Morgunblaðið - 30.03.1969, Síða 18
Jg MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1969
ir kommúnistablaðsins í ólíkum dúr. Nú
tók það upp næsta furðulega baráttu —
að kenna lögregíunni og varaliði henn-
ar um átökin. Voru fyrirsagnir Þjóð-
viljans 31. marz svohljóðandi:
„Landráð framin í skjóli ofbeldis og
vil'limannlegra árása á friðsama al-
þýðu. 8—10 þúsund Reykvíkingar mót-
mæla fyrir framan Alþingishúsið og
kröfðus't þjóðaratkvæðis. Svör ríkis-
stjórnarinnar voru gagnárásir og kylfu
árásir lögreglu og vitstola hvítliða-
skríls.“
Þótti mörgum að með þessari bar-
áttú sinni hefðu kommúnistar fyllt mæl-
inn. Þeir létu þó engan veginn deigan
síga og voru hinir borubröttustu þeg-
ar rætt var um málið á Alþingi daginn
eftir. Rokkið var í þingsölum þegar
fundurinn hófst, þar sem neglt var fyr-
ir svo til hvern glugga á framhlið húss-
ins. Af ræðum þingmanna má þó glögg-
lega marka, að þeim hefur komið þessi
nýja baráttuaðferð kommúnista nokkuð
á óvænt og voru þeir þó orðnir mörgu
vanir af þeirra hendi.
M.a. reyndu kommúnistar að breiða út
að Ólafur Thors hefði gefið „hvítliða-
skrílnum“ merki um að ráðast á fólk-
ið, Þessum ósökunum svaraði Ólafur í
snjallri þingræðu þar sem hann m.a.
sagði:
„Ég gekk margsinnis út að ýmsum
gluggum þinghússins til að horfa á það
sem fram fór. Mér varð starsýnt á til-
tölulega fámennan hóp æsingalýðs er
stóð á gangstéttinni gegnt þinghúsinu.
Einkum tók ég eftir ungum manni ó-
venju ógeðþekkum, sem gretti sig og
skældi á fíflslegan hátt. Pilturinn var
með stúdentahúfu. Ég benti með fingr-
inum á enni mér, sem varð til þess að
unglingur þessi áttaði sig á að hann
bar á höfði sér einkenni þeirra, sem
þjóðfélagið ver árlega milljónum til að
mennta og manna. Hann hætti að skæla
sig. Þetta gerðist kl. tæplega eitt og var
ég staddur í vestasta herbergi þing-
hússins. Það var ekki fyrr en klukku-
stundu síðar sem kommúnistar hófu
snörpustu grjótkastshríðina, sem eftir
það stóð nær óslitið þar til gatan var
rudd með táragasi."
Það kom glögglega fram hjá tals-
mönnum lýðræðisflokkanna á Alþingi
að þeir mátu mikils stillingu og ró fólks-
ins sem komið hafði niður á Austurvöll
af tilmælum stjórnarflokkanna. Um
þetta sagði Ólafur Thors m.a.: „Þessir
menn, flestir ungir og hraustir, mynd-
uðu raðir meðfram öllu þinghúsinu.
Þeir höfðu afl, getu og kjark til þess
að tukta kommúnistana. — Ég efast ekki
um að þegar leið á daginn, hafi líka
marga þeirra langað til að svara dálít-
ið fyrir sig. Þeir gerðu það ekki. Þeir
vissu að þeirra hlutverk var að vernda
Alþingi fslendinga, veita því starfsfrið
og reyna að forða vandræðum. Þeir
stóðu rólegir undir aur og grjótkasti
skrílsins í marga klukkutíma, trúir sínu
hlutverki í fullri vissu þess að
KRON augl’ ýsir KRON auglýsir KRON auglýsir
í páskamatinn: í nestispakkann: Matvörubúðir KRON:
Hangirúllur Nýir ávextír Kjöt í ds. Skólavörðustíg 12
Fyllt dilkalæri Niðurs. ávextir Svið í ds. Kjöt og grænmeti
Svínakótelettur Grænmeti niðurs. Gaffalbitar Snorrabraut 56
Kjúklingar Gr. baunir Sardínur Dunhaga 18
Hangikjöt Bl. grænmeti Álegg Stakkahlíð 17
Svínasteikur Rauðkál Ostar Langholtsvegi 130
Dilkahryggir Þurrk. ávextir Smjör Tunguvegi 19
Saltkjöt Súpur í ds. og pk. Harðfiskur Grettisgötu 46
Folaldabuff Pickles Egg Bræðraborgarst. 47
Dilkalæri Ávaxtasafi Kakó Álfhólsv. 32, Kóp.
Hamborgarhryggir Sælgæti Kex Hlíðarv. 19, Kóp.
Svið Páskaegg 10% afsl. Te * . r Borgarholtsbr. 19, Kóp.
KAUPFELAG REYKJAVIKUR 1 9G NÁGRENNIS
- 30. MARZ 1949
Framhald af bls. 15.
kylfum lögreglunnar og urðu víða harð-
ar sviptingar. Auk þess magnaðist
grjóthríðin að Alþingishúsinu og voru
þá flestar rúður þess brotnar. Sýnt
þótti að kommúnistar mundu ekki láta
skipast við þessi átök og allt útlit var
á að blóðugur götubardagi mundi hefj-
ast.
TÁRAGAS
Til að koma í veg fyrir slíkt greip
lögreglan til þess bragðs sem tiltæki-
legast var — beita táragasi. Settu lög-
reglumenn upp grímur og hófu að
sprengja táragassprengjur. Lagðist þeg
ar þykkt ský yfir Austurvöll, og á ör-
skammri stundu var mannfjöldinn á
flótta og margir þeir sem fremst stóðu
voru rauðeygðir og grátandi, þar sem
mjög óþægilegt er að fá táragas í aug-
un. Gas þetta er að öðru leiti mjög
meinlaust og hefur engin eftirköst. Eft-
ir skamma stund voru lögreglumennirn-
ir einir eftir á Austurvelli. Gafst þing-
en allmargir fóru einnig gangandi.
Gekk þetta að mestu árekstralaust,
nema hvað stúlka ein vék sér að for-
sætisráðherra og tókst að berja til hans.
mönnum nú loks tækifæri að halda
heimleiðis. Bifreiðir þeirra renndu að
þinghúsdyrunum og óku með þá brott,
ÓRÓI
En þótt tekizt hefði að dreifa mann-
fjöldanum var þar með sagan ekki sögð
til enda. Vel flestir héldu þó heimleið-
is, en aðrir og þá einkum ungkommún-
istar létu ekki segjast og sóttu aftur
inn á Austurvöll. Varð lögreglan aft-
ur að grípa til táragassins og bar þá
helzt til tíðinda að maður einn er haft
hafði sig mjög í frammi fékk gasgusu
í andlitið úr táragasbyssu. Féll hann
við, en stóð fljótlega upp aftur og var
studdur brott af lögreglunni og komið
undir læknishendur.
Eftir kvöldmat fór aftur að bera á ó-
látum í miðbænum og voru þar mest
unglingar á ferð. Var aðalvettvangur
þeirra Austurstræti og Pósthússtræti.
Var gerður aðsúgur að lögreglumönn-
um og kastað grjóti á lögreglustöðina
og þar brotnar nokkrar rúður. Þegar
svo hafði gengið um hríð var hópn-
um dreift með táragasi, og linnti þá loks
látunum.
Um kvöldið voru tvær nokkuð afl-
miklar sprengjur sprengdar í miðbæn-
um. Var annarri þeirra kastað upp á
svalir Sjálfstæðishússins og sprakk hún
þar. Loftþrýstingurinn sem myndaðist
var svo mikill að tvær stórar rúður í
skrifstofunni splundruðust. Vóru það
unglingar sem voru þarna að verki og
náði lögreglan til þeirra.
MARGIR SARIR
Allmargir hlutu nokkur meiðsli í átök
unum við Alþingishúsið og sumir alvar-
leg. Mest slösuðust þó þrír lögreglu-
menn þeir Ágúst Jónsson, Tómas Karl
Bogason og Eiður Gíslason.
ishjálpar í Landspítalanum og 2 í
Landakotsspítalanum, auk þess sem
nokkrir munu hafa farið til annarra
lækna og enn aðrir látið gera að sárum
sínum í heimahúsum. Voru flestir þeirra
er til læknis leituðu með sár á höfði.
ÞINGAÐ BAK VIÐ BIRGÐA GLUGGA
Nýr dagur reis. Innan veggja Al-
Svo sem ætla mátti var það kommúnistum ekki nóg að gera árás á Alþingishúsið. Réðust
þeir einnig að Sjálfstæðish. við Austurvöll og voru allar rúður á framhlið þess mölbrotnar.
Ágúst Jónsson var ekki einkennis-
klæddur þennan dag, og má því sjá að
ekki hafa kommúnistarnir álltaf miðað
vvæmlega áður en steinninn flaug.
Ágúst stóð fyrir framan Alþingishúsið
og við hlið hans var lítil 7 ára telpa.
Sá hann þá hvar hellubrot kom fljúg-
andi í loftinu og stefndi að telpunni.
Tókst honum með snarræði að grípa til
hennar og víkja henni frá, en fékk þá
sjálfur hellubrotið í höfuðið fyrir aftan
vinstra eyrað og höfuðkúpubrotnaði
hann. Var Ágúst fluttur í Landsspítal-
ann og þar gert að sárum hans.
Tómas Karl Bogason lenti í átökum
við mann sem hugðist hrifsa af honum
kylfu hans. Við átökin féll maðurinn til
jarðar, en hélt stöðugt í kylfuna. Beygði
lögregluþjóninn sig þá niður til þess að
losa tak hans á kylfunni, en þá skipti
engum togum að ráðist var á hann aft-
an frá og kastað í hann stórum stein-
hnullung.
Eiður Gíslason fékk stein í andlitið
og hlaut af honum mikið sár og brotn-
ar tennur. Enginn áf þessum lögreglu-
mönnum sá hvaða menn réðust að þeim.
Þá' hlutu nokkrir almennir borgarar
meiðsl í átökunum og leituðu 12 lækn-
þingishússins lá grjót og glerbrot á
borðum, stólum og gólfi. Jafnvel á skrif
borði forseta fslands voru glerbrot og
grjóthnullungar. Hafist var handa við
að hreinsa til í húsinu og negla hlera
fyrir glugga þar sem rúður höfðu brotn
að. Austurvöllur var einnig illa út leik-
inn. Hellugrjótið sem raðað var með
gangstígunum sem lágu frá styttu Jóns
forseta, að Alþingishúsinu hafði að
mestu verið rifið upp svo og frá öðr-
um gangstígum.
Þegar og óeirðunum lauk, hófst
rannsókn hjá sakadómaraembættinu á
atburðunum. Var rannsókn þessi mjög
umfangsmikil áður yfir lauk og m.a.
auglýsti rannsóknarlögreglan eftir
myndum frá þeim ljósmyndurum sem
tekið höfðu myndir af slagnum. Barst
henni nokkuð af myndum sem voru síð-
an notaðar við rannsókn málsins.
Nokkrir menn voru þegar handteknir
grunaðir um að hafa æst til óeirðanna
og um þátttöku í þeim.
Dagblöðunum var smeigt inn um bréfa
lúgur bæjarbúa og vafalaust hafa marg-
ir verið forvitnir að lesa um atburð-
inn. Aðalfyrirsagnir lýðræðisblaðanna
voru áþekkar, en hins vegar fyrirsagn-