Morgunblaðið - 01.04.1969, Síða 17

Morgunblaðið - 01.04.1969, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1969 17 „Að Inkiim játaðí ég á mig alla hugsanlega glæpi. Það fliikraði eltki lengur að mér að taka framhurð minn aftur síðar; í sannleika sagt fanw ég hvorki til blygðuwar né iðrunar yíir þvi að ég tar að ljúga“. Hér segir dr. twgene Loebl frá sínnwi þætti i réttarhölJunum árið 19S2 i lékkéslévakíu, sem hafa verið kenwd við Rudolf Sláwsky. Þar var Jr. Loehl dæmdur til lifstíðartangelsis. Byltingin étur bðrnin sin Dr. Eugene Loebl EFTIR að hafa setið þrjú ár í tékknesku fangelsi, var dr. Eugene Loebl, áður ráðherra í kommúnistastjórn landsins, dæmdur til lífstíðarfangelsis árið 1952. Með honum komu fyrir rétt fjórtán aðrir hátt- settir ráðamenn landsins, þekkt astir voru þeir Rudolf Slánsky, aðstoðarforsætisráðherra og Clementis, utanríkisráðherra. Allir játuðu sakbomingar á sig njósnir, iandráð og ýmsa aðra glæpi: ellefu þeirra, þar á með- al Slánsky og Clementis, voru hengdir að réttarhöidunum loknum. í langvinnum yfirheyrslum, sem voru gengnar á undan op- inberu réttarlialdi, var dr. Loebl ákærður meðal annars fyrir að vera Títósinni, vegna þess, að hann hafði mælt með því að viðskiptasamningur yrði gerður við Júgóslavíu, auk þess fyrir að vera slóvanskur þjóðernissinni og „þegar ég hafði gert allar þær játningar, sem þeir kröfðust af mér, þá var mér gefið að sök að hafa verið félagi í Gyðingaklíku heimsvaldasinnans Rudolf Slánsky“. ,Eftir sextán mánaða fangels isvist og nær óslitnar yfir- heyrslur hafði ég þótzt sann- færður um, að ekkert gæti framar komið mér á óvart, Þeir höfðu aldrei sett sig úr færi að segja mér, að ég hefði verið handtekinn samkvæmt fyrirmælum Slánskys. En nú kom skyndilega annað hljóð í strokkinn, Slánsky var ekki aðeins orðinn hlaupastrákur heimsvaldasinna, heldur hafði hann verið vitorðsmaður minn. Ég vissi ekkert um Slánsky, meira að segja ekkert, sem ég hefði getað notað gegn honum. Ég hafði aldrei verið gestur á heimili hans og ég hafði ekki hugmynd um, hvaða fólk hann umgekkst. AUa mína vizku um hann hafði ég haft úr dagblöð- unum. En ég gerði mér fljót- lega ljóst, að þverskallaðist ég við að játa, mundi meðferðin á mér verða enn grimmúð- legri“. Svo að hann játaði og verð- irnir samfögnuðu honum með að hafa fengið að eiga þátt í að afhjúpa Slánsky. Þetta gerð ist í apríl 1951, þremur mánuð- um áður en fimmtugsafmælis Slánskys var minnzt með veg- legum hátíðaliöldum. Þar fóru þeir báðir, forsetinn og forsæt- isráðherrann, fögrum orðum um störf hans og hugsjónir. Samt sem áður höfðu þeir, eins og fram kemur af grein dr. Loebl, undirritað dauðadóm hans löngu áður. Flestar frásagnir af réttar- höldum í kommúnistaríkjun- um á Stalíns-tímanum og raun ar §íðar, eru þess efnis, að fang arnir séu beittir pólitískum þvingunum til að knýja fram játningu; viðkomandi fang- ar eru fullvissaðir um, að játn- ing þeirra komi flokknum til góða og með því að játa sig sekan leggi fanginn flokknum lið í baráttu hans gegn svik- samlegum öflum. Stundum er talað um deyfilyf og líkamleg- ar pyndingar. En raunveruleik inn er annar, og aðferðirnar sem eru notaðar svo einfaldar í sniðum, að kalla má þær snilldarlegar. Mér var bannað að sitja. Ég varð að standa upp á endann allan tímann, meðan yfiriheyrsl ur fóru fram. Mér var heldur ekki leyft að tylla mér niður á fletið í klefanum mínum. Yfir- heyrslurnar stóðu að jafnaði sextán klukkustundir á hverj- um sólarhring, síðan varð ég að standa eða ganga fram og aftur í klefaborunni minni í tvær klukkustundir, en sex tímar voru ætlaðir til svefns. Okkur var bannað að stinga höndun- um undir ábreiðurnar. Strang- ar gætur voru hafðar á hverj- um klefa, ef fangi varð upp- vís að því að lauma höndun- um undir ábreiðuna, dundu á honum skammir varðanna. Allt þetta var í sjálfu sér nægilegt til að ég var í eilífri spennu. Þar við bættist að í fyrstu kom mér naumast blund ur á brá þessar fáu klukku- stundir, sem ætlaðar voru til svefns, því að á tíu mínútna fresti kom vörðurinn, barði bylmingshögg á dyrnar og þá varð ég að stökkva á fætur, standa þráðbeinn og svara: „Fangi númer 1473. Fjöldi í klefa: einn. Allt í lagi“. Eftir að ég hafði verið f'akinn á þennan hátt reyndist mér óger legt að sofna aftur. Síðar var ég svo uppgefinn og úttaugað- 3. c^reLn ur, að ég steinsofnaði um leið og ég hafði gefið skýrsluna. Þannig var ég vakinn allt að 30—40 sinnum á hverri nóttu. Ef ég vaknaði ekki að bragði kom vörðurinn æðandi inn í klefann og hristi mig til, unz ég vaknaði. Önnur leið til að veikja mót- stöðuaflið og lama siðferðis- þrekið var sulturinn. Maturinn var óætur, og svo naumt skammtaður, þótt maður rifi hann í sig, að sultartilfinning- in yfirgaf mann aldrei. Oft var með ráðum gert að yfirheyrsl- unum var ekki lokið fyrr en matmálstími var liðinn. Þegar ég kom í klefann minn, sagði vörðurinn, að komið hefði ver- ið með matinn, en hann hefði verið tekinn aftur, þar sem ég var ekki inni, og úhugsandi væri að brjóta fangelsisregl- urnar bara fyrir mig. Eftir þriggja vikna fangelsis vist voru fæturnir á mér orðn- ir mjög bólgnir og hörundið svo viðkvæmt að sérhver snert ing, meira að segja þvottur olli óhemju sársauka. Við hvert skref sem ég steig var eins og ég gengi á glóandi járni. Yfirheyrslurnar önnuðust þrír menn. Þær samanstóðu í endalausium og taumlausum rnóðgunum, svívirðingum, hót- unum og auðmýkingu. Oft varð ég að standa allan daginn og snúa andlitinu upp að veggnum. Þessi kerfisbundna endurtekning á sömu spurning unum fór óskaplega illa í taug- arnar á mér. Þegar ekkert var á fanganum að græða var hann ,frystur“, það fól í sér, að hann var látinn afskiptalaus í klefa sínum allan daginn og það var jafnvel enn verra. Mér var sem sagt ekki leyft að setjast niður. Ég varð að neyta matar standandi. Ég gat ekki heldur setið á salerninu, því að það var ekki annað en lítil rauf á gólfinu. Að ganga eða standa í átján stundir á sólarhring jafngilti allt að 15-20 mílna göngu og á bólgn- um fótum. Slíkur dagur var endalaus og fanginn getur naumast beðið þess, að svefn, inn komi. Samt má segja, að meiri kvölum en nokkuð annað hafi það valdið mér að liggja út af. Þrýstingibreytingin var svo skyndileg, að kvalirnar í fót- unum mögnuðust um allan helming og stundum gat ég ekki varizt því að hljóða. Það veitti enga fróun heldur, þegar verðirnir heyrðu það, æptu þeir til mín að standa upp og gefa „skýrslu“ og er ég síðan lagðist útaf aftur jókst enn taugaþennslan og kvölin. Öðru hverju heyrðust hljóð, þegar fangi var dreginn með- vitundarlaus eftir gólfinu, ein- hvers staðar nálægt, örvænting aróp kvenna og karla, se(p voru beitt pyndingum, öskur varðanna og grátur fanga sem var til yfirheyrslu í það og það skiptið. Sárust af öllu var þó vitundin um það, að maður hafði orðið fórnarlamb eigin flokks, flokks, sem maður hafði lifað fyrir og fórnað öllu. Ég eygði enga leið út úr þessu. Það hafði ekki einu sinni verið gefin út handtöku- skipun, sem úrskurðaði mig í va:ðhald til yfirheyrslu. Ef svo hefði verið, hefði ég getað kraf izt réttarrannsóknar innan 24 stunda, Þar sem enginn slíkur úrskurður hafði verið kveðinn upp, var ég gersamlega 'hjálp- arvana. Þegar ég bað um að fá að senda kvörtun til forseta Fratuhaid á bls. 21 ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.