því miður verður ekki dregin fjöður yfir það, að þótt kvik- myndin geri skóldsöginni sæmi leg ski'l, í þá veru að gefa dá- góðan útdrátt af efni hennar, þá er „eitthvað á sem skortir“ til að gera hana að því eftirminni- lega verki, sem hæfi hinni sér- stæðu, listrænu sögu. Fyrir sjón um okkar íslendinga, sem kunn- ugir erum sögunni, er það auð- vitað megingalli, að nær allir leikarar eru sænskir, og þó að kvikmyndin sé að einhverju leyti tekin hér á landi, þá er í raun-, inni um sænska kvikmynd að ræða. — Ekki aðeins hvað tal snertir, heldur er andrúmsloft og heildarsvipur myndarinnar framandlegur. Þetta er sjálfsagt eðlilegt, því hinum útlendu leikurum hefur að vonum gengið illa að tileinka sér hin séríslenzku einkenni sög unnar. — Auk þess er það að sjálfsögðu galli, að í hlutverk Sölku Völku, fullorðinnar, hef- ur valizt fíngérð dama, sem hvergi nærri svarar til þeirra hugmynda, sem menn munu hafa gert sér um þessa frægu sögu- persónu. Þetta er ekki sú Salka Válka, sem á sínum tíma bjó á Óseyri við Axarfjörð og var freklega karlmannsigildi að burðum, ekki smáfríð, en töfr- andi fersk og þóttafull og bauð heiminum byrginn. Þetta er út af fyrir sig ekki spursmál um leik, heldur hæfan lega týpu, rétta manneskju á réttum stað, og verður að skrif- ast á reikning þeirra, sem völdu leikendur í hlutverk. — Þessi ágalli er auðvitað þeim mun bagalegri fyrir þá sök, að hér er um höfuðpersónu myndarinn ar að tefla. — Kannski mega það teljast nokkrar málsbætur, að samkvæmt gróinni hefð eru höf uðkvenpersónur kvikmynda veru lega snotrar og fíngerðar dömur. sneyddar saltfiskangan eða öðr- um þeim brestum, sem óprýSa kunna einn mennskan kvenmann. Aðrir leikendur virðast mér hæfa dável sínum hlutverkum. Sigurlina, Arnaldur, Steinþór, Bogesen, Beinteinn í Króknum. Þetta fólk gæti allt hafa verið eitthVað likt því, sem sýnt er í myndinni. Þótt leikur þess sé að sönnu naumast nógu sterkur til að „endurholdga“ svo sérstætt og magniþrungið skáldverk sem „Sölku Völku“, þá verður ekki sagt, að þar séu áberandi „rang- ir menn á rönigum stöðum", hvað persónugerð áhrærir. Þá er ekki annað eftir en þakka Edda-film fyrir sýning- una og óska félaginu til ham- ingju með afmælið. Miðað við ástæður má segja, að félagið hafi farið vel af stað með þessari fyrstu kvikmynd sinni. Það hef ur ráðizt í mikið og erfitt byrj- unarverkefni og þrátt fyrir ýmsa agnúa gert athyglisverða kvik- mynd. Að því hlýtur að vísu að líða — fyrr eða síðar — að gerð verði ný kvikmynd um Sölku Vöiku, alíslenzk — erlendum áhrifum á hinn íslenzka efnivið með öllu útrýmt. Ef vel tækist til með kvikmyndahandrit, leik- stjórn og leik, þá ætti það að geta orðið kvikmynd á heims- mælikvarða. — Þeir, sem þá kvikmynd gera, eiga þá mikið brautryðjendunum að þakka. geta bæði lært af mistökum þeirra og eins hinu, sem þeim hefur bezt tekizt. — En kannski verður það Edda-film sjálft, sem að nýsköpuninmi stendur, þeg- ar þar að kemur. Að endingu: Ég vona að ekki verði látið við það sitja að sýna mynd þessa í þrjá eða fjóra daga, eða svo, að þessu sinni. Ég er þess full- viss, að þetta er mynd, sem marg ir þrá að sjá, og ætti að veita sem flestum tækifæri til þess með því að sýna hana í nokkru lengri tíma. — Hún er vel þess virði. S.K. BÁRUPLAST Til notkunar á þök, svalir, skyggni, garðskýli, í milliveggi kringum sundlaugar og margt fleira. Fæst í rúllum allt að 20 m löngum eða i plötum. — Hagstætt verð. GEISLAPLAST v/Miklatorg, sími 21090. NÝKOMIÐ STRAUBRETTI ELDHÚST RÖPPUR SKÓGRINDUR SKÓBAKKAR J. Þorláksson & Nnrðmnnn hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.