Morgunblaðið - 01.04.1969, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1969
Hvernig er umhorfs í ríki Ulbrichts?
Eftir John Izbicki
EF til vill er það vegna þess,
að sonur minn er aðeins tæp
lega 4 ára gamall, og ég er
nú að sjá hugarheim hans
þróast, að ég sýndi fræðslu-
málakerfi Austur-Þýzka-
lands sérstakan áhuga.
Hvert sem ég fór á 3,000
km. ferð minni reyndi ég
að heimsækja skóla og
barnaskóla, sjá börnin læra
að leika sér, og bera fjöl-
skyldulífið bak við Múrinn
saman við það, sem gerist í
Bretlandi. Ég viðurkenni
fúslega að mér þótti mikið
til umbóta þeirra koma, sem
A-Þjóðverjar eru að fram-
kvæma í skóla- og háskóla-
málum sínum — enda þótt
ég væri undrandi og nær
skelfingu lostinn yfir því,
hve auðvelt er að hnoða
barnsheilann eins og deig,
svo hann falli að línum sós-
íalismans.
Á auðu svæði í A-Berlín,
skammt frá Checkpoint Char-
lie, horfði ég á börn að leik,
og varð satt bezt að segja órótt.
Tveir drengir, báðir um níu ára
gamlir, h'öfðu bundið snæri
milli trjáa, og voru um tveir
metrar á milli þeirra. Sver trjá
grein var síðan látin hallast
upp að öðru trénu. Sex önnur
börn, á aldrinum 5-9 ára, voru
umhverfis, „vopnuð“ leik-
fangabyssum rifflum og hand-
vélbyssum.
„Jæja strákar, þetta hérna
er Múrinn“, sagði einn af eldri
drengjunum og benti á snærið.
„Og þetta (trjágreinin) eru
landamærin. Allt í lagi?“ Leik-
ur barnanna hófst. Tveir hinna
smærri drengja léku Austur-
Þjóðverja, sem voru að reyna
að flýja til vesturs, hinir léku
„Vopo“ (Volkspolizei — Al-
þýðulögreglan). Litlu strákarn-
ir hlupu ,,yfir“ snærið. Skamm
byssum, rifflum og handvél-
byssum var brugðið á loft.
„Rat-tat-tat-tat tat....'..“ öskr
uðu drengirnir og litlu dreng-
irnir féllu, og létust deyja á
hroðalega kvalafullan hátt.
Stærri drengirnir drógu þá aft-
ur „til baka“ yfir „landamær-
in“ og sami leikurinn hófst enn
á ný.
Ég horfði á þetta skelfingu
lostinn. Þetta var þá austur-
þýzka útgáfan af kúreka og
indíánaleikjum. Gamall mað-
ur, sem stóð í nokkurri fjar-
lægð, hafði einnig fylgzt með
leiknum, og kom nú til drengj-
anna. „Heyrið þið drengir mín-
ir, stríð er ekki eins einfalt og
þið haldið. Ég var í síðasta
stríði. Það var hræðilegt, og
mjög sársaukafullt. Dauðinn er
hræðilegur. Þið ættuð ekki að
leika ykkur á þennan hátt“.
Drengirnir litu á 'hann undr-
andi. „En þetta er bara leikur.
Við skjótum þá bara í þykjust-
unni. Þeir eru ekki raunveru-
Lega dauðii“, útskýrði einn
drengjanna í vingjarnlegurr
tón. Svo virtist sem gamli mað-
urinn ætlaði að segja eitthvað
meira, en hann hætti við það,
hristi höfuðið hryggur á svip,
snerist á hæli og gekk burt.
„Þetta er það, sem þeir læra í
skólunum nú“, sagði hann við
mig. „Hvað í ósköpunum getur
maður sagt við þá? Ekkert
mundi hafa hin minnstu áhrif“.
„Verður að kenna stjórn-
má!“.
Ég sneri einnig baki við
leiknum. Aðeins fáum dögum
áður hafði ég rætt við prófess-
or Herbert Becher, glaðlyndan
forstjóra hins fagra og háa
Haus des Lehrers (Kennara-
húsið), sem gnæfir yfir Alex-
andersplatz, en allt umhverfis
torgið fer nú fram endurbygg-
ing, og þar er hæst turn Ber-
línar, Funkturm. Hann viður-
kenndi af hreinskilni, að stjórn
málalegt nám væri einn viða-
mesti hlutur af lífi barna í
DDR.
„Það verður að kenna börn-
um okkar stjórnmál", sagði
hann við mig. „Látið mig skýra
þetta nánar. Ekki alls fyrir
löngu sá lítill drengur, sem var
á göngu með smábarnaskóla-
kennara sínum, tvær fallegar
hænur í húsagarði einum. Fjaðr
ir hænanna glitruðu í öllum
regnbogans litum í sólskininu.
Barnið sneri sér að kennara
sínum, og sagði: — Þessar hæn-
ur hljóta að hafa flogið hingað
að Vestan. Er kennarinn spurði
barnið, hversvegna það héldi
þetta, var svarið: — Vegna
þess hvað þær eru fallegar og
glansandi. Þessa gömlu missögn
og misskilning að allt, sem
skín, hljóti óhjákvæmilega að
koma úr vestri, verður alger-
lega að uppræta. Við verðum
að skýia fyrir börum okkar, að
allur sá áróður, sem þau heyra
og sjá í vestrænu útvarpi og
sjónvarpi, sé falskur og að okk-
ar leið sé hin eina rétta“.
Opinberlega er enn ekki
bannað að hlusta á „lygar“ úr
vestri — og allir þeir, sem ég
hitti að máli viðurkenndu að
þeir horfðu á vestur-þýzka sjón
varpið- vegna þess að það væri
„miklu betra“ heldur en það,
sem boðið er upp á á hinni einu
sjónvarpsrás í Austur-Þýzka-
landi. Maður einn í Potsdam
sagði við mig. „Við látum ekki
heyrait hátt í sjónvarpstækjun-
um, og ef barið er að dyrum
skiptum við í hasti yfir á A-
þýzku stöðina".
Prófessor Becher var þeirrar
skoðunar að næsta kynslóð A-
Þjóðverja, mundi ekki kæra
sig um að hlusta og horfa á
vestrænar stöðvar. Lagt er fyr-
ir kennara, að það sé hluti af
skyldum þeirra, að útskýra að
fólk eigi aðeins að hlusta á a-
þýzkt útvarp og horfa á a-þýzkt
sjónvarp vegna þess að vestræn
ar stöðvar flytji aðeins lygar
og hlutdrægar fréttir. Hann
neitaði því hinsvegar, að sá
dagur kynni að koma, að börn-
in kærðu foreldra sína fyrir að
stilla tæki sin á vestrænar
stöðvar, en viðurkenndi þó, að
„ef til slíks kæmi“ mundi for-
eldrunum ekki verða refsað, en
hinsvegar kynni „einhver að
heimsækja þau og reyna að út-
skýra að okkar útvarp- og sjón
varpsefni væri miklu betra, og
þar væri aðeins sannleikurinn
fluttur".
„Tékkóslóvakía skýr8“.
„Tékkóslóvakíu ,,málið“ væri
.fyllilega skýrt“ í öllum skólum
landsins. Enda þótt innrás Sov-
étríkjanna í Tékkóslóvakíu
hafi átt sér stað í miðjum sum-
arleyfum skóla og háskóla var
kennurum ráðlagt að „gefa
börnunum skýringu" jafnskjótt
og þau kæmu í skólana. „Að
sjálfsögðu vildu börnin vita ná
kvæmlega hvað gerðist", sagði
prófessor Becher. „Þau hefðu
örugglega heyrt eitthvað um
þetta 'heima hjá sér, og allt mál
ið hlýtur að hafa verið þeim
ráðgáta".
Hvernig var innrásin skýrð?
Hvernig tókst kennurum að
sannfæra nemendur sína um að
rétt hefði verið að hermenn
DDR héldu inn í Tékkósló-
vakíu? „Þeim var einfaldlega
sagt að þjóðir Varsjárbanda-
lagsins væru eins og ein stór
fjölskylda, og að einn í fjöl-
skyldunni hefði átt við vanda-
mál að etja. Vegna þess urðu
hinir í fjölskyldunni að koma
og bjóða fram hjálp sína við að
leysa vandamálin".
í Halle-Neustadt, splunku-
nýjum bæ, sem verið er að
byggja skammt fyrir utan
sjálfa borgina Halle, heimsótti
ég skemmtilegan smábarna-
skóla — einn af mörgum, sem
þarna voru — og sá litlu hnoðr-
ana leika sér. Hvað vissu þau
um stjórnmál? Hvað á nokkurt
smábarn að vita um stjórn-
mál?
„13 ára sósíalistar“.
Mér varð hvert við, er mér
var sagt, að er börnin væru
þriggja ára væri tekið að fræða
þau um leið sósíalismans.
Bók, sem nýlega var gefin út
af Volk und Wissen Volkseigen-
erz Verlag í Berlín, er beinlínis
ætluð smábarnaskólakennur-
um.
I bókinni — Bildungs — und
Eiziehung.'pian fúr den Kinder
garten — (Áætlun um mennt-
un og þróun fyrir smábarna-
skóla), er skýrt fram tekið, að
eitt af því fyrsta, sem kenna
verði sérhverju a-þýzku barni,
sé að þekkja fána DDR og mynd
ir af Walter Ulbricht. Vegna
þessa eru myndir af Ulbricht
og fánar í nær hverri skóla-
stofu.
I einu þeirra kvera, sem a-
þýzk börn læra fyrst, er byrjað
á orðinu „Oma“ (amma) og síð-
an kemur „Mama“ (mamma.)
Áður en margar síðar eru komn
ar birtist hinsvegar mynd af
fána DDR. Sú mynd er birt aft-
ur og aftur, með vissu milli-
bili. Þegar komið er á bls. 50,
eða í miðja bók, er mynd af
hermanni í miðjum hóp glað-
værra barna.
„í dag bíðum við eftir stóra
bróður Helgu. Hann er hermað
ur í her fólksins. Hann og fé-
lagar hans tryggja að við lifum
í friði. Okkur langar til að
syngja söng fyrir gest okkar.
Allir nemendur kunna hann.
Hann heitir „Litlu hvítu frið-
ardúfurnar". Okkur langar einn
ig til að heyra ýmislegt frá
gesti okkar. Okkur langar til að
vita hvað hermenn okkar
verða að gera ... Hvað eigum
við að spyrja hermanninn okk
ar um?“
Á öðrum síðum er lesefni um
samyrkjubú með myndum af
litskrúðugum dráttarvélum á
ökrum, og efni um 1. maí. „AU-
ir hlakka til 1. maí. Göturnar
líta þegar fallegar út. Allt fólk-
ið í húsunum hefur hjálpað til.
Stórt skilti má sjá yfir dyrun-
um. Á því stendur: „Lengi lifi
verkamanna- og bændaþjóð
okkar" ..... 1. maí, við erum
svo kát. Við berum rauð blóm,
syngjum glaðværa söngva. 1.
maí erum við svo kát“.
Afmæli Ulbricht.
Nokkru síðar er mynd af Ul-
bricht. Undir henni stendur:
„Walter Ulbricht er formaður
Þjóðarráðs okkar. Afmælisdag-
ur hans er 30. júní. Walter Ul-
brieht býr og vinnur í höfuð-
borg Alþýðulýðveldisins Þýzka
lands. Hann var eitt sinn tré-
smiðúr. Þegar sem drengur
sagði hann verkamönnum hvað
þeir yrðu að gera til að ekki
yrði stríð. Walter Ulbricht og
félagar hans tryggja að við get
um lifað og leikið okkur í
firði ......“.
„Hvað vitið þið meira um
félaga Walter Ulbricht? Hvað
heitir höfuðborg Alþýðlýðveld-
isins Þýzkalands?“
Takið eftir hve nafn Ulbr-
ichts er endurtekið oft og
hversu lagt er að barninu að
muna að Berlín sé höfuðborg
DDR. Þessar staðreyndir eru
hamraðar inn í höfuð barnsins
frá því að það kemur í fyrsta
sinn í skóia. Ég tjáði þeim em-
bættismönnum, að mér þætti
þessi kennsluaðferð ógeðfelld í
meira lagi, að hún væri heila-
þvottur af ómannlegasta tagí,
því með þessu væri verið að
færa sér í nyt hið barnslega sak
leysi. Svarið var einatt hið
sama: „Við vitum, að við erum
að gera rétt. í öllu falli gerið
þið nákvæ.mlega það sama. Þið
alið börnin upp til þess að þau
fylgi kapítalískum leiðum“.
Framfarir?
Þrátt fyrir aðferðir þær, sem
beitt er, er umbyltingin á skól-
unum að byrja að sýna árang-
ur. Börn í DDR eru skólaskyld
í 10 ár, en í V^Þýzkalandi er
skólaskyldan 8 ár. Skyldunám-
inu lýkur við 16 ára aldur í
DDR, í stað 14 ára. Bygginga-
framkvæmdir varðandi barna-
heimili og smábarnaskóla er
gífurleg. Rúm er nú fyrir 20%
allra barna landsins upp að
þriggja ára aldri á barnaheim-
ilum og fyrir 57% allra barna á
aldrinum 4-6 ára í smábarna-
■skólum.
Þorpsskólinn með hinu gamla
kennslufyrirkomulagi og einum
kennara í öllum greinum, er nú
sem óðast að þoka um set fyrir
skipulögðum ■skólabyggingum,
sem þannig eru í sveit settar,
að börn úr fimm nærliggjandi
þorpum geta sótt þessa svæðis
skóla. Þau eru flutt til og frá
skóla ókeypis, og kostar þessi
þjónusta ríkið 1,000,000 marka
árlega.
Allt þetta er í framkvæmd
þrátt fyrir alvarlegan kennara-
skort. Um 70% kennara, sem
fyrir voru fyrir 1945, höfðu ver
í Austur-Þýzkalandi eru nægir smábarnaskólar fyrir 57% af hverjum 100 börnum. Barnaheim-
ili fyrir börn allt að þriggja ára aldrei eru einnig til. Þau eru nauðsynleg vegna þess að
lág laun og hár frarnfærslukostnaður krefst þess að báðir foreldrar vinni fulla vinnu. Þessi
börn eru að fá sér miðdegisblund.
3 ára verða börn að þekkja
Ulbricht og afmælisdag hans
Kennslan notfœrir sér hið barnslega
sakleysi og er af ómannlegasfa tagi