Morgunblaðið - 30.03.1969, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.03.1969, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1069 - ÚR VERINU Framhald af bls. 3 hafa stóraukið bílasöluna, þegar hinir mörgu dreifðu hluthafar fóru að halda með „isínu“ félagi. Hér er ekki hægt að tala um neitt almenningshlutafélag í í þeim skilningi, en næst því kemst Eimskipafélagið. Forsenda þess, að almenningur leggi fé i atvinnufyrirtæki, er, að hér komi kauphöll. Menn verða að geta treyst því að geta fengið sann- virði fyrir bréfin og geta selt þau hvenær sem er. Fyrir löngu er búið að lög- leiða, að hér megi koma á fót kauphöll, en það er engu líkara en forráðamenn þjóðarinnar bæði í stjórnmálum og fjármál- um vilji ekki stofna kauphöll, hver svo sem ástæðan er. Skyldu þeir óttast, að fólkið færi með féð úr bönkum og sparisjóðum? Það væri mjög eðlilegt að opna hér ýmis félög fyrir almenningi, svo sem tryggingafélögin, olíufé- lögin, skipafélög, svo að eitthvað sé nefnt, og þá skrá hlutabréf þessara félaga á kauphöll. Sjálf- sagt mætti selja þar hlutabréf í álfélaginu. Einnig mætti hugsa sér, að mynduð væru stór útgerð- arfélög eða fiskverkunarhlutafé- lög. En það þyrftu vafalaust að allar byggingavörur á einum stað ÞILPLÖTUR í miklu úrvali. Spónaplötur 10—12—13—16—19—22 mm. Hampplötur 10—12—16—18—20 mm. Plasthúðaðar spónaplötur 13—16—19 mm. Gabon 12—16—19—22 mm. Harðtex — birkikrossviður. Harðplast I úrvali. Asbestplötur. BYGGINGAVÖRUVERZLUN KÓPAVOGS síivii4ioio Einangrun Góð plasteinangrun hefur hita- leiðnistaðal 0,028 til 0,030 Kcal/mh. °C, sem er verulega minni hitaie.ðni, en flest önn- ur einangrunarefni hafa þar á meðal glerull, auk þess sem plasteinangrun tekur nálega eng- an raka eða vatn í sig. Vatns- drægni margra annarra einangr- unarefna gerir þa i, ef svo ber undir, að mjög lélegri einangrun. Vér hö'um fyrstir allra, hér á landi, framlaiðslu á einangrun úr plasti (Polystyrene) og fram- leiðum góða vöru með hagstæðu verði. REYPLAST H.F. Ármúla 26 — sími "0978. vera stór félög og uppfylla vissi skiiyrði til þess að öðlast rétt til sölu á hlutabréfum sínum á kaup höll. T.d. um visst fjármagn, tryggilega endurskoðun, birtingu reikninga opinberlega o.s.frv. En á kauphöllinni yrði að sjálfsögðu einnig seld ríkistryggð skulda- bréf, sem m.a. er töluvert af í sambandi við byggingarfélög og sveitarfélög. Almenn þátttaka í atvinnulíf- inu myndi stuðla að auknum skilningi fólksins í landinu á mik ilvægi þess, að staða þeirra, sem fást við atvinnureksutr, sé fjár- hagslega sterk. Hér verður alltaf kotbúskapur, nema fyrirtækin hafi rúm fjárráð til endurnýjun- ar, hvort heldur véla eða skipa, og þurfi ekki að stynja undir mikilli vaxtabyrði o.s.frv. KASSAR í FISKISKIP. Það hefur vakið nokkra at- hygli, að norskur skipstjóri hef- ur komið hingað á vegum Asíu- félagsins, sem einkum hefur selt hingað fiskkassa til þess að kenna mönnum í Sandgerði með- ferð þeirra hjá Miðnes h.f. Það er nú ekki alveg nýtt, að menn kaupi kassa með það fyrir aug- um að fá bátana til þess að ísa fiskinn í kassa í stað stía. En það hefur gengið illa. Ein stærsta tilraun í þá átt var, þegar Hrað- frystistöð Vestmannaeyja keypti síðla sumars 1968 500 kassa, sem tóku 70 lítra hver. Þó nokkrir bátar fengust til þesis að fara með þessa kassa, einkum undir ýsuna. Mestan áhuga sýndi skip- .-tjórinn á Eiliðaey, Gísli Sig- marsson, á þessari nýjung. I sumar komust síldarbátarnir að raun um, að þeir fengu kannske 50% ihærra verð fyrir þá síld, sem þeir komu með í kössum. Kassarnir, sem voru úr tré, fylgdu með í kaupunum, þeg- ar síldin var seld. Nú hafa frystihúsin í Vest- mannaeyjum ákveðið að fá norska skipstjórann til Eyja, þeg- ar hann hefur lokið starfi sínu í Sandgerði, og búa út einn eða tvo báta með fiskkössum. Svo sem kunnugt er hafa Norð- menn lengi flutt megnið af sín- um fiski, einkum trollfiski, að landi í kössum, og segir norski skipstjórinn, sem hingað er kom- inn og er að kenna mönnum meðferð í fiskiskipum, að það sé úrelt með öllu að nota stíur til að geyma fisk í. Fátt eða ekkert myndi betur stuðla að aukinni vöruvöndun og hærra fiskverði en ef tekin væri almennt upp notkun kassa um borð í fiskiskipunum. STÓRREKSTUR HAGKVÆMARI. Niðurstöður Ross-samsteyp- unnar brezku, sem hefur ein- hverja stærstu matvæladreif- ingu og útgerð í Bretlandi, eru þær, að stórt nýtt togarafélag, sem hin ýmsu togarafélög væru sameinuð í, myndi gefa hag- kvæmari rekstrarafkomu, og vantar þó ekki, að þau togara- félög, sem fyrir eru, séu nægi- lega stór, með marga tugi tog- ara hvert. Helzt vill Ross sam- eina alla brezka togara í eitt fé- lag. Ross hefur undanfarið tapað á togaraútgerð og kennir um lækk andi verði á fiski samfara aukn- um tilkostnaði. Ross bætti við togaraflota sinn, sem nú er 48 skip og 5 Nýt! fyrir húsbyggjendur frá Þeir sem eru að byggja eða lagfæra eldri hús ættu að kynna sér hína miklu kosti sem Somvyl-vegg- klæðningin hefur. Klæðir vel hrjúfa og holótta veggi. Hentar vel á böð, e'dhús, ganga og stigahús. Á lager í mörgum litum. CARRIDE-HJÓLSACABLOÐ Höfum fyrirlíggjandi Carbide-hjólsagarblöð, 8"—, 10' 16". Sænsk gæðavara. — 14" R. GUDMUNDSSON S KVARAN HF. ÁRMÍILA 14, REVKJAVÍK, SIMI 35722 TIL SÖLVT Nýtt glæsilegt einbýlishús á góðom stað í borginni. Fagurt út- sýni. Skiptí kæmu til greina á góðri 5 herb. íbúð með bílskúr. Málflutnings- og fasteignastofa. Agnar Gústafsson, hrl., Austurstræti 14. Símar 22870 — 21750. HÆTTA Á NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams Farðu varlega Troy, efri pípan er svo heit að það má steikja beikon á henni. En neðri pipan er köld Danny, þú hefur fund ið dálitið sem við getum notað til að stöðva snekkjuna. Þetta er kælikerfið fyrir vélina. Þetta hlýtur að vera hita- breytirinn. Þeir nota sjó il að kæla fersk- vatnið í leiðslunum. 3. mynd) Heitt, kalt, salt, ferskt? Vinur minn, ég hef engan áhuga á að fá mér bað, ég vil bara losna héðan. Þú færð ósk þína uppfyllta rétt strax. frystitogarar, aðeins einu skipi á sl. ári. ENGAR VORSÍLDVEIÐAR. Neyðarástand ríkir nú hjá norska flotanum* sem stundaði fyrst síldveiðar, sem varð sára- lítil og vorsíldveiðina, sem varð blátt áfram engin. Ætla norskir útgerðarmenn að halda landsráð- stefnu um þessi mál 14.-19. apríl. GÓÐUR AFLI. GOTT VERÐ. Færeyska skipið Sólborg seldi nýlega 7000 kassa af síld í .Hirts- hals í Danmörku fyrir tæpar 4 milljónir króna. SÖLTUNARVÉLAR. Norski uppfinningamaðurinn Harald Hovs er kunnur hér á landi fyrir síldarblakkir sínar, sem margir hafa tekið fram yfir eldri gerðir. Hann hefur nú fundið upp sölt unarvél og fengið á henni einka- leyfi. Er það sívalningur eins og hreistrunarvél í frystihúsi, sem. veltir síldinni upp úr salti og kryddi, og við endann á honum er hristari, víbrator, sem tunnan stendur á og þjappar síldinni saman. Tekur tunnan um 12-15 kg. meira á þennan hátt en hinn venjulega. Þá hefur Harald fundið upp aðferð til þess að geyma síld í 50 kg. plastpokum í pækiltönk- um í skipum. Pokarnir eru fyllt- ir af pækli og loft dregið úr þeim, og þekkist þessi aðferð við humarframleiðslu í frystihúsun- um. Pækilinn í lestinni er svo hafður hæfilega sterkur, til þess áð pokarnir fljóti í pæklinum og ekki komi þrýstingur á þá. Hefur hann einnig sótt um einkaleyfi á þessari aðferð. Þetta er miklu ódýrara en tunnufyrii komulag- ið. Blöndunarsívalningurinn er einnig notaður við að fylla pok- ana. Það sparar einnig mjög mik- ið rými í skipunum, þar sem að- eins nokkur búnt af piastpokum koma í stað allra tómtunnanna. mm ALL SET inniheldur lanólin — en hvorki vatn né lakk. ALL SET gerir hárid því lif- andi, silklmjúkt og gljáandi. KRISTJÁNSSON h.f. Ingólfsstrœti 12 Simar: 12800 - 14878

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.