Morgunblaðið - 30.03.1969, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1099
17
Gerðu hosur
sínar grænar
Ekki leyndi sér, að höfuð-
kémpur stjórnarandstæðinga
hugðust gera hosur sínar græn-
ar fyrir áheyrendium á þingpöll-
um á miðvikudaginn var, þegar
föngulegur kvennaskari var þanig
að kominn til að hlusta á umræð-
ur í sameinuðu þiingi um stækk-
un kvensjúkdómadeiMar Land-
spítalans og hraða á byggingar-
málum spítalans yfirleitt. Áhugi
kvennanna er lofsamlegur og
líklegur til góðs eins og dæmin
þegar sanna. Hver stjórnarand-
stæðingur af öðrum lýsti því yf-
ir af miklum fjálgleik og til-
finningahita, að þær ihefðu vak-
ið af værum blundi áhuga sinn
fyrir nauðsyn miklu skjótari um-
bóta í þessum efnum en þeir
áður höfðu haft hug á, jafn-
framt því, sem þeir býsnuðust
yfir óhrifnæmi ríkisstjórnarinnar
í þessum efnum. Tilfinningahit-
inn snart hjörtu hinna áhuga-
Sömu kvenna og þær létu hrifn-
ingu sína í ljósi á þann veg, að
forseti sameinaðs alþingis taldi
ekki samræmast þingsköpum.
Um slíkt er ekki að fást. Fæstar
hafa konurnar trúlega þekkt
mikið til þingskapa, enda af
kvenlegu innsæi skynjað að
þarna horfðu þær fremur á leik
sýningu en vemjuleg þingstörf.
Þeim geðjaðist að hinum grænu
hosum. Þeir, sem þinigvanari eru,
sáu og, að hosur þessarra ræðu-
skörunga voru nú miklu fagur-
litaðri en þeir ganga í dags dag-
lega. Þeir höfðu einungis brugð-
ið sér í s'paribuxurnar til að hafa
í frammi skemmtilega leiksýn-
ingu, samtímis því sem þeir
horfðu tvíræðu brosi til áhórf-
enda sinna.
Allt tekur siim
tíma
Ræðuskörungur Framsóknar
hafði sérstakega orð á því
skipulagsleysi, að á sínum tíma
hafi verið ákveðið af handa-
hófi — að því er manni skild-
ist — að byggja viðbótar-
álmur við gamla Landspít-
alahúsið. Ef nokkur meining
var í orðum hans, gat hún ekki
verið önmur en sú, að hann teldi,
að þessi framkvæmd hafi verið
höfuðógæfa og orsök ófremdará-
stands nú. Að vísu má margt um
þessar framkvæmdir segja, en
sannleikurinn er sá, að í
þær var ráðist fyrir eindregna
hvatningu ágætra forystumanna
í læknaliði Landspítálanis. Á-
kvörðunina tók öðlingurinn
Steingrímur heitinn Steinþórs-
son, sem áreiðanlega taldi sig
vera að gera gott verk. Raunar
sáu sumir það fyrir, að efasamt
væri að ráðast í þessa stækkun
Landspítalans rétt eftir, að
Reykjavíkurbær hafði tekið á-
kvörðun um byggimgu síns mikla
sjúkrahúss. Samt verður að játa,
að ekki veitir nú af öllu því,
sem byggt hefur verið á þeim
14—-15 árum, sem liðin eru fré
því, að þessar ákvarðanir voru
teknar. Miðað við getu okkar,
hafa þar tvímælalaust verið unn
in stórvirki. Hitt er rétt, að bet-
ur hefði farið, ef meira samráð
hefði verið haft í upphafi og
sameiginleg áætlun verið gerð
um framkvæmdir ríkis og bæj-
ar. Það er einmitt af þeirri
reynslu, sem Jóhann Hafstein
heilbrigðismálaráðherra hefur
lært, þess vegna hefur hann
beitt sér fyrir miklu ítarlegri
skipulagningu eða áætlunargerð
um frambúðar framkvæmdir
á Landspítalalóðinni en nokk-
urn tíma áður hefur verið sam-
in. Til þess eru vítin að varast
þau. Fram hjá hinu verður
aldrei komist, að varanlegar
stói framkvæmdir í heilbrigðis-
málum, og þá ekki sízt
bygging fullkomins nútíma
spítala, hljóta að taka ’langan
tíma. Þess má gjarnan minnast,
sem Bandaríkjamaður danskur
að ætterni, er falin háfði verið
yfirstjóm hergagnaframleiðslu
Bandaríkjanna - í seinni heims-
styrjöldinini sagði, þegar hann
var víttur fyrir seinlæti:
„Hvort sem mönnum líkar bet-
ur eða vér, þá er meðgöngutím-
inn 9 mánuðir". Miklar fram-
kvæmdir verða ekki hrisstar fram
úr erminni fyrirvaralaust, þær
krefjast shis „meðgöngutíma".
Ef hans er ekki gætt, þá skap-
ast hættur ag erfiðleikar, sem
um fram allt þarf að forðast.
Umdeild ákvörðun
reyndist rétt
j
Þessa dagana fyrir 20 árum
tók Alþingi íslendinga ákvörð-
un um, að ísland skyldi gerast
stofnaðili að Atlantshafsbainda-
laginu. Ýmsir góðir og gegnir
menn voru þeirri ákvörðun þá
andvígir, eða a.m.k. hikandi í af-
stöðu sinni. M.a. í skjóli þess-
ara ágætu manna efndu komm-
únistar og aðrir, sem fyrirfram
og af anniarlegum ástæðum voru
og eru andvígir vörnum lands-
ins og veru þjóðarimnar í hópi
lýðræðissinna, tij heiftúðlegra
æsinga. Stofnað var til aðfarar
að Alþingishúsinu og fór ekki
leynt að trufla átti störf Al-
þingis og hindra þingmenn í að
taka ákvörðun sannfæringu
sinni samkvæmt. Vegna þess að
Garðskagavitinn gamli. — Ljósm. Mbl. Kristinn Ben.
REYKJAVÍKURBRÉF
rösklega var við brugðizt, bæði
af 'lögreglu og fjölda almennra
borgara, fóru þessar fyrirætlan-
ir út um þúfur, en þinghúsið
var svívirt og guðsmildi var, að
ekki skyldi hljótast stórslys af.
Vegna þess að æstum múg var
stökkt á brott, hampa ósann-
imdamenn því nú, að gerð hafi
verið árás á friðsama borgara.
Vanrækt var að taka myndir af
óspektalýðnum úir gluggum Al-
þingis, svo að athæfi hans sæist
eins og það blasti við þingheimi.
Hiins vegar voru teknar myndir,
er sýndu varnarráðstafanirnar,
og er nú reynt að misnota sum-
ar þeirra til að snúa sannleik-
anum við. Hann er hins vegar
of mörgum í fersku minni
og slík óhnekkjandi gögn fyrir
hendi honum til styrktar að þær
tilraumir h'ljóta að mistakast.
Mestu máli skiptir samt, að nú,
20 árum síðar viðurkenna allir
dómbærir menn, einnig þeir, sem
voru á móti aðild að Atlantshafs-
sáttmálanum á sínum tíma, að
hún hafi reynzt íslendingum vel
og alis ekki haft í för með sér
þau skaðsamlegu áhrif, er sumir
óttuðust í upþhafi.
Notið friðar
á ófriðaröld
Tilgangur Atlantshafsbanda-
lagsins var einkum sá, að skapa
valdajafnvægi í Evrópu, svo að
sá hluti á'lfunnar, sem ekki var
þá þegar kominn undir yfirráð
kommúnista, fengi að njóta frels
is og friðar. Hin beina orsök
stofnunar bandalagsins var
valdataka kommúnista í Tékkó-
slóvakíu á árinu 1948. Menn ótt-
uðust þá að sókn kommúnista
vestur á bóginn væri þar með
enigan veginn lokið. Eftir á er
algjör fjarstæða að neita því,
að sá ótti hafi verið ástæðu-
laus. Jafnvel kommúnistar viður
kenna nú, að Stalín hafi á þeim
árum verið einvaldsiherra í So-
vét-Rússlandi og athafnir hans
að mestu óútreiknanlegar. Hann
beygði sig aðeins fyrir einu, þ.e.
eran meira valdi en hann hafði
sjálfur yfir áð ráða. Siðferði
legur máttur og réttlæti skipti
hann ekki miklu máli, eins og
m.a. lýsti sér í hans frægu
spurningu um vald páfans: „Yf-
ir hversu mörgum herdeildum
ræður páfinn?“
Enginn skyldi þvi ætla, að
Laugardagur 29. marz
það sé tilviljunin einber, að
friður hefur haldist í þessum
heimshluta eftir að Atlantshafs-
bandalagið var stofnað. Játa má,
að þótt öll 'löndin hafi notið
frjálsræðis frá ytri árás, þá hafa
sum ekki notið innra frelsis.
Grikkland missti m.a.s. það
firelsi, er það áður naut. Öðru
hvoru er undan því kvartað, að
bandalagsríki þess skerist ekki
í leikinn og tryggi þar fullit lýð-
ræði. En mundu allir hinir sömu
bera fram þá umkvörtun eða
kröfiu, ef kommúnisku einræði
hefði verið komið á í Grikk-
landi? Og mundi íhlutun ekki
óþægilega minna á ihlutun So-
vét-Rúsálands í mál Tékkósió-
vakíu og kenningu Sovétleiðtog-
anna nú um íhlutunarrétt í
stjórnarhætti allra „sósíaliskra
ríkja“, er þeir kalla?
r
Island ekki
undantekning
Nú er Stalín horfinn og hon-
um gerólíkir menn hafa tekið
við völdum í Sovét-Rússlandi
Víst er það rétt. En hver er
tryggingin fyrir að nýr Stalin
geti ekki hrifsað völdin til sín,
á meðan sömu stjórnarhættir
standa? Sovétmenm sjá'lfir segja,
að í Kína hafi „æfintýramenn
og svikarar" náð völdum. Von-
andi verður svo ekki í Sovét-
Rússlandi. Þrátt fyrir allt, þ.á.
m. innrásina í Tékkóslóvakíu,
hafa núverandi valdhafar í So-
vét-Rússlandi að ýmsiu leyti sýnt
ábyrgðartilfinningu og varúð.
Enn helst þó í meginatriðum
fyrri ágreiningur þeirra og lýð-
ræðissinna um allan heim. Þar
við bætast stórveldahagsmunir á
báða bóga. Góðviljaðir menn
vona að með tímanum verði öll-
um þessum ágreiningsefnum eytt
svo að sönn friðaröld hefjist.
En á meðan svo logar undir sem
nú má sjá víðsvegar, væri það
óðs marans æði að loka augunum
fyrir yfirvofandi hættum. ís-
larad er engin undantekning,
land okkar lýtur sömu lögmál-
um og öll önnur sjálfstæð ríki.
Það verður með tiltækum ráð-
um að tryggja varnir sínair. Því
fremur sem landið er nú á al-
faraleið, liggur einmitt á þeim
slóðum, þar sem herflotar stór-
veldanna stöðugt eru á sveimi.
Hoilft er að hafa í huga heflræði
afa Skúla fógeta til sonarsonar
SÍns, þegar hann mælti: „Ég bið
þess að þú megir læra að
þekkja heiminn, en að Guð varð
veiti þig frá heiminum“. Guð
hjálpar þeim sem hjálpar sér
sjálfur. Hættunum verður ekki
bægt frá með því að láta eiras
og þær séu ekki til, heMur gera
sér grein fyrir í hverju þær eru
fólgnar og varast þær. Með Atl-
antshafsbandalaginu höfum við
tryggt okkur á þann veg, sem
okkur hefur vel gefist. Þess
vegna eigum við að halda að-
ild okkar að bandalaginu á með-
að hættan varir. Önnur betri
ráð ti'l að afstýra henni finnast
ekki.
Takast
samningar?
A'llur almenningur spyr nú að
vonum, hvað dvelji samningana
til að tryggja vinnufrið og hvort
hætta sé á stórverkföllum.
Stjórnarandstæðingar spáðu því
í vetur, að sjómannaverkfallið
mundi leiða til stöðvunar á ver-
tíð eða a.m.k. verða óleysanlegt
nema að eragu væru gerðar þær
ráðstafanir, sem Alþingi taldi ó-
hjákvæmilegar til að tryggja,
að von væri til að útgerð yrði
rekin hallalaust. Lausn sjó-
mannaverkfallsins drógst lengur
en æskilegt hefði verið, en þó
lyktaði því á happasælan hátt
og án þess að stórtjón yrði af.
Engiir vitibornir menn geta leng
ur haldið því fram, að lausnin
hafi reynst sjómönnum, hvort
heMur yfirmönnum eða hásetum
til ófarnaðar!. Vertíðin hefur,
þrátt fyrir verkfal'lið, gengið
mun betur en flestir þorðu að
vona. Nú ríður á að menn spilli
ekki því færi, sem þjóðin hefur
til að rétta við hag sinn. Til
þess að svo geti orðið, þurfa
menn að gæta hófsemi og still-
ingar í því skyni að fá hlut
sinn raunverulega bættan, þeg-
ar heildarþjóðarhagur batnar, í
stað þess að knýja fram kröf-
ur, sem langt fara fram úr gjald-
getu atvinnuvega. Þetta ski'lja í
raun og veru allir, en inrabyrðis
togstreita og ótti hins við þenn-
an hefur hindrað að heilshug-
ar samningaviðræður gætu haf-
ist. Á meðan svo stendur er ekki
við góðu að búast. En nú er
meira í húfi en svo, að dægur-
kritur og innbyrðis ósamlyndi á
milli þeirra, sem þó þykjast
gæta sömu hagsmuna, megi ráða.
Óráðslijal
Ofboðslegt er að heyra hvern
ig valdagræðgi og flokksofstæki
fer með viti borna menn. Fram-
sóknarmenn þrástagast á því, að
full vísitala eða verðtrygging
launa séu sjálfsögð og muni
síður en svo verða hættu-
leg heilbrigðri efnahagsþró-
un. Sjálfir gáfust þeir þó
upp við að stjórna landinu ein-
mitt vegna þess, að eins og þá
stóð á, reyndist efnahag þjóð-
arinraar ofvaxið að standa und-
ir fullri verðtryggingu launa
eða vísitölugreiðslu. Um
þetta er hin fræga afsagnarræða
Hermanm Jónassonar í desember
1958 síðasta vitnið en einungis
eitt af mörgum. Út af fyrir sig
óska alílir eftir því að geta veitt
og fá notið fullrar verðtrygging-
ar. Á tímum jafnvægis og upp-
gangstímum er slíkt mögulegt.
en þegar á móti blæs, og ekki
sízt þegar þjóð hefur orðið fyr-
ir jafn stórkost'legum áföl'lum
eins og við íslendingar á síð-
ustu tveimur og hálfu ári, vita
allir, að verðtrygging eða full
vísitölugreiðsla er því miður hið
sarna og sletta olíu á eld. Með
þessu er ekki sagt að olía sé
ætíð hættuleg. En með hvort-
tveggja verðuir að fara af viti.
Við hinu er ekki að búast, að
þeir sem eru svo ruglaðir, að
þeir aranað hvort trúa því sjálf-
ir, eða ætla öðrum að trúa, eins
og einn talsmaður kommúnista,
að atvinnuleysi og erfiðleikar
hér nú stafi af byggingu ál-
bræðslunnar og virkjun Þjórs-
ár, en ekki af utanaðkomandi
og óviðráðanlegum orsökum
vilji viðurkenna hið sanna sam-
hengi.
Ilægfara póstur
Seinagangur á póstssam-
göngum sýnist sumstaðar enn
vera litlu skárri en var á
milli íslands og annarra landa
fyrir meira en öld. S.l. þriðju-
dag, þ.e. 'hinn 25. marz,
fékk viðtakandi hér í hendur
bréf, sem stimplað var hiran 8.
jan. s.l. í New York sem fyrsta
flokks póstur. Móttakanda þótti
að vonum býsna mikill seinagarag
ur á þessum hraðpósti. Þó sá
hann daginn eftir, að fyrsta
flokks áletrunin hafði ekki
reynst þýðingarlaus, því að
þann dag bárust honum tvö bréf
bæði stimpliuð í New York annað
hiran 18. des. og hitt 20. des.
1968. Nú kunna einhverjar sér-
stakar ástæður að liggja til
þessa, svo sem verkfall eða ann-
að ámóta. Áreiðanlega er ekki
um beina sök íslenzku póst-
stjórnarinnar að ræða, því að
vafalaust hafa bréfin tafist ut-
an íslenzkra landssteina. En al-
þjóðlegir póstsamningar eru í
gildi og íálenzka póststjórnin
verður að fylgja því eftir, að
erlendar póststjórnir, hverjar
sem eru, geri sína skyldu samkv.
þeim samningum. Þar brestur
meira en lítið á, því að svipað
gerðist um síðustu áramót, og
var þá að fundið með þeim ár-
angri, sem nú er fram komirin.
Margföld reynsla bendir til þess,
að allur annar póstur frá
Bandaríkjuraum en flugpóstur
berist óhæfilega seint. Þó að
póstsendingar á milli Bandaríkj-
anna og íslands skeri sig úr að
þessu leyti, þá eiga fleiri líkan
hlut að máli. Hinn 27. marz bár-
ust t.d. tveir blaðapakkar, póst-
lagðir í Englandi fyrir réttum
mánuði, þ.e. 27. febrúar. Með
flugpóst frá Englandi og raunar
meginlandi Evrópu fer greini-
lega eftir því á hvaða dögum
hann er póstlagður, hvort það
tekur einn sólarhring eða þrjá,
fjóra, að hann komist á ákvörð-
unarstað. Þegar daglegar ferðir
eru með flugvélum, stundum
margar, ætti slík óreg'la ekki að
þurfa að eiga sér stað. En kvart-
arair til póststjórnarinnar hafa
hingað til engan árangur borið.