Morgunblaðið - 30.03.1969, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.03.1969, Blaðsíða 32
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA«SKRIFSTOFA SÍMI ID.IOQ SUNNUDAGUR 30. MARZ 1969 ER PASKAHROTA í AÐSIGI? - — góður afli netabáta við Vestmanna- eyjar og suðvesturland ÁGÆTIS afli hefur verið hjá bátum á Suðurlands- og suðvest- urlandsmiðum að undanförnu, sérstaklega hjá netabátum. Hef- ur mikill afli borizt á Iand dag- lega í Vestmannaeyjum, Grinda- vík, Sandgerði og Keflavík. Einn ig hefur sæmilegur afli borizt á land í öðrum verstöðvum við Faxaflóa. í fyrradag komst afli Vest- mannaeyjabáta upp í 66 tonn á bát, en Kristbjörg kom með þann afla eftir eina nótt. Margir aðrir bátar voru með góðan afla í net, en alls bárust á land í Eyjum um 7-8 hundruð tonn á föstu- dag. Hæsti bátur í Eyjum er Sæ- björg VE með liðlega 700 tonn og er það 200 tonnum meitfa, pn á sama tíma í fyrra. Afli troll- báta í Eyjum hefur verið mjög tregur í allan vetur, en flestir Eyjabáta eru með troll. Fara hér á eftir vertíðarfréttir frá nokkrum verstöðvum við Beykjanes: rik Sigurðsson var aflahæsti bát- urinn með 58 tonn og næstir komu Þorlákur og ísleifur með 30 tonn hvor. Hæstu bátar í Þor- lákshöfn eru: Þorlákur með 581 tonn, Dalaröst með 560 og Frið- rik Sigurðsson með 5'52 tonn. Allir hæstu bátarnir eru með Framhald á bls. 31. Skautuhöllin opnuð ó þriðju- dogskvöld BAÐGERT var að opna hina nýju Skautahöll í Iðngörðum í gær. En þar sem frysting hefur tekið lengri tíma en búizt var við hefur opnuninni verið frestað til þriðjudags. Skautahöllin verður opnuð fyrir almenning kl. 8 síðdegis. Með sjómannsblóð í æðum Það er vmsæll leikur peyja í Eyjum að smíða litla báta til þgss að sigla við fjöruna og í þara- pollum. En þegar pollar myndast í lautum á túnum Vestmannaeyja í miklum rigningum nota peyjarnir tækifærið og smíða fleka sem _beir geta sjálfir róið á, aðrir nota fleka sem til falla eða næla sér í þvottabala úr vaskahúsinu heima hjá sér. Þessa skemmtilegu mynd tók Sig- urgeir í Vestmannaeyjum fyrir nokkru þar sem Eyjapeyjar voru að sigla á heimasmíðuðum bátum á stórum rigningarpolli . Þorlákshöfn, 29. marz. f gær lönduðu hér 18 bátar alls 365 tonnum af bolfiski. Frið- Fundír flug- virkju og flugfélugu í GÆRMORGUN var haldinn viðræð'ufundur hjá stjórn Flug- virkjafélags íslands og stjóirn- um beggja flugfélaganna þar sem rætt var um boðun yfir- vinnustöðvunar flugvirkja á miðnætti aðfaranótt skírdags og þær kröfur sem flugvirkjar gera. Lauk fundinum um hádeg isbil, en annar s>am n ingafu ndu r sömu aðila hófst kl. 16 í gær- dag. Aðeins Islendingum hefur tekizt að selja saltfisk tii Spánar Innflutningshömlur hafa verið þar frá því í ágúst — 1000 tonna innflutningsleyfi notað til kaupa héðan RÍKISSTJÓRN Spánar tilkynnti I framleiðendur lágu með miklar í ágústmánuði sl., að innflutn- birgðir. Birgðir Spánverja um ingshömlur yrðu settar á salt- sl. áramót voru 54 þúsund tonn, fisk. Ástæðan fyrir þessu var meginhlutinn smáfiskur og milli- m .a. sú, að spánskir saltfisks-1 fiskur. Einnig eiga Spánverjar Ræður menn í Biafraflug og und- irbýr vöruflutninga Viðtal við Loft Jóhannesson flugstjóra og framkvœmdastjóra Fragtflugs hf. LOFTUR Jóhannesson fram- kvæmdastjóri Fragtflugs h.f. er kominn hingað til Iands til þess að ráða flugstjóra, flug- menn, flugvélstjóra og flug- virkja til þess að fljúga með matvæli fvrir Alþjóða Rauða krossinn frá Cotonu í Dahom- ey til Cle í Biafra. Sjálfur hefur Loftur verið í Biafra- flugi á vegum Balair í Sviss, og flaug 42 ferðir þangað á fimm vikum. Mbl. hitti Loft snöggvast að máli í gær og spurði hann um fyrirætlanir hans í sambandi við Biafra- flugið svo og vöruflutninga, sem hann er að undirbúa milli Evrópu og Bandaríkj- anna um Keflavíkurflugvöll. — Mér var boðinn þriggja mánaða samningur við Al- þjóða Rauðakrossinn, fyrir eina vél til að byrja með, og er miðað við að flugið hefjist í aprílbyrjun. Enn hefur þó ekki verið skrifað undir samningana þar sem. Dr. Lindt, sem skipuleggur hjálp- arstarf Rauða krossins í Biafra þurfti að fara til Niegriu og hitta Wilson for- sætisráðherra. Skrifum við undir strax og hann kemur til baka, en á meðan ætla ég að ræða við þá flugliða sem hafa gefið sig fram hér. — Hvað eru þeir margir? miklar birgðir af heilfrosnum fiski veiddum við Suðvestur- Afríku. Stjórn Söliusamibands ísl. fisk- framleiðenda hefur unnið að því allt frá því innflutninigshömlurn- ar voru settar á á Spáni að fá leyfi fyrir innflutningi íslenzks saltfisks. Hafa stjórnarformaður SÍF, Tómas Þorvaldsson, og framfcvæmdastjóri, Helgi Þórar- insson farið noklkrum sinnum til Spánar og annarra markaðslanda á þessum tímabili til að reyna að fá innflutningsleyfi. Einnig hafa þeir notið aðstoðar sendi- herra íslands í London. Spánverjar hafa ekki veitt nein innflutni.ngsleyfi á saltfiski fyrr en nú í marzmánuði og þá aðeins fyrir eitt þúsund tonnum. Ríkisstjórn Spánar batt leyfið eikki við neitt ákiveðið land, svo kepping'utar íslendinga höfðu einnig mikinn áhuga á að hag- nýta sér þetta 1000 tonna leyfL Spánskir saltfisksinnflytjendur féllust hins vegar á 1 samning- um við forystumenn SÍF að kaupa allt þetta magn frá Is- landi. Það verður sent til Spánar nú um pás'kana, en afhendinig heifur dregizt vegna þess, hve erfitt hefur verið að fá skip sök- um mikilla loðnumjölsflutninga frá landinu. Þá eru einnig til út- skipunar rúm 2 þúsu.nd tonn til Portúgal, en sá útflutningur ‘hefur einnig dregizt af fyrr- greindum ástæðum. Saltfiskur- inn, sem nú fer til Spánar og Portúgals, er það magn sem eftir er af blau t^isksframleiðslu síð- asta árs. Óseld eru enn um 2 þúsund tonn af þurruim fiski af lalkari gæðategundum fyrir Suð- ur-Ameríikuimarikað. Hafa sölur þangað legið, niðri síðustu mán- uði vegna verðfalls og mikiils 'framboðs annars staðar frá. Aðal kauptíðin í Suður-Ameríku er liðin hjá. Framhald á bls. 2 Loftur Jóhannesson. — Það eru 16 búnir að spyrjast fyrir um þetta, og eru margir þeirra í starfi hér en hafa áhuga á að fljúga í 50 þús. gistu fanga- geymslur á 7 árum SAMKVÆMT skýrslum lögregl- unnar hafa alls 50.583 manns gist fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík frá 1962, en það ár var fangageymslan við Síðumúla tekin í notkun. Árlegar tölur eru þessar: 1962, 6568. 1963, 7720, 1964 8.114. 1965, 7571. 1966, 7103. 1967, 7063. 1<968, 6444. Eins og þessi skýrsla ber með sér, hefur gistiföngum lögregl- unnar fækkað ár frá ári 1964. Mun meginástæðan fyrir því sú, að drykkjusjúklingum hefur í auknum mæli verið komið fyrix á hælum bæði hér á landi og er- lendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.