Morgunblaðið - 01.04.1969, Page 24

Morgunblaðið - 01.04.1969, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1909 Júníus, Haukur ©g Guðjón' sýna fullsmiðaðar hrosstennur. Til samanburðar eru tnanngómar ámiðju borðinu. - GERVITENNUR Framhald af bls. 3 fyTst að svaefa hann og til þess fengum við Pál Agnar Pálsson, yfirdýralækni, sem verið hefur okkur einstak- lega hjálplegur. Tanndxáttur inn fór fram 29. janúar og var heilmikið erfiði og er þá vægt til orða tekið. Okkur gekk ágætlega með framtenn urnar, en tannsmiðir mínir, Guðjón og Júníus urðu að vera mér til aðstoðar við tanndráttinn og erum þó all- ir fremur stæðilegir menn. — Nú, hvernig var unnt að fóðra tannlausan hest í 2 mónuði? — Páll Agnar Pálsson, yf- irdýralæknir leiðbeindi okk- ur i því efnd. Hann kenndi Jóni að fæða hestinn á súp- um, grasmjöli, hveitihrati, sem blandað var bætiefnum og steinefnum til þess að fylla upp í tannrótarholurn- ar, en það varð sérstaklega að taka til greina, vegna stærðar rótanna. Til þess að koma fæðunni í m.ag,a Páfa var að draga gúmslöngu í gegnum aðra nösina, um kok og vélinda og niður í maga. Slanga þessi er uim 2 metrar. Um þetta sá Jón algjörlega. — Hvernig fórstu að þessu, Jón? — Páll Agnar kenndi mér þá list, segir Jón Sigurbjörns son. Og þetta var einna imesta þolinmæðisverkið frá mínum bæjardyrum séð. Páll gerði þetta í tvö fyrstu skipt- in, hann kom hér við i hest- húsunum um leið og hann var í ferðum upp að Keldum, en síðan varð ég að fara upp í hesthús — fjórum sinnum á dag fyrstu vikuna, en siðar tvisvar á dag. í hvert skipti hellti ég nokkrum lítrum af þessum súpum sem Páll Agn ar haJði látið mig fá, niður í magann á Páfa. Tannsmiðir Hauks Clausen, Guðjón Guðmundsson og Júníus Pálsson. höfðu allan veg og vanda að tannsmfö- inni. Við hittum þá á sunnu- dag, þar sem þeir voru að fylgjast með því er tennurn- ar voru settar í hestinn. Við spurðum þá að því, hvernig þeir hetfðu farið að því að smíða tennurnar, og þeir sögðu: — Þetta er mesta verkefni, sem við höfum kornizt í til þessa. í r.auninni hafði ég aldrei búizt við því — segir Guðjón, að ég þyrfti að smíða upp í hest, en enginn veit sína ævina fyrr öll er. Og kannski við eigum einhvern- tíma tímann eftir að smíða upp í fíl? — segir Júníus og hlær. — Hvert var aðalvandamál ið? — Mesta vandamálið var að fá nákvæmar teikningar af hrosstönnum og síðan, hvernig unn-t væri að bræða gómana saman. Öll mót, sem við höfum eru aðeins fyrir manngóma og slák stærð sem þessi olli miklum erfiðleik- um.. Þó tókst okkur að yfir- vinna þessi vandamál, en það er okkar einkamál, hvernig við fórum að því. Við sétlum að sitja einir um hituna við •hrossatannsTOÍðar á íslandi, sem geta orðið arðbær við- skipti úr því sem komið er. Við snúum okkur nú aftur að Hauki Clausen og spyrj- um hann að því, hvernig hann hafi tekið mót af góm- um hestsins. Hann gvarar: — í síðastliðinni viku, á mánudag fórum við upp í “hesthús ásamt Páli Agnari og var Páfi þá svæfður. Það var þó heilmikið stimabrak að ná mótunum, því að þau urðu að vera mjög nákvæm, svo að nýju tennurnar myndu sitja fastar. Þetta er of dýr framkvæmd og meiira fyrir henni hafT en svo að maður kæri sig um að hross- ið týni gómunum. Ekki var unnt að taka mót- in af gómunum og gómfill- unni fyrr en á mánudag, því að munnurinn varð að hafa jafnað sig eftir tanntökuna. Þá var í rauninni ekki annað eftir en smíða gómana — tennurnar voru til áður og nú er þetta klappað og klárt. Hið eina, sem gæta verður er að nauðsynlegt getur verið að mata Páfa enn um sinn í nokkra daga, unz hann hefux vanizt nýju tonnunum. enda ihefur hann verið tannlaus síðastliðna 2 mánuði. Við höfðum samband við Jón Sigurbjörnsson í gær til þess að fregna, hvernig Páfa gengi að tyggja með nýju tönnunum. Jón sagði að fyrs’t á sunnudag hefði Páfi heldur kunnað illa við tennurnar, en þegar leið á daginn byrjaði hann að sætta sig við þær. í gær var hann farinn að tyggja töðuna og virtist ganga val. Þá sagði Jón okk- ur, að hann hefði ákveðið að hafa hestinn til sýnis við Fé- lagsheimili Fáks við skeið- völlinn hjá Elliðaám í dag milli kl. 17 og 19. Er áreið- anlegt að mörgum Reykvik- ingum leikur forvitni á að sjá Páfa — fyrsta hestinn, sem fengið hefur gervitfenn- ur á íslandi. - SOVÉTFLOTI Framhald af bls. 10. kafbáta, en aldrei tæki það þá langan tíma að átta sig á því, hvort væri á ferðinni. — Ekki var gripið til Sonar-tækj anna í þessu konnunarflugi. Um borð í Orion-flugvélun um eru tvær miklar ratsjár, sem notaðar eru til að finna skip eða það annað, sem að er leitað. Skömmu eftir að við yfirgáfum Kola-herskipið kom annað skip fram á ratsjánum. Þegar að því kom, reyndist þarna vera norskt flutninga- skip á ferðinni og var þvi ekki sinnt nánar. En skömmu sið- ar komumst við í feitt. Þrir rússneskir Kotlins-tundurspill ar ösluðu sjóinn með brezkt eftirlitsskip á hælunum. Tund urspillar þessir eru búnir eld flaugum. Fréttamaður Morg- unblaðsins þekkti meðal þeirra annan rússnesku tund- urspillanna, sem fyrr í vetur sigldu vestur og suðuir með ts land,og fóru m.a. mjög grunnt út af Miðnesi. Þá fiaug frétta maðurinn ásamt ljósmyndara blaðsins yfir tundurspillana suðvestur af Reykjanesi og birtist árangur þeirrar ferðar í blaðinu á sínum tíma. Þeir tundurspillar voru úr hópi rússneskra herskipa, sem voru að æfingu á hafinu norðaust- ur af íslandi. Næst flugum við fram hjá rússnesku njósnaskipi, sem fréttamanni Morgunblaðsins virtist aðeins venjulegur tog- ari, að vísu með meiri rat- sjárbúnað þó en almennt er um slík skip. En annar flug- maður Orion-vélarinnar sagði, að enginn vafi léki á því, hvers konar „togari“ þetta væri: „Við vitum, að hann er að „veiðum", en við vitum líka, að það er ekki fiskur, sem hann sækist eítir“, sagði flugmaðurinn og brosti. — Síð ar sáurn við nokkra alvöru tog ara rússneska á æfingasvæð- inu en á ferðum þeirra var gefin sú skýring, að þeir væru aðeins að sækjast eftir félags- skap landa sinna. Eftir að hafa flogið fram hjá nokkrum rússneskuim tundurspillum af ýmsum gerð um og beitiskipi af Kresta- gerð, komum við auga á stór- an bryndreka, sem hafði tvo minni í kjölfarinu. Þarna reyndist vera á ferðinni beiti skip af Sverdlov-gerð, búið eldflaugum, en þau eru meðal fullkomnustu beitiskipa Rússa. Munu þeir eiga innan við tvo tugi slíkra skipa nú. Fylgdar- skip þess reyndust vera tveir tundurspillar af Riga -gerð. Þegar Varnarliðsmenn höfðu skráð þessi skip niður var til- kynnt, að könnunarfluginu væri lokið og skyldi nú halda heim á leið. Engan kafbát sá um við í ferðinni. Um leið og við yfirgáfum Sverdlov-beitiskipið tók Bates flugstjóri duglega í stýrið og beindi flugvélinni skarpt upp á við. Svo óvænt kom þetta tiltæki flugstjórans frétta- mönnum, að þeir vissu ekki fyrr en þéir sátu flötum bein- um á gólfinu. Var ekki laust við, að ugg slægi að einhverj- um, en þegar þeir sáú, að Bat es flugstjóri hristist í sæti sínu af hlátri, önduðu þeir léttara. Þegar svo Bates flugstjóri spurði síðar, hvort nokkur hefði orðið hræddur, hristu allir höfuðið og hlógu. Hvort sem það er nú vitleysa eða ekki, sá fréttamaður Morgun- blaðsins ekki betur en Bates flugstjóri glotti í barminn, þeg ar hann fékk þessi svör. Eftir tæplega tíu tíma flug var svo aftur lent á Kefla- víkurflugvelli. Alls sáum við 15 rússnesk herskip í þessari ferð og virtist allt benda til þess.að flotinn væri að sam- einast aftur á hafinu um miðja vegu milli fslands og Azor- eyja. Hvort sem ætfingum Rússanna er að ljúka að þessu sinni eða ekki, hafa þeir þeg- ar með þeim sannað, að þeim er full alvara í að láta til sín taka á öllum heimsins höf um og sú staðreynd, að leið þeirra til þessa æfingasvæðis lá skammt undan ströndum fslands segir sína sögu. Á sunnudag 30. marz, kröfðust kommúnistar þess að ísland segði sig úr NATO. Rússneski flotinn minnti óþyrmilega á, að sú krafa á ekki við rök að styðjast. Athugosemd FRAMKV ÆMD ANEFND Her- ferðar gegn hungri hefur látið frá sér fara athugas'emd vegna hungurvökunnair gegn hungri 3. og 4. apríl næstkomandi, en hún hefur valdið nokkrum mlsskiln- ingi. í athugasemd þessarí seg- ir: að hungurvakan sé sam- koma ungs fólks, sem komi sam an og fasti til þess að láta í ljós eindreginn vilja um það að þjóð in komi á samfelldri og stöð- ugri aðstoð við fátæfcu þjóðirn- ar í heiminum, en þátttakendur telja að hungur, skortur og fá- fræði í þróunarlöndun'um séu alvarlegasta vandamlál mann- kynsins. Þá er þess getið í athugasemd þessari að forystumönnum þjóð arinnar verði boðið að heim- sækja vökuna og hitta þátttak- end’ur að máli. - ÁSGEIR Framhald af bls. 13 þess kost að kynnast Ásgeiri Bjarnþóssyni og njóta hins sér- stæða persónuleika hans. Kæri Ásgeir. Heill þér sjötug- um. Sig. Magnússon. í DAG, 1. apríl, á einn af okk- ar ágætu listamönnum, Ásgeir Bjarnþórsson frá Grenjum, sjö- tugsafmæli. Foreldrar hans voru Bjarnþór Bjarnason (frá Knarr- arnesi) bóndi á Grenjum í Álfta- neshreppi og kona hans Sesselja Soffía Níelsdóttir frá Gríms- stöðum, systir Haraldar Níels- sonar prófessors og þeirra syst- kina. Að Ásgeiri Bjarnþórssjmi standa gagnmerkar ættir bæði í föður- og móðurætt, en ekki er það ætlun mín að rekja það frekar í þessu stutta spjalli. Ég hef þekkt Ásgeir frá því hann var á unglingsaldri, en hann var tíður gestur á heimili fósturforeldra minna. Þá hafði Ásgeir ekki hafið sitt eiginlega listnám, en ég hafði yndi af að hlusta á hann segja sögur og æv- intýri, alltaf jafn kátur og skemmtilegur, og oft sagði hann mér ýmislegt, sem mér þótti næstum ótrúlegt. Þessar sögur hafa sjálfsagt verið skáldskap- ur að meira eða minna leyti, en þær voru mér meira virði á þeim árum, en heil söfn skáld- sagn’ahöfunda nú á tímum. Ásgeir Bjarnþórsson er þús- und þjalasmiður. Hann er ágætt ljóðskáld, ef hann vill það við hafa og vel að sér um skáld- skap bæðl að fornu og nýju. Ég er viss um, að Ásgeir hefði orðið mikill fræðima'ður í íslenzkum fræðum, ef hann hefði farið í langskólanám, sem kallað er, og einbeitt sér eingöngu á því sviði. En Ásgeir fór þá menntabraut, sem stóð hug hans næst. Strax á barnsaldri hafði hann þá með- fæddu hæfileika að teikna og draga upp myndir af því, sem fyrir augu bar. Um eða innan við tvítugt fór Ásgeir til náms í Reykjavík og sat þar við fótskör meistaranna, Ríkarðs Jónssonar o. fl. Síðar fór Ásgeir utan til náms í málara- list og höggmyndagerð. Var hann fyrst vfð nám í Kaup- mannahöfn, en síðar á ýmsum öðrum stöðum, t.d. Þýzkalandi, Frakklandi og ítaliu. Rúmlega þrítugur kemur hann aftur heim til Islands og hefur síðan verið búsettur hér í Reykiavík. Ásgeir er heiðursfélagi í Chelsea Arts Club i London. Sýningar á verk- um Ásgeirs hafa bæði verið hér heima og erlendis og hefur hann ávallt hlotið hina beztu dóma. Málverk Ásgeirs Bjarnþórsson- ar eru stilhrein og fögur eins og landslagið á æskustöðvum hans. Hann hefur aldrei farið inn á svið abstrakt-listar, óskapnaður í máli og myndum er honum fjarri skapi. Ef til vill er Ás- geir þekktastur fyrir manna- myndir sinar, en hann befur, sem kunnugt er, málað myndir af mörgu þekktu fólki. Ég hygg, að þar sé list hans í hápunkti. — Hann er meistari að ná fram svipbrigðum og skapgerð manna, enda að flestra dómi fær- astur allra Islendinga á því sviði. Ásgeir Bjarnþórsson er einn af þessum gömlu góðu aldamóta- mönnum, sem hefur verið hug- sjón sinni trúr. Þegar Ásgeir fæddist var vor í lofti. Það var að rofa til eftir margra alda myrkur. Þá var ekki auður í búi á íslenzkum sveitaheimilum. Unglingar urðu þá að bjarga sér af eigin rammleik. Þá fóru fáir menn úr föðurgarði með „gull í lendum“ og því síður að um opinbera styrki væri a'ð ræða, eins og nú til dags. 'Þannig var það með flesta okkar listamenn, sem fæddir eru á þessum árum. Ég sendi Ásgeiri Bjarnþórs- syni mínar beztu hamingjuósk- ir á þessum met'ku timamótum í ævi hans og óska honum alls hins bezta. Magnús Sveinsson frá Hvítsstöðum. HÆTTA Á NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams I'M BETTING HE'LL HEAD BACK TO BEACH CITY EOR repairsTlend a hand' Danny, ef við rjúfum aðra leiðsluna með járnkarlinum, ofhitna vélarnar. Og Athos verður öskuvondur og skýtnr okkur eins og hunda. 2 mynd) Ég treysti á að hann haldi aftur inn til Beach City til viðgerð- ar. 4 mynd) Þetta var auðvelt. Of auðvelt Dan, við rufum vitlausa leiðslu, þe-ta er sjór sem streymir hér inn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.