Morgunblaðið - 30.03.1969, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1®6©
7
„Rótar hún í sig Rangárvöllum!"
í dag er Pálmasunnudagur,
og nú skulum við kanna nýjar
leiðir og nýja hluti við náttúru
skoðunina. í stað þess að ganga
um austurströnd Hvalfjarðar,
eins og venjulega, skulum við
bregða okkur austur í ölfus,
eða nánar tiltekið í Reykjadal
ofanvert við Hveragerði og
kanna fjöll og firnindi i nám-
unda við Skólasel Menntaskól-
ans sem þar stendur, fögur og
stílhrein bygging.
Allt er þar þakið í gufu,
enda er þarna í héraðinu eitt
mesta hverasvæði landsins.
Við Memntaskólanemendur í
Reykjavík höfðum að því mikla
ánægju að koma austur í skóla-
sel, og smámsaman vorum við
farin að gjörþekkja allt lands-
lagið, því að oft var haldið til
fjalla eða inn til dala, náttúr-
n skoðuð og skyggnd.
Pálmi Hannesson rektor.
Það var ekki ónýtt að hafa
að leiðsögumönnum i þvílíkum
ferðum þá úrvals náttúrufræð-
inga, Pálma heitinn Hannesson
rektor og Sigurð Þórarinsson
doktor, sem kenndu okkur að
þekkja þau undur og stórmerki
náttúrunnar, sem á vegi okkar
urðu.
, ★
I það skiptið, sem hér um
ræðir, voru þeir raunar báðir
með í gönguferðinni, og ferð-
inni var heitið í vesturátt frá
Selinu að skoða hveri þar inn-
ar í dalnum.
Við höfðum sungið lengi fram
eftir kvöldið áður undir ör-
uggri forystu Sigurðar Þórar-
inssonar, sem lék á gítarinn sinn,
og söng allskonar vísur og
kvæði, en þrátt fyrir það voru
flestir árisulir hinn næsta morg-
un, þvi að allstór hópur var
ákveðinn að fara þessa ferð til
heilsulindanma í vestri.
í suðaustur, séð frá selinu,
gaus Grýta gamla á tveggja
klukkustunda fresti, og alls stað
ar í kring heyrðust dunir og
dynkir úr hverum, ekki hvað
sízt, eftir að nýja holan hóf að
gjósa, rétt við hliðina á Selinu,
en sú hola var svo seinna beizl-
uð til upphitunar selsins, og
nemendur gengu berserksgang
við að safna prentpappír til ein-
angrunar pípunum frá hvern-
um inn í hús. Veður var gott,
sólarlítið þó, en heitt í veðri,
þótt þetta væri snemma vors,
einhverntíma í maí. Við geng-
um rösklega, en gáfum okkur
samt alltaf tíma til þess að
staldra við, ef fáséðan stein bar
fyrir augu okkar, eða sjald-
gæfa jurt. Hinir mætu kennar-
ar okkar voru þá ósparir á
fræðsluna, og óþreytandi. Senni
lega eru slíkar gönguferðir úti
í guðsgrænni náttúrunni, eitt
bezta form á náttúrufræði-
kennslu, sem hugsast getur.
í lækjum glóði á Hófsóleyj-
una, sem nafn sitt dregur af
lögun grænu blaðanna, sem á
stönglinum eru. Einstaka Vetr
arblóm á stangli vakti einnig
óskipta athygli okkar.
Jarðiögin í fjöllunum allt um
kring voru skoðuð, rætt um þau
og myndumarsaga þeirra tekin
til umræðu af nemendum og
kennurum.
★
Svo komum við að dalkvos,
þar sem hlíðarnar vestanmeg-
in voru þaktar leirhverum, grá
bláum eða brúnum að lit. Þama
kraumaði allt, eins og verið
væri að sjóða hafragraut.
Ég man það, að Pálmi rekt-
or hafði orð á því, að þennan
„beauty“-leir, eins og hann
nefndi hann, ættum við íslend-
ingar að setja í krukkur og
selja fyrir offjár í útlanóinu,
því að betra fegurðarlyf væri
ekki til.
Dr. Sigurður Þórarinsson.
Og við létum þessa brýningu
ekki falla ómerka, heldur mök-
uðum hendur okkar í volgri leðj
unni, jafnvel sumir báru hana á
andlitið, ef ske kynni, að feig-
urð þeirra ykist til mikilla
muna, og var nú satt að segja
sumum engin vanþörf á. Þeir
alköldustu klæddu sig i skyndi
úr og fengu sér ærlegt bað í
volgum leirnum. Já, mikil var
þeirra trú, en máski er þetta
heilagur sannleikur, og á hon-
um hefur stundum síðar verið
ymprað, að við íslendingar eig
um i hverum og hveraleðju fólg
in dýrmætan fjársjóð, sem jafn
vel væri hægt að selja í bein-
hörðum erlendum gjaldeyri.
Til allrar hamingju, rann
þarna lítill lækur nærri, með
klyngjandi bjölluhljóm, þar
sem hann steyptist stall af
stalli, og í honum gat maður
skolað leðjuna framan úr sér
og af höndum sér — en svei
mér þá, ef húðin var ekki strax
orðin eitthvað mýkri og huggu-
legri.
★
Við gengum hátt með hlíðum
heim á leið. Sást þ'á vel til
fjalla og gott var þá að hafa
hina fróðu kennara okkar við
hendina til þess að segja okk-
ur örnefni ýmisskonar ogkenni
leiti, um leið og við rifjuðum
upp fyrir okkur jarðmyndunar
sögu ölfusins og Flóans í
fjarska. Ailt í landslaginu verð
ur að hafa nöfn, því að eins
og Tómas segir:
„Ryfja upp og reyna að muna
fjallanöfnin: Náttúruna.
Leita og finna eitt og eitt.
Landslag yrði
lítilsvirði,
ef það héti ekki neitt."
Og svo komum við þá heim
í Skólasel aftur, eilítið göngu-
móð, en rjóð og sælleg eftir
hressandi göngu og náttúruskoð
un. Þar beið okkar kakó og
kringlur, gott í svanginn. Við
litum til Grýtu, sem þessa
stundina Sendi frá sér stóra og
langa skvettu af gömlum vana,
litum til ölfuss og Flóa.og í
átt að IngólfsfjalLi, og höfðum
yfir að gamni okkar gamla hús
ganginn — gátuna, sem svo
hljóðar:
„Tíkin hún Leifa
tók frá mér margt,
loð og ljái,
skinn og vaðmál svart.
Rótar hún i sig Rangárvöllum,
Reykjanesi og Bakkanum öllum,
Ingólfsfjalli og öllum Flóa,
aftur leggur hún kjaftinn mjóa,
og þó er hún ekki hálf.“
Ráðning gátunnar var svo
sem nokkuð erfið. Tíkin hún
Leifa átti semsagt að hafa hest-
húsað pappírsblaði, með allri
þessari klausu, skrifaðri á
Og leið svo að kvöldi, og aft-
ur var sezt framan við arin-
inn, og Sigurður Þórarins-
son leiddi sönginn með sínu
eigin ljóði:
„Að lífið sé skjálfandi lítið gras
má lesa í kvæði eftir Matthías."
— Fr. S.
UTI
Á
VÍÐAVANGI
ÓSKA EFTIR ráðskonu 40—45 ára til að sjá um fámennt og rólegt heimili. Öll þægindi. Tilboð merkt „Ráðskona 2746" til Mbl. fyrir 3. apríl. VIL KAUPA 4ra herb. íbúð, helzt með sérinng., á 1. eða 2. hæð í góðu húsi nál. Miðborginni. Bilskúr fylgi. Trlb. til Mbl. f. 5. apríl merkt: „77 — 2743".
VÖGGUR KEFLAVlK — SUÐURNES
Höfum ávallt til söiu vöggur með hjólgrind og dýnu. Verð frá kr. 1.305.00. Körfugerðin, Ingólfsstr. 16. Nýkomin einlit stretchefni buxur. Fallegt litaúrval. Verzl. Sigríðar Skúladóttur. Sími 2061.
LÓÐ ÓSKAST ÓSKA EFTIR
600—700 ferm. lóð óskast keypt á Reykjavíkursvæðinu Uppl. í síma 84736. 3ja—5 herb. íbúð til leigu í byrjun maí. Uppl. í sima 34308.
Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu STATION BIFREIÐ í góðu ástandi óskast til kaups. Uppl. i síma 37622.
PÁSKAEGG
í glæsilegu úrvali. Verð við allra hæfi.
SUÐURLANDSBRAUT 10. — SIMI 81529.
ARABIA-hreinlætistæki
Hljóðlaus W.C. — kassi.
Nýkomið: W.C. Bidet
llandlaugar Baðker
Fætur f. do. W.C. skálar & setur.
Fullkomin varahlutaþjónusta.
Glœsileg vara. Verð hvergi lœgra
Einkaumboð fyrir fsland:
HANNES ÞORSTEINSSON
lieildv., Hallveigarstíg 10, sími 2-44-55.