Morgunblaðið - 30.03.1969, Síða 19

Morgunblaðið - 30.03.1969, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 80. MARZ 1960 19 þeir voru að vinna göfugt þjóðþrifa- verk.“ ÆSINGAKENND SKRIF Það gætti ekki neinnar hógværðar í skrifum kommúnista næstu daga eftir atburðinn. Þeir óðu fram á ritvöllinn eins og berserkir fyrri tíma, bitu í skjaldarrendur og orguðu ógurlega.Eru sum þessaa skrifa næsta kátleg, þegar litið er á þau nú 20 árum eftir að at- burðirnir gerðust. Sósíalistaflokkurinn gaf m.a. út bækling einn, er nefnist Kylfan og þjóðin. Þar getur m.a. að líta frásagnir af störfum Alþingis. 30. marz, og þar talað um einn þingmann lýð- ræðisflokkanna á eftirfarandi hátt: Af tilviljun mætir hann augnaráði eins þingmanns Sósíalistaflokksins opin- skáu og björtu augnaráði. Hann hvim- ar augunum undan, en finnst síðan sem öll augu stari ( á sig.“ Ofstækisfullari skrif er varla að finna, nema þá helzt þar sem Þjóðviijamenn leggja heila sinn í bleiti við að lýsa Heimdelling- um, sem fá hlutann: „vitfirrtur auð- valdsskríll“ og „volað hyski.“ ÞJÓÐARREIDI Atburðirnir við Alþingishúsið að- dragandi þeirra og eftirleikur opnuðu augu íslendinga fyrir baráttuaðferðum kommúnista — því að þær eru hinar sömu hér og alls staðar annars staðar. Og athæfi þeirra vakti þjóðarreiði, og varð til þess að þeir einangruðust meir en nokkru sinni fyrr. Það var þýðing- arlaust fyrir þá að ætla að reyna að kenna nokkrum öðrum en sjálfum sér um það sem skeð hafði. Of mörg vitni voru að atburðinum. Ekki voru allir dregnir fyrir dómstó'la, sem mesta sök- ina áttu og mestu ábyrgðina báru á því sem skeði. Þeir höfðu aðeins í vitund .þjóðarinnar sýnt sitt rétta andlit, en hulið það þegar til átakanna sjálfra kom. Hvaðanæfa að af landinu bárust mótmæli um athæfi kommúnista, frá bæjarstjórnum og stéttarfélögum fá- mennum og fjölmennum. Kommúnistar höfðu því ekki haft erindi sem erfiði með aðför sinni að Alþingishúsinu. Lýð- ræðið stóð sterkara að vígi en áður á íslandi, því margir sem ekki hugsuðu um það mál dags daglega fundu nú hversu mikils virði það er í raun og veru. STORMSVEITIR FRAMSÓKNARFLOKKSINS! Heimsblöðin skýrðu mörg hver frá atburðunum við Alþingishús íslend- inga. Voru þær frásagnir jafnan sann- leikanum samkvæmar, nema þegar aust- ur fyrir járntjaldið kom. Kommúnistar sendu vitanlega sinum mönnum þar frá- sögn af atburðinum og hljómaði boð- skapurinn þannig í Moskvublöðunum: „Uppþot varð í Reykjavík i sambandi við samþykkt Alþingis á þátttöku í Atl- antshafsbandalaginu. Söfnuðulst 5—10 þúsund manns saman fyrir framan Al- þingishúsið í mótmælaskini. Tvístraði lögreglan mannfjöldanum með táragasi og barsmíðum og um 20 manns særðust. Mannfjöldinn svaraði árásinni með grjótkasti á glugga Alþinigs. Hægri sósíáldemókratinn Benediktsson ' fyrir- skipaði stormsveitum ungra manna, svo- kölluðum Framsóknarflokki, að koma lögreglunni til hjálpar. Meðal foringj- anna var fasistinn Ólafur Pétursson sér- lega áberandi." Ekki fer á milli mála hvaðan Moskvu blöðin fengu þessar upplýsingar. SATTMALINN UNDIRRITAÐUR 4. aprí 11949 komu utanríkisráðherrar 12 vestrænna þjóða saman í samkomu- sal útanríkisráðuneytis Bandaríkjanna og undirrituðu þar sáttmála um varnar- bandalag Atlantshafsríkjanna. Var sú athöfn í.senn hátíðleg og virðuleg. Við þetta tækifæri flutti Bjarni Benedikts- son utanríkisráðherra ræðu, og verður hluti þeirrar ræðu gerður að lokaorð- um hér: „ísland hefi aldrei farið með hernaði gegn nokkru landi, og sem vopnlaust land hvorki getum við né munum segja nokkurri þjóð stríð á hendur, svo sem við lýstum yfir, er við gerðumst ein af Sameinuðu þjóðunum. Staðreynd er, áð við getum alls ekki varið okkur gegn neinni erlendri, vopnaðri árás. Við vor- um þess vegna í vafa um, hvort við gætum gerst aðilar þessa varnarbanda- 'lags, en svo getur staðið á, að ísland hafi úrslitaþýðingu um öryggi land- anna við Norður-Atlantshaf. í síðasta stríði tók Bretland að sér varnir íslands, og síðan gerðum við samning við stjórn Bandaríkjanna um hervarnir íslands meðan á stríðinu stóð. Aðild okkar að Norður-Atlantshafssamn- ingnum sýnir, að bæði okkar vegna og annarra viljum við svipaða skipan og þá á vörnum landsins, ef ný styrjöld brýst út, sem vfð vonum og biðjum að ekki veúði.1* Stjl. PLASTDUKAR Á TERTUFÖT PLASTPÍFUR PLASTEFHil • BABMQTTUSETT BABHENGI • GLUGfiAPÍFUR LLDHÚSSLU GfiAT JÖLÐ Gurdínubúðin IngólSsstræti TIL SÖLU fokheld götuhæð, 75 ferm , sérinngangur, tvennar svalir, bílskúrsréttur. ibúðaskipti koma til greina. Uppl. á matartímum í sírna 83177. I KJÖRGARÐI Margt á góðu verði. Peysur, sloppar, blússur, undirfatnaður, pils, sokkar og sokkabuxur. síðbuxur, slæður, snyrtivörur. Avallt eitthvað nýtt til fermingargjafa. — Sendum í póstkröfu. VERZLUNIN SÓLRÚN Sími 10095. ___________ TÖKUM AÐ OKKUR VEIZLUR Fermingarveizlur, brúðkaupsveizlur og veizlur við öll tækifæri. Höfum 40 manna sal. Kaidur og heitur matur. Smurt brauð og snittur, brauðtertur og kalt borð. Sendum heim. CAFÉTERIA STRANDGATA 1 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 51810 - 52502^ ALLT Á SAMA STAÐ BIFREIÐAEIGENDUR FARANGURSGRINDUR SKÍÐAGRINDUR BENZÍNBRÚSAR DRÁTTARTÓG R AFGE Y MAS AMBÖND BIFREIÐ ALYFTUR KVEIKJUHLUTIR RAFGEYMAR INNSOGSBARKAR FRAMOLÍUSÍUR LJÓSASAMLOKUR kr. 122,— LJÓSAPERUR TIÖGGDEYFAR ÞVOTTxlKÚSTAR BÓN BÓNTVISTUR væntanlegur. EGILL VILHJÁLMSSON HF. LAUGAVEGI 118, SÍMI 2-22-40.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.