Morgunblaðið - 30.03.1969, Page 3

Morgunblaðið - 30.03.1969, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR SO. MARZ 1960 Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup: Krossins þögla mál Fastan líður að lo'kum. Efsta viíka henn ar hetfst í dag, kyrravika eða dymbil- vika (ekki páskavika, hún byrjar með páskadegi). Og í þessari viiku eru tveir Jielgir dagar, bænaðagarnir. Þessi nöfn segja sitt, ef hugsað er út í þau. Næstu dagar rifja upp þá at- burði og úrslit, sem kynslóðirnar hafa lotið í dýpstri lotningu: Kristur líður, Kristur deyr á krossi. Engin minning, sem mannkyn geymir, hefur lifað eins stenku iífi í hugum manna og þessi. Engar stundir sögunn- ar eru um áhrif sambærilegar við dægr- in frá skírdagskvöidi til páskadags- morguns. Það verða allir að viðurkenna Ihverniig sem viðlhorfi þeirra háttar að öðru leyti. Kristnir menn hafa frá önd- verðu verið vissir um það, að atburðir þessara stunda hafi valdið hvörfum.Það sem gerðist á Golgata, svo myrkur sem sá atburður var, er í augum þeirra lykill að leyndarmáli Jesú Krists, það varpar ljósi yfir allan lífsferil hans, frá jötunni í Betlehem og úr fram. það afhjúpar öllu öðru framar þann Guð, sem gaf hann og birti sjálfan sig í honum. Fyrir þessu höfum vér ótvíræð orð Jesú sjálfs. Þegar hann talaði um erindi sitt í þennan heim, um hlutverkið, sem Guð hafði falið honum, þá lagði hann fyllstu áherzlu á dauða sinn og merk- ingu hans: Manssonurinn er kominn til þess að gefa líf sitt til lausnargjalds (Mark. 10,45). Ég er góði hirðirinn,góði hirðirinn leggur líf sitt í sö'lurnar fyrir sauðina (Jóh. 10.11). Kristur lét lífið á krossi. Það er staðreynd, bláköld söguleg staðreynd. Kristur gaf líf sitt, lagði líf sitt í sölur fyrir aðra, fyrir mig. Það er kristin játning, kristindómur. Eða með orðum Nýja testamentisins: Hann elskaði mig og lagði sjálfan sig í söluirnar fyrir mig (Gal. 2,20). Þessi hugsun og játning gengur eins og rauðiur þráður í gegnum allt Nýja testamentið. Þess vegna skipar píslar- saga Krists svo mi'kið rúm í guðspjöll- unum. Það má telja öruggt, að hún hafi verið hið fyrsta, sem fært var í letur af öllu því, sem guðspjöllin geyma. Engir atburðir úr lifi Jesú eru skrá- settir með eins mikilli nákvæmni og sag an um krossferil hans og dauða. Og á bak við hverja línu, hvert orð þeirrar sögu er þessi vitund: Hann elskaði mig og lagði sjá'lfan sig í sölurnar fyrir mig. Þegar þú lest guðspjöllin máttu vita það, að þau eru frá upphafi til enda vitnisburður manna, sem voru gagntekn ir af einni hugsun: Hann elskaði mig. Frásögn þeirra er samfelldur þakkar- óður. Þeir eru að tjá þakkarefni, sem er öllum orðum meira: Hann lagði sjálf- an sig í sölurnar fyrir mig. Öll hin ritin í Nýja testamentinu eru runnin af sömu rót. Þú átt auðvelt með að ganga úr skugga um það. Alltaf, þegar lofgjörðin stígur hæst, þá er til- efnið þetta: Kristur krossfestur fyrir oss, Kristur, sem elskaði svo, að hann lagði lífið í sölur. Og allt, sem kristið er, hefur sama afl að baki. Öll dýrustu listaverk kristninnar hafa verið innblásin af þessu Passíusálmar Hallgríms og annað hlið stætt. Hvar sem fyrir verður djúpur og ómríkur vitnisburður um kristið trúar- líf, trúarreynslu, trúargleði, þá er þetta kveikjan og kjarminn. Kristur fórnaði sér, í honum brann sú elska, sem leggur allt í sölur til þess að aðrir megi lifa og b'lessun hljóta. Þetta er frumtónninn í kristinni kennd og kristinni hugsun. Hann hljó'm ar í allri kristinni bæn um aldirnar. Hann hefur mótað þá menn, sem lengst komust í því að helgast Kristi og líkj- ast Kristi. Þetta hefur verið hvatinn að baki, þegar kristnir menn hafa fórn að sér fyrir aðra. Með þennan tón í sál- og enduróma hans á vörum gengu písl arvottar Krists móti dauða sínum, hvort sem var á leiksviðum fornaldar eða í fangabúðum nútímans. Það er stundum talað um friðþæg- ingu í þessu sambandi, eða friðþæging- arkenningu. Oftar en skyldi hafa menn látið gálaus og vanhugsuð orð falla.um merkingu þeirra orða. Á jólunum boðuðu englar Guðs frið á jörð. Krossinn boðar, að Guð berst til úrslita til þess að skapa forsendur fyrir friði sínum. Minn frið gef ég yður, sagði Jesús Kristur. Krossinn segir, að hann hafi orðið að láta lífið til þess að gera þá gjöf að veruleilka. Allur ófrið.ur í ma.nn- heimi á rætur sínar í því, að hugur mannsins er ekki í friði við Guð sinn, ekki í samræmi við hans hug og vilja. En Guð boðar frið á jörð, hann vill skapa frið, hann kemur í Kristi til móts við friðvana hug og heim. Sú leið hans er þyrnum stráð, krossferill, sjálfs fórn. En sá, sem vill mæta honum á þeirri leið, finnur friðinn hans og eign- ast harnn. Og þegar friðarríkið rennur upp, þá verður krossinn í fána þess. Þá verður sigur krossins opinber. Þetta er brot af því, sem kristnir menn eygja, þegar þeir tala um frið- þægingu Guðs í Kristi. En öll kristin kenning, sem er í nokkurri nánd við þann veruleik, sem hún reynir að túlka, er tjáning á þökk, lotningu, tilbeiðslu þeirra manna, sem Kristur hefur bless- að. Kjarninn er þessi: Hann elskaði mig og 'lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig. Og nú bið ég þess, að komandi vika og bænadagar veiti þér kyrrð í sál og bænaranda, svo að Kristur komist nær þér með friðinn sinn. Má vera, að ljóð eftir nútímaskáld ((Nils Bolander) geti hjálpað þér: Þeir léðu homum jötu í fjárhúsi fyrst og fóðurhálm undir kinn. Þeir sóttu honum asna annars manns til innreiðar hinzita sinn. En krossinn þungi og þyrnanna krans var hans. Hann fékk sér til láns, þegar fól'kið var svangt þau föng, sem hann blessaði og *gaf: Tvo fiska og brauðin fimm, sem hans lið á fjallinu mettaðist af. En krossinn þungi og þyrnanna krans var hans. Af lánaðri fleytu hann flutti sitt orð 'þeim fátæku á gleymdum stað . Hann eignaðist hvergi neitt hæli á jörð að halla sér þreyttum að. En krossinn þumgi og þyrnanna krans var hans. Og loks fékk hanm herbergi lánað eitt kvöld, er liðinn var starfsdagur hans. Og legstaður hans var lárvuð gröf í landi framandi manns. En krossinn þungi og þyrnarana krans var hans. En þegar ég hugsa um kvalanna krans og krossinn hans, eins og hann var, þá finn ég og veit, að það var ekki hans heldur vandi mín sjálfs, er ha.nn bar, að krossinn, sem frelsarinn kal'laði sinn var minn. Sigurbjörn Einarsson. EFTIR EINAR SIGURÐSSON REYKJAVÍK. Tíðin hefur verið ágæt undan farið. Afli fór stórbatnandi síðustu viku hjá netabátum, komst hjá einstaka bát upp í 28 lestir, en margir voru með yfir 20 lestir. Hins vegar var töluvert minni afli 'hjá útilegubátum, skástu bát arnir komu jafnvel ekki nema með 30 lestir yfir vikuna. Einn togbátur landar í Reykja- vik. Hefur hann verið að koma með 10-15 lestir eftir 2-3 daga útivist. Um 40 bátar landa nú í Keflavík, flest netabátar. AKRANESS. Sæmilegur afli var framan af vikunni 10-30 lestir, en um miðja vikuna datt hann niður og var ekki nema 6-7 lestir algengast. Ekkert aflast nú á línuna sem kallað er, 3-4 lestir. SANDGERÐI. Reytingsafli hefur verið í net, komizt allt upp í 3214 lest og síðan minnkað niður í 27 lestir, 25 lestir og þaðan af minna. Á línuna hefur fengizt mest 11 lestir, og fer minnkandi. Sama er að segja um trollið, afli í það er frekar rýr og dregur heldur úr honum. Það gefur lítið á handfæri, og það er þeim mun verra að stunda þær veiðar sem langt þarf að sækja, 4-5 mílur vestur af Eldey, á heimamiðum verður ekki vart. GRINDAVÍK. Afli hefur verið góður síðustu daga, komizt hjá netabátum allt upp í 51 lest eftir nóttina, en al- gengt hefur verið hjá bátum 15- 25 lestir, allt þorskur. Stærstu afladagar vertíðarinn- innar voru á mánudaginn og þriðjudaginn var, um 8'00 lestir hvorn dag. Einn bátur rær enn með línu, en hjá honum hefur verið tregur afli. Afli hefur verið rýr í trollið, þó hefur einstaka bátur verið að fá góðan afla, allt upp í 38 lestir eftir 3ja daga útivist. Lítið hefur fengizt á handfæri, enda aldrei gott næði. Heildarafli í Grindavík er nú orðinn um 14.000 lestir. Vest- mannaeyjar og Grindavík togast nú orðið á um metið. Lengi vel höfðu Vestmannaeyjar mikla yf- irburði og þær rétt mörðu það í fyrra að vera aflahæsta ver- stöð landsins með rúmar 45,000 lestir. Vestmannaeyjar. Afli hefur verið mjög góður undanfarið. Netabátar hafa kom- izt allt upp í 67 lestir eftir nótt- ina og 50 lestir og þaðan af minna. Algengasti afli í net 'hef- ur verið 15-20 lestir. Trollbátar hafa einnig fiskað ágætlega, komizt upp í 50 lestir eftir 3ja daga útivist, sem var raunverulega eins dags afli. Al- gengast hefur verið í trollið 15-20 lestir eftir 2-3 daga. Trillurnar, sem eru einar 10, hafa aflað ágætlega, en þær róa með handfæri, og eru oftast tveir menn á hverri. Heíur dagsaflinn hjá þeim komizt upp í 3 lestir (2 menn). Hæsta trillan er nú búin að fá um 60 lestir af fiski. Engin loðna sem heitir hefur verið lögð á land síðan á sunnu- dag. Þátttaka almennings í atvinnu- lífinu. Oft heyrist talað um, að al- menningur ætti að gerast meiri þátttakandi í atvinnulífinu en raun ber vitni, m.a. með stofnun svokallaðra almenningsihlutafé- laga. Slík þátttaka almennings er mjög algeng erlendis og þykir gefa góða raun, t.d. hafa gamal- gróin einkafyrirtæki eins og Ford horfið að því ráði að opna félagið almenningi og talið það Framhald á bls. 24 Handfærabátar eru varla byrj- aðir og hafa þó orðið sæmilega varir, ef þeir hafa getað skotizt út. Togararnir hafa verið að afla vel á Selvogsbankanum undan- farið. Ingólfur Arnarson kom inn í vikunni með 200 lestir og Jupi- ter einnig með 200 lestir. Höfðu þeir um 10 daga útiviist. Margir togarar hafa landað erlendis, en viðbúið er, að fyrir það taki í bili að minnsta kosti og ef til vill allt fram á haust. Þessir togarar seldu afla sinn erlendis í síðustu viku: Lest. Kr. Kg. Þork. Máni 152 3.139.000 20/65 Þorm. Goði 163 3.376.000 20/72 Víkingur 157 3.141,000 20/00 KEFI,AVÍK. Bátar, sem hafa verið með net sín grunnt í Miðnessjónum, hafa rótfiskað undanfarið, fengið um 20 lestir dag eftir dag. Stærri bátarnir hafa komizt upp í 24 lestir eftir nóttina. Á línuna er nú orðið mjög tregt, algengast um 5 lestir. Trollbátar hafa fiskað vel, þetta 5-12 lestir eftir nóttina, og einn togbátur komst upp í 24 lestir eftir 214 sólarhring. Gott hljóð er nú í sjómönnum. ÞEIR EINIR STANDAST SAMKEPPNI NÚTÍMANS, SEM FYLGJAST MEÐ NÝJUNGUM STÓRA NORRÆNA RYGGINGARSÝNINGIN í KAUPMANNAHÖFN 23.-30. APRÍL WORLD FISHING EXHIRITION LONDON 28. MAÍ - 3. JÚNÍ SÝNINGIN „BYGGT FYRIR MILLJARÐA" er stærsti viðburðurinn á sviði byggingarlistar og tækni á Norð- urlöndum. Á sýningu þessari er kynnt allt það nýjasta í sam- bandi við vinnubrögð og verktækni í byggingariðnaðinum, ásamt nýjasta úrvali hvers kcnar byggingarefna, tilbúinna húshluta og heimilistækja Þarna er tækifærið til að skyggnast inn i framtíð- ina og kynnast þeim nýjungum, sem munu ryðja sér til rúms á næstu árum. ÚTSÝN ANNAST HÓPFERÐ Á SÝNINGUNA I SAMVINNU VIÐ BYGGINGAÞJÓNLISTU ISL. ARKITEKTA. ÓDÝRT FAR- GJALD. — HÆGT AÐ FRAMLENGJA FERÐINA Á HANOVER MESSE DAGANA 26. apríl til 4. maí. DRAGIÐ EKKI AÐ GANGA FRÁ FARPÖNTUN YÐAR. FÁIÐ ÓKEYPIS EINTAK AF SKRÁ UTSÝNAR UM VÖRUSÝN- INGAR OG KAUPSTEFNUR 1969. HEIMSSÝNINGIN UM FISKVEIÐAR, FISKVERKUN OG FISK- SÖLU, SÝNING UM NÝTINGU AUÐLINDA HAFSINS OG ALÞJÓÐLEG RÁÐSTEFNA UM FISKSÖLUMÁL. Enn eru fiskveiðarnar undirstaðan i þjóðarbúskap Islendinga. Hér gefur að líta allt það nýjasta í þessari atvinnugrein, s. s. í smiði fiskiskipa og tækni i fiskveiðum, nýjustu vélar, stjórn- tækí, siglingatæki, öryggisbúnað á sjó, veiðarfæri, hraðfrysti- útbúnað og tæki til fiskvinnslu. Allir, sem byggja afkomu sina á fiskveiðum, fiskvinnslu og fisksölu sækia hingað nýjustu tækni og þekkingu á þessu sviði. Ókeypis aðgangskort að sýningunni og ódýrt fargjald með leiguflugferð Utsýnar. Dragið ekki að tilkynna þátttöku. Ferðoskriislofon ÚTSÝN Austurstr. 17 — símar 20100/23510.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.