Morgunblaðið - 30.03.1969, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1969
„Ástkær vopnabróðir og
— Sogð/ De Gaulle um Eisenhower
vmur
Washington, London,
SAMÚÐARSKEYTIN vegna
dauða Eisenhowers, hafa
streymt til Washington úr öll
um heimshomum. Þar sem
heilsu gamla hermannsins
hafði stöðugt hrakað síðustu
dagana fyrir andlátið, kom D-
dagur engum á óvart, en miss-
irinn var jafn mikill fyrir því.
Elísabet, drottning, sendi
Nixon skeyti þar sem sagði
m.a.:
„Mér bárust í dag sorgar-
fréttimar um dauða Eisen-
howers, fyrrverandi forseta.
Hans verður saknað, ekki að-
eins í Bandaríkjunum heldur
einnig í Bretlandi og samveld
islöndunum. Við munum alltaf
minnast nærveru hans á stríðs-
árunum með þakklæti. Hann
var mikilhæfur hermaður og
leiðtogi. Við minnumst hans
einnig frá forsetaárum hans,
þegar hann gerði svo mikið
til að treysta vináttubönd
landa okkar.“
Harold Wilson, forsætisráð-
herra, sem staddur var í Ní-
geríu, sendi Nixon einnig sam
úðarskeyti „vegna fráfalls
þessa mikilhæfa foringja.“
Franco, einvaldur á Spáni,
sendi Nixon skeyti þar sem
sagði m.a.: „Hans verður
minnzt í sögu okkar tíma sem
mikilhæfs leiðtoga hins frjálsa
heims.“
f Hollandi, flutti Piet de
Jong, forsætisráðherra, stutt
kvarp í sjónvarpinu til minn-
ingar um Eisenhower. Hann
byrjaði ávarpið á orðunum
„Við þökkum þér frelsis-
gjafi“. Hann sagði að þótt for
setatíð Eisenhowers hefði
vissulega verið mikilvægur
tími fyrir heiminn, myndu
Hollendingar alltaf minnast
hans fyrst og fremst sem
mannsins sem frelsaði
þá úr höndum Nazista
í síðari heimsstyrjöldinni.
„Hann mun alltaf, ásamt
Winston Churchill og Vilhelm
ínu drottningu, vera tákn von
arinnar á erfiðum tímum, tákn
sigursins yfir nazismanum."
Tító, forseti Júgóslavíu,
sagði: „Það hryggði mig mjög
að heyra um andlát þessa mik
ilhæfa þjóðarleiðtoga og her-
manns. Við munum aldrei
gleyma hans persónulega fram
L gi til að bæta sambúð okk-
ar.“
Rashid Karami, forsætisráð
herra Líbanon, lýsti samúð
sinni og sagði m.a.: „Eisen-
hower gegndi miklu hlutverki
í síðari heimsstyrjöldinni, og
leiddi hina miklu heri banda-
manna til sigurs yfir nazist-
um.“
í Rússlandi var stuttlega
skýrt frá láti Eisenhowers, án
athugasemda, og rússneskir
Dwight D. Eisenhower
leiðtogar hafa ekki enn gefið
út neina yfirlýsingu.
Charles de Gaulle, sagði á
fundi með fréttamönnum að
hann myndi fara til Banda-
ríkjanna og vera viðstaddur
útför Eisenhowers. í skeyti til
Nixons sagði hann: „Nafn
Eisenhowers hershöfðingja
verður ætíð tengt sigrinum
1945, sem hann átti svo mik-
inn þátt í Eisenhowers for-
seta verður minnst sem litríks
og ástkærs þjóðarleiðtoga sem
eingöngu vildi þjóna málefn-
um friðar og frelsis. Persónu-
lega syrgi ég ástkæran vopna
bróður og vin.
Máske er það enginn í Ev-
rópu sem syrgir Eisenhower
jafn innilega og hinn gamli
vopnabróðir hans Montgom-
ery, lávarður. Þegar hann
frétti um dauða hershöfðingj-
ans bað hann um að fá að
vera einn, og vildi ekki láta
trufla sig. Hann kvaðst ekki
myndu treysta sér til að vera
við jarðarförina þvi hann var
hræddur um að hann myndi
bugast.
í Vestur-Þýzkalandi fluttu
öll blöð fréttina á forsíðu.
Bild Zeitung sagði: „Ike
kom sem sigurvegari, og varð
vinur okkar“. Það rifjaði upp
orð Konrads Adenauers, kanzl
ara, þegar Eisenhower steig
af forsetastólnum: „Eisenhow
er eyddi skuggum hins liðna
og brúaði leiðina fyrir Þýzka
Land inn í samfélag þjóðanna."
Eisaku Sato, forsætisráð-
herra Japan, sagði í skeyti:
„Sorg ríkir í landi okkar vegna
fráfalls þessa mikla leiðtoga
og friðelskandi manns.“
Flest blöð í Arabalöndunum,
fluttu andlátsfregnina á for-
síðu.
A1 Hayat sagði: „Arabaþjóð
irnar hafa ekki gleymt hinni
heiðarlegu afstöðu sem hann
tók 1956, í Suez-deilunni“.
Blaðið bætti því við að
Aröbum hefði þótt vænt um
þennan mikilhæfa mann sem
„ kom frekar fram sem faðir
en sem valdhafi."
Fimleika-
mótið í
dag kl. 2
1 DAG kl. 2 hefst meistaramót
íslands í fimleikum í íþróttahús
inu á Seltjamamesi. Verður
keppt um íslandsmeistaratitil
bæði í karla- og kvennaflokki.
Em keppnisgreinar 5 í karla-
flokki en fjórar í kvennaflokki.
Meistaramót í þessari grein hef
ur legið niðri nú um 30 ára skeið
og er gleðilegt að það skuli nú
endurvakið af hinu nýstofnaða
Fimleikasambandi fslands undir
stjórn Valdimars Örnólfssonar.
Hingað voru fengin hjónin
Else og Kurt Trangbæk frá Dan
mörku en þau eru bæði í
fremstu röð fimleikamanna þar.
Hafa þau sagt keppendum til og
einnig samræmt skoðanir dóm
ara og farið yfir reglur með
þeim. Verða þau hjónin einnig
yfirdómarar á mótinu.
Fimleikar eru fögur íþrótt og
væri sannarlega ánægjulegt ef
nú tækist að endurvekja þessa
íþrótt og hefja hana til vegs og
virðingar á ný hér á landi, en
fyrr á árum áttu íslendingar
stórglæsilega fimleikaflokka.
Gummersboch
f KVÖLD kl. 8 leikur þýzka
meistararliðið Gummersbaoh síð
ari leik sinn hér á lándi. Liðið
mætir >á úrvalsliði Hafnarfj.
Margar mjög fáséðar bækur og
eftirsótt safnrit
— á bókauppboði Sigurðar Benedikfs
sonar á þriðjudaginn
N.k. þriðjudag fer fram bóka-
uppboð í Þjóðleikhúskjallaranum
á vegum Sigurðar Benediktsson-
ar. Á uppboðsskránni að þessu
sinni eru 62 númer, nær ein-
göngu fáséðar úrvalsbækur. Má
því búast við að margt verði
um bókamanninn á uppboðinu,
þar sem þarna verða seldar bæk-
ur sem annars sjást mjög sjaldan
á boðstólum. Athygli vekur einn
ig, hversu bækur þessar eru vel
farnar og heilar.
Af merkum bókum sem bo'ðn
ar verða upp er fyrst að nefna
Gefn, Benedikts Gröndals, I.-IV.
bindi, en Sigurður Benediktsson
sagði, að það heyrði til undan-
tekninga, að ritið allt kæmi á
boðstóla. Hér er um að ræða
höfundareintak, gefið J.C. Poesti-
on í marz 1887.
íslenzkt fornbréfasafn I.-XIV.
í skinnbandi er einnig eftirsótt,
og má búast við að það seljist
a'ð þessu sinni á góðu verði.
Þá verða seld öll helztu rit
Þorvaldar Thoroddsens í sam-
stæðu skinnbandi, en sum þeirra
eru orðin mjög fágæt. Bækurnar
eru: Landfræðisaga íslands I-IV,
gefin út í Reykjavík og Kaup-
mannahöfn 1892-1904, Lýsing ís-
lands I-V, gefin út í Kaupmanna
höfn 1908-1922, Ferðabók I-IV,
er kom út í Kaupmannahöfn 1913
-1915, Landskjálftar á íslandi
1013-1899, sú bók kom út á árun-
um 1899-1905 í Kaupmannahöfn,
Árferði á íslandi 865-1915 er
kom út í Kaupmannahöfn á ár-
unum 1916-1917, Ævisaga Péturs
Péturssonar útgefin 1908 og Minn
ingabók I-III, útgefin í Kaup-
mannahöfn 1922-1924.
Boðin verður upp árbók Forn
leifafélagsins 1880-1939 er þarna
um að ræða sérstaklega eintök,
bundin í samstætt skinnband og
með öllum kápum.
Þá eru ennfremur af bókum
Magnúsar Stephensens, flestar
hreinar og góðar. Bækurnar eru:
Ljóðmæli og grafskriftir, For-
svar for Islands fornærmede
Övrighed, Eftirmæli Átjándu
Aldar, báðar útgáfurnar, Hentug
Handbók, Útvaldar Smá-Sögur,
en á þeirri bók er titilblað og
efnisskrá skrifuð.
Þá skal einnig nefna Gest Vest
fir’ðing I-V 1847-1855, ritið er
mjög fágætt. Almenn Jarðar-
fræði og Landskipun, báðir part-
arnir, eftir G. O. Oddsen og fl.,
Safn til sögu íslands I.-IV., Sú
Gamla Vijsna Book Guðbrands
Hólabiskups, 2. útgáfa, prentuð
á Hólum 1748, Biskupasögur Bók
menntafélagsins I-II. Útgefin í
Kaupmannahöfn 1858-1878,
Waysenhús-Biblía, Kaupmanna-
höfn 1748. Þess Svenska Gustav
Landkrons sögur, gefin út á Hól-
um 1756 og síðast en ekki sízt
Ögmundar-Gréta Ögmundar
Siverfsens er prentuð var í Kaup
mannahöfn 1832.
Bækurnar verða til sýnis í Þjóð
leikhúskjaljaranum á mánudag
frá kl. 2—6 og á þriðjudag frá
kl. 10 til 4, en kl. 5 stundvíslega
hefst svo uppboð þessara merku
og fágætu bóka.
FYRSTI fyrirlestur Einars Páls-
sonar í fyrirlestraflokknum
Rætur íslenzkrar menningar
verður í dag kl. 15 í norræna
húsinu. aÞr mun Einar ræða um
kenningu sína um heimsmynd
Skjöldunga og tengsl hennar við
landnám á íslandi o. fl.
BRÆÐLAFÉLAG Dómkirkjunn
ar hefur frá upphafi haft það
fyrir sið að efna til kirkjukvölds
á skírdag ár hvert. Bræðrakvöld
ið verður að venju næstkomandi
skírdag kl. 8,30 um kvöldið í
Dómkirkjunni. Að þessu sinni
verður það með nokkuð nýjum
hætti og ætla Dómkirkjubræður
að freista þess að gera kirkju-
kvöldið áhugaverðara, en þang-
að eru allir velkomnir.
Hafa verið fengnir framá-
menn í trúmálum og kirkjumál-
um, sem munu að loknu ávarpi
formanns, Sigurðar Steinssonar
svara spurningum, sem fyrir þá
eru lagðar. Séra Jó.n Auðuns
dómprófastur svarar spurnáng-
um: Hverja teljið þér aðal-
ástæðu fyrir dræmri kirkju-
sókn? Teljið þér að prestar geti
átt þar einhverja sök? Ragnar
Björnsson, dómorganisti svarar
spurningunni: Hverjar eru
ástæður fyrir því, að tekinn
hefur verið upp einraddaður
kirkjusöngur í Dómkirkj unni?
Þórir Kr. Þórðarson, prófessor
svar.ar spurningunni: Hefur
Gamla testamentið nokkra þýð-
- SALTFISKUR
Framhald af bls. 32
Að því er, Tómas Þorvaldsson
tjáði Morgunblaðin.u í gær hefur
verið kvartað yfir því að undan-
förnu í samningaviðræðum við
opinbera aðila í helztu viðskipta-
löndum okkar, hve lítið íslend-
ingar kaupi af þeim. Á þetta
einikum við um Spán og Portú-
gal.
Sagði Tómas, að forráðamenn
SÍF hafi hug á því að ræða þetta
vandamál við ríkisstjóm íslands.
Aðspurður sagði Tómas Þor-
valdsson, að nú þegar hefði verið
gengið frá fyrstu samningum af
þessa árs framleiðslu. Meira
vildi Tómas ekki segja um það
mál að sin.ni.
ingu fyrir trúarlif á atómöld?
Séra Felix Ólafsson svarar: Telj
ið þér, að grandvar maður án
trúar geti með breytni sinni orð
ið sáluhólpinn? Séra Sigurður
Haukur Guðjónsson svarar:
Teljið þér, að þegar Jesnis tal-
ar um að niðurbrjóta og endur-
reisa musterið, að þar haf.i hann
einnig skírskotað til vor mann-
anna um að hreirnsa til í voru
eigin musteri og endurbyggja?
Og loks svarar Herra Sigurbjörn
Einarsson, dr. theol. spurning-
unni: Teljið þér að sá maðúr,
sem er illa haldinn af ofurþu.nga
hversdagslifsins, í fjárhagsörð-
ugleikum, veikindum eða af öðr
um ástæðum, megi skilyrðis-
laust byggja á orðunium: Biðjið
og yður mun gefast.
Að því lok.nu flytur séra Ósk-
ar Þorláksson, dómkirkj uprest-
ur bugleiðingu og bæn. Tónlist,
sem flutt er, er í hiöndum Ragn-
ars Björnssonar, dómorganista,
sem m. a. leikur „Jesus a áccepé
la suff.rance“ eftiir Olivier Mess-
iaen og eftirspil, og stjórnar ál-
mennum kirkjusöng.
Kirkjukvöld Brœðrafélags Dómkirkjunnar:
Kirkjunnarmenn svara
spurningum um trúmál