Morgunblaðið - 01.04.1969, Síða 13

Morgunblaðið - 01.04.1969, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1969 13 70 ára: Ásgeir Bjornþórsson ÁSGRIR Bjarnþórsson listmálari er sjötugur í dag. Hann fæddist að Grenjum í Álftaneshreppi, þar sem foreldr- ar hans, Sesselja Soffía Níels- dóttir og Bjarnþór Bjarnason, bjuggu þá. Enda þótt fróðlegt væri að rekja marga ágæta e'ðliskosti Ásgeirs til forfeðra hans, þá tel ég það utan afmarkana afmæl- iskveðju, en þó er þess skylt að geta, að Ásgeir stökk ekki einn síns liðs utan úr myrkri ókynn- is inn í sviðsljós samtíðarinn- ar. Hann átti heimanmund góðra ætta og hefir það veganesti enzt honum vel. Eftir að augljóst varð, að list- hneigð yrði ö'ðrum hæfileikum Ásgeirs ráðríkari, þá hóf hann nám hér í Reykjavík, og naut hann þá m.a. ágætrar leiðsagn- ar Ríkarðs Jónssonar og annarra góðra kennara. Ásgeir fór svo utan. Hann leitaði víða fanga og aflaði sér þekkingar hjá góð- kunnum lærimeisturum í Dan- mörku og Þýzkalandi. Þá dvald- ist hann einnig í Frakklandi og á ítalíu. Á þessum námsferli átti hann alllanga viðdvöl og eftirminnilega í klaustri því, er munkar heilags Benedikts hafa reist sér í Clervaux í Luxem- borg, en þar kenndi honum munkurinn Nodka, sem Ásgeir minnist jafnan mjög þakksam- lega. Þrjátíu og þriggja ára gamall er Ásgeir aftur kominn heim. Síðan hefir hann verið búsettur hér í Reykjavík. Á þeim tæpu fjóru áratugum, sem liðnir eru frá því er námsferlinum lauk hefir Ásgeir skapáð þau lista- verk, sem góðkunn eru, m.a. frá sýningum hans hér heima og er- lendis, og kær þeim, er njóta þeirra nú í einkasöfnum sínum. Það er ákaflega örðugt — og e.t.v. mjög óskynsamlegt — að reyna að raða í sínum hugar- heimi listamönnum samtíðarinn- ar eins og goðum á stalla, þar sem einn ber hæst í hverri grein, en aðrir skipa lægri þrep. Það er einnig mjög erfitt að gera því skynsamlega skóna hvað það muni verða, sem eftir lifir til vitnisburðar um listsköpun sam- tíðar okkar, þegar vi'ð erum löngu horfin héðan, en það verð- ur trúlega ekki mikið að vöxt- um. Flest týnist með okkur, gleymist að eilífu. „Maðurinn er eins og vindblær, dagar hans sem hverfandi skuggi“. En ég er nú alveg sannfærður um, að í hópi þeirra fáu litmynda, sem birtar verða í listaverkabókum fram- tíðarinnar af málverkum samtíð- armanna okkar, þá muni þar mega finna allmargar manna- myndir Ásgeirs Bjamþórssonar, og e.t.v. einnig einhverjar lands- lagsmynda hans. Ég er fullviss þess, að þegar Ásgeir er í ess- inu sínu, þar sem hann hefir af- markað sér svi'ð, þá kemst þar enginn me'ð tær sem hann hefir hæla. Þar er hann hinn mikli og óviðjafnanlegi meistari. En, eins og ég sagði í upphafi: Þannig er e.t.v. óskynsamlegt að reyna að flokka listamenn, þar sem hörp- urnar, sem þeir slá, eru svo fjöl- breytilegar, og endurómar þeirra í brjóstum okkar ná yfir afmörkuð svið, sem lúta sínum eigin lögum, veita gleði, vekja hryggð, auka skilning á sjálfum okkur og samferðamönnunum. Það hefir Ásgeir Bjarnþórsson áreiðanlega gert, og fyrir það ber að þakka honum í dag, án þess að listbræ’ður hans verði í nokkru af því minnkaðir. Á þessum heiðursdegi er ástæðulaust að fjölyrða mjög um baráttu Ásgeirs gegn öllum þeim tízkufyrirbærum málara- listarinnar, sem hann telur öfug- þróun tóma, en rétt er þó að minna á hana til skýringar því, að Ásgeir hefir oft staðið einn uppi með brugðinn brand og sveiflað honum fimlega í skel- eggum blaðareinum. Það hefir sjaldan orðfð mjög ábatasamlegt að binda ekki srna bagga sömu hnútum og samferðamenn, og mun Ásgeir hafa sannprófað það. En ég held, að enda þótt Ásgeir viti, að hann hefir enn ekki notið þeirrar almennu við- urkenningar hér á landi, sem honum ber að fá, þá megi hann þó allvel við una. Hér á hann traustan hóp aðdáenda og vina, sem meta list hans mikils. Um- mæli erlendra listdómara, kjör hans til heiðursfélaga í mest metna listmálaraklúbbi Lund- úna, fullvissa fjölmargra um það, að mörg verka hans muni lengi lifa eftir að önnur, sem nú ber hærra, eru týnd og gleymd; allt þetta veldur því, a'ð ég held að Ásgeir megi vera ánægður með það sem að baki er og horfa glaður til þess að fá vonandi lengi enn að lifa, fullþroskaður, til mótunar á nýjum og e.t.v. miklu unaðslegri listaverkum en þeim, sem hann er nú búinn að gefa okkur. Við megum vera þakklát fyrir að Ásgeiri auðn- aðist a'ð ganga þá götu, sem ein samrímdist hæfileikum hans — þakklát fyrir að eiga í okkar hópi þann ágæta listamann, sem sjötugur er í dag. Sennilega er það óviðkvæmi- legt á þessum heiðursdegi, en þó er mér, sannleikans vegna ó- mögulegt annað en að játa, að í áratuga löngum kynnum mínum af Ásgeiri Bjarnþórssyni hefir hann oftast verið í vitund minni margt annað fremur en sá ágæti listmálari, sem hylltur verður vegna sinna verka í dag. Hann hefir, satt að segja, öllu heldur verið mér sá mikli lífslistamað- ur, sem gaman hefir verið áð njóta með samvista vegna þeirr- ar fjölhæfni, sem honum er gef- in. Hann er ljómanndi miúsik- alskur, prýðilega skáldmæltur, söguglaður og sögufróður, nátt- úrubarn og þó mikill heimspek- ingur. Ég nefni það síðast, e.t.v. þó ekki sízt, að hann er einnig hinn ágætasti matgerðarmaður, en það sannreyndi ég fyrir þrem áratugum er við bjuggum tveir einir í kofa í nokkra sólarhringa vestur við Baulárvallavatn og „lifðum á landinu", veiddum fisk eða skutum fugl okkur til brýnustu lífsframfærslu, en áð öðru leyti nutum við þess að horfa á sporðaköst fiskanna, fylgjast með ferðum himbrima, stokkanda og annarra þeirra, sem einnig gistu þetta fjalla- vatn. Svo sögðum við sögur, glímdum við gátur jarðlífsins og eilífðarinnar. Það voru dýrlegir dagar þeirrar lífslistar, sem allt- af er svo gott og gaman að mega njóta með Ásgeiri. Og nú, þegar ég horfi um öxl til allra þeirra mörgu unáðs- stunda, sem ég hefi átt með Ásgeiri Bjamþórssyni, þá er ég honum svo þakklátur fyrir göm- ul og ný góðkynni, að ég varð að rita nokkur orð til þess að árna honum heilla á afmælis- daginn. Margir munu taka und- ir þær heillaóskir, að því er ég bezt veit allir þeir, sem átt hafa Framhald á bls. 24 jslenzka ullin er skemmtilegt viöfangsefni1 Spjallað við Evu Vilhelmsdóttur, sem teiknað hefur íslenzkan tízkufatnað íslenzki kvenfatnaðurinn, sem sýndur var á Norrænu fatakaupstefnunni, sem hald- in var í Kaupmannahöfn í síð ustu viku vakti mikla athygli erlendra kaupenda og hefur eitthvað verið pantað af ís- lenzkum fötum til útflutnings, m.a. gærupelsar. Á mynd, sem birtist í Mbl. nýlega var sýn ingarstúlka í gæruvesti með breiðu belti, en sá sem átti hugmyndina að þessu vesti er ung stúlka, Eva Villhelmsdótt ir. Hún tei'knaði þetta vesti ásamt fleiri flíkum fyrir Mo- delmagasín og einnig teikn- aði hún köflótta hettuúlpu fyrir Solido. Áður en úlpan fór utan á sýninguna hafði þegar verið pantað nokkurt magn af slíkum úlpum á Banda rikjamarkað. Eva hefur ýmsar hugmynd- ir um hvernig vinna má tízku fatnað og tízkuvörur úr ís- lenzkum efnum og hafa fata- teikningar hennar vakið at- 'hygli hjá fataframleiðendum. Mbl. hitti Evu að máli og spjallaði stundarkorn við hana um hennar stutta feril sem tízkuteiknara. — Ég hef alltaf haft gam- an af að teikna og það er langt síðan ég fór að teikna o? sauma öll mín föt sjálf, sagði Eva. Eftir að hafa tekið stutt námskeið í módelteikn- ingu hér langaði mig til að læra meira og fór út til Kaup mannahafnar og innritaðist í Listiðnaðarskólann þar. Hann er fjögur ár, en eftir fyrsta árið missti ég eiginlega kjark inn. Ég vissi ekkr hvort ég myndi fá nokkuð að gera í þessu starfi hér heima og fannst því allt of mikið að eyða fjórum árum í dýrt nám. Skólinn sjálfur var að vísu ekki dýr, en uppihaldið kost- ar svo mikið. Ég sótti um styrk til Menntamálaráðuneyt isins, en fékk hann ekki svo að í lok fyrsta ársins fékk ég mér bara vinnu og vann í eitt ár í Kaupmannahöfn og skoðaði mig um. — En finnst þér ekki vera að vakna áhugi hér á að gera alíslenzkan tizkufatnað? Eva hefur gert margar teikningar af pelsum, og þennan hálf- síða pels hugsar hún sér saumaðan úr gærum og svörtu nappa skinni. Hann hafði mikinn áhuga á að reyna að gera pels úr gæru skinnum og ég gerði nokkrar pelsateikningar. Hann hafði sérstaklega áhuga á einum, hálfsíðum, úr gæru og nappa- skinni, en þegar til kom reynd ist þetta allt of dýrt til fjölda framleiðslu. — Finnst þér gaman að vinna úr íslenzkri uil og gæru? Gæruvestið er heilt að aftan, en kemur í kross að framan. — Jú, þetta er afskaplega mikið að breytast. Ég held að áður fyrr hafi fataframleið endur að mestu látið sér nægja að fá fatamódelin erlendis frá, sprett þeim í sundur og snið- ið eftir þeim. En nú er kom- inn meiri áhugi á að reyna að finna einhver sér-íslenzk snið, sem hæfa vel þeim efn- um, sem hér eru framleidd. Þegar ég var nýkomin heim fyrir jólin sá ég auglýsingu frá Félagi íslenzkra iðnrek- enda, þar sem þeir óskuðu eftir að komast í samband við fólk með áhuga á fatateikning um. Ég gaf mig fram og lagði síðar fram teikningar að alls konar fatnaði, Sem ég hugsaði mér unninn úr þeim efnum, sem íslenzkir fataframleiðend ur nota. Upp úr þessu teikn aði ég úlpuna, sem Solido sendi til Danmerkur og réði mig í tveggja mánaða vinnu til Modelmagasín, til að hjálpa forstjóranum í sambandi við sýninguna úti. Ég teiknaði fyrir hann tvenns konar gæru vesti, gæruhettu og gæru- tösku, sem allt var sent út. — Gæran og ullin 'eru af- skaplega skemmtileg viðfangs efni. En það þarf að finna leiðir til þess að vinna gær- una þannig að hún verði ó- dýrari en hún ef núna. Það þarf einnig að vinna ullina og pllarefnin á fleiri vegu en nú er gert svo að fatafram- leiðslan geti orðið fjölbreytt- ari. Ég hef mikinn áhuga á öllu því, sem íslenzkt er og langar til að kynna mér betur hvað hægt er að gera úr því. Það sem einkum háir mér er að ég hef ekki lært nóg Framhald á bls. 5 Hér er Eva í gæruvesti, sem hún teiknaði. Það er eins og annað vestið sem fór á sýninguna í Kaupmannahö.fn.í hend- inni heldur hún á einni af töskunum, sem hún hefur saum- að úr gæru og nappaskinni. (Ljósm. Mbl. Kristinn Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.