Morgunblaðið - 16.04.1969, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.04.1969, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDÁGUR 16. APRÍL 1969 13 ' Eriendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR BROTABROT STEINARS Stelnar Sigurjónsson: BROTABROT. 144 bls. STEINAR Sigurjónsson er snjall höfundur; vantar þó enn herzlu- muninn til að vera stórsnjall. Beizkur, dulur; minnugur og fundvís á hið smáa, en samt mikilvæga — þannig er Steinar; auk þess hug’kvæmur á tiltekin efni, samkvæmur, þar sem hann nýtur eín; eðlisgreindur stílisti mun hann einnegin vera. Hins vegar hefur hann ekki enn tamið sér ögun, sem nægði til að skrifa verulega gott verk. í>ó er Steinar í vissum skilningi vandvirkur. Og víst eru efni hans þannig, að þeim hæfir engin fín- pússning. En sú kann aftur að vera omök þess, að Steinar vand- ar sig ekki alitatf sem skyldi. Ágallarnir á sögum Steinars — yfirhöfuð meinlitlir og smá- vægilegir, mega því vera sprottn ir af þvi, að hann beinlínis vilji ekki nostra fremur en hann kunni ekki til verka. Steinar er neflega til óhag- ræðis sérvitur höfundur. Fárán- legt er t.d., hvernig hann af- bakar nauðaalgeng orðasam- bönd. En óvart kemur hann svo upp um hik sitt með því að skrifa heilan formála til að af- saka sérvizkuna. Þeim mun hvimleiðara er þetta heimagerða sprok Steinars, að þróttur hans er annars fólg- inn í stilnum, aðskornum og oft býsna frumlegum. Því Steinar — sé hann sérvit- ur höfundur, þá er hann svo frumlegur, að hann þarf ekki á neinum „tilbúnum“ frumleika að haida. Sögur Steinars eru í flestum skilningi nýjar og mað- ur gerir sér ósjálfrátt í hugar- lund, að nýbreytnin komi innan frá. Afstaða Steinars til efnisins er í aðra röndina epísk. Beztu — meira að segja langbeztu sög- urnar í þessu safni, sem kallast því lítilláta heiti: Brotabrot, sýn- ast vera tilbrigði við minningar höfundar frá löngu liðnum tirna; minningar um fólk, atburði og vettvang, sem einu sinni var, en er ekki lengur. Það eru minningar litils stráks í þorpi. Honum finnst „eitthvað skrítið og voðalegt að lifa“, sem von er, þvi það er stríð og „ástand". Hann horfir á heiminn með Bamiblandi af spenningi og hrolli, sér hlutina svona, en ímyndar sér þá hinsegin; veit, að fleira gerist en það, sem augu hans sjá og Steinar Sigurjónsson eyru hanis heyra; reynir að sjá lengra og heyra meira, en kemst aldrei til botns í þeirri furðu- legu tilveru, sem forsjónin hefur gert svo vel að skyrpa honum inn L Auðvitað er Steinar ekki einn um að hafa sagt þá sögu. Fleiri höfundar hafa unnið úr svipuðu efni; mér kemur t.d. í hug nýleg skáldsaga Jóns Óskars, Leikir í fjöiunni. En Jón Óskar — úr því minnzt er á hann, setur dæmið öðru vísi upp fyrir sér og fær því út úr því aðra lausn. Leikir í fjörunni er sjálfhverf saga, en Brotabrot Steinars eru úthverf; snúast ekki um sögu- þul, heldur það skrítna líf, sem hann horfir á. Og þetta skrítna líf gerist ekki í einni, samíelldri Minningartónleikar SEINUSTU bónleikar Sinfóniu- hljómsveitar íslands voru hinir eftirminnilegustu. Þá stóð dr. Róbert A. Ottósson í stafni og stýrði hljómasveitinni á tónleik- um, sem haldnir voru til minn- iingar um Jón Leifs. Skoðanir mánna hafa alltaf verið skiptar á stórum persónu- leiika og fyrirferðarmiiklum skáldskap Jóns Leifs — og svo einnig á þessum tónleifeum. Það var ömurlegt að sjá yfir hálf tómt húsið. Jón Leifs var aldrei svo óviðkomandi sönmu áhuga- fólfei uim íSenzkt tónlistarlíf. Fyrrverandi bandamenn hans einir í Bandalagi íslenzkra lista- manna hefðu getað fyllt húsið — eða þá þeir, sem höfundat-- réttar njóta á íslandi. Tónleifearnir hófust með nofekrum vel þekktum verkum Jóns: „Sorgarmars" úr hljóm- leikunum við „Galdra Loft“, strokhljómsveitarverkinu „Hinzta kveðja“, sem Jón samdi í imnn- ingu móður sinnar, forleifenum „Minni íslands" og lauk með hljómsveitairútsetnimgu hinna vin sælu ,.rímnadanslaga“ op. 11. Kristinn Hallsson söng fagur- lega „Vöggu'vísu" og „Máninn Mður“, sönglögin op. 14 a, nr. 2 og 1 með vönduðum leik Róberts á píanóið. Tvö verk heyrðust nú í fyrsta siinn. Annað var „Nótt“ op. 59 (við erindi eftir Þorstein Erlings- son), sem þeir Guðmundur Guð- jónsson og Kristinn sungu með hljómsveitinni. Jón tónar skáld- skap Þorsteins á sinni sérkenni- lega hátt, heimtar hetjulegar „upphrópanir“ af söngvurunum og átti Guðmundur auðheyrilega fullt í fangi með að valda hæð- inni á stundum. Forvitnilegra var hitt verkið, sem frumiflutt var, „Sköpun mannsins“, úr upphafi músík- dramans „Baldr“ op. 34. „Baldr“ er stórvirkí og mun taka um 80 mteútur í flutningi. Atriðið, sem hér heyrðist frum- flutt lofaði góðu um framhaldið. Þar voru fáguð litbrigði og fjöl- breytileg, þar mátti m. a. heyra úr fjarska Gjallarhorn Heimdall- ar úr goðheimum. Slík undur heyrast ekki á hverjum degi í Reykjavík. Hafi hljómsveitin, ein söngvarar og ek'ki sízt stjórn- andinn, dr. Róbert, þökk fyrir að leysa svo eftirminhilega hið vandasama hlutverk að minnast frægasta tónskálds íslendinga. Þorkell Sigurbjömsson. sögu, sem byrjar formlega og endar með pomp og pragt, held- ur í sundurlauiium og þó eins og raðkvæmum og samkvæmum myndum, sem hvorki byrja né enda. Þannig hafnar Steinar epísku sögusniði, en fellir sam- an hið sýnilega og óhlutstæða; þannig fær hann sína þriðju vídd. — En stíll Steinars — sem svo mikið veltur á í sögum hans — virðist vera svo sjálfsagður og samgróinn efninu, að manni finnst, að öðru vísi geti Steinar ekki skrifað; annaðhvort verði hann að skrifa einmitt svona eða alls ekki (ég undanskil „ans“ og „meir sagt“; það eru tiktúr- ur). Kostur er, fyrir það fyrsta, að stíllinn rekur sig sjálfur. Maður hefur ekki á tilfinningunni, að höfundur haíi remibzt. Frásagn- argleði var það kallað, þegar tal- að var um vinsæla höfunda, en á ekki við um Siteinar; skilst þó vonandi, hvað við er átt. Allt um það finnst manni, að höfundur hafi átt að hreinrita einu sinni enn, hugsa sig vel um, strika rækilega og útþrykkilega yfir óþarfar kiúsidúllur og slétta úr hnökrunum. Grodda- áferðin mátti eftir sem áður halda sér. Leggi maður upp í reisu á la recherche du temps perdu og komi aftur á sinni gömlu peysu — þá á maður að koma á henni — hreinni. En Steinar er ekki ávallt í leit að hinu liðna. Fróðlegt er að bera sögur þær, sem hann sem- ur upp úr endunminningum frá stríðsárunum, saman við sögur, sem segja frá Kananum á Vell- inum og viðikiptum amerískra hermanna og íslenzkrar kven- þjóðar. Síðar talda efnið verður allt of ýkt í höndum Steinars. Ef til vill er það of nálægt í tím- anum. Ef til vill er það of póli- tiskt. Alla vega vantar Steinár í það hillinguna. Það verður alít of hrátt í meðförum hans, um- búðalaust, misiheppnað, ólist- rænt. Raunar er Steinar ekki einn á báti, hvað það snertir. Enn hefur fáum tekizt að skrifa að gagni um sarna efni nema Indriða og seinna Guðbergi. Alla vega er það ekki svið fyrir Steinar. Þó imyndun hans sé kröftug innan vissra tak- marka, er hún ekki að -sama skapi hreyfanleg. Því Steinar er persónulegur höfundur, skrifar t.d. lengstum sama stílinn. Sög- ur hans bera með sér sama keim inn; það er sama, hvert hann fer, þorpið fer með honum alla leið e.ns og fleirum. Ég minni á dæmi: Steinar skrifar sögur, sem eiga að gerast í sveit. En þær eru ekki sveita- sögur í neinum skilningi, ekki fyrir fimm aura. Sveitin er að- eins notuð eins og hvert annað óhlutstætt hugtak — í tilbreyt- ingaskyni eða hvað — handa fólkinu af mölinni? Þegar Steinar segir frá kven- manni, sem situr „þögul við hlóðirnar", þá minnir atriðið ekki á kvenmann við hlóðir, eins og það gerðist. Þvert á móti: senan er einber leikur. Enda kemur á daginn, að sviðið er út- fyllt með ósviknum þorpslegum svolahætti og engri sveita- mennsku. Nei Steinar er hvorki frum- legur né tilfyndinn, þá sjaldan hann hverfur út fyrir sína lóð. Heima er hann tæpast nema á einum stað: í einihvers konar sjávarplássi; einhvern tíma í stríðinu eða »ftir það; þar sem beljakar svolgra brennivin í landleguim og slást um kvenfólk- ið, sem sáir sínuim kvenlega yndisþokka út yfir súorlyktina,' svo hvorugt verður frá öðru greint; og klæðist kjói, sem er „svolítið óhreinn og fallegnr“. Þar eru líka ungar stelpur, aldur svona þrettán fjórtán. Þær gera mikið að þvo sér og spegla sig og svo framvegis og fara að því einis og þær séu að fremja töfra; .hvílík heimsundur! Þar eru líka hermenn. Og „það er skrítið að stelpur skuli vilja vera skotnar í hermönnum en ekki strákum“, hugsa ungu strákarnir í þoipinu, sam eru siskotnir í stelpuim og liáhugsandi um þær, einkum á kvöldin. 4 Tuttugu sögur eru í þessum Brotahrotum Steinars Sigurjóns- sonar, flestar stuttar, allar læsi- legax, umar skemmtilegar. Steinar hefur margt til brunns að bera. En mun honum takast að brjótast út fyrir þau ták- mörk, sem hann hefur sjálfur markað sér, að því er virðist, og senda frá sér, þó ekki væri nema eitt verulega gott — eða réttara sagt verulega misfellulaust káldverk? Erlendur Jónsson. Lífspeki náttúrunnar Desmond Morris: NAKTI APINN. 234 bls. Hersteinn Pálsson þýddi. fsafoldar- prentsmiðja h.f. Reykjavík 1968. í HELGAKVERI, sem böm lærðu undir fermingu um alda- mótin, standa meðal annars þessi orð: „Sökum þess að synd- in spillti eðli vorra fyrstu for- eldra, fæðast allir náttúrlegir afkomendur þeirra á öllum tím- um með spilltu eðli og sýndsaim- legum tilhneigingum, og eru þvi allir eymd og dauða undir- orpnir." Desmond Morris veltir því lífca fyrir sér í Nakta apanum, hvort eðli mainnsins sé spillt eð- ur ei, en — í öðrum skilningi en gúðfræðingurinn. Helgi horfir á hlutina frá trúareglu sjónar- miði. Hann fellir í kerfi þá trú- arlegu lífspeki, sem er orðin sjálfsögð um hang daga, ef ekki löngu fyrr. Desmond Morris er dýrafræð- ingur og ræðir um manninn sem dýr á meðal dýra. Eins og höf- undur Helgakvers á sinni tíð, fellir Morris í kerfi þá lífspeki, sem þegar er rækilega viður- kennd, áður en bókin er samin. Báðir leitast við að gera sér grein fyrir eðli mannsins, en nefna það ólíkum nöfnum. Það, sem Helgi kallar „syndsamlegar tilhneigingar“, nefnir Morris meðal annars „frumihvatir“. Helgakver var afar hugvitleg bók fyrir sinn tíma. Vafasamt er, áð nokkur þjóð hatfi nokkru sinni eignazt svo kerfisbundna speki til að kenna börraum und- ir Iífið. Því aðeins vék kverið svo fljótt, sem raun var vitni, að lífspeki þess vék fyrir ann- arri nýrri — vitundinni um nakta apann. Stephan G. var þá einn af möranum nýja tímans. Hann gat látið sem hann væri að segja frá umrenmingi, þegar hann var í rauninni að iýsa eigin skoð- unum: Jón hrak fyrirleit kverið og fékkst ekki til að læra það. Um náttúruna vildi hann hins yegar fræðast. En sá fróðlieik- 'Urinn var þá eimskis metinn, sem sagt: kverið og náttúruvís- indin gátu ekki farið saman, anna’ð hvort varð að vikja. Ef bók eins og Nakti apinn hefði komið fram á sjónarsvið- ið, áður en kverið hvarf (ég á eteki endilega við Heligakver eða neina sénstaka bók, heldur þá speki, sem við það mætti kenna), má vera, að heyTzt hefði hljóð úr homni. En sú tið er liðin. Bók af þessu tagi mun ekki stugga við einum n'á nein- um hér etftir. Hitt er svo anma'ð mái, að Nakti apinn er bók, sem hlýtur að höfða tfl almennrar for- vitni. Þó áhugamál mannsins séu mörg, er ekkert honum hug- stæðara en nakti apinn: mað- urinn sjálfur með hvötum sín- um. Og þær hvatir hans, sem fyrir ekki löragu voru kallaðar „lægstu hvatir", þær eru langt frá að vera útrætt mál og verða vitamlega aldrei. Bókin Nakti apinn er ekki vís- indarit, ekki heldur skemmtirit, en má helzt kallast fræðilegt skemmtirit. Þetta er ekki dýra- fræði, þó höfundurinn sé dýra- fræðingur, heldur hugleiðing — spjall manns, sem styðst að vísu drjúgum við þek’king sína, en vinzar úr henni það eitt, sem hann getur búizt v?ð að fólk langi til að vita. Þannig gerir Morris engu efni betri né meiri skil en kynlífinu, og sú mun vera ástæða þess, að margir bóksalar, í útlöndum að — minnsta kosti, lögðu heila glugga undir bókina, fyrst eftir að hún kom út. Kaflinn um kynlífið er vissulega ekkert sorpritaefni. Samt gæti hann fullkomlega gagnazt slíku riti: venjulegir les- endur sorprits mundu ekki fleygja frá sér slíkri lesning. Er erfitt að verjast þeim grun, að Morris hafi — sem hann færði í letur þann kafla — hugsað öllu meira um sölu bókarinnar en viðfangsefnið: nakta apann. Samanburðurinn við næsta kafla á etftir, Uppeldið, kemiur upp um strákinn tuma, því uppeldinu, sem fræ'ðilega hlýtur að sikoðast fram'hald kynlífsins, eru gerð snöggtum fátæklegri skil. Hætt er því við, að fáar spurnir hefðu farið af bókinni,* ef nefndur kafli um kyralífið hefði hvergi fyrirfundizt i henni, og gefur hugmyndin um það til kynna, hversu furðulegum brögð um verður að beita, svo fróðlegt lesefni nái alla leið til hins al- menna lesanda. Því fróðleg er þessi bók á marga lund. einkum seinni hlut- inn. Höfundurinn sem sé fikrar sig frá Skemmtilegu snakki til fræðilegrar íhugunar — þó milli þess tvenns séu a'ð vísu hvergi skörp skil í bókinni — og undir lokin hættir hann meira að segja á að skírskota tiil tölfræðilegra rannsókna. Morris leitast við að greina, hvað sé náttúrlegt og hvað sé I ónáttúrlegt í fari manrasins og hallast víðast að því, að mað- urinn sé að sönnu leitandi og tilbreytingasamur, en þó fast- heldinn á venjur sínar, og sumt hátterni hans, sem okkur hætt- ir til að álíta ávöxt eða afleið- Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.