Morgunblaðið - 25.03.1969, Page 18

Morgunblaðið - 25.03.1969, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1989 LEÓ JÖNSSON In memoriam Fæddur 17. nóv. 1904 Dáinn 18. marz 1969 Um langan aldur hafa trú- mennska, hæfni í starfi og dreng skapur verið álitin mesta prýði og aðall hvers góðs manns í þessu landi sem og í öðrum gömlum menningarlöndum. Þótt nú virð- ist sem íslendingar hafi margir hverjir misst um stundarsakir sjónar af þýðingu þessara eigin- leika í mannlegu fari, hefur eng- in þessara dyggða rýrnað í gildi, — nema síður sé eftir að sneiðast tók um þær. Margar af þörfustu opinberu stofnunum í þessu landi voru á sínum tíma byggðar upp af hóg- látum, traustum forystumönn- um, sem höfðu þá víðsýni og andans mennt til að bera, að hagur þjóðarinnar var þeim ætíð í fyrirrúmi en eiginn hagur skipti þá litlu máli. Við íslendingar þekkjum aftur á móti af biturri reynslu hinar nýrri leiðarstjörn- ur í fari margra þeirra, er rækja eiga störf í þágu hins opinbera: sýndarmennskuna, persónulega fordild og brúðlhneygðina. Það er þó gæfa þessa lands, að enn hafa ekki allar opinberar stofnanir færzt í hinn ógurlega álagaham skriffinnsku og upp- þembu eins og þó getur að líta of víða á opinberum vettvangi. Enn eru það algild sannindi, að öll hin mikilvægustu og þörfustu störf eru unnin í kyrrþey, af t Bróðir minn Sumarliði Kr. Andrésson vatnsafgreiðslumaður, andaðist laugardaginn 22. marz. Kristján Andrésson. t Eiginmaður minn Jóhannes Eiríksson vélsmíðameistari, Hjarðarhaga 56, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 26. marz kl. 3 e.h. Clara Nielsen. t Útför föður míns Einars Th. Maack Eskihlíð 31, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26. marz kl. 13.30. Vera Maack. t Jarðarför Sigurlínu Sigtryggsdóttur sem andaðist að Hrafnistu 21. marz fer fram frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 26. marz kl. 10.30 f.h. Fyrir hönd systra og annarra vandamanna. Petrea Sigtryggsdóttir. alúð og ást á sjálfu starfinu. Leó Jónsson, síldarmatsstjóri rikisins lézt hinn 18. þ.m. eftir erfiða sjúkdómslegu. Hann dó um aldur fram og varð harm- dauði öllum þeim fjölmörgu er kynntust honum annað hvort persónulega eða vegna embættis starfa hans víða um land. Með honum er genginn einn ósér- hlífnasti og grandvarasti embætt- ismaður, sem ég hef kynnzt, — embættismaður, sem var'ði öllum starfskröftum sínum ósikiptum í þágu íslenzkra þjóðarhagsmuna. Leó Jónsson var borinn og bamfæddur á Suðurlandi, og þótt hann ætti heimili sitt á Siglu- firði í nær 40 ár, sleit hann aldrei tengslin við Suðurland og bernskustöðvar sínar á Stokks- eyri. En það var á Siglufirði sem starfsferill hans mótaðist. Hann vann eins og aðrir Siglfirðingar við margvíslega verkun á síld til útflutnings og kynntist þá gjörla, hvemig síld þurfti að með höndlast frá upphafi til að verk- ast sem fyrsta flokks vara, og hann kynntist einnig þeim hætt- um, sem gátu valdfð stórskemmd um á þessum vandmeðfarna fiski á ýmsum verkunarstigum. Hvergi hefur slagæð íslenzks at- vinnulífs slegið jafn ört og á Siglufirði á blómaárum síldveið- anna fyrir Norðurlandi, þegar kaupstaðurinn var allur eitt risa- vaxið iðjuver og hið iðandi at- hafnalíf staðarins minnti fremur t Hugheilar þakkir færum við öllum nær og fjær fyrir auð- sýnda samúð og hlýhug við fráfall sonar míns Jóns Sigurðssonar Móðir og systkin hins látna. t Alúðarþakkir til allra fjær og nær fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall móður okkar, tengdamó’ður og ömmu Láru Magneu Pálsdóttur Grettisgötu 13. Þórunn A. P. Þorsteinsdóttir, Davíð H. Þorsteinsson, Páll J. Þorsteinsson, Hulda Þorsteinsdóttir, Guðmundur S. Júlíusson, Jóhanna Óskarsdóttir, Pétur Ó. Þorsteinsson og barnabörn. t Þökkum aúðsýnda samúð vegna andláts ástkærs sonar okkar og bróður Eggerts Ingólfs Vilhjálmssonar prentara. Þá sérstaklega prenturum, læknum, hjúkrunarkonum, vistmönnum og starfsfólki að vinnuheimilinu að Reykja- íundi, einnig vinum og vanda- mönnum. Borghildur Eggertsdóttir, Vilhjálmur Aðalsteinsson, Þóra K. Vilhjálmsdóttir, Ásta Vilhjálmsdóttir, Borghildur Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Karl Eggertsson. á stórborg en fámennan íslenzk- an kaupstað. Tengslin við út- lönd voru náin, vegna þýðingu útflutningsins frá Siglufirði, og þær kröfur, sem Síldarmatið gerði frá upphafi um sérstaka vöndun á gæðum síldar til út- flutnings skópu gæðamerkið „Is- landssíld", sem enn þann dag í dag er ein eftirsóttasta íslenzka útflutningsvaran á mörkuðum í Evrópu og Ameríku. Leó Jónsson var starfsmaður Síldarmats ríkisins frá stofnun þess 1939 og var í mörg ár nán- asti samstarfsmaður Magnúsar Vagnssonar matsstjóra. Þegar Leó var skipaður eftirmaður Magnúsar árið 1951, þótti öllum, sem gerzt þekktu til hæfileika hans og færni í gæðamati og síld- arverkun, hann sjálfskipaður í embættið. Starfsferill Leós sem síldar- matsstjóri ríkisins var frá upp- hafi farsæll, enda rækti hann embætti sitt af frábærri sam- vizkusemi og hlífði sjálfum sér hvergi. Hann gerði strangar kröf ur um gæði vörunnar og hvika'ði aldrei frá settum matsreglum, sem hann vissi að einar gátu komið í veg fyrir, að álit er- lendra kaupanda á vörumerkinu „Íslandssíld“ biði e.t.v. óbætan- legan hnekk. Oft var þetta erfitt, vandmeðfarið og vanþakklátt verkefni, t.d. þegar mikið fram- boð var á síld í landinu eins og á undanfömum metaflaárum. Ein mitt við þannig aðstæður vildi brenna við, að verkun síldarinn- ar tækist á stundum misjafn- lega vel á sumum stöðvunum. Þá reyndi hvað mest á hæfni síldar- t Þökkum auðsýnda samúð vi'ð andlát og jarðarför mannsins míns, föður, stjúpföður, afa og bróður, Haraldar Valdimarssonar Hringbraut 39. Guðrún Jónsdóttir, Finnbogi Haraldsson, Hrönn Rasmunsen, Lára Valdimarsdóttir, Óskar Valdimarsson og bamaböm. t Þökkum innilega sýnda samúð við ándlát og jarðarför Elísabetar Guðniundsdóttur Framnesveg 20. SigurSur R. Guðmundsson, Agla Tulinius, Guðmundur H. Guðmundsson, Gerða Guðmundsson, Hörður Guðmundsson, Guðrún Biarnadóttir og systkin hinnar látnu. matsstjóra a'ð hafa eftirlit með og leiðbeina um meðhöndlun vör- unnar. Það valt á miklu, að eftirlitið og matið væri réttlát- lega og vel framkvæmt, því hér var árlega um útflutningsverð- mæti fyrir tugi og hundruð millj- ónir króna að ræða. Leó Jónsson valdi samstarfs- menn sína í matinu af mikilli kostgæfni og eingöngu eftir hæfni þeirra til starfans og dugn- aði, — önnur sjónarmið hvörluðu aldrei að honum við ráðningu til starfa. Hitt kom engum á óvart, sem þekktu Leó persónu- lega, að samstarfsmenn hans urðu undantekningalaust einnig vinir hans og mátu hann afar mikils sakir drengskap hans og einstakrar, fölskvalausrar ljúf- mennsku jafnt við háa sem lága. Það var þá einnig vegna þessara eiginleika Leós, samfara víðtækri þekkingu hans á öllu er lýtur að síldarverkun og erlendum markaðskröfum, sem íslenzkir síldarkaupmenn og útflytjendur víðs vegar um landið báru sann- an vinarhug til síldarmatsstjóra, en virtu jafnframt skilyrðislaust myndugleika hans í starfi og leit uðu gjarnan til hans um ráð og leiðbeiningar. Hið sama gilti um hina fjölmörgu útlendinga, sem hingað komu til að gera kaup á síld fyrir heimalönd sín. Svo umsvifamilkil sem embætt- isstörf síldarmatsstjóra voru, hefði mátt ætla að hann hefði eftir fordæmi íslenzkra stofnana þurft á öflugu skrifstofubákni að halda sér til a'ðstoðar við skriftir og reikningshald í sambandi við embættisreksturinn. En Leó Jóns syni fannst það eðlilegur hlutur að sjá fyrst, hve miklu af skrift- um og reikningshaldi hann gæti bætt á sig sjálfan, þær stundir, sem honum gáfust að loknu hinu raunverulega dagsverki við em- bættisstörf. Sú varð reyndin, að fjölmennri embættisskrifstofu og skriffinnsku kom hann aldrei á fót, en annaðist sjálfur alla þá tímafreku pappírsvinnu, sem em- bættinu fylgja. Hann naut að vísu ómetanlegrar hjálpar konu sinnar, sem öll hans embættisár vann fullan vinnudag á skrif- stofu síldarmatsstjóra, án þess að þiggja nokkru sinni eyris virði í vinnulaun af ríkinu. í dag verður útför Leós Jóns- sonar gerð frá Fossvogskapellu, og þeir munu vera margir bæði nær og fjær, sem þá kveðja góð- an, drenglundaðan vin sinn í hinzta sinn. Konu hans, frú Unni Björns- dóttur, Jóni, einkasyni þeirra hjóna, fjölskyldu hans, svo og systkinum Leós votta ég dýpstu samúð mína. Halldór Vilhjálmsson. t Alúðarþakkir til allra fjær og nær fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðar- för Sigfúsar Sigurgeirssonar Langholtsveg 58. Hlíf Gestsdóttir, Sigurgeir Sigfússon, dóttir, systkin og aðrir vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð vi'ð andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður, fósturmóður, tengdamóður og ömmu Ólafar Aðalbjargar Jónsdóttur Dunhaga 18. Hörður Hjálmarsson, Sveinbjörn Björnsson, Hjálmar Þorsteinsson, Anna Hjálmdís Gísladóttir, Annabella Keefer, Guðbrandur Hannesson og börnin. Kveðja frá samstarfsmanni. MEÐ Leó Jónssyni er mætur maður horfinn úr samferðahópn- um. Maður, sem helgaði starfs- krafta sína um áratuga skeið, þeim útflutningsatvinnuvegi okkar, síldarsöltuninni, sem mik- ið hefur á oltið á hverjum tíma, að vel færi úr hendi. Leó Jónsson var fæddur að Búrfelli í Hálsasveit í Borgar- fjarðarsýslu, en fluttist til Siglu- fjarðar árið 1939. Árið 1986 gerð- ist hann síldarmatsmaður og að- stoðarmaður Magnúsar heitins Vagnssonar fyrrverandi síldar- matsstjóra og kennari hjá hon- um á námskeiðum, sem haldin voru fyrir síldarmatsmenn. Eftir lát Magnúsar tók Leó við störf- um síldarmatsstjóra 1951 og gegndi því til hinztu stundar. Árið 1931 giftist Leó eftirlifandi konu sinni, Unni Björnsdóttur, og eignuðust þau einn son, Jón, sem er giftur og búsettur í Grindavík. Þau hjón hafa alla tíð verið búsett á Siglufirði, en hin síðari ár hafa þau haft íbúð hér í Reykjavík á Rauðarárstíg 20, vegna starfs Leós sem síldar- matsstjóra. Ég sem þessar línur rita, hef verið náinn samstarfs- maður Leós heitins frá því árið 1953 og lengst af þeim tíma unn- ið undir hans stjórn. Nú þegar leiðir okkar skilja, þá koma marg ar mætar minningar fram í hug- ann, tengdar starfinu frá liðn- um árum. Allt eru þetta ljúfar minningar um samvizkusaman embættismann og góðan hús- bónda. Mann, sem vildi ekki vamm sitt vita í neinu, en gjalda hverjum það er honum bar. Leó Jónsson var mjög vel fær í sínu starfi. Hann gerþekkti allar hlið- ar síldarverkunar og vissi ná- kvæmlega hvað hver tegund síld- arverkunar þurfti með, svo var- an gæti orðið góð útflutnings- vara. Hann gekkst fyrir því, að síld, sem söltuð var seint að hausti til, væri höfð í húsum svo hún gæti verkazt við nauðsyn- legt hitastig, væri þess nokkur kostur. Þannig var hugsun hans ávallt bundin við bætta aðstöðu þessarar atvinnugreinar, sem koma mætti henni að sem mestu gagni á síldarmörkuðum okkar. Þau ár, sem liðin eru síðan síldin hætti að koma á sín gömlu mið við Norðurlandið, hafa á margan hátt verið mjög erfið fyrir sáldarverkendur og þá ekki síður fyrir síldarmatið, vegna margvíslegra vandamála, sem hafa komið í sambandi við langa flutninga á söltunarsild af fjar- lægum miðum. f slíkum tilfell- um reyndi Leó Jónsson síldar- matsstjóri að finna beztu lausn á Framhald á bls. 20 t Þökkum innilega öllum þeim er veittu okkur styrk og sam- hug við fráfall Guðmundar Gíslasonar laeknis. Aðalbjörg Edda Guðmundsdóttir, Hlédís Guðmundsdóttir og Ásgeir Guðnason. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim mörgu, Slysa- varnafélagi fslands og björg- unarsveitum þess, skipstjór- um og skipshöfnum sem og fleirum, er lögðu sig fram í leitinni að vélbátnum Fagra- nes frá Akranesi. Guð blessi ykkur fyrir gó'ðan vilja og verkið og gefi ykkur giftu í lífi og störfum. Fyrir hönd ástvina þeirra sem misstu sína með Fagranesi og okkur eigendum bátsins. Fyrir hönd eigenda. Valdimar Eyjólfsson, Akranesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.