Morgunblaðið - 30.03.1969, Side 11

Morgunblaðið - 30.03.1969, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1909 11 OPIÐ BREF — til sjávarútvegsmálaráðherra um rœkjuveiðar Magnús Magnússon prentari — Níræður UNDANFARIN ár hefur verið góð raekjuveiðd í ísafjarðar- djúpi. Þrátt fyrir góða veiði, hefur oft gætt nokkurs uggs, meðal rækj uveiðimanna um það, að ásóikn á miðin yrðd of mikil og hefur því félag rækjubáta- eigenda við ísafjarðardjúp ver- ið fylgjandi ákveðnum takmörk- unum á veiðunium, svo sem ákveðnum togtímafjölda á degi hverjum takmörkuðum báta- fjölda og ákveðnum vikuafla á hvern bát, sem er nú 3000 kg. en var fyrir rúmu ári 4200 kg. Þegar vikuaflinn var minnkað- ur, sem þessu nam, féllust rækjuveiðimenn á það hálfnauð ugir þó, vegna hótana sjávarút- vegsmálaráðuneytisins og haf- rannsóknarstofnunarinnar að veiðar yrðu stöðvaðar á miðri vertíð þar, sem sfvo lítil rækja átti að vera eftir í ísafjarðar- djúpi að dómi fiskifræðings þess er fjallar um svonefndar rækju- rannsókhir. Gegn þessari lækkun viku- afla, feng>um við rækjuveiði- men,n loforð ráðuneytisins að eftirleiðis yrðu leyfðar veiðar á timabilinu 1/10 að hausti til 31/4 að vori, ennfremur að veiði leyfum yrði ekki fjölgað frá því, sem þá var. Þvi var. haldið fram á sl. vetri, af hæstvirtum fiski- fræðings þeim er fjallar um rækj urannsókn-ir hér, að svo til engin rækjuveiði yrði hér í Djúpinu yfirstandandi vertíð vegna ofveiði undanfarinna ára og þá ávallt reiknað með vissri stofnstærð á ísafjarðardjúpi, sem væri að ganga til þurðar. Þessu vildu rækjumenn marg ir ekki trúa, enda vitað í fjölda ára að raekjan gengur í Djúpið úr hafinu og þess vegna erfitt að gera ráð fyrir ákveðinni stofnstærð. Sýnistoss meira gæta spámennsku og pappírsútreikn- inga en raunhyggju í athugunum hæs'tvirts fiskifræðings og hef- ur það rækilega sannast á veiði undanfarinna ára og þá ekki sízt þessarar vertíðar. Nú skal það tekið fram að félagsskapur rækjubátaeigenda hefur sýnt ráðuneyti og hafrann sóknarstofnun fulian samstarfs- vilja um þær takmarkanir, sem um hefur samizt og eru nefndar hér að framan. Nú hafa hins vegar þeir at- burðir gerzt, að sjávarútvegs- málaráðherra hefur fjölgað hér veiðileyfum og nú fyrir sömmu veitt bát úr Reykjavík og manni þaðan, leyfi til rækjuveiða í ísa fiarðardjúpi, þrátt fyrir mót- mœli rækjuveiðimanna hér. Nú vaknar þess vegna sú spurning, hvort ráðherra hefur hugsað sér að leysa rekstrar- vandamál smábáiaútgerðar á ís- landi með því að hleypa þeim sem flestum á miðin í ísafjarð- ardjúpi, sem hafa að dómi fiski- fræðinga verið jafnvel ofveidd, eða hefur ef til vill dæmið um stofnstærð eitthvað snúizt við í tölvunum? Við teljum leyfisveitingu siem þessa óskiljanlega, þar sem bát- ar þeir, er fyrir eru gætu veitt mun meira masn en nú er leyft, sé veiði góð of þar af leiðandi skapað sér og þeim sem verka rækju, hagstæðari rekstrarT grundvöll en nú er, en hann hef ur stórversnað. á, . undanförnum árum vegna takmarkana og auk ins rekstrarkostnaðar. Hvað veldiur því að á sama tíma, sem hæstvirtur sjávarút- vegsmálaráðherra' fjölgar rækju veiðileyfum hér . við fsátfj arðar- djúp, er bátum héðan, sem sótt hafa um leyfi tdl veiða', seinni- part vetrar á Ingólfsfirði (Ófeigsfjarðarflóa) á Ströndum, synjað um það, en þeir fundiu þar fýrir nokkrum árum geysi- auðug rækjuimið. Þessi mið eru svo til ekkert nýtt, þar veiðir af og til einn bátur og lítill sem enginn mannafli í landi til nýtingar aflans. Er það hreppá- póilitik, sem veldur þessum gerðum? Ef svo er ekki, vænt- um við þess, sem þennan útveg stundum að fá viðunandi svar yfirvalda hvers vegna eigi má veiða rækjuna í ríkari mæli á svæðum, er hún hefur fundizt á og eru lítið nýtt, í stað þess að a uka sóknina á svæði, sem talið er fyrir löngu fullnýtt. Það er von okkar, sem þenn- an útveg stundum að ráðamenn þjóðarinnar fari að gera sér Ijóst, hversu geysilegt verðmæti liggur ónýtt t. d. á Ingólfsfjarð- arsvæðinu og víðar þar, s-em rækja hefur fundizt og endur- skoðii nú fyrri afstöðu sína og leyfi bátum þeim frá ísafjarðar- djúpi og víðar, sem útbúnað og áhuga hafðu, á vori komanda að stunda þessar véiðar t. d. á Ing- ólfsfjarðarsvæðinu og í Breiða- firði, frá 15. apríl til 31. maí. Væri ekki óhugsandi, ef þetta yrði leyft, að jafnve.1 fyndust ný og ennþá auðugri rækjumið en fundist hafa t.il þessa ef margir bátar færu að kanna áður lítt könnuð svæði. Á vetri þeim, sem nú er að líða var m.s. Hafþór rannsókn- ars'kip hafrannsóknunarstofnun- arinnar við rækjurannsóknir og tilraunir með nýja gierð rækju- vörpu m. a. í ísafjarðardjúpi. Það vakti furðu okkar rækju- manna að okkur skyldi eki gef- inn kostur á að kynnast þessurn nýjungum og sjáum því litla ástæðu til þess að hið opinbera greiða stórfé til slíkra rann- sókna ef þeir, sem koma til með að nota þessar nýjungar eru ekki taldar þurfa að fyigjast ná- ið með þeim. Hljóta vinnubrögð, sem þessi, að skapa vantraust á Viðkomandi stofnun og er það illa farið, þar sem gagnkvæm samvinna þessara aðila og fiski- manna er nauðsynleg til þess að góður árangur náist. Það er löngu sannað mál með- al þjóðar vorrar. að gangi ein- hver atvinnuvegur s'æmilega. þá keppast sem flestir við að kom- ast í hann, hvort sem er til sjáv- ar eða lands, en reynslan hefur hins vegar sannað okkur áþreif- anlega og oft átakanlega, að oftast fer þá illa ef Svo er að farið og má þar m. a .benda á síldarævintýrin fyrir aus'ta.n og norðan, þar sem verksmiðjur og vinnslustöðyar hafa sprottið upp eins og gorkúlur í góðær- inu en standa síðan uppi ónot- aðar með miilljónafjárfestingu og oku'ldasukká ef veiði bregist. Er það ósk hæstvirts sjávar- útvegsmálaráðherra að slíkt ástand skapist við ísafjarðar- diúp? Væri ekki væn.legra ti] fram- búðar fyrir alla aðila. að hætt verði DÓlitiíkum hrossakaupum á veiðileyfum og aflask.ammti og reyna heldur að skaDa sem bezt jaifn væsi m.illi veiða og vinnslu, og þeim bátum oe vinns'lustöðvum. sem fyrir hmdi eru. sem hagkvæmastan rekstr- argrundvöll með sem lengsju úthaldj og sem iöfnustu hráefni og nýta þau mið. sem fundin eru og lítið s.em ekkert eru nýtt. um leið og ef til vill fyndist ný og auðue mið og munu bá ef- laust bætast í þjóðarbúið driúg- ar og ómiss'and.i gjaldeyristekj- ur. ' ísafirði, 28. marz 1969. Pétur Geir Helgason. Aukiö viöskiptin — Auglýsið — Bezta auglýsingablaöiö Magnús Magnússon prentari hefur lengur en flestir núlif- andi Reykvíkingur sett svip á þessa borg. Hann er fæddur í Ofanleiti í Þingholtum, nú Ing- ólfsstræti 7, 31. marz 1879, son- ur hjónanna Magnhildar Hall- dórsdóttur og Magnúsar Magn- ússonar steinsmiðs. Hefur hann síðan dvalið allan aldur sinn í Reykjavík, nema hvað hann starf aði um misserisskeið á ísafirði að loknu prentnámi aldamótaár ið. Ekki hefur hann heldur ver- ið að skipta oft um starf. Hér i bæ var hann um 4 ár hjá Birni Jónssyni í ísafoldarprent- smiðju, en gerðist haustið 1904 stofnandi Gutenbergs og starfaði þar unz hann hætti fyrir elli sakir fyrir nokkrum árum. Magnús hefur jafnan verið kenndur við fæðingarstað sinn, Ofanleiti. Fáir menn voru hon- um vinsælli árin 1914—1939, með ari hann var sýningarstjóri í Gamla bíói, ekki sízt á meðan það var í Fjalakettinum við Að- alstræti. Þegar „Mangi í Leiti“ birtist og gekk inn í sýningar- klefann, var jafnan lostið upp fagnaðarópi úr bekkjum barna og unglinga, því að það var merki þess, að sýningin færi að byrja. En nærri má geta, að langur var vinnudagurinn orð- inn hjá Magnúsi að sýningu lok inni eftir fu.llan vinnudag, í prentinu. Magnús varð snemma hneigður fyrir útivist, einkum laxveiðar. Hann fór í sinn fyrsta veiðitúr vorið 1895, þá nýlega farinn að læra prentverkið. Hanner einn af elztu, ef ekki elztur, stofnfé- lagi Stangveiðifélagsins. Það má telja líklegt að veiðiáhuga sín- um eigi hann góða heilsu og lang lífi að þakka. Magnús hefur átt miklu láni að fagna í lifi sínu, ekki sízt því að eignast ágæta konu, Jó- hönnu Jóhannesdóttur Zoega, sem andaðist fyrir tveimur árum. Var heimili þeirra hið fegursta en fegurra þó sú ást og hlýja sem þar ríkti. Þar dvelur hann nú sitt kyrra ævikvöld í skjóli barna sinna. Hann er mjög ern, já frísklegri en margir, sem eru áratugum yngri. Efalaust munu margir gamlir Reykvíkingar hugsa álíka og ég á merkisafmæli þessa aldna snilldarmanns og óska honum blessunar og heilla. B.G. VX-6 CADMIUM lögurinn eyðir súlfat- myndun í rafgeymi yðar, eykur endingu geymisins um ÁRABIL og tafarlausa ræsingu. Iieldur Ijósunum jöfn- um og björtum. , ‘ Fæst hjá öllum benzín- afgreiðslum. 1__ (( 1 höndum yðar Þér viljið gera allt, sem í yðar valdi stendur til að vernda fjölskyldu yðar. Þess vegna tryggið þér yður fyrir slysum og dauða með slysa og líftryggingu. Tryggið þannig framtíð fjölskyld- unnar ef eitthvað hendir yður. Heimili yðar tryggið þér með heimilistryggingu, hún er víðtæk og ótrú- lega ódýr; bætir meðal annars tjón af völdum bruna, vatns og innbrots. Einnig bætir hún tjón ó mönnum og rnunum, sem þér og fjolskylda yðar er óbyrg fyrir. Betri er fyrirvarinn, komið eðo hr.ingið strax í síma 17700. ALMENNAR TRYGGINGAR V PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SfMI 17700 "\\ ® 11. II r; 111] III i II II II 11 11 II II II' II II II II II -II II II II II II II II Ih II II II II II II II II II II II II II, II II II II II II II JJ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.