Morgunblaðið - 30.03.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 106®
5
S.l. miðvikudag áttu sér stað á
Alþingi allsérkennilegar umræð-
ur. Urðu þá einstakir þing-
menn skyndilega innblásnir og
fu'llir áhuga á heilbrigðismál-
efnum, þótt lítið hafi borið á
slíku hjá þeim að undanförnu.
Gat ekki farið hjá því, að slíkar
spariræður, sem þá voru fluttar
séu settar í samband við það, að
þennan dag fjölmennti veikara
kynið á áheyrendapalla þings-
ins.
Til umræðu var fyrirspurn um
Fæðingardeild Landsspítálans
sem Magnús Kjartansson beindi
til Jóhanns Hafsteins heilbrigð-
ismálaráðherra. Gaf ráðherra
mjög ítarlegt og greinargott svar
við fyrirspurninni. Síðan komu
þeir Einar Ágústsson og Hanni-
bal Valdimarsson í ræðustólinn
og höfðu í tilefni dagsins brugð
ið sér í betri buxurnar. Má vera
að það hafi einungis verið bið-
ilsbuxur þær, sem notaðar eru
í hjúskaparmiðlun maddömunar
og Hannibals, þeirri sem nú
stendur yfir. Fluttu þeir félagar
fjálglegar ræður og minnist ég
þess ekki að hafa heyrt Einar
Ágústsson sem jafnan er prúður
og málefna'legur ræðumaður, láta
eins hátt. Fékk hann klapp að
launum fyrir ræðu sína og varð
forseti að slá í bjöllu sína til
þess að fá hljóð.
Vonandi helzt áhugi þessara
þingmanna á málefninu áfram og
er það vel, ekki sízt, ef það er
rétt munað hjá mér að annar
þessara þingmanna hélit ræðu fyrr
í vetur, þar sem hann var að
óskapast yfir launum lækna og
heimtufrekju þeirra.
En hvað um það, áhugi kvenn
anna var mjög lofsverður og mætti
fólk gjarnan gera meira að því
að koma á þingpállana og hlýða
á umræður í þinginu. Venjuleg-
ast, er hægt að telja áheyrend-
urna á fingrum annarrar hand-
ar, og fyrir svo fámennan hóp
halda stjórnarandstæðingar ekki
hressilegar speriræður.
Sem fyrr segir flutti Magnús
Kjartansson umrædda fyrir-
spurn. Er Magnús án alls vafa
tillögu- og málglaðasti
maaðurinn núna. Liður ekki sá
dagur að hann flytji ekki a.m.k.
eina til tvær ræður og venjulega
TIL LEIGU
4ra—5 herb. íbúð með húsgögn-
um frá 1. júní—30. sept. Til
greina kemur að leigja tveimur
aðilum í 1—2 mánuði í senn.
Uppl. í sima 38548.
Fermingarskeyti
skáta
Munið skátaskeytin.
Afgreiðsla Fríkirkjuvegi 11,
Æskulýðsráði kl. 11—4.
Sími 15937.
eru þetta all 'langar ræður. Verð
ur hlutur Magnúsar í þingtíð-
indunum ósmár. Oft kemur mér
í huga sú fræga sagnapersóna
Jóns Thoroddsens, séra Sigvaldi,
þegar Magnús flytur ræður sín
ar. Séra Sigvaldi keypti sunnu-
dagaræðurnar af kollega sínum
og flutti söfnuðinum þær. Ræð-
ur Magnúsar bera hins vegar
mjög sterkan keim af ræðum
þeim er Einar ölgeirsson, fyrir-
rennari hans, flutti á sínum tíma
á Alþingi. Það eina, sem skilur
á milli, er að ræður Magnúsar
eru styttri og bendir það til
þess að hann sé búinn að læra
þá list að setja amen eftir efn-
inu.
Nýjasti skerfur Magnúsar og
sálufélaga hans í Alþýðubanda-
laginu er tillaga til þingsálykt-
unar um uppsögn varnarsamninga
og úrsögn úr Atlantshafsbanda-
laginu. Segja þeir í
greinargerð sinni, að það sé „lífs
hagsmunamál“ íslendinga að
ganga úr bandalaginiu og jafn-
framt verði það fram'lag þeirra
til að draga úr spennu og auð-
velda friðsamlega sambúð milli
þjóða.
Þeir félagar eru stöðugt við
sama heygarðslhornið í
mynda- og kenningafræði sinni
Sýna þeir jafnan lítinn skiln-
ing á söguþekkingu og dóm-
greind manna þegar þeir fjalla
um utanríkismál. Flestir sem
kominir eru til fullorðinsára hafa
vitneskju um af hverju Atlants-
hafsbandaiagið var stofnað og
ÁLFTAMÝRI 7
WfP'BLOMAHÚSIÐ
simi 83070
Opið alla daga, öll kvöld og
um helgar.
Skrautlnnpökkun á fermingar-
gjöfum.
Fermingarnellikur.
Borðskreytingar á fermingar-
borðið. — Pantið timanlega.
hver hefur verið skerfur þess til
varðveizlu friðar og lýðræðis í
heiminum, undanfarin 20 ár.
En það væri vitanlega mikill
fengur fyrir ákveðna aðila, ef
ísland slitnaði úr tengslum við
hin frjálsu ríki. Héti það vafa-
laust á máli tillögumanna: Fram-
lag ti'l friðsamlegrar sambúðar.
Það kæmi til með að flýta fyrir
uppfyllingu óska þeirra sem Jó-
hannes úr Kötlum orðaði svo fag
urlega!:
Sovét-ísland
óskalandið,
— hvenær kemur þú?
Þó það kæmi ekki í gær,
þó það komi ekki í dag,
það kemur----
Á morgun?
Hvenær?Hvenær?
Á fimmtudaginn urðu tölu-
verðar umræður á Alþingi um
atvinnumálin. Mæ'lti þá forsætis
ráðherra fyrir frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar um fjáröflun til at
vinnumáfenefndanna og gerði
einnig grein fyrir störfum þeirra.
j Hafa þær þegar un.nið skipulega
mikið starf sem vænta má góðs
af í náinni framtíð. Með skipun
nefndanna var stigið heillavæn-
legt skref í baráttunni gegn at
vinnuleysinu sem er eitt stór-
kostlegasta vandamálið sem þjóð
in á við að etja í dag. Sannar
þetta ástand enn frekar, hversu
| mikil nauðsyn það er fyrir ís-
I lendinga að renna fleiiri stoðum
i undir atvinnulífið í landinu og
! skapa fjö'lbreyttari útflutnings-
framleiðslu. Og þrátt fyrir alla
erfiðleikana eru ýmis teikn á
lofti í þá átt, og áhugi mainna
og skilningur virðist sjaldan
hafa verið meiri en nú. Honum
þarf að fylgja á eftir.
Sjávarútvegurinn verður vafa
laust í náinni framtíð langsam-
lega þýðingarmesta atvinnugrein
okkar og gjaldeyrisskapandi, en
við verðum að hafa fleiri grein-
ar til að byggja á. Annars er
sú hætta alltaf fyrir hendi að
skammt verði milli „vinnúþrælk
unar“ og atvinnuleysisins.
Steinar J. Lúðvíksson.
Veiður eggjnlaust um púsku?
Eggin fást á Sunnubraut 51, Kópavogi
Sími 41899.
ANGLI - SKYRTUR
COTTON—X = COTTON BLEND
og RESPt SUPER NYLON
Fáatilegar í 14 stærðum frá nr. 34 til 47.
Margar gerðir og ermalengdir.
Hvítar — röndóttar — mislitar.
ANGLI - ALLTAF
y^lFSTOFA /?/.
4,0 rooRist ^
FERÐASKRIFSTOFA
RÍKIISI^
HVÍLDARFERDIR
í PÁSKALEYFINU
Njótið hvíldar og hressingar á fyrsta flokks hóteli
í fögru umlhverfi. Fljúgið til Hornafjarðar með
Fokker Frienidship fluigvélum Fluigfélags íslands,
gistið á hótel Höfn, nýtízkuhóteli, sem býður full-
komna þjónustu, fyrsta flokks veitingar, góð her-
bergi með baði, þægilegar setustofur ásamt gufu-
baðstofu.
Vrerð aðeins kr. 6.750.00
(2 sólarhringar fyrir tvo gesti).
Verð aðeins kr. 8.250.00
(3 sólarhringar fyrir tvo gesti).
LÆKJARGÖTU 3,
TILVALIN
T Æ KIFÆ RISGJÖF
REYKJAVÍK, SÍMI 11540