Morgunblaðið - 30.03.1969, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1960
VIOBÚNAÐUR
Það var vissulega ekki af ástæðu-
lausu sem lögreglan í Reykjavík hafði
í frammi nokkurn viðbúnað er áður-
nefnd þingsályktunartillaga kom til um-
ræðu á Alþingi. Kommúnistar sem far-
ið höfðu hamförum næstu daga á und-
an, höfðu í málgagni sínu, Þjóðvi’ljan-
um, beinlínis gefið í skyn að störf Al-
þingis mundu verða hindruð með of-
beldi. Stóryrðum og áróðri beittu þeir til
hins ýtrasta. Gera átti upp við þá sem
samþykkir voru inngöngu íslands í Atl-
antshafsbandalagið, jafnskjótt og Rúss
ar næðu yfirráðum í heiminum. Komm-
únistar vissu sem var, að þeir voru í
algerum minni hluta innan Alþingis, og
þeir voru ekki aldeilis á þeim buxun-
um að beygja sig undir hann, — hafa
sennilega líka talið mátt sinn ærinn,
þar sem bak við þá stæðu 800 mil'ljón-
ir manna allt frá Berlín til Kyrrahafs,
eins og Brynjólfur Bjarnason orðaði
það í útvarpsumræðum.
Lögreglan í Reykjavík var ekki fjöl-
menn á þessum árum, og óvön að fást
við meiri háttar skærur, eins og við
mátti búast, ef kommúnistar gerðu al-
vöru úr hótunum sínum. Því var kallað
til nokkurt varalið, ungra manna, sem
átti að vera til taks ef til alvarlegra
átaka kæmi, auk þess sem lögreglu-
þjónar mættu til gæzlustarfa sinna, bet-
ur útbúnir en dags daglega, þ.e höfðu
hjálma á höfðum og kylfur.
Greinilegt var að kommúnistar voru
búnir að reikna út hvernig lögreglan
mundi mæta árás þeirra, þar sem 29.
marz, daginn fyrir aðalóeirðirnar, mátti
lesa á forsíðu Þjóðviljans, eftirfarandi
rammagrein: ,,Þar sem fyrirsjáanlegt er,
að lögreglan og hvítaliðasveiti fasista
ætla að beita gasárásum á friðsamleg
mótmæ'li Reykvískrar alþýðu skal hér
vakin athygli á því að gasárás er auð-
velt að verjast með því að bregða rök-
um vasaklút fyrir vit sér — sérstak-
lega augun — þá stund sem gasið helst
í loftinu.
LÖGREGLUVÖRÐUR VIÐ
ÞINGHUSIÐ
Þegar tillagan kom til umræðu á Al-
þingi árdégis 29. marz stóðu nokkrir lög
regluþjónar vörð við þinghúsið, auk
þess sem þeir gættu þess að ekki yrðu
troðningar á þingpöllum og að þangað
færu þeir einir, er hefðu áðurgreind
aðgönguspjöld. Hinn almenni borgari,
sem ekki renndi grun í að kommúnist-
ar mundu gera alvöru úr hótunum ■'n-
um, kom spánskt fyrir sjónir að sjá
lögregluvörð við þinghúsið, og margir
lögðu því leið sína um Austurvöll fyr-
ir forvitnis sakir.
GRJÓTKASTIÐ HEFST
En það var ekki langt að bíða að til
tíðinda drægi og hinir fáu lögreglu-
menn fengju verkefni. Degi var tekið
að halla og enn stóðu harðvítugar um-
ræður í þingsölum. Allstór hópur
manna var samankominn á Austurvelli
og þar ræddu menn við kunningja sína
og nutu góða veðursins, sem var kær-
komið eftir kalda og umhleypingasama
tíði. En í hópnum leyndust nokkrir
menn sem voru komnir niður á Austur-
völl í allt annan en frfðsömum erinda-
gjörðum. Þeir höfðu ákveðið að gera
lokaæfingu fyrir þau átök sem þeir
áttu von á daginn eftir — þreyfa fyrir
sér og sjá hversu langt þeim mundi
verða óhætt að ganga.
Beðið var myrkursins, en strax og
skjól þess naut við fór að heyrast brot-
hljóð í rúðum. Það hafði gerzt, sem
fæstum hafði dottið í hug. Alþingi ís-
lendinga var orðið að skotspæni þeirra
manna sem ekki vildu sætta sig við að
lýðræðið fengi að njóta sín. Til lítilla
átaka kom þó að þessu sinni. Kommún-
istar fengu vissu sína fyrir því að rúð-
urnar í Alþingishúsinu gátu brotnað eins
og annað gler, og það var þeim nóg að
sinni, enda var umræðu einnig lokið í
þingsölum. En það eru fleiri hús við
Austurvöll en Alþingishúsið. Við hann
vestanverðan stendur Sjálfstæðishúsið,
og að unnum afrekum við Alþingishús-
ið um kvöldið héidu grjótkasts mennirn-
ir þangað og tóku til við þar sem frá
var horfið. Voru flestar rúðurnar í
framh'lið Sjálfstæðishússins brotnar.
FUNDARBOf)
30. marz rann upp. Bjartur og fagur
dagur, sem mun þó verða skráður ísögu
landsins sem dimmur dagur — dagur-
inn sem kommúnistar köstuðu grímu
sinni, og reyndu með ofbeldi að hindra
störf Alþingis.
Um morgunin fengu borgarbúar
Mynd þessi sem tekin er daginn eftir óeirðirnar sýnir Ijóslega hvernig kommúnistar rifu
upp hraungrjótið sem lá meðfram gangstéttunum að styttu Jóns forseta. Þá má einnig
sjá hvernig rúðurnar í Alþingishúsinu voru útleiknar.
venjulega sendingu inn um bréfalúgur
sínar. Þetta var Títill miði með eftirfar-
andi áletrun.
ÚTIFUNDUR
við Miðbæjarskólann kl. 1 í dag. Full-
trúaráð verkalýðsfélaganna í Reykja-
skora á allan almenning í bænum að
taka sér frí til að mæta á útifundinum
í Lækjargötu (við Miðbæjarbarnaskól-
ann) kl. 1 e.h. í dag.
Fundurinn er boðaður af Fulltrúa-
ráði verkalýðsfélaganna til þess að
Reykvíkingum gefizt tækifæri til þess
að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um
inngöngu íslands í hernaðarbandalag
Norður-Atlantshafsríkja enn einu sinni
áður en Alþingi hefir tekið fullnaðar-
ákvörðun um málið.
ANNAR FREGNMIðl
Varla þarf að geta þess að fundar-
boðendum þótti engin ástæða til að
leita leyfis fyrir útifundi þessum, svo
sem jafnan verður að gera fyrir slíkar
samkomur.
Skömmu síðar var öðrum fregnmiða
dreift um bæinn, og var það gert í tii-
efni af fyrrnefndu fundarboði. Var miði
sá svohljóðandi:
Reykvíkingar!
Kommúnistar hafa án þess að leita
leyfis boðað til útifundar í dag og
skorað á menn að taka sér frí frá
störfum.
Við viljum því hér með skora á frið-
sama borgara að koma niður á Austur-
vö'll milli kl. 12 og 1, og síðar, til bess
með því að sýna, að þeir vilji, að Al-
þingi hafi starfsfrið.
Undir fregnmiðann rituðu nöfn sín Öl-
afur Thors, form. þingflokks Sjálfstæðis
flokksins, Eysteinn Jónsson form. þing-
flokks Framsóknarflokksins og Stecán
Jóh. Stefánsson form. þingflokks Al-
þýðuflokksins.
Á vinnustöðum í borginni gegndu
menn störfum sínum eins og ekkert
hefði í skorizt fram að hádegi, en mik-
ið var um það að menn bæðu um leyfi
eftir hádegi, einkum eftir að fregnmiða
stjórnarflokkanna hafði verið dreift og
samhljóða tilkynning lesin í útvarp-
inu.
ÚTIFUNDURINN .
Þegar klukkan tók að hálla í eitt,
fóru nokkrir menn að safnast safan í
Miðbæjarskólaportinu. Mátti þar fyrst
og fremst kenna þá sem mest höfðu
haft sig í frammi gegn aðild að banda-
laginu og mun ekki nema lítill hluti fund-
armanna hafa verið verkamenn, þótt til
þessa fundar væri boðað í nafni þeirra
samtaka. Þá komu líka nokkrir á fund-
inn fyrir forvitni sakir, en snéru þaðan
brátt aftur þegar þeir litu hjörðina.
Fundurinn stóð ekki langan tíma. Les
in var upp í flaustri tillaga sú sem vik-
ið er að hér að framan, og var tillag-
an auðvitað samþykkt „mótatkvæða-
laust“ með viðeigandi orgum og látum.
Eftir að það var fengið var ekki beðið
boðanna heldur fundi slitið og forsvars-
menn fundarins skálmuðu galvöskum
skrefum í átt til Alþingishússins, og
fast að baki þeirra fylgdu liðsmenn
þeirra hinir vígalegustu ásýndum.