Morgunblaðið - 01.04.1969, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.04.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1969 23 OPID BREF til hótelstjóra að Hótel Loftleiðum Herra hátelstjóri! í uppbafi máls míns langar mig að benda á tvær staðreyndir. í fyrsta lagi þetta: Hótel Loftleið- ir er reisulegt og fallegt hús. Til þessarar byggingar hefur verið varið hundruðum milljóna bróna, og ekkert til sparað að hafa að- búðina sem bezta fyrir gesti. í öðru lagi vil ég benda á, að þjón- usta á veitingahúsum er dýr. (Sbr. þjóna, sem eru einhver tekjuhæsta stétt landsmanna). Það er dýrt að vera gestur á Hótel Loftleiðum. Því fremur á viðskiptavinurinn heimtingu á góðri þjónustu. í ljósi þessara staðreynda verður það- atvik, sem ég hef frá að greina, enn raunarlegra. Laugardaginn 1. þessa mánað- ar var okkur hjónunum boðið til kvöldverðar að Hótel Loftleiðum. Við komum að anddyri Víkinga- salarins á settum tíma, og hugð- umst ganga inn. En þá brá svo undarlega við, að okkur var meinuð innganga. Dyravörður- inn fann ekki nafn gestgjafa okkar á skrá yfir matargesti, og því urðum við frá að hverfa. Það stoðaði ekkert, þótt ég reyndi að benda dyraverðinum á, að hér hlyti að vera um mistek að ræða. „Ertu að æsa þig upp?! Ertu að æsa þig upp?!“ Þetta var eina svarið, sem ég fékk. Því næst héldum við að dyr- um Blómasalarins. Dyravörður- inn þar tók okkur vel, og leyfði mér að fara inn að leita að fólk- inu, sem okkur var boðið með. (Eiginkona mín þurfti að standa fyrir utan, svo tryggt væri, að ég kæmi aftur). Þegar inn kom, fann ég ekki vini mína í Blóma- salnum, en Víkingasalurinn var lokaður vegna skemxntiatriða, svo að ekki gat ég leitað þar. Ég snéri því við, og fór aftur út. Þeg ar hér var komið sögu, var 'hálf- tími liðinn, síðan við komum að húsinu, og við ekki komin inn. Konu minni var skiljanlega orð- ið kalt, svo hún hafði tekið leigu- bíl til að krókna ekki úr kulda, og ekið í burt tíl að athuga, hvort verið gæti, að okkur hafi verið boðið í annað veitingahús. Því var það, að ég fann hana ekki, þegar ég kom út. Ég gekk aftur að dyrum Víkingasalarins í leit að henni. (Það má skjóta því hér inn, að gjald leigubílsins var orð- ið kr. 390, þegar við endanlega komumst inn í húsið). Nú víkur sögunni að fólkinu í Víkingasalnum, sem allan tím- ann hafði setið þar og beðiö okk- ar. Það stóð heima, að borðið hafði verið tekið frá á nafni gestgjafans þá snemma um dag- inn. Það hafði gleymzt að setja nafn hans á skrá yfir matargesti hjá dyraverðinum. Eiginkoha gestgjafans var farin að undrast, hvað við kæmum seint, svo hún fór að dyrum Víkingasalarins að líta eftir okkur, og sá mig þá. Konan snéri sér þá að dyraverð- inum, og bað hann að hleypa mér inn hið skjótasta. Þá var henni svarað eitthvað á þessa leið: „Ef þú hefur ekki hægt um þig, fleygi ég þér út“. Það skal tekið fram, að hér var dyravörð- urinn að ávarpa fullorðna konu, klædda sínu bezta skarti í tilefni kvöldsins. Eftir nokkurt stapp var mér þó hleypt inn, þegar tek izt hafði að sýna fram á, að ég væri matargestur. Ekki baðst dyravörðurinn afsökunar á mis- tökum hótelsins, né heldur fram- komu sinni. En nú var ekki allur vandinn leystur, því eiginkona mín var ekki komin inn í húsið. Ég þurfti að fylgjast með því, hvort hún kæmi að dyrunum. Tvisvar sinn- um brauzt ég í gegnum mann- þyrpinguna fyrir utan dyrnar til að leita að henni. Ég fór líka yfir í Blómasai og beið þar við dyrn- ar. Svo sýndist mér ég'sjá henni bregða fyrir, en hreinlega treysti mér ekki að fara einu sinni enn út um aðaldyrnar. Ég greip þá til þess ráðs (þótt ég vissi að það væri ekki leyfilegt) að fara út um dyrnar hjá flugafgreiðslunni, fann konu mína, og fór sömu leið til baka. Þar sem starfsmenn hótelsins höfðu veitt mér svo slæma þjónustu, og sýnt mér svo mikla ókurteisi, áleit ég mig vera í fullum rétti. En nú tók ekki betra við. Ég hafði gerzt svo brotlegur við reglur hússins, og því skyldi mér vera fleygt á dyr í eitt skipti fyrir öll. Það var gripið undir handlegg okkar, eins og við værum ótíndur lýður, og við látin svara til saka. Svo vill til, að ég veit, hver tók svo kurt- eislega á móti okkur. Ég nefni ekkert nafn, en maðurinn er in- spector (eftirlitsmaður) hótels- ins. Ég reyndi að skýra mál mitt, en fékk það ekki. Maðurinn greip alltaf fram í fyrir mér, og sagði: „Ætlarðu að fara að æsa þig upp?!! Ætlarðu að fara að æsa þig upp?!!“ Nú var mælir- inn fullur. Hvaða leyfi hafa starfsmenn yðar til að ávarpa gesti þannig? Það skal tekið fram, að ég sýndi enga ókurteisi; maðurinn var aðeins að reyna að slá mig út af laginu. Ég veit ekki, hvað þér álítið, herra hót- elstjóri, en að mínu viti getur slík framkoma varla kallast mannasiðir. Eftir að okkur hafði tekizt að sanna, að við værum ekki afbrotamenn að brjótast inn, heldur gestir, var okkur þó hleypt inn í lokin. Þá hefst þáttur gestamóttök- unnar. Þegar gestgjafi okkar frétti af þessum atburði, vildi hann ná tali af yfirmanninum (inspectornum), sem í hlut átti, og bera fram kvörtun við hann. Þá var okkur tjáð, að hann væri ekki til viðtals! Var maðurinn að flýja, eða hvað? Vhsi hann upp á sig sökina?.... Gestgjafi minn sneri sér þá að starfsfólk- inu í gestamóttökunni, og krafð- ist þess að fá að senda skriflega kvörtun. Þar var fyrir svörum ung kona, og sagði hún, að hún tæki ekki við neinum skipunum hér. Var þá gestgjafinn skiljan- lega orðinn mjög reiður, og skip- aði vaktstjóranum í gestamóttök unni, (sem var karlmaður) að skrifa niður kvörtunina. Tók þá kvenmaðurinn upp síma, og ætl- aði að hringja á lögregluna til að fleygja okkur á' dyr. Vakt- stjórinn taldi þó ráðlegra að hlusta á, hvað gesturinn hafði að segja, áður en hann hringdi á lög . regluna. Eftir fyrirsögn gestgjaf- ans skrifaði hann svo kvörtun- ina niður, sem ég býst við, að þér hafið þegar fengið í hendur. Svo fóru leikar, að einum og hálfum tíma eftir að við komum að húsinu, gátum við setzt. að borðinu. Við vorum tíu saman, og nutum veitinga fyrir hátt á annan tug þúsunda króna. Þetta samkvæmi var einskonar árshá- tíð hjá fyrirtæki hér í borg. En svo bagalega vildi til, að annaT aðalhluthafinn komst ekki inn í húsið þar eð borðið hafði ekki verið tekið frá á nafni gestgjaf- ans. Þessi maður á heima í Keflavík, og kom alla leiðina þaðan að hitta okkur. Ég vil nefna það, að seint og síðar meir sáu starfsmenn yðar sig um hönd, og reyndu að bæta fyrir orðinn hlut. Okkur var send kampavínsflaska frá hús- inu. Gestgjafi minn vildi ekki þiggja hana, en fyrir orð okkar hinna, sem við borðið sátum, féllst hann þó á að láta taka flöskuna upp, en sjálfur bragð- aði hann ekki dropa af víninu. Þá kom yfirþjónn að borðinu og bað gestgjafann afsökunar fyrir hönd hótelsins. Var það eini mað urinn, ásamt vaktstjóranum í gestamóttökunni, sem kom hátt- víslega fram við okkur urh kvöld ið. En þessi afsökunarbeiðni kom of seint. Það var alveg búið að eyðileggja kvöldið fyrir okkur. Að lokum þetta: Vítaverða vanrækslu eins og að tryggja ekki, að matargestir komizt að borði sínu, er erfitt að afsaka. En það eru þó mistök, sem alltaf geta_komið fyrir í slíkum rekstri. Hins vegar er ekki hægt að af- saka framkomu starfsmanna yð- ar. Sú ókurteisi og dónaskapur, sem okkur var sýnd þetta kvöld, er óþolandi. Það skal tekið fram, að ég hef ekki í hyggju að sniðganga hótel yðar þrátt fyrir þennan atburð. Bréf þetta hef ég ekki skrifað til að hefna mín á einum eða nein- um ,heldur í þeirri von, að þér komið í veg fyrir, að slík saga geti endurtekið sig. Þór Rögnvaldsson, stud phil. ClTBOÐ Tilboð óskast i að byggja rotþró fyrir rafstöðvarkerfið við Elliðaár. Gtboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 1.000.— króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sarria stað föstudaginn 11. apríl kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 Aðalfundur Verzlunarbanka Islands hf. verður haldinn i veitingahúsinu Sigtúni. laugardaginn 12. apríl 1969 og hefst kl. 14.30. Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans siðastliðið starfsár. 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar bankans fyrir siðastliðið reikningsár. 3 Lögð fram tillaga um kvittun til bankastjóra og banka- ráðs fyrir reikningsskil. 4. Kosning bankaráðs. 5. Kosning endurskoðenda. 6. Tekin ákvörðun um þóknun til bankaráðs og endur- skoðenda fyrir næsta kjörtímabil. 7. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í afgreiðslu bankans Bankastræti 5, Reykjavík miðvikudaginn 9. apríl, fimmtudag- inn 10. apríl og föstudaginn 11. apríl kl. 9.30—12.30 og 14.00—16.00. Reykjavík 1. apríl 1969. í bankaráði Verzlunarbanka íslands hf. Þ. Guðmundsson, Egill Guttormsson, Magnús J. Brynjólfsson. Ensk alullarefni í kápur og dragtir einlit og köflótt. Verð krónur 389 pr. m. Breidd 1 x 40 m. Dömu- & herrabúÖin Laugavegi 55. Tilbúin sætaáklæði í bifreiðar Sætaáklæði og mottur jafnan fyrirliggjandi í Volkswagen og Moskvitch fólksbifreiðar. Einnig sætaáklæði í Landrover jeppa Útvegum með stuttum fyrirvara sætaáklæði og mottur i flestar gerðir fólksbifreiða. Vönduð vara, hagstætt verð. Sendum í póstkröfu um allt land. ALTIKABÚÐIN Frakkastíg 7, sími 22677. Fermingargjafir Speglar — burstasett Hver getur verið án spegils? Lítið á úrvalið hjá okkur, áður en þér ákveðið fermingargjöfina. Verð oq gerðir við allra hæfi. SPEGLABÚÐIN Sími: 1-96-35. r w LUD\ STOI riG 1 RRJ L 1Á V0LKSWAGEN NOTADIR BÍLAR UMBOÐSSALA Tökum að okkur að selja notaða VOLKSWACEN - bíla í umboðssölu Coft sýningarsvœði, innanhúss og utan ® - SMURSTOD - VARAHLUTIR - VIÐGERDIR ® Sérhœtð og örugg viðskipti er yðar hagur Simi 21240 HEKLA 1 Í1 Laugavegi 170-172

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.