Morgunblaðið - 01.04.1969, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.04.1969, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1969 er hér um bil alltaf léttlynt, því hef ég oft tekið eftir. Ég gekk léttstíg út úr bank- aiium. Fór til Dawson, pantaði kornið og tók dálítið af því með mér. Svo keypti ég eitthvað fleira til heimilisins, gekk síðan að bílastæðinu og tók litla, ves- ældarlega bílinn minn og ók heimleiðis, í betra skapi en ég hafði nokkurntíma verið í síðasta hálfa mánuðinn. Ég gat varla beðið eftir morgundegin- um, þegar ég gæti afhent John fjögur hundruð punda ávísun- ina. Ég drakk te þegar ég kom heim. Við drukkum það í garð- inum undir kastaníutrénu. Mark sem var kominn úr skólanum, NATHAN & OLSEN HF hámaði í sig hverja brauðsneið- ina af annarri, eins og hann hefði ekki smakkað mat vikum saman. Svo réðst hann að rús- ínukökunni, sem ég hafði bak- að um morguninn. — Þú ert öndvegiskokkur Mel issa, sagði hann um leið og hann fékk sér þriðja stykkið. — Ég var að synda í dag. Og það gefur svei mér matarlyst. Ég brosti vingjarnlega til hans Ég var fegin, að Mark skyldi alltaf hafa svona góða matar- lýst. Ég hafði aldréi þurft að hafa neinar áhyggjur af honum, hvað það snerti. Ég minntist þess ekki, að hann hefði nokkurn- tíma verið lystarlaus. Jafnvel þegar hann lá í mislingunum, fyrir nokkrum mánuðum, hafði hann borðað með beztu lyst. Ég var rétt að ljúka við upp- þvottinn í eldhúsinu, þegar ég leit upp og sá, að Bob stóð í dyrunum. — A ég ekki að hjálpa þér, Melissa? — Nei, þakka þér fyrir Ég er búin með þetta. — Gekk þér vel í búðunum í Rye í dag? 14 — Já, þakka þér fyrir. Ég kom með þrjú pund af méii með mér, og hitt kemur á morgun. — Gott. Ég ætla að fara út á fimm ekra akurinn og líta eft- ir þessum kvígum. Þær voru eitt hvað fjörugar þegar ég lét þær þangað í morgun. Ég setti síðasta bollaparið á sinn stað í leirtauskápinn og hengdi upp handklæðið. Ég leit út í gluggann, sem var allur í sólskini og nýútsprungnum blóm um. — Á ég að koma með þér þangað, Bob? Það glaðnaði yfir honum. — Vitanlega vildi ég, að þú gerðir það. Við lögðum af stað saman. Ég kallaði til Lucy, sem sat enn í garðinum, sem við gengum gegn um og svo til Marks, að gleyma ekki lexíunum sínum. — Nei, ég geri það ekki. Þú þarft ekki að reka á eftir mér, ég hef nógan tíma. Ég leit á Bob, sem gekk við hliðina á mér, og hugsaði, hvað ég væri fegin, að við skýldum Iðnfyrirtæki Vil kaupa lítið iðnfyrirtæki, mjög margt kæmi til greina. Einrng hugsanlegt samstarf við dugleg- an og áreiðanlegan mann, með stofnun iðnfyrirtækis í huga. Hef góða tæknimenntun og get lagt til iðnaðarhúsnæði á góðum stað. Skrifleg tilboð sendist af- greiðslu Mbl. merkt „Iðnfyrir- tæki — 2649". Tökum að okkur VEIZLUR fermingarveizlur, brúðkaupsveizlur og veizlur við öll tækifæri. Höfum 40 manna sal. Kaldur og heitur matur. Smurt brauð og snittur, brauðtertur og kalt borð. Sendum heim. CAFÉTERIA STRANDGATA 1 - HAFNARFIRÐI SÍMI 51810- 52502 -----------v------------- .JM.n ,\\lu dl’: Þetta er einkennilegt A J > I •»'i Vi»»* ‘ ;,4ll »■..*, v * "• * CðSPER klárinn va rhér rétt í þessu! vera orðin vinir afur. Því að það virtumst við vera orðin. Enda þótt ég vissi ekki, hvernig það hafði .gengið til. Ég vissi bara hitt, að í dag var hann orðinn sami gamli Bob, sem hafði kysst mig þarna um morguninn, en síð an horfið mér sjónum, og annar og ólíkur Bob komið í stað hans. Og nú horfði hann á mig.Augu okkar mættust. Hann brosti og tók hönd mína, hélt fast í hana sem snöggvast en sleppti henni svo. — Það er gaman að vera að ganga með þér aftur, Melissa, og enda þótt mig langaði til að segja honum, að það fyndist mér líka, þá kom ég ekki upp neinu orði. Hugurinn var of fullur af alls- konar hugsunum til þess. Léttir minn yfir því að geta greitt það, sem John átti hjá Nick, altók mig. Og það Var mér líka léttir að vita, að við Bob vorum orðin góðir vinir aftur. 4. Ég var að strauja úti í eld- húsi eitthvað um klukkan sex dag inn eftir, þegar síminn hringdi. Kay, sem hafði sýnilega verið að búast við hringingu, þaut út úr setustofunni til að svara í símann. — Það er til þín, sagði hún. — Það er hann John. Ég hafði búizt við þessu. Shyl- ock var kominn eftir ketpund- inu sínu. Og mundi ekki búast við að fá það. Hann skykli verða heldur betur hissa, þegar ég rétti honum ávísunina. — Melissa? sagði hann þegar ég svaraði. — Ég er kominn aft ur. Mig langaði að vita, hvort þú vildir koma og borða kvöld verð með mér. — Það get ég ekki John. Ég hef í svo mörgu að snúast í kvöld. — Segðu honum, að ég skuli fara í staðinn þinn, kallaði Kay til mín. — Ég get komið og tekið eitt glas með þér, sagði ég og lét sem ég heyrði ekki til Kay. — Jæja, það er betra en ekki neitt. En mig hefði langað að bjóða þér að borðá. — Já, en það er bara ekki hægt. En ég skal skreppa snöggv ast. Ég rak höfuðið inn í setu- stofuna, þar sem hin voru að horfa á sjónvarpið, vegna þess, að veðrið var drungalegt og þau gátu ekki verið úti í garðinum. — Ég ætla rétt að skreppa til hans Johns. Ég verð ekki lengi. . Kay leit á mig, önug á svip- inn. Ég tók eftir því, að hún hafði verið í versta skapi síðan Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl f dag hefst langur gangur upp brattann til meiri vegs og virðingar, Hvert skref upp á við vísar þér á nýja möguleika. Nautið, 20. apríl — 20. maí Kómantíkin kemur fram I dagsljósið. Það kann að gera þér erfitt fyrir í starfi, en það er þó betra, ef þú byrjar dálítið snemma dags. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Þú getur fengið breytingar, ef þér er mjög umhugað um það. Þú ert kannski ekki í takt við tímann, en það er þitt mál. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Næsta vika færir þér ríkulegan arð af erfiði þínu, en farðu samt ekki fram á kauphækkun. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Fjárfesting þín má aðeins vcra, þar sem þú ert öruggur um að eiga fyrir henni. Gættu þess að eyða ekki annars staðar um efni fram. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Þú ert snillingur í að fá aðra til að gera kaupin þér í hag. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Haltu þig utan við erjur milli annarra, sem stafa af skyndilegum breytingum á tilhögun. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Ekki er öll nótt úti varðandi skyldur við vini og ættingja. Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Forðastu f járfestingu. Sjá má möguleika á breyttum högum, kannski verðlaun eða viðurkenningu. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Þegar þú sérS fyrtr endann á verkinu, færðu auklð sjálfstraust og margfaldan kraft, sem fleytir þér áfram. Grendur samverkamaður þinn eygir þetta einnig, og verður þér óvenju ljúft (ef þú byrjar á því í dag). Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Eirðarlcysi er í samstarfsmönnum og mökum. Farðu hægt af stað til að gcra þeim ljóst, hvert stefnir. Síðan blæs byrlegar fyrir þér. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz Þér finnst þú vera útundan, því að samverkamcnn og makar eru önnum kafnir að láta ljós sitt skína. Láttu þá ekki ganga of langt, því að það getur dregið dilk á eftir sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.